Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 12
12 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Árni Vilhjálmsson á fundi um samkeppnismál
Endurskoða þarf regl-
ur um meðferð mála
Morgunblaðið/Ásdís
FUNDUR Félags viðskipta- og hagfræðinga um hvort Samkeppnisstofnun væri dragbítur eða bjargvættur
var vel sóttur.
Er Samkeppnisstofnun
dragbítur fyrir atvinnu-
lífið eða bjargvættur
neytandans? var yfir-
skrift fundar Félags
viðskipta- og hagfræð-
inga. Jóhannes Tómas-
son fylgdist með erind-
um tveggja framsögu-
manna um efnið.
AKA þarf til endurskoðunar
málsmeðferðarþátt sam-
keppnislaga að mati Áma
Vilhjálmssonar hæstaréttarlög-
manns en hann var annar frum-
mælenda á morgunverðarfundi Fé-
lags viðskipta- og hagfræðinga í
fyrradag þar sem spurt var hvort
Samkeppnisstofnun væri dragbítur
atvinnulífsins eða bjargvættur
neytandans. Guðmundur Sigurðs-
son, forstöðumaður samkeppnis-
sviðs stofnunarinnar, sagði að með
ógildingu ráðsins á yfírtöku Myll-
unnar á Samsölubakaríi væri ljóst
að stofnunin væri bjargvættur at-
vinnulífsins sem og neytenda.
Ami Vilhjálmsson minnti í upp-
hafi erindis síns á að fimm ár væra
um þessar mundir liðin frá gildis-
töku samkeppnislaga og sagði hann
nú ástæðu til að staldra við og at-
huga hvort einhver atriði þeirra
þörfnuðust ekki endurskoðunar við.
Taldi hann einkum nauðsynlegt að
endurskoða ákvæði laganna er taka
til málsmeðferðar. Spurning væri
hins vegar um efnisreglurnar, þær
þyrfti að athuga nánar. Hann sagði
fyrirtæki ekki sitja við sama borð
þegar mál þeirra lentu hjá sam-
keppnisráði. Sagði hann þau ekki fá
að kynna mál sín fyrir samkeppnis-
ráðinu sjálfu heldur starfsmönnum
þess og þau hefðu því engan beinan
aðgang að ráðinu. Sagði hann þetta
gera leikinn ójafnan, nær væri því
að flytja ákvörðunarvaldið til emb-
ættismannanna, eins og málum
væri t.d. háttað í Svíþjóð. Síðan
væri hægt að láta pólitískt kjörið
ráð fjalla um mál sem væri skotið
til þess. Málsaðilar gætu
þá kynnt sjónarmið sín
fyrir slíku sjálfstæðu
samkeppnisráði en
ákvörðunum þess mætti
síðan skjóta til dómstóla
með sama hætti og gert
væri í dag með áfrýjunar-
nefndinni. Væri þessi skipan mála
tekin upp hér yrði áfrýjunarnefnd-
in felld út.
Vald samkeppnisráðs mikið
Arni sagði samkeppnisráði feng-
ið mikið vald, m.a. sektarúrræði,
sem ekki hefði verið beitt hérlendis
ennþá en algengt væri erlendis.
Hann sagði markmið laganna að
grípa bæri inní þegar fyrirtæki að-
hefðust eitthvað sem haft gæti
áhrif á að jafnvægi framboðs og eft-
irspurnar raskaðist. Gallinn væri sá
að misbeitingarreglurnar byggðust
um of á huglægu mati; nánast væri
sjálfgefið að menn yrðu seint sam-
mála um niðurstöður. Hann rifjaði
upp ákvarðanir samkeppnisráðs
um samrana eða yfirtökur, m.a.
kaup Olíufélagsins á hlut í Olíu-
verslun Islands, kaup Flugleiða á
Ferðaskrifstofu íslands og sam-
rana Flugleiða innanlands og Flug-
félags Norðurlands. Sagði hann
ráðið hafa leyft þessa gjörninga
með ákveðnum skilyrðum og mest
hefði farið í taugarnar á sér skilyrði
um stjórnunarlega íhlutun. Mark-
aðist það af því að tilteknum mönn-
um sem uppfylltu ákveðin skilyrði
væri bannað að sitja í stjórnum
hinna yfirteknu eða sameinuðu fyr-
irtækja.
Árni sagði það skoðun sína að
þessi skilyrði byggðust ekki á
neinni sjálfstæðri lagaheimild held-
ur á huglægu mati og sagði sam-
keppnisyfirvöld í öðrum Evrópu-
löndum ekki hafa gripið til þvílíkra
úiTæða. Islensk samkeppnisyfir-
völd hefðu hér farið ótroðnar slóðir.
Kvaðst hann oft hafa velt því fyrir
sér hvaða tilgangi slíkt bann við
stjómarsetu hér og þar þjónaði,
spurði hvort menn gætu ekki alltaf
haft samráð.
Hann sagði kjarnann í meðferð
yfirtökumála skilgreininguna á
markaðnum. Skilgreiningin út frá
samkeppnislagalegu tilliti væri
kannski önnur en út frá viðskipta-
legum forsendum. Hér
stæðu menn frammi fyr-
ir því vandamáli að hlut-
lægar markaðsrannskn-
ir skorti í flestum at-
vinnugreinum sem víða
væra til erlendis og
hægt væri því að meta
þar áhrif samrana eða yfirtöku. Til
að leysa þetta yrði að efla hér
markaðsrannsóknir.
Meira frumkvæði og samráð
Árni Vilhjálmsson lagði að lok-
um til að Samkeppnisstofnun mark-
aðssetti sig betur; hún þyrfti að
gefa út leiðbeinandi reglur um
hvernig standa mætti að málum og
hafa frumkvæði að meira samráði
við atvinnulífið. Samkeppnisstofn-
un á ekki að vera dragbítur at-
vinnulífsins, að sögn Árna, hún
starfi eftir lögum sem henni hafa
verið sett og að sumu leyti væra
valdaheimildir hennar of víðtækar
sem era vandmeðfarnar, ekki síst
þegar dómstólar veigri sér við því
að breyta ákvörðunum sem byggj-
ast á huglægu mati. Hann sagði
stofnunina hafa verið dragbít á mál
sem hann hefði rekið fyrir hönd
skjólstæðinga sinna og orðið undir
með en stundum hafi verið hlustað
á sig og þá væri niðurstaðan and-
stæð - svarið væri því hvorki né.
Þá taldi hann stofnunina ekki
bjargvætt neytandans. Markmið
samkeppnislaganna væri ekki neyt-
endavernd heldur að tryggja sam-
keppni í viðskiptum. „Ef neytenda-
vemd er að halda vöruverði niðri
þá er það alls ekki markmið sam-
keppnislaga. Ég held því að Sam-
keppnisstofnun sé ekki bjargvætt-
ur neytenda því eins og við vitum
er 30% dýrara að deyja í Reykjavik
heidur en var áður en þeir fóra að
skipta sér af málefnum Kirkjugarð-
anna því þar nutu menn niður-
greiðslna af mörkuðum tekjustofn-
un. Þetta hefur nú verið leiðrétt og
útfararkostnaður hefur rokið upp
um 30%. Þetta er kannski ekki
heppilegt tæki til verðstýringar. En
hinn pólitíski bakgrannur og trúin
á frjálsa samkeppni segir að þegar
til lengri tíma er litið eiga neytend-
ur að njóta þess. Þannig að hér er
svarið líka hvorki né.“
íhlutun vegna markaðs-
ráðandi stöðu
Guðmundur Sigurðsson gerði
einkum að umtalsefni nýlega ógild-
ingu samkeppnisráðs á kaupum
Myllunnar á Samsölubakaríi.
„Hver er tilgangur með samrunaá-
kvæðum í samkeppnisreglum? Mér
finnst það hafa verið nokkuð á reiki
hjá þeim sem hafa verið að tjá sig
um svokallað Myllumál. í reglum
ESB hefur markmiði samrunaeftir-
lits verið lýst svo að með því eigi að
viðhalda og efla virka samkeppnis-
lega gerð markaðarins í þágu við-
skiptavina og neytenda. Þess vegna
þurfi að grípa til íhlutunar gegn
samrana þegar markaðsráðandi
staða myndast eða markaðsráðandi
staða eflist, sem leiðir til skaðlegra
áhrifa, á þeim markaði sem við á,“
og sagði Guðmundur samrunaeftir-
lit þannig ólíkt samkeppniseftirliti.
„Með samranaeftirlitinu hafa sam-
keppnisyfirvöld eftirlit með eða
áhrif á gerð markaðarins. Sam-
keppniseftirlit byggist hins vegar á
því að samkeppnisyfirvöld hafi eft-
irlit með eða áhrif á samkeppnis-
hegðun fyrirtækja á markaði," og
sagði Guðmundur þetta mikilvægt
atriði. „Fullyrðingar um að það sé
ekki hlutverk samkeppnisyfirvalda
að skipta sér af uppbyggingu og
stærð íslenskra fyrirtækja er því
röng. Þegar aðstæður verða með
þeim hætti að markaðsráðandi
staða myndast eða eflist með sam-
runa eða yfirtöku sem getur leitt til
skaðlegra áhrifa á samkeppni er
það beinlínis skylda samkeppnisyf-
irvalda að grípa til íhlutunar. Ann-
ars ræktu þau hlutverk sitt illa,“
sagði Guðmundur.
Guðmundur sagði skýrt að þegar
samkeppnislögin hafi verið sett hafí
það verið vilji Alþingis að í þeim
væri ákvæði sem myndi virka eins
og sambærilegt samranaákvæði í
lögum þjóða í Vestur-Evrópu sem
tekið höfðu upp slík ákvæði. „Síðan
íslensku lögin vora sett hefur þeim
löndum í Vestur-Evrópu síðan
fjölgað sem tekið hafa samrunaeft-
irlit í löggjöf sína.“ Hann minntist á
þau sjónarmið sem Samtök iðnað-
arins settu fram vegna úrskurðar
samkeppnisráðs í Myllumálinu þar
sem hann sagði að mikið væri úr
því gert að íslenskur markaður
væri smár, íslenskar að-
stæður annars konar en á
byggðu bóli. Þetta geri
það að verkum að ekki sé
ástæða til að hafa sams
konar reglur og i öðrum
löndum. Samrunareglum
erlendis sé t.d. aðeins
ætlað að ná til allra stærstu fyrir-
tækja í viðkomandi löndum. Enn-
fremur sé fullyrt að niðurstaða
Myllumálsins geti haft víðtæk áhrif
á íslenskan iðnað og hindrað nauð-
synlega hagræðingu og samrana
hjá fyrirtækjum. „Það er eðlilegt
og sjálfsagt að samtök gangi langt í
hagsmunagæslu fyrir sína umbjóð-
endur. En það liggur við að manni
sé misboðið þegar svona lagað er
borið á borð,“ sagði Guðmundur.
Skilgreina verður markaðinn
Guðmundur sagði að við sam-
runaeftirlit yrði að byrja á að skil-
greina markaðinn áður en lagt væri
mat á hvort samruninn væri skað-
legur eða ekki. Hann sagði fyrir-
tæki geta sameinast eins og þeim
sýndist nema tilgangurinn væri sá
að setja samkeppninni á viðkom-
andi markaði skorður, ef ætlunin
væri að ná markaðsráðandi stöðu
og með því að hindra samkeppni.
„Ef íslensk iðnfyrirtæki eiga í mik-
illi samkeppni við innflutning eða
þau eru í bullandi samkeppni á al-
þjóðlegum mörkuðum þá gera ís-
lensk samkeppnisyftrvöld engar at-
hugasemdir við það að þau renni
saman og stækld svo að þau standi
betur að vígi í umræddri sam-
keppni. Ef íslensk fyrirtæki hafa
hins vegar í hyggju að koma á sam-
keppnishindrunum á heimamark-
aði, ef hann reynist sérstakur sam-
keppnismarkaður, til að tryggja sig
betur í sessi í samkeppni á erlendri
grand þá fer það óhjákvæmilega
gegn markmiðum samkeppn-
islaga."
Guðmundur rakti síðan hvernig
skilgreina þyrfti markað þegar
áhrif samruna væru metin, land-
fræðilegan markað, hvaða vörur
væri um að ræða og margt fleira.
Sagði hann samkeppnisyfirvöld
m.a. hafa verið gagnrýnd fyrir að
meta of þröngt þann markað sem
yfirtaka Myllunnar á Samsölubak-
aríi hefði áhrif á. Hann sagði liggja
ljóst fyrir að umrædd fyrirtæki
framleiddu fersk brauð og. kökur
sem dreift væri að langmestu leyti
til matvöruverslana. Markaðurinn
takmarkaðist við Island og ekki
væri um erlenda samkeppni að
ræða. Hann sagði 98-99% fram-
leiðslu fyrirtækjanna hafa verið
selda á staði sem væru innan við
200 km fjarlægð frá Reykjavík og
mætti kannski helst gagnrýna
stofnunina fyrir að hafa þessa
landfræðilegu skilgreiningu of
rúma. Ekkert kæmi í stað brauðs í
augum kaupenda, hvort sem væru
endurseljendur eða neytendur, og
túlkun þess efnis að morgunkorn
og brauð væru á sama markaði
fengi ekki staðist. „Allar þær vörur
sem matvöraverslanir selja sem
tengjast brauðáti eru góð vísbend-
ing um það. Eða borðar einhver
korafleks með spægipylsu hér?“
spurði Guðmundur á morgunverð-
arfundinum.
Hann sagði neyslu- og innkaupa-
venjur hafa þróast þannig að menn
vildu helst gera öll innkaup sín á
einum stað, í stórmarkaðnum.
Sprottið hefðu upp sérhæfð fyrir-
tæki sem sinntu þessum markaði,
t.d. verksmiðjur sem framleiddu
brauð. Verksmiðjubakarí væri ekki
á sama markaði og handverskbak-
arinn. Hann sagði Mylluna og Sam-
sölubakarí hafa yfir 80% hlutdeild á
þessum markaði og gæfi það all-
góða vísbendingu um markaðsráð-
andi stöðu fyrirtækjanna. Hann
sagði ekki til einhlíta viðmiðun um
hvað væri markaðsráðandi staða en
framkvæmdastjórn ESB hefði sagt
að tala mætti um markaðsráðandi
stöðu þegar hlutdeildin væri orðin
40-45%. Guðmundur sagði einnig
koma til skoðunar stöðu annarra
fyrirtækja á sama markaði, stund-
um gæti eitt fjárhagslega sterkt
fyrirtæki með kannski 30% hlut-
deild veitt fyrirtæki með afgang
markaðarins næga sam-
keppni. Einnig þyrfti að
skoða lagalegar og
tæknilegar aðgangs-
hindranir og fleiri atriði.
Hann sagði einnig að
engin markmið um hag-
ræðingu samrunafyrir-
tækja væru talin vega upp á móti
þeim skaðlegu áhrifum á markaði
sem samrani hefði í för með sér.
Guðmundur sagði að markmið
Myllunnar með yfirtökunni hefðu
ekki verið hagræðing heldur að ná
stjórn á samkeppninni á viðkom-
andi markaði með því að yfirtaka
keppinaut.
Ogildingin
bjargvættur
Lokaorð Guðmundar voru þessi:
„Virk samkeppni á að vera drif-
kraftur framfara til hagsbóta fyrir
alla. Ef samkeppnisyfirvöldum
tekst ekki að vinna að því markmiði
sem þeim er ætlað þá era þau drag-
bítur á neytendur sem og atvinnu-
lífið. Takist samkeppnisyfirvöldum
að örva samkeppnina og tryggja að
hún sé virk þá era þau hins vegar
bjargvættur atvinnulífsins og um
leið neytenda. Með því að ógilda yf-
irtöku Myllunnar á Samsölubakaríi
voru samkeppnisyfírvöld að gera
hið síðarnefnda.“
Markmið lag-
anna að efla
virka sam-
keppni
Efla verður
markaðsrann-
sóknir hér-
lendis