Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 18
18 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
I
i
I
✓_
SIF kaupir franskt sjávarafurðafyrirtæki
Verða stærstir
í sölu kældra
sjávarafurða
Umsvif SÖLUSAMBANDS ISLENSKRA FISKFRAMLEIÐENDA hf.
T3
c
-2
£
Saltkaup hf. Saltskip hi.
100%
100%
O
l+l
C
‘ca
II
cn
Sans Souci
Seafoods ud.
100%
Mar-Nora.s.
100%
Union
Islandisa.s.
100%
Söluskrifstofa
i Ítalíu
100%
Union-SIF
Hellas a.s.
67%
lcebrit Ltd.
40%
Nord Morue s.a. J.B.
100% Delpierre s.a.
!, , 100%
/ Brasilíu
SIFTORa.s.
50%
Söluskrifstofa
í Madríd
50%
SÍF hf. hefur fest kaup á franska
fyrirtækinu J.B. Delpierre s.a. Með
kaupunum og samrekstri með Nord
Morue, dótturfélagi SÍF, verður SÍF
stærsta fyrirtækið í framleiðslu og
sölu kældra sjávarafurða á Frakk-
landsmarkaði, að sögn forsvars-
manna fyrirtækisins. Með kaupunum
eykst velta samstæðu SIF úr tæpum
12 milljörðum í 17 milljarða kr.
Franska fyrirtækið var keypt af
Nord-Est s.a. sem átt hefur J.B.
Delpierre í sex ár. Fram kom hjá
forsvarsmönnum SIF hf. á blaða-
mannafundi í gær að viðræður um
kaupin hafa staðið yfír í tæpt ár. SÍF
hf. tekur við rekstrinum 1. apríl.
SÍF greiðir 60 milljónir kr. fyrir
öll hlutabréf í fyrirtækinu. SIF mun
jafnframt leggja fyrirtækinu til um
240 milljónir kr. í nýju hlutafé til að
byggja upp eiginfjárstöðu þess sem
nú er neikvæð. Franska fyrirtækið
hefur verið rekið með tapi en vegna
breytinga sem gerðar voru á síðasta
ári stefndi í að reksturinn yrði í jafn-
vægi á þessu ári, áður en hagræðið
af samrekstri með Nord Morue kom
til. „Við tökum við hreinu borði, það
var meginkrafa okkur í samningun-
um. Seljandinn leggur fram trygg-
ingu fyrir því,“ segir Gunnar Orn
Kristjánsson, framkvæmdastjóri
SÍF.
Nord Mar
Distribuidora
de Alimentos Ltd.
70%
Hovden Nykvág Loppa
Fiskeindustri a.s. Fisk a.s. Fisk a.s.
100% 100% 100%
as
Alfa Seafood
51%
Fellur vel saman
J.B. Delpierre s.a. er rótgróið fyr-
irtæki í framleiðslu kældra sjávaraf-
urða, sölu þeirra og dreifíngu. Það
var stofnað 1912 og rekið af Delpi-
erre-fjölskyldunni þar ti) Nord-Est
samsteypan keypti 67% hlutabréfa
þess á árinu 1992. Velta fyrirtækis-
ins á síðasta ári var um það bil 5
milljarðar króna og heildarfram-
leiðslumagn um 7 þúsund tonn. I fyr-
irtækinu starfa um 330 fastráðnir
starfsmenn auk 62 lausráðinna.
Fyrirtækið framleiðir 2.500 tonn
af reyktum laxi, jafn mikið af reykt-
um síldarafurðum og alls um 2.000
tonn af öðrum unnum og kældum
sjávarafurðum, saltaðar, reyktar,
marineraðar, soðnar og þurrkaðar.
Fyrirtækið rekur þrjár verksmiðjur,
tvær í Boulogne og eina í Wisches í
nágrenni Strassborgar, og er saman-
lögð stærð þeirra um 23 þúsund fer-
metrar.
Birgir Sævar Jóhannsson, fram-
kvæmdastjóri Nord Morue, segir að
rekstur fyrirtækjanna falli vel sam-
an. Þótt bæði stundi viðskipti með
kældar sjávarafurðh- skarist starf-
semin lítið, aðeins í reyktri síld. Hins
vegar aukist mjög fjölbreytni í vöru-
framboði SÍF og sölukerfið styi-kist.
Sighvatur Bjarnason, stjórnarfor-
maður SÍF, segir að með kaupum á
þessum stærsta keppinauti sínum á
Frakklandsmarkaði telji fyrirtækið
sig geta aukið framlegð sína. Birgir
Sævar segir að fyrirtæki SIF verði
leiðandi á markaðnum fyrir kældar
sjávarafurðir í Frakklandi, með 60-
70% markaðarins fyrir síld og 20% í
laxi. Fyrirtækið verði fjórum sinnum
stærra en næststærsta fyrirtækið á
þessum markaði í heild en þess ber
að geta að saltfískur er flokkaður
undir kældar afurðir í þessu sam-
bandi.
Forsvarsmenn SIF segja að
Delpierre hafí mjög góða ímynd á
tslenskur markaður hf
Hlutafjársala
co
qa
rr'i
ZD
fU^
FIÁRVANGUR
lOítm ymntuuiiiimm
Óskað er eftir tilboðum í 54,617% hlut
Framkvæmdasjóðs íslands.
Söluupphæð:
Krónur 7.547.105,- að nafnvirði eða 54,617% af heildarhlutafé
íslensks Markaðar hf.
Sölutilhögun:
Hlutur Framkvæmdasjóðs fslands verður seldur í einu lagi. Tilboðum skal
skila til Fjárvangs hf. í lokuðu umslagi fyrir kl. 15;00, miðvikudaginn
25. mars 1998. Á sama tíma verða tilboð opnuð að viðstöddum þeim
tilboðsgjöfum sem þess óska. Tilboð eru bindandi og skulu hljóða upp
á krónutölu þá sem viðkomandi er tilbúinn að greiða fyrir 54,617% hluta
útistandandi hlutafjár í íslenskum Markaði, samanber lýsingu á sölu-
upphæð hér að ofan.
Tilboðsgjöfum verður tilkynnt skriflega um niðurstöðu útboðsins í síðasta
lagi miðvikudaginn 1. apríl 1998. Hlutabréfin verða seld gegn staðgreiðslu
og skal greiðsla kaupanda hafa farið frarn í síðasta lagi 15. apríl 1998,
samhliða undirskrift kaupsamnings.
Framkvæmdanefnd um einkavæðingu áskilur sér rétt til að hafna öllum
tilboðum.
Lágmarks söluverð:
Seljandi hefur ákveðið að lágmarks söluverð á hlut Framkvæmdasjóðs
íslands í íslenskum Markaði hf. skuli vera 90 milljónir króna.
Hömlur á viðskiptum:
Félagið hefur kauprétt á 10% af hlutabréfum í félaginu og hafa hluthafar
forkaupsrétt. Sjá nánar (sölulýsingu.
Sölulýsingu má nálgast hjá Fjárvangi.
FJÁRVANGUR, Laugavegi 170, 105 Reykjavfk, sfmi 540 5060, fax 540 5061, www.fjarvangur.is
markaðnum og vörumerki þess vel
þekkt meðal neytenda. Um 85% af
seldum afurðum fai-a í nútímadreif-
ingu á Frakklandsmarkaði, það er að
segja til stór- og risamarkaða.
Fleiri tækifæri
Kaupin á franska fyrirtækinu eru
liður í þeim breytingum sem gerðar
hafa verið á starfsemi SÍF frá því fé-
laginu var breytt úr sameignai’félagi
framleiðenda í hlutafélag á verðbréfa-
markaði. Félagið hefur keypt fyrir-
tæki og hlut í fyrirtækjum í mörgum
Evrópulöndum, Kanada og Brasilíu,
eins og sést á meðfylgjandi korti.
Með kaupunum eykst velta sam-
stæðu SIF úr tæpum 12 milljörðum
kr. í 17 milljarða tæpa, að sögn
Gunnars Arnar. Hjá SIF og dóttur-
félögum þess munu vinna um 850
manns.
Forsvarsmenn félagsins telja að
þessi þróun muni halda áfram.
Gunnar Öm segir að miklar breyt-
ingar eigi sér nú stað í Evrópu, félög
séu að sameinast vegna krafna um
hagræðingu. Telur hann að enn séu
tækifæri til fjárfestinga í ýmsum fyr-
irtækjum.
SÖLUSAMBAND ISLENSKRA
FISKFRAMLEIÐENDA HF.
Úr samstæðureikningum 1997
Rekstrarreikningur Miiijónir kmna 1997 1996 Breyting
Rekstrartekjur 11.676 10.304 +13%
Rekstrargjöld 11.389 10.018 +14%
Afskriftir 123 108 +14%
Fjármaqnsliðir nettó -6 -44 +86%
Hagnaður af regluiegri starfsemi 157 135 +17%
Tekju- og eignarskattar -29 -31 -35%
Hagnaður ársins 156 117 34%
Sjóðstreymi MHIjónir króna 1996 1995 Bæyting
Veltufé frá rekstri 272,0 263 +3,4%
Efnahagsreikningur 31. des.: 1997 1996 Breyting
Eignir: Fastafjármunir Milljónirkr. 1.600 4.333 1.027 4.000 +56% +8%
Veltuf jármunir Elgnir samtals
5.933 5.027 +18%
Skuldir Eigið fé 1.423 1.294 +10%
°SA eigið fé: Langtímaskuldír 918 378 +143%
Skammtímaskuldir 3.591 3.355 +7%
Skuldir og eigið fé samtals 5.933 5.027 +18%
Kennitölur 1997 1996
Eiginfjárhlutfall 24% 26%
Veltufjárhlutfall 1,21 1,19 +1,7%
Arðsemi eigin fjár 11% 9%
SIFmeð 156
m.kr. hagnað
UM 156 milljóna króna hagnaður
varð af rekstri SIF hf. á síðasta ári,
samanborið við 117 milljónir kr. árið
áður. Rekstraráætlun fyrir yfír-
standandi ár gerir ráð fyrir 185
milljóna króna hagnaði. Á aðalfundi
SÍF mun stjórnin óska eftir heimild
til að selja aukið hlutafé, um 200
milljónir kr. að nafnverði, í þeim til-
gangi að fjármagna fjárfestingar.
Heildarvelta samstæðu SIF hf.
var 11.676 milljónir kr. á síðasta ári,
sem er 13% aukning frá árinu áður.
Eigið fé félagsins hækkaði úr 1.294
milljónum í 1.423 milljónir eða um
10%.
Á árinu fjárfesti SÍF fyrir um 833
milljónir kr. Skipið ms. Hvítanes var
keypt fyrir 142 milljónir, kanadíska
fyrirtækið Sans Souci Seafoods Ltd.
var keypt fyrir 334 milljónir. Lagt
var í kostnað við byggingu kæli-
geymslu í Hafnarfirði fyrir 231 millj-
ón en henni var ekki lokið við ára-
mót. Þá var aukið hlutafé í dótturfé-
lögum og stofnuð ný og til þess varið
126 milljónum kr. Þar af vegur mest
185 miiyóna kr. hagnaður 1998
I
I
[
I
c
I
I
I
hlutafjáraukning í Nord Morue s.a. í
Frakklandi, 114 milljónir.
Hagnaður varð af rekstri dóttur-
fyrirtækja á síðasta ári, 13 milljónir
kr., á móti tapi upp á 8 milljónir árið
1996. Tekið er fram í frétt frá SÍF að
Nord Morue hafi greitt SÍF þjón-
ustugjöld að fjárhæð 68 milljónir kr.,
14 milljónum meira en árið áður.
Sans Souci Seafood skilaði 10 millj-
óna króna hagnaði eftir að SÍF eign-
aðist það 1. október. Heildarvelta
þess fyrirtækis er 1.600 milljónir kr.
Rekstraráætlanir SÍF fyrir árið
1998 gera ráð fyrir 185 milljóna
króna hagnaði. Líkur eru taldar á að
afkoma móðurfélagsins verði svipuð
og á síðasta ári en að dótturfélög
skili betri rekstrarárangri. Nýju
dótturfyrirtækin í Kanada og Frakk-
landi verða komin að fullu inn í sam-
stæðureikning 1998.
Aðalfundur SÍF verður haldinn
24. apríl. Þar verður lagt til að
greiddur verði 7% arður.