Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 14
14 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
AKUREYRI
Bóndinn á Möðrufelli fer
fram á þrjár milljónir
Morgunblaðið/Kristján
Vorhugur í trillukörlum
MATTHÍAS Eiðsson, bóndi á
Möðrufelli, hefur krafið hrepps-
nefnd Eyjafjarðarsveitar um
þriggja milljóna króna bætur
vegna tjóns sem hann telur sig
hafa orðið fyrir í tengslum við
kaupin á jörðinni Möðrufelli.
Matthías telur sig hafa tapað
tveimur milljónum króna vegna
þess að sala á mjólkurkvóta hafi
ekki getað gengið eftir sl. sumar.
Þegar hann svo seldi mjólkurkvót-
ann í nóvember, eftir að hann fékk
jörðina afhenta, var verðið mun
lægra en sl. sumar. Auk þess fer
Matthías fram á eina milljón króna,
þar sem hreppurinn hafi ekki skil-
að jörðinni fyrr en 80 dögum eftir
að hann keypti hana.
Birgir Þórðarson, oddviti
hreppsnefndar, sagði málið ekki
hafa verið rætt á fundi nefndarinn-
ar í fyrradag, það væri í meðförum
lögfræðinga. Hann sagðist þó von-
ast til að hægt yrði að ljúka málinu
sem fyrst en vildi að öðru leyti ekki
tjá sig um það.
„Eg tel að þessi krafa okkar sé
Segir bótakröfuna
sanngjarna og
fara í hart verði
ekki orðið við
kröfunni
mjög sanngjörn og við förum fram
á að þeh’ borgi okkur þessar þrjár
milljónir og þá er málið úr sög-
unni. Við förum fram á að þeir
bæti kvótann og greiði fyrir að
hafa haft búið í 80 daga. Eg átti
jörðina allan þann tíma og þessir
menn áttu ekkert með að ráðskast
með hana.“
Fer annars með málið í hart
Hreppsnefndin hefur óskað eftir
því að Matthías rökstyðji kröfu
sína og sagði hann að það yrði auð-
velt verk. Hann sagði jafnframt að
ef hreppsnefndin gengi ekki að
þessari kröfu myndi hann hiklaust
fara með málið í hart. „Eg held að
þeir myndu tapa illa á því og þá
mun ég jafnframt fara fram á mun
hæm bætur. Þessir menn fóru
mjög illa með okkur á allan hátt og
mér finnst þeir heldur ekkert hafa
verið að flýta sér að ljúka þessu
máli.“
Forsaga málsins er sú að Matth-
ías og kona hans Hermína Val-
garðsdóttir keyptu jörðina Möðru-
fell og var skrifað undir kaupsamn-
ing hinn 24. júlí á síðasta ári. Jörð-
in var seld með bústofni, vélum og
framleiðslurétti á um 125 þúsund
lítrum af mjólk. Hreppsnefnd
hugðist nýta sér forkaupsrétt og
ganga inn í kaupin en landbúnaðar-
ráðuneytið felldi ákvörðun hrepps-
nefndar úr gildi. Málið fór fyrir
héraðsdóm og Hæstarétt og unnu
Matthías og Hermína málið á báð-
um dómstigum. I kjölfarið sam-
þykkti hreppsnefnd að afhenda
Matthíasi og Hermínu jörðina.
Matthías sem stundar hrossabú-
skap, seldi Benedikt Hjaltasyni á
Hrafnagili mjólkurkvótann og allar
kýr og kálfa.
Fermingarsýn-
ing í Blómavali
BLÓMAVAL á Akureyri efnir
ásamt fjölda annarra norðlenski-a
fyrirtækja til sýningarinnar Fei’m-
ing, en öll eiga fyrirtækin það sam-
eiginlegt að tengjast fenningum og
undirbúningi þeirra á einhvern hátt.
Sýningin verður í Blómavali, Hafn-
arstræti 26, og stendur hún yfir frá
kl. 14 til 16 í dag, laugardag, og á
sama tíma á morgun, sunnudag.
Hlífarbingó
KVENFÉLAGIÐ Hlíf heldur bingó
sunnudaginn 15. mars kl. 15 í starfs-
mannasal KEA í Sunnuhlíð.
Margir góðir vinningar, en aðal-
vinningur er örbylgjuofn frá
Radionausti. Spjaldið kostar 300
krónur. Að vanda rennur allur ágóði
til styrktar barnadeild FSA og eru
bæjarbúar hvattir til að fjölmenna
og styrkja gott málefni.
ÞAÐ er kominn vorhugur í trillu-
karlana í Sandgerðisbót á Akur-
eyri. Haukur Konráðsson var að
vinna við bátinn sinn Yr EA-530
uppi á landi og gera hann kláran
fyrir vorið. Hann var að hreinsa
gamla málningu af lúkarskapp-
GANGNAMANNAKOFI á svo-
nefndum Almenningi inn af
Garðsái’dal í Eyjafjarðarsveit er
fokinn af grunni. Vélsleðamenn,
sem voru þar á ferð nýverið og ætl-
uðu að koma við í kofanum, fundu
hann ekki á svokölluðum Stífluhóli.
Við nánari leit fundu sleðamenn-
irnir húsið á hliðinni og hafði það
skemmst töluvert.
Sáu eitt tryppi
Gangnakofinn var fyrir tilstuðl-
an Aðalbjörns Tryggvasonar og
fleiri góðra manna dreginn með
jarðýtu fram eftir fyrir 15 árum.
Þar gistu gangnamenn yfir nótt og
gátu svo hafið smölun strax í bítið
á gangnadaginn. Um þriggja tíma
reið er fram að Stífluhóli á Al-
menningi.
anum „og svo verður málað hátt
og lágt.“ Haukur reiknar með að
selja á flot eftir veiðistoppið upp
úr miðjum apríl en hann má
aðeins stunda handfæraveiðar og
hefur leyfi til að veiða í 40 daga á
þessu fiskveiðiári.
Sleðamennirnir sáu einnig eitt
tryppi skammt frá Stífluhóli og
virtist það vera þokkalega á sig
komið. Hugmyndin var að fara ríð-
andi til að sækja tryppið en það
gæti reynst erfiðleikum bundið
sem stendur vegna nýrrar reglu-
gerðar frá landbúnaðarráðuneyt-
inu. Þar segir m.a. að allur flutn-
ingur hrossa milli hesthúsa, lög-
býla og landshluta sé bannaður.
Reglugerðin er gefin út vegna
vegna þess að upp er komin smit-
andi hitasótt í hrossum.
Sænsk
barnamynd
MYNDASÝNING fyrir börn
verður á vegum Norræna fé-
lagsins á Akureyri í dag, laug-
ardaginn 14. mars og hefst
hún kl. 11 fyrir hádegi. Sýnd
verður sænsk barnamynd á
Amtsbókasafninu á Akureyri.
Gilfélags-
fundur
ALMENNUR félagsfundur
Gilfélagsins verður haldinn í
Deiglunni í dag, laugardaginn
14. mars, kl. 14. Umræðuefni
fundarins er framtíðarverkefni
Gilfélagsins.
AKSJÓIM
Laugardagur 14. mars
hÁTTIID 17’00 ►Helgarpottur-
Pfl I I Un inn Umræðuþáttur með
innskotum úr bæjarlífinu.
Sunnudagur 15. mars
hÁTTIID 17 00 ►Helgarpottur-
PHI IUK inn Umræðuþáttur með
innskotum úr bæjarlífinu. (e)
Mánudagur 16. mars
bfFTTID 20 00 ►si°nvarPs-
PfLlllll kringlan - Akureyri
21.00 ►HelgarpotturinnUmræðu-
þáttur með innskotum úr bæjarlífinu.
(e)
22.00 ►Dagskrárlok
Messur á Akureyri
Sjá blaðsíðu 39
Til sölu er verslun og gisti-
heimili ásamt veitingastað.
Um er að ræða 96 m2 verslun í fulium rekstri, veitinga-
sal með bar, skyndibitastað og 8 herbergja gistingu
með tveimur snyrtingum.
Veitingasalirnir og eldhús eru samtals um 283 m2 og
gistirýmið um 200 m2, einnig er í húsinu um 130 m2
íbúð sem bæta má við gistirýmið. Húsnæðið stendur
á lóð sem skipulögð er sem verslunar- og þjónustu-
svæði.
Allar nánari upplýsingar fást í síma 4644117 eða á
kvöldin og um helgar í síma 4644164, Kristján.
Mývatn ehf.
Hús til sölu á Akureyri
Þórunnarstræti 81, einbýli
Glæsilegt einbýlishús sem stendur stutt frá Menntaskólanum á Ak-
ureyri. Húsið telur 7 herbergi og innbyggðan bílskúr mjög rúmgóð-
an. Séríbúð með 2 herbergi á neðri hæð. Á efri hæð eru 3 svefn-
herbergi, stórar stofur og bókaherbergi. Rúmgott eldhús og búr
innaf því og baðherbergi. Á neðri hæð er auk íbúðarinnar rúmgott
sjónvarpshol, geymsla, með glugga, hægt að nota sem herbergi
og rúmgott þvottahús. Aðalforstofan er með innangegnt f inn-
byggðan bílskúr. Lóðin er mjög fallega gróin og þrennar svalir eru
á húsinu. Húsið er vel staðsett.
E. hæð 3 herbergi, stofur, eldhús, búr og
baðherbergi.
N. hæð 4 herbergi, sjónvarpshol, þvottahús, fa.STKKíMSvTa\
geymsla og baðherb. _ IJYGGI)
r BRGKXIIGOTII \
Slmar 462 1744, 462 1820
Sölumenn: Agústa Ólafsdóttir og Björn Guðmundsson. Fax 462 7746
Bæjarmálafundur
Bæjarmálafundur verður haldinn
mánudaginn 16. mars kl. 20.30 í Kaupangi.
Bæjarmálafundir eru öllum opnir.
Bæjarmálaráð Sjálfstæðisflokksins.
?Akureyrarbær auglýsir
tillögu að aðalskipulagi
Akureyrar 1998-2018
Akureyrarbær auglýsir hér með, skv. 18. gr. laga nr.
73/1997, tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 1998-2018.
Hlutverk aðalskipulags er að marka stefnu um þróun
byggðar, landnotkun, samgöngu- og þjónustukerfi og
umhvertismál.
Tillagan, uppdrættir og greinargerð, liggur frammi til sýn-
is á Bæjarskrifstofu Akureyrarbæjar, Geislagötu 9, í 6
vikur frá birtingu þessarar auglýsingar, þ.e. til mánu-
dagsins 27. apríl 1998 þannig að þeir sem þess óska
geti kynnt sér hana. Starfsmenn skipulagsdeiidar Akur-
eyrarbæjar svara fyrirspurnum ef einhverjar eru. Þeim,
sem telja sig eiga hagsmuna að gæta, er bent á að gera
skriflegar athugasemdir við tillöguna. Athugasemdum
skal skilað í síðasta lagi kl. 16.00 þann 27. apríl 1998 til
Skipulagsdeildar Akureyrarbæjar. Hver sá sem ekki ger-
ir athugasemdir við tillöguna innan frests telst samþykk-
ur henni.
Á auglýsingatímanum verða haldnir 3 kynningarfundir
um mismunandi þætti tillögunnar og verða þeir auglýstir
sérstaklega.
Skipulagsstjóri Akureyrarbæjar.
Gangnakofi
fauk af grunni
Eyjafjarðarsveit./Morgunblaðið.