Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 16

Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 16
16 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 40 milljóna kr. hagnaður hjá Þormóði ramma-Sæbergi hf. Sjö útgerðar- félög samein- uðust á árinu HAGNAÐUR Pormóðs ramma-Sæ- bergs hf. nam 240 milljónum króna á árinu 1997, en árið 1996 var hagn- aður félagsins 178 milljónir króna. A árinu sameinuðust sex físk- vinnslu- og útgerðarfélög Þormóði ramma hf. og segir framkvæmda- stjórinn að reksturinn beri þess merki. Rekstrartekjur Þormóðs ramma- Sæbergs hf. námu 3.544 milljónum króna en það er rúmlega 84% aukn- ing frá árinu áður. Hagnaður fyrir afskriftir og fjár- magnskostnað var 634 milljónir króna og hagnaður af reglulegri starfsemi var 201 milijón króna. Endanlegur hagnaður, 240 milljónir kr., svarar til 7% af veltu en var rúmlega 9% árið áður. Veltufé frá rekstri var 481 milljón króna sem er tæplega 14% af veltu. A árinu 1997 voru Þormóður rammi hf., Sæberg hf. og dótturfé- lög, Magnús Gamalíelsson hf. og Sigvaldi ehf. sameinuð undir nafn- inu Þormóður rammi-Sæberg hf. og hefur félagið starfsemi bæði á Ólafsfirði og Siglufirði. Ólafur H. Marteinsson framkvæmdastjóri segir að það hafi tekið að sameina sjö hlutafélög sem hvert hefði haft sín sérkenni. Reksturinn á árinu bæri þess nokkur merki. Jafnframt urðu breytingar á áherslum í rekstri. Landvinnslu bol- fisks var hætt, en rækjuvinnsla efld að sama skapi. Félagið keypti á ár- inu frystitogarann Engey, sem nú heitir Kleifaberg ÓF-2. Miklar end- urbætur voru gerðar á frystitogar- anum Sigurbjörgu ÓF-1 í Póllandi og á Akranesi. Tekin var í notkun nýtískuleg pökkunarverksmiðja fyr- ir rækju, en þar er nú pakkað rækju í neytendapakkningar fyrir ýmsa markaði. Ólafur segir að samlegðaráhrif sameiningarinnar komi ekki fram að fullu á árinu, sömuleiðis áhrif VIÐSKIPTI Þormóður rammi - S< Úr reikningum ársins 1997 Bben 3 hf. Rekstrarreikningur 1997 1996 Rekstrartekjur Milljónir króna 3.544 1.922 Rekstrargjöld (2.910) (1.604) Hagnaður fyrir afskriftir 634 317 Afskriftir (307) (156) Fjármagnskostnaður (125) (38) Hagnaður af reglulegri starfsemi 201 121 Aðrar tekjur og gjöld 38 56 Hagnaður ársins 240 178 Efnahagsreikningur 31. desember 1997 1996 I Eicjnir: \ Fastafjármunir Milljónir króna 4.526 1.982 Veltufjármunir 900 653 Eignir samtals 5.426 2.635 | Sku/dir og eigið fé: \ Eigið fé 2.366 1.353 Langtímaskuldir 2.430 1.055 Skammtímaskuidir 630 226 Skuldir og eigið fé samtals 5.426 2.635 Kennitölur Eiginfjárhlutfall 43,6% 51,3% Veituf járhlutfall 1,43 2,89 Veltufé frá rekstri Mílljónir króna 481 233 Á síðasta ári voru Þormóður rammi hf., Sæberg hf. hf. sameinuð undir nafninu Þorðmóður rammi - Sæt fyrir hendi sambærilegar rekstrartölur frá árinu 199( úr rekstri Þormóðs ramma hf. fyrir sameiningu. jg Magnús C )erg hf. og e 3. Tölurfyrir lamalíelsson ru því ekki það ár eru fjárfestinga og breytinga í rekstri. „Þótt við séum ekki himinlifandi yf- ir afkomunni teljum við okkur hafa búið vel í haginn fyrir framtíðina. Fyrirtækið hafi, eins og það er nú, mikla möguleika á að vera í fremstu röð,“ segir framkvæmdastjórinn. Rekstraráætlun verður kynnt á að- alfundi en Ólafur segir að afkoman á yfirstandandi ári verði ótvírætt betri en á því síðasta. Eigið fé Þormóðs ramma-Sæ- bergs hf. nam 2.366 milljónum króna í lok ársins 1997. Eiginfjár- hlutfall í lok árs var 43,6%. Arðsemi eigin fjár var 11%. Hlutafé félagsins nemui' 1.300 milljónum króna og hefur hækkað um 608 milljónir króna með útgáfu nýrra hlutabréfa sem afhent voru sem gagngjald við sameiningar. Hluthafar í árslok voru 590. Tvö skip seld Þormóður rammi-Sæberg hf. á tólf skip: Mánaberg ÓF frystiskip 1.006 brl. Kleifaberg ÓF frystiskip 893 brl. Sigurbjörg ÓF frystiskip 516 brl. Sunna SI frystiskip 620 brl. Hvannaberg ÓF frystiskip 475 brl. Jöfur ÍS frystiskip 254 brl. Múlaberg ÓF ísfiskskip 550 brl. Sólberg OF ísfiskskip 500 brl. . Sigluvík SI ísfiskskip 450 brl. Stálvík SI ísfiskskip 364 brl. Snæbjörg ÓF dragnótabátur 47 brl. Guðrún Jónsd. ÓF dragnótab. 29 brl. Reiknað er með að reka fyrirtæk- ið á svipuðum gi’unni og áður, þ.e. útgerð frystitogara og rækjuveiðar og -vinnsla, að því er fram kemur í fréttatilkynningu. Unnið er að sölu Jöfurs og Hvannabergs og reiknað er með að frá því verði gengið á næstu dögum. Aðalfundur Þormóðs ramma-Sæ- bergs hf. verður haldinn föstudag- inn 27. mars 1998 kl. 16 í Tjarnar- borg á Ólafsfirði. Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 7% arð- ur til hluthafa. Alnet fær ekki gagna- grunn símaskrárinnar Hagnaður SPRON eftir skatta 1Q0,6 milljónir króna á síðasta ári Niðurstaða efna- hagsreiknings hækkaði um 38% SPARISJÓÐUR REYKJAVÍKUR ÆKtfm ( OUNAGRENNIS Wj úr reikningum ársins 1997 1 Rekstrarreikningur 1997 1 Milljónir króna 1997 1996 | Breyting Vaxtatekjur 1.366 1.109 +23% Vaxtagjöld (795) (594) +34% Hreinar vaxtatekjur 571 516 +11% Aðrar rekstrartekjur 351 318 +10% Hreinar rekstrartekjur 922 834 +11% Önnur rekstrargjöld (706) (623) +13% Framlag í afskriftareikning (53) (33) +61% Skattar (62) (58) 0% Hagnaður ársins 101 121 -151% I Efnahagsreikningur 31. des. 1997 1 EIGNIR, milljónir króna 31/12'97 31/12 '96 Breyting Sjóður, ríkisvíxlar og bankainnist. 1.935 1.433 -93% Útlán 9.964 8.229 +21% Markaðsverðbr. og eignarhlutir 5.596 2.804 +100% Aðrar eignir 537 516 +4% EIGNIR SAMTALS 18.033 12.982 +39% SKULDIR, milljónir króna 31/12'97 31/12 '96 Breyting Skuldir við lánastofnanir 1.088 142 +666% Innlán 10.895 8.481 +28% Lántaka 4.083 2.902 +521% Aðrar skuldir 171 107 +137% Reiknaðar skuldbindingar 336 285 +18% Víkjandi LÁN 254 O Eigið fé 1.205 1.065 +13% SKULDIR OG EIGIÐ FÉ SAMTALS 18.033 12.982 +39% Viðskipti á ný með Handsalsbréf Enn kvart- að til Sam- keppnis- stofnunar ALNET, sem gefur út Tölvusíma- skrána, hefur kvartað til Samkeppn- isstofnunar yfir seinagangi Lands- síma Islands hf. við að afhenda fyr- irtækinu gagnaskrá símaskrárinnar í samræmi við úrskurð samkeppnis- ráðs. Fer fyrirtækið fram á að Landssímanum verði gert að fresta sölu á eigin símaskrá í tölvutæku formi. Alnet reyndi árangurslaust að fá gagnaskrá símaskrárinnar keypta af Landssímanum og þegar það gekk ekki var kært til Samkeppnisstofn- unar. Samkeppnisráð úrskurðaði 1. september sl. að Landssíminn skyldi láta þessar upplýsingar af hendi. „Þrátt iyrir margítrekaðan eftir- rekstur af hálfu Alnets hefur Lands- síminn skorast undan því að verða við úrskurðinum. Hafa stjórnendur Landssímans ýmist borið fyrir sig að þeir væm að verðleggja skrána eða að þeir væru að leita álits Tölvu- nefndar,“ segir í fréttatilkynningu Alnets. Vísvitandi dráttur Alnet gefur út Tölvusímaskrána þar sem skráð eru nöfn fyrirtækja. Fyrirtækið hefur ekki aðgang að breytíngum á símanúmerum sem til- kynnt eru til Landssímans og segir Matthías Magnússon framkvæmda- stjóri að það hafi skaðað fyrirtækið. Telur hann að Landssíminn sé vís- vitandi að tefja eðlilegan framgang málsins vegna útgáfu eigin tölvu- símaskrár og skaða hagsmuni til- vonandi keppinautar. Vegna þessa hefur Alnet sent Samkeppnisstofnun aðra kvörtun þar sem þess er krafist að þegar Landssíminn hafi kunngert verð fyrir gagnagrunn símaskrárinnar og gert hann tilbúinn til afhendingar, skuli Landssímanum gert að bíða í 5 mánuði með að koma með sína vöru á markað. Segir Matthías að þetta sé sá tími sem liðinn er frá því áfrýj- unarfrestur rann út. HAGNAÐUR Sparisjóðs Reykjavík- ur og nágrennis var á síðasta ári 162,5 milljónir króna en var árið 1996 178,2 milljónir. Aukning innlána og útgáfa verðbréfa nam 28,5%, efna- hagsreikningur stækkaði um 38,1% og eigið fé hækkaði um 13,1%. Nem- ur það nú 1.205 milljónum króna. Heildartekjur SPRON jukust um 20,2% milli ára og voru þær 1.716,9 milljónir króna á síðasta ári. Hreinar vaxtatekjur voru 571 milljón og juk- ust úr 515 milljónum árið 1996 eða um 10,8%. Hreinar rekstrartekjur námu 922 milljónum króna en voru 834 milljónir ki'óna árið 1996. Þá hækkuðu niðurstöðutölur efnahags- reiknings auk ábyrgða um 38,1% og nam 19,1 milljarði í árslok en var 13,8 milljarðar í lok ársins 1996. Inn- lán og verðbréfaútgáfa jukust um 28,5% og hlutur SPRON af innlánum og verðbréfaútgáfu viðskiptabanka og sparisjóða var 6,0% en 5,3% árið áður. Hlutur SPRON af innlánum og verðbréfaútgáfu sparisjóða var um 25,3% og hækkaði um 1,8%. „Það sem skiptir mestu varðandi reksturinn í heOd er lækkandi vaxta- munur, sem fer úr 4,23% í 3,68% sem hefur langmest áhrif á tekju- streymið,“ sagði Guðmundur Hauks- son sparisjóðsstjóri aðspurður um afkomuna. „Við erum þar með að fá hlutfallslega lægri tekjur af inn- og útlánum. Hins vegar hefur efnahags- reikningurinn vaxið mjög mikið sem þýðir að í krónutölu erum við að koma betur út þar sem hagnaður af rekstri fyrir afskriftir og skatta er heldur meiri en árið 1996,“ sagði Guðmundur einnig. Eigið fé SPRON var í árslok 1.204,6 milljónir króna og hafði auk- ist um 139,5 milljónir eða um 13,1%. Arðsemi eigin fjár var 9,3% og eigin- fjárhlutfall samkvæmd CAD reglum var 10,2% við lok síðasta árs en má vera lægst 8%. Bætt hefur verið við 7 stöðugild- um í bankastörfum og eru þau nú 102. Benti Guðmundur á að þetta væri 7% fjölgun meðan efnahags- reikningurinn stækkaði um 38%. „Hlutfallslega er því meira álag og meiri framleiðni hjá hverjum starfs- manni en áður var.“ Framlag í afskriftaiTeikning út- lána voru 53,4 milljónir sem er 20,3 milljónum ki'óna hærri upphæð. Töpuð útlán námu 37,2 milljónum króna sem er nokkru lægri upphæð en árið áður og segir Guðmundur ástæðu þessa hærra framlags á af- skriftarreikning hreina varúðarráð- stöfun og gert til að hann haldi sama hlutfalli af efnahagsreikningnum. Ánægður með niðurstöðuna „I heildina erum við mjög ánægð með þessa niðurstöðu því samkeppn- in er mjög hörð og við höfum nýtt okkur stækkunarmöguleika til að auka samkeppnishæfni okkar,“ segir sparisjóðsstjórinn. Aðspurður um lækkandi vaxtamun segir hann það þróun sem ekki sé lokið: „Þessi þró- un á sér stað hérlendis og erlendis. Við erum komnh- í svipaðar tölur og sparisjóðh'nir í Noregi og það er því mikill misskilningm- að vaxtamunur hér sé mun meiri en erlendis. Vextir hafa lækkað áfram á þessu ári og vaxtamunur einnig og sú þróun held- ur áfram. Innlánsstofnanirnar verða að búa sig mjög alvarlega undir að mæta því og það gerir þá kröfu að menn haldi áfram að hagræða. Menn hafa verið að nýta tæknina æ meira á undanförnum árum. Sjálfvirknin sem komið hefur verið á með hrað- banka, heimabanka og interneti er ódýrari leið fyrir innlánsstofnanh' að þjóna viðskiptavinum sínum og það er því borðleggjandi að menn munu fara mjög hratt í að nýta sér þá möguleika sem gefast í þessari auknu tækniþróun til þess að geta veitt þjónustu á grundvelli lægri kostnaðar." Aðalfundur SPRON verður hald- inn föstudaginn 27. mars. VIÐSKIPTI með hlutabréf í fjár- málafyrirtækinu Handsali hf. munu hefjast á ný á Opna tilboðsmark- aðnum nk. mánudag, að því er fram kemur í frétt frá stjórn félagsins. Morgunblaðinu barst í gær svohljóðandi fréttatilkynning: „Við- skipti með hlutabréfa Handsals hf. á Opna tilboðsmarkaðnum voru stöðvuð tímabundið í gær að beiðni félagsins. Stjórn Handsals hf. hefur ákveðið að viðskipti með hlutabréf félagsins hefjist á ný á Opna til- boðsmarkaðnum mánudaginn 16. mars 1998.“ I frétt blaðsins í gær var mis- hermt að Ragnar Halldórsson væri stjórnarformaður Handsals. Sveinn Valfells er stjórnarformaður en Ragnar varaformaður stjórnar og talsmaður félagsins vegna þessa máls.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.