Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 24

Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 24
24 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ h ERLENT Reuter KLALLDÓR Ásgrímsson og frú á Neretva stoðtækjaverkstæðinu í Sarajevo í gær. Ráðamenn í Bosníu ótt- ast ástandið í Kosovo HALLDÓR Ásgrímsson utanríkis- ráðherra heimsótti Sarajevo í gær í ferð sinni til Bosníu-Hersegovínu og ræddi þar við heilbrigðisráðherr- ann, utanríkisráðuneytismenn, full- trúa Alþjóðabankans, Elísabetu Rehn fulltrúa Sameinuðu þjóðanna, yfirmann lögreglunnar í Sarajevo auk þess sem hann heimsótti sjúkrahús. „Það sem er efst á baugi hér er ástandið í Kosovo og hugsanlegar afleiðingar þess fyrir ástandið hér í Bosníu. Ráðamenn hafa miklar áhyggjur af ástandinu í Kosovo því það er ljóst, að blossi allt upp þar getur það haft áhrif hér í Bosníu og afturkippur komið í þróun mála héma. Uppbyggingin hér gengur í rétta átt. Hvað ástandið í Sarajevo varðar þá hefur það skánað þó enn sé það alvarlegt. Það er verið að reyna að gera hér við byggingar en eyðilegg- ingin er gífurleg þannig að menn eiga langt í land,“ sagði utanríkis- ráðherra. Halldór Asgrímsson heimsótti Neretva-stoðtækjaverkstæðið í Sara- jevo þar sem íslenskir aðilar hjálpa fólki sem særðist í borgarastríðinu. „Við stöndum íyrir því að hér er ver- ið að hjálpa 600 manns að fá nýja gervilimi. Það má nefna sem dæmi að meðan ég dvaldist þar kom móðir inn á þennan stað með 10 ára gamlan son sinn sem hafði misst báða fætur og er hann nú farinn að ganga. Til okkar hafa komið erfiðustu tilfellin. Össur hf. hefur verið í farabroddi í þessum málum íyrir okkar hönd og staðið sig afar vel,“ sagði Halldór. í samtali við Morgunblaðið í fyrradag sagði Halldór að í viðræð- um sínum við Dodik, forsætisráð- herra heimastjómar Bosníu-Serba í Banja Luka, hefðu möguleikar Is- lendinga á að veita Bosníu-Serbum aðstoð við uppbyggingarstarf borið á góma. „Þegar við ákváðum okkar aðstoð við Bosníu þá gengum við al- gerlega framhjá Serbneska lýðveld- inu, enda var á þeim tíma verið að þvinga Bosníu-Serba til að hlíta Dayton-samkomulaginu," sagði Halldór. Nú væra vestræn ríki al- mennt að endurskoða þá afstöðu og auka stuðning verulega við þetta svæði. „Það er maðal annars orðið ljóst að við getum aðstoðað þá í sam- bandi við nýtingu á heitu vatni,“ sagði Halldór. Það era heitar lindir á þessu svæði og að mati ráðherrans getur íslenzk þekking og reynsla á því sviði komið að verulegu gagni til að bæta aðstæður fólks þama. Lætur Elle- mann-Jensen af flokks- formennsku? Kaupmannahöfn. Morgunblaöiö. EFTIR að kosninga- spennan er gengin yfir velta menn nú fyrir sér stöðu nýju stjómarinnar og hvernig Venstre og íhaldsflokknum muni reiða af. Getgátur era uppi um að Uffe Ellem- ann-Jensen leiðtogi Ven- stre íhugi að láta af flokksformennsku. Ihaldsflokkurinn kvað í gær niður orðróm um væringar. Nokkrar fjöl- skyldur era áberandi í hópi þingmanna. Þó ávinningur Jafnaðar- manna hafi aðeins verið eitt þingsæti þá gæti styrkt staða miðflokkana gert stjóminni hægara að leita sam- starfsaðila. Venstre og íhaldsflokkurinn íhuga stöðuna Þegar á kosningakvöldinu, er ljóst vai’ að þó Venstre héldi sínu, þá leiddi fylgishrun íhaldsflokksins til þess að hægristjóm var útilokuð, gaf Uffe Ellemann-Jensen óljóst í skyn að nú kynni hann að hugleiða að segja af sér flokksformennsku á kjörtímabilinu. Þetta hefur leitt til líflegra vangaveltna um að hann láti verða af þessu og þá í tæka tíð fyrir næstu kosningar, svo nýr formaður nái að tryggja sig í sessi. Þó óljóst sé hvort Ellemann-Jensen lætur af þessu verða þá er hins vegar Ijóst hver er líklegasti arftakinn. Anders Fogh Rasmussen varafor- maður flokksins hefur lengi verið álit- inn krónprinsinn í flokknum og i gær tók hann við sem formaður þingflokks- ins af Ivar Hansen. Ef Ellemann-Jen- sen er á fórum þá lætur hann það varla uppi fyrr en að afstaðinni þjóðar- atkvæðagreiðslunni 28. maí. Þegai’ leitað var nýs aðalframkvæmdastjóra Atlantshafsbandalagsins var Ellem- ann-Jensen áJram um að fá stöðuna og hefði vísast ekki síður áhuga á stöðu erlendis nú. Ellemann-Jensen hefur verið formaður síð- an 1984. Þegar hann tók við vora þingmenn flokksins 22, en era nú 42. Orðrómur um að íhaldsflokkurinn myndi gera fylgishranið upp með því að kjósa nýjan formann var kveðinn niður í gær. Eftir þing- flokksfund sagðist Per Stig Moller flokksfor- maður ekki hafa heyrt neinar raddh’ á fundin- um í þá átt. Einn af ungu " þingmönnum flokksins, Jens Heimburger, sem i kjölfar kosninganna hafði viðrað for- mannsskipti, neyddist eftir fundinn til að draga í land. Hann hafði líka gagnrýnt að flokk- urinn skildi reka kosningabaráttu með Venstre, en Stig Moller segh’ þá stefnu ekki hafa verið gagnrýnda á fundinum. Heimburger er 32 ára framkvæmdastjóri eigin auglýsinga- fyrirtækis. Hann hafði sig mjög í frammi í kosningabaráttunni og fékk strax það orð á sig að hann sæktist eftir formennskunni í fyllingu tím- ans. Eftir fundinn í gær er fátt sem bendir til að það verði í bráð ef nokkum tímann. Þó Jafnaðarmenn hafi aðeins unn- ið eitt þingsæti þá þykir staða Poul Nyrup Rasmussen forsætisráðherra að ýmsu leyti hafa styrkst. Hann hefur reyndar aðeins eins þingsæta meirihluta og það færeyskt þingsæti, en á hinn bóginn hefur styrkt miðja aukið samstarfsmöguleika Nyrups, enda hafa Miðdemókratar og Kristi- legi þjóðarflokkurinn þegar viðrað samstarfsáhuga. Einnig þykir senni- legt að þingmenn Ihaldsflokksins og Venstre hafi áhuga á samstarfi, því ella verði flokkarnh’ utangátta í Jensen t I í í l \ > \ Almennt herút- boð í N-Kóreu Þrýst á Eidesgaard « að gefa ekkert eftir Seoul. Reuters. KOMMÚNISTASTJÓRNIN í Norður-Kóreu hefur lýst yfir „al- mennu herútboði" í landinu og fregnir herma að upplausnará- stand hafi skapast þar vegna mik- ils matarskorts. Talið er að þrjár milljónir Norður-Kóreumanna hafi þegar dáið af völdum vannær- ingar. Stjómarerindrekar í Pyongyang sögðu að stjómin hefði sent þeim tilkynningu um að hún hefði lýst yf- ir almennu herútboði á fimmtudag. I tilkynningunni segir að herútboðið tengist árlegum heræfingum sem hafa farið fram á vorin víða um landið. Ekki var ljóst hvort sett hefðu verið herlög í landinu eða hvort her- útboðið tengdist nýlegum viðvöran- um stjómarinnar um að kombirgð- imar myndu ganga til þurrðar um miðjan þennan mánuð þótt kom- skammtarnir hefðu verið minnkaðir úr 300 grömmum í 100 grömm á dag. Kóresk búddatrúarsamtök höfðu skýrt frá því að allt að þrjár milljón- ir manna hefðu látist úr hungri eða sjúkdómum síðustu tvö ár í Norður- Kóreu. Þrjár milljónir manna gætu dáið á þessu ári ef fólkinu yrði ekki komið til hjálpar strax. Samtökin sögðu að stjórnleysi væri að skapast á landsbyggðinni, þar sem margir hefðu selt allar eig- ur sínar fyrir mat og flæktust um sveitirnar til að ræna og rapla. Mörg dæmi væra um að flækings- þjófar hefðu verið barðir til bana. í tilkynningu stjórnarinnar segir að útlendingar megi ekki koma til landsins nema vegna „ferða sem tengjast matvælaaðstoð". Útlend- ingar megi ekki fara út fyrir höfuð- borgina nema með sérstöku leyfi yf- irvalda. „Venjuleg heræfing" Embættismenn í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu sögðust ekki hafa fengið neinar upplýsingar um óvenjulega liðsflutninga eða hem- aðarviðbúnað í Norður-Kóreu þrátt fyrir herútboðið. „Þetta er venjuleg heræfing sem haldin er árlega,“ sagði háttsettur embættismaður í suður-kóreska varnarmálaráðuneytinu. „Hún er venjulega haldin í lok vetrar þegar matarforðinn er lítill og hætta er á óeirðum í landinu." Þórshöfn. Morgunblaðið. FÆREYSKI jafnaðarmaðurinn Joannes Eidesgaard er í erfiðri að- stöðu í kjölfar sigurs hans í dönsku þingkosningunum, hann hefur örlög stjórnar jafnaðarmanna í hendi sér en er jafnframt undir miklum þrýst- ingi heimafyrir, að gefa ekkert eftir í samskiptunum við Dani. Getur þetta haft úrslitaþýðingu fyrir Jafn- aðarmenn í kosningum til færeyska Lögþingsins sem fram fara eftir nokkra mánuði. I kosningabaráttunni talaði Eidesgaard um að flokkur hans myndi brjóta í bága við hefðina og vera óháður á danska þinginu, í stað þess að styðja stjóm jafnaðar- manna. Þá gagnrýndi hann stjórn Pouls Nyraps Rasmussens harka- lega fyrir það hvernig hún tók á Færeyjabankamálinu. Jógvan Mprkpre félagsfræðing- ur telur að Færeyingar muni ekki sætta sig við að Eidesgaard styðji Nyrup, nema honum takist að ná hagstæðu samkomulagi um ýmis óútkljáð mál í samskiptum ríkj- anna. „Eidesgaard gekk til kosn- inga með yfirlýsingum um að hann yrði óháður á danska þinginu og ef hann styður Nyrup án þess að fá nokkuð í staðinn, held ég að Eides- gaard muni eiga í miklum erfið- leikum í væntanlegum kosningum til Lögþingsins," segir Morkore. Eidesgaard er í framboði þar, enda formaður Jafnaðarmanna- flokksins. Kröfum framgengt fyrir sumar Eidesgaard tilkynnti á fimmtu- dagskvöld að hann vildi fá eitthvað fyrir sinn snúð, styddi hann dönsku stjómina. Fyrir hönd flokksins krafðist hann þess að Færeyingar fengju góð kjör á endurgreiðslu milljarðaskuldar við Dani. Þá krafð- ist hann þess að farið verði að bóta- kröfum Færeyinga vegna yfirtöku Færeyjabanka. „Þessum kröfum verður Eidesgaard að ná fram fyrir Lögþingskosningarnar, sem verða í síðasta lagi í júlí nk.,“ segir Morkpre og minnir á að óánægja með stjórn Nyrups hafi orðið til þess að færeyski Jafnaðarmanna- flokkurinn tapaði helmingi þing- sæta á Lögþinginu í kosningunum . 1994. „Það var jafnaðarmönnum dýr- keypt hvernig stjórn Nyrups tók á k efnahagskreppunni sem reið yfír 9 Færeyjar í byrjun áratugarins. Hann hafði mikil afskipti af efna- hagsmálum á eyjunum. Það kostaði jafnaðarmenn mörg atkvæði og þeir fjarlægðust danska flokks- bræður sína í kjölfarið," segir Morkore. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem færeyskur þingmaður hefur haft ör- p lög dönsku ríkisstjórnarinnar í | hendi sér. Óli Breckmann, sem er k fulltrúi Fólkaflokksins á danska ” þinginu og verður í samvinnu við íhaldsmenn þar, lenti í upphafi ní- unda áratugarins í þeirri stöðu að hann varð hvað eftir annað að greiða atkvæði með stjóm borgara- flokkanna í Danmörku, þar sem at- kvæði hans réð úrslitum um hvort hún stæði eða félli. Segir Breck- . mann þetta afar erfiða aðstöðu. I „Þetta er mikið álag. Því á Joannes | Eidesgaard erfiða tíma í vændum,“ k segir Breckmann.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.