Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 13

Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 13 Morgunblaðið/Þorkell FJÖLMARGIR skoðuðu nýja kynslóð VW Golf. SAAB 9-5 er lúxusbfll með aflmikilli vél. Morgunblaðið/Ásdís HARALDUR Hannesson, sölumaður hjá Ræsi, afhenti Pétri Einars- syni, t.v., fyrsta A-bfl Mercedes-Benz í gær. Morgunblaðið/Þorkell GUÐMUNDUR Hilmarssonar, framkvæmdastjóri Jöfurs hf., afliendir Aðalsteini Guðjohnsen rafveitusljóra Peugeot 106 rafbfllinn. Umboðin kynna nýja ÞRÍR nýir bílar, Peugeot 106 raf- bfll, VW Golf og Saab 9-5, voru kynntir hjá umboðunum í gær og fyrradag. Þá var Mercedes-Benz A afhentur fyrsta kaupanda eftir að endurbætur voru gerðar á bílnum hjá verksmiðjunum. Hekla hf., umboðsaðili VW, kynnti nýja kynslóð VW Golf á Grand Hóteli í fyrradag og að sögn Gísla Vagns Jónssonar hjá Heklu komu á milli 500 og 600 manns á kynning- una. Nýr Golf verður boðinn í tveim- ur útfærslum, fimm dyra og þrennra dyra og tveimur búnaðarútfærslum, Basic Line og Comfort Line sem koma í stað CL og GL bflanna. Áætl- að verð á handskiptum Basic Line með nýrri 1.400 rúmsentimetra vél, 75 hestafla, er 1.375.000 kr. og bila 1.548.000 kr. á fimm dyra handskipt- um Comfort Line með 1.600 rúm- sentimetra, 100 hestafla vél. Staðalbúnaður í Golf eru fjórir líknarbelgir, ABS-hemlakerfi, hæð- arstillanleg framsæti í Comfort Line og ökumannssæti í Basic Line og rafdrifnar rúður að framan. Nýr Golf er 13 cm lengri og fjórum cm breiðari en fyrri gerð bílsins. Hjá Bílheimum hf. var kynntur í gær ný gerð Saab sem kallast 9-5. Hann er stærri en bæði 900 og 9000 bflarnir sem verða áfram í fram- leiðslu hjá Saab. Sjálfskiptur kostar bíllinn, sem er fernra dyra stallbak- ur, 2.961.000 kr. og 2.811.000 kr. beinskiptur með fjögurra strokka, 2,0 lítra, 150 hestafla lágþrýstifor- þjöppuvél. FRETTIR Einkaframkvæmdir opinberra verkefna Bretar hafa ekki náð tilætluðum sparnaði Friðrik Sophusson fjármálaráðherra kynnti nýlega hugmyndir um að einkaaðilar tækju að sér opinber verkefni líkt og gert hefur verið á Bret- landi. Margie Jaffe hagfræðingur hefur gert úttekt á því hvernig Bretum hefur tekist til að útfæra þetta kerfi og sagði í samtali við Karl Blöndal að ríkið gæti ekki komist hjá því að borga fjárfestingu í grundvallar- þjónustu á borð við menntun og heilsugæslu. EINKAFRAMKVÆMD opinbeiTa verkefna er nú til umræðu hér á landi, en á Bretlandi hefur það fyrir- komulag að einkaaðilar sjái um rekstur ákveðinnar starfsemi í stað ríkis tíðkast frá 1992. Margie Jaffe hagfræðingur var í hópi, sem þrjú stéttarfé- lög fengu til að gera út- tekt á reynslu Breta af þessu fyrirkomulagi, og er hún þeirrar hyggju að einkaframkvæmd op- inberra verkefna hafi ekki skilað tilætluðum árangri og spamaði. „Stjóm Ihaldsflokks- ins lýsti yfir því að einkaframkvæmd opin- berra verkefha væri meðal þeirra verkefna, sem hún ætlaði að grípa til í því skyni að auka hlut einka- geirans í opinberri þjónustu," sagði Jaffe, sem í gær hélt fyrirlestur um málið á vegum Bandalags starfs- manna rflds og bæja, í samtali við Morgunblaðið. „Samkvæmt þessu kerfi fá fyrirtæki í einkarekstri lánað fé til að framkvæma verkefni - reisa hús eða leggja veg - og sjá um rekst- urinn. Opinberi geirinn sér síðan um að borga á löngum tíma.“ Hún tók dæmi um nýtt sjúkra- hús, sem hefði verið endurreist í Norfolk og Norwich. Þar hefði verið gerður samningur til 60 ára við fyr- irtækið, sem sá um framkvæmdina. „Einkafyrirtækin fá síðan árlegar greiðslur, sem teknar eru úr ríkis- sjóði,“ sagði hún. „Sjúkrahús fá til dæmis peninga frá stjómvöldum. Síðan er gerður samningur við einkafyrirtæki, sem fá greitt fyrir allan rekstur sjúkrahúsa utan þjón- ustu lækna og hjúkrunarfólks." Flóknir samningar og viðamiklir Að sögn Jaffe geta samningar ríkisins við fyrirtæki um einkafram- kvæmd opinberra verið mjög flókn- ir og viðamiklir. Þegar sjúkrahús séu annars vegar þurfi til dæmis að gera rækilega grein fyrir þjónustu- skyldum einkafyrirtækisins þar sem ekki megi liggja milli hluta hver réttur almennings sé. „Það getur kostað tíu sinnum meira að ganga frá samkomulagi við einkaaðila í þessu kerfi, en þegar famar era hefðbundnar leiðir vegna þess hvað verkefnin geta verið stór,“ sagði hún. „Hér er um að ræða háar upphæðir. Eg hef til dæmis mat, sem kom frá einkaaðila í byggingar- iðnaði, þess efnis að sá, sem fái verk- efnið, gæti þurft að borga allt að 4,3% af heildarandvirði kostnaðar við að reisa meðalsjúkrahús. Þetta er því mjög dýr leið.“ Hærri lánakostnaður Jaffe sagði að það væri einnig kostnaðarauki þegar einkafyrirtæki réðust í verkefni af þessu tagi að dýrara væri fyrir þau að taka lán en ríkisstofnanir. „Fyrri rfldsstjórn hélt því fram að skilvirkni einkageirans myndi bæta upp fyrir það, en reynslan sýnir ann- að,“ sagði hún. „Einnig er áhyggju- efni að með þessu ýtir ríkið útgjöld- unum á undan sér. í stað þess að taka féð að láni nú og borga aftur láta stjómvöld einkaaðila taka fé að láni og endurgreiða síðan á 60 árum.“ Hún kvað kostnað við framkvæmd- ir einnig aukast úr öllu valdi við einkaframkvæmd opinberra verk- efna: „Bresku læknasamtökin gerðu könnun á fyrstu 14 sjúkrahúsunum, sem stjóm Verkamanna- flokksins hefur sagt að eigi að hafa forgang í þessu kerfi. Samkvæmt könnuninni var munur- inn á fyrstu kostnaðará- ætlun og þeirri nýjustu 72% að meðaltali. Aðeins hefur verið skrifað undir samning um eitt af þess- um sjúkrahúsum þannig að þessi munur gæti enn aukist. Opinberar fram- kvæmdir fara vitaskuld einnig fram úr áætlun, Margie Jaffe en á undanfomum fimm árum hefúr munurinn ekld verið meiri en átta af hundraði.“ Sparnaður náðist ekki Að sögn Jaffe hefur sá sparnaðar, sem spáð var, ekki náðst. Eftirlits- stofnun breska ríkisins hefði birt skýrslu um fjögur verkefni, sem þegar hefði verið hrint í fram- kvæmd, í janúar og komist að þeirri niðurstöðu að 40% minna hefði sparast en spáð var og tvö verkefn- anna hefðu orðið ódýrari í fram- kvæmd hefðu þau verið fjármögnuð með hefðbundnum hætti. í samantekt úr skýrslu nefndar Friðriks Sophussonar fjármálaráð- herra um einkaframkvæmd opin- berra verkefna segir að þessari að- ferð „hafi verið beitt með góðum ár- angri í ýmsum löndum sem næst okkur liggja og [hafi] Bretar náð lengst". Kemur fram að árangur Breta komi meðal annars fram í því að í verkefnum á sviði vegagerðar hafi kostnaður verið 15% lægri að jafnaði en hefði rfldð lagt veginn og rekstur veganna verið með hefð- bundnum hætti. Með útboði á bygg- ingu, fjármögnun og rekstri fangelsa hafi árlegur kostnaður reynst vera 10% lægri en gera mátti ráð fyrir ef ríkið hefði sjálft séð um verkefnið. Þá væru dæmi um að kostnaður við að fela einkaaðilum rekstur um- fangsmikflla tölvukerfa hefði einnig verið ríflega helmingi lægri en sam- bærileg verkefni á vegum rfldsins. Að sögn Jaffe hefur eftirlitsstofn- unin sýnt fram á hið gagnstæða hvað vegagerðina snerti. Sparað með því að lækka laun Hún játti því að 10% sparnaður hefði náðst í rekstri fyrstu tveggja fangelsanna, sem voru reist innan ramma þessa kerfis, eins og fang- elsisyfirvöld hefðu haldið fram. I yf- irheyrslu endurskoðunarnefndar neðri deildar breska þingsins í febr- úar hefðu yfirmenn fangelsismála hins vegar viðurkennt að allur sparnaðurinn hefði náðst fram með því að greiða starfsmönnum lægri laun og í raun hefði kostað meira að reisa fangelsin en hefði opinberi geirinn séð um það. Hún kvaðst ekki hafa neinar tölur um rekstur tölvukerfa. Ekkert mat á umfangi skuldbindinga Jaffe sagði að ekki væri til neitt mat eða upplýsingar um það hve miklar skuldbindingarnar væru vegna einkaframkvæmda opinberra verkefna. „Það er annað áhyggju- efni. Þetta var rætt í fjármálanefnd neðri deildarinnar árið 1996 og þá var því haldið fram að með því að breyta skammtímagreiðslum í lang- tímagreiðslur væri verið að setja út- gjöldum framtíðarinnar skorður, sem erfitt væri að meta. Þetta leiddi til þess að í auknum mæli væri búið að skuldbinda almannafé í samning- um vegna einkaframkvæmda á op- inberum verkefnum til langs tíma. Við vitum því ekki hvað myndi ger- ast ef til dæmis yrði bylting í lækna- þjónustu eins og nú á sér stað í Bandaríkjunum þar sem verið er að hverfa frá stórum sjúkrahúsum til smærri eininga. Við höfum ekki sveigjanleikann til að breyta þjón- ustunni ef hún er bundin langtíma- samningum. Þetta bindur því í raun hendur þeirra ríkisstjórna, sem síð- ar munu komast til valda og leggur byrðar á herðar kynslóðum framtíð- arinnar." Þegar Friðrik Sophusson kynnti hugmyndir um einkaframkvæmd í ræðu 18. febrúar sagði hann að það væri ekki hlutverk ríkisins að vera þátttakandi í atvinnurekstri, sem einkaaðilar gætu starfrækt betur. Benti hann þar á Reykjavíkurflug- völl, heilsugæslu á höfuðborgar- svæðinu, Iðnskólann í Hafnarfirði og gæsluvarðhaldsfangelsi. Friðrik benti hins vegar á ákveðnar hættur í ræðunni. Þessi aðferð gæti „boðið heim freistingu - ekki síst fyrir stjórnmálamenn - því að ábyrgð ríkisins er mikil. Fram- kvæmdir sem setið hafa á hakanum vegna fjárskorts komast allt í einu á dagskrá þar sem utanbókhaldsað- ferð einkaframkvæmdai’ hefur síður áhrif á reikningsskil ríkisins en venjulegar opinberar framkvæmdir. Slíkt kann að leiða til þeirrar hugs- unar sem við þekkjum svo vel: Framkvæmum nú og greiðum síð- ar.“ V erkamannaflokkurinn áfram um stefnuna Ihaldsflokkurinn átti frumkvæðið að einkaframkvæmdum á opinber- um verkefnum á sínum tíma, en stjórn Verkamannaflokksins, hefur síður en svo snúið baki við þessu kerfi. „Ihaldsflokkurinn gerði það að skyldu að íhuga einkaframkvæmdir á opinberum verkefnum á ákveðn- um stigum stjórnsýslunnar og nið- urstaðan varð sú að verkefnin hlóð- ust upp þannig að myndaðist stífla,“ sagði hún. „Verkamannaflokkurinn hefur hins vegar endurskipulagt kerfið og nú er það mun skil- virkara." Jaffe var spurð hvort hún teldi að einkaframkvæmdakerfið á Bret- landi mætti bæta með einhverjum hætti, en hún kvaðst telja að það ætti að leggja það niður. „Ég held að ekki sé hægt að kom- ast hjá því að borga fyrir almanna- þjónustu og það á einkum við um þjónustu á borð við heilsugæslu og menntun,“ sagði Jaffe. „Það er til þjónusta, sem gefur af sér tekjur, til dæmis skemmtigarðar, þar sem hið opinbera og einkageirinn geta kom- ið saman. En það er ekki hægt að komast hjá þeirri skuldbindingu að borga fyrir nauðsynlega fjárfest- ingu í grundvallarþjónustu.“

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.