Morgunblaðið - 14.03.1998, Side 9

Morgunblaðið - 14.03.1998, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Nýliðun í landbúnaði verði auðvelduð LÖGÐ hefur verið fram á Alþingi þingsályktunartillaga þess efnis að Alþingi skori á ríkisstjórnina að auð- velda nýliðun í landbúnaði með því að koma á nýjum lánaflokki, svokölluð- um jarðabréfum, er bjóði upp á svip- aðan lánstíma og lánskjör við kaup á bújörðum og húsbréf við kaup á íbúð- arhúsnæði. Heimilt verði að lána allt að 65% af kaupverði bújarða, þ.e. til kaupa á landi, fasteignum, vélum og bústofni. Flutningsmenn tillögunnai- eru Gunnlaugur M. Sigmundsson, þing- maður Framsóknarflokks og Egill Jónsson, þingmaður Sjálfstæðis- flokks. í greinargerð tillögunnar seg- ir m.a. að nýliðun í landbúnaði hafi á undanfórnum árum verið allt of lítil til að gi-einin geti þróast eðlilega. ,Ástæðurnar má einkum rekja til lélegrar afkomu af búrekstri og erfið- leika nýliða við að afla langtímalána til jarðakaupa. TMkoma af búrekstri eins og hún er nú gerir bónda sem er að hefja búskap ekki mögulegt að standa undir greiðslubyi’ði af fjár- festingarlánum þegar lánstími er ein- ungis til nokkurra ára,“ segir í grein- argerð. Þai’ segir ennfremur að hugmynd- in að jarðarbréfum gangi m.a. út á að stofnaður verði nýr lánaflokkur þai’ sem lánað verði til allt að 40 ára til kaupa á jörum ásamt fasteignum, vélum og búpeningi. Prófkjör í Arborg PRÓFKJÖR Sjálfstæðisflokksins í hinu nýja sveitarfélagi Arborg verð- ur í dag, 14. mars. Arborg nær yfir Selfoss, Sandvíkurhrepp, Eyrar- bakka- og Stokkseyrarhrepp. Kjörstaðii’ verða opnir frá kl. 10-22. Kosið verður á Stað á Eyrar- bakka, í barnaskólanum á Stokks- eyri og í Óðinsvéum á Austurvegi 38 á Selfossi. Prófkjörið er opið öllu flokksfólki og stuðningsfólki flokksins sem orðið er 18 ára á kjördag. Þeir sem eru 16 ára á prófkjörsdag, eiga lögheimili á svæðinu og eru félagar í sjálfstæðis- félagi mega einnig kjósa. Kosning er bindandi í þrjú efstu sæti samkvæmt reglum sjálfstæðisfélaganna fyrir prófkjörið. Sigruðu í stærðfræði- keppni ÁSGEIR Helgi Magnússon, úr 10. bekk Setbergsskóla, Eyvindur Ari Pálsson, úr 9. bekk Víðistaða- skóla, og Birkir Örn Hreinsson, úr 8. bekk Þinghólsskóla, báru sigur úr býtum í stærðfræðikeppni Flensborgarskóla sem fram fór um helgina. Þetta er þriðja stærðfræði- keppnin sem Flensborgarskóli hefur staðið að fyrir grunnskóla- nemendur f 8., 9. og 10. bekk. AUs tóku 123 nemendur af öllu landinu þátt í keppninni, þar af 61 stúlka. Hafnarfjarðarbær og útibú Bún- aðarbanka Islands í Hafnarfirði styrktu keppnina sem var kynnt af kennurum í grunnskólum lands- ins. Áskell Harðarson og Einar Birgir Steinþórsson útbjuggu verkefnin og Rögnvaldur Möller, stærðfræðingur við raunvísinda- deild Háskóla Islands, var dómari. Morgunblaðið/Golli AÐALSTÖÐIN IhugfílÁg'íslands 1 Hiómsveitin Skítamórall BROTDÖW HÓTEL ÍSLANDI Mi5a- og borðapantanir í síma 533 1100, Verð 4.900, matur og sýning. 2.200, sýning. 1.000, dansleikur. leikur fyrir dansi 7 4 manna hljómsveit undir stjórn Þóris Baldurssonar. Myhnir er Jón Axel Olafsson. LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 9 Ný sending Stuttir frakkar, ítölsk buxnadress og dragtir fak&OafhhiUi Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. Sjálfboðaliðar fyrir rannsókn á arfgengi psoriasis - Sjúklingar og báðir foreldrar Nýlega hófst hérlendis rannsókn á því hvernig húðsjúk- dómurinn psoriasis erfist. Mjög góðar aðstæður eru til slíkra rannsókna á íslandi. Ábyrgðarmenn þessarar rannsóknar eru Bárður Sigurgeirsson sérfræðingur í húð- sjúkdómum og Helgi Valdimarsson sérfræðingur í ónæmissj úkdómum. Rannsóknin hefur þegar gefið mikilvægar upplýsingar, en okkur vantar nú fleiri sjálfboðaliða með psoriasis, og báða foreldra þeirra. Ekki skiptir máli hvort foreldrarnir hafi psoriasis. Um er að ræða viðtal, húðskoðun og blóðtöku. Áætlað er að þetta taki 10-15 mínútur fyrir hvern sjálf- boðaliða. Þeir sem vilja leggja þessari rannsókn lið eða fá nánari upplýsingar eru beðnir að hringja í síma 560 1960 milli klukkan 16 og 18 frá mánudeginum 16. mars til föstudagsins 20. mars. SKiÐAPAKKAR t Tökum notaðan skíðabúnað udd í nýjan Skíðaleiga njóbrettaleiga Carving- skíðaleiga stgr Barnapakki frá kr. 12.990 stgi Unglingapakki frá kr. 16.567 stgr. Fullorðinspakki frá kr. 19. J, \ '4.800 Stórútsala á skíóa- og vetrarfatanði. ÚTIVISTARBÚÐIN VIÐ UMFERÐAMIÐSTÖÐINA - SÍMAR 551 9800 OG 551 3072 http://www.mmedia.is/~sporti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.