Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 31
3.060.QQ0 Ur.
ur. Sesamolían gefur hnetukeim af
súpunni, en í stað hennar má nota
ólífu- eða vínberjakjarnaolíu. Athug-
ið að cumin er ekki sama og norrænt
kúmen, „caraway seeds“, heldur er
cumin fastur liður í austurlenskum
mat, ekki síst indverskum og svo
norður-afrískum mat og mat frá
Miðjarðarhafsbotni. Turmeric er
notað á svipuðum slóðum, gefur gul-
an og fallegan lit og milt bragð. Ef
þið óttist að súpan verði of sterk með
söxuðu chili getið þið látið heilt chili
sjóða með og fískað það svo upp áður
en súpan er sett í kvörnina. Súpan er
best sem vetrarsúpa og vermir nota-
lega, en hún er einnig góð köld að
sumri til. Ef ykkur finnst bragðið að-
eins of sætlegt kreistið þá sítrónu
eða „lime“ yfir.
____________1 kg gulrætur____________
___________6 rauðir laukar___________
____________4 hvítlouksrif___________
1 rauður chiliávöxtur, gjarnan
nýr, annars þurrkaður - hreinsið
_____________kjarnann úr_____________
___________3 cm engiferbiti__________
Vi dl sesamolía eða önnur olía
____________2 tsk cuminfræ___________
___________Vi tsk fennelfræ__________
____________1 tsk turmeric___________
____________1 I kókosmjólk___________
______________2Vi dl vatn____________
______salt og grófmalaður pipar______
vænt knippi af fínsöxuðum nýjum
kóríanderblöðum
1. Gulrætur, laukur, hvitlaukur og
chili er skorið niður. Kryddið er látið
stikna í olíunni í um 1 mínútu við há-
an hita, áður en lauk og hvítlauk er
blandað út í og látið malla við lægri
hita í um 4 mínútur. Bætið gulrótun-
um út í og látið malla undir loki í um
10 mínútur. Kókosmjólkinni og vatn-
inu er hellt yfir og látið sjóða undir
loki þar til gulræturnar eru soðnar.
2. Setjið súpuna í kvörn, svo úr verði
þykkt mauk. Ef ykkur fínnst súpan
of þykk þá þynnið hana með svolitlu
vatni, en hún á að vera þykk og ekki
þunn. Saltið ögn ef þarf, malið pipar
yfír, blandið kóríander saman við og
berið súpuna fram rjúkandi. Hún er
líka góð upphituð daginn eftir.
„Fúsjón" hér og þar
Það er fátt eins skemmtilegt og að
koma sér og sínum skemmtilega á
óvart og það er hægt að gera í eld-
húsinu með því að hressa upp á gam-
alkunna rétti, til dæmis með því að
blása „fúsjón“ lífi í þá. Þegar 17 ára
unglingurinn á heimilinu hafði
bragðað súkkulaðiköku kryddaða
með kanel, negli, stjörnuanís og
allrahanda lýsti hann því yfir að héð-
an í frá væru ókryddaðar súkkulaði-
kökur óáhugaverðar. Sömu viðbót
má gera við epla- og perueftirrétti,
þar sem þeir voguðu bæta líka við
ögn af chili eða láta heilan chili sjóða
með, ef þannig er farið að.
Einföld tómatsúpa úr soði og
tómatmauki öðlast nýtt líf ef þið setj-
ið saxaðan nýjan engifer og sítrónu-
gresi saman við og bætið kannski
rækjum í, ef mikið liggur við. Þar of-
an á er ristað kókosmjöl einnig frá-
bær viðbót. Þetta eru aðeins smáá-
bendingar til að komast á aðra línu í
matseldinni.
Döðlur með engifer
Meðan til eru góðar döðlur að
vetrinum, hvort sem er nýjar eða
þurrkaðar, þá er tilvalið að búa til
sælgæti úr þeim. Takið steinana úr
og setjið í þeirra stað þunna sneið af
engiferi. Ef þið náið í súrsætt jap-
anskt eða tælenskt engifer, engifer-
sneiðar í sætu hrísgrjónaediki, er
það enn betra. Döðlurnar eru góðar
með tei, ekki síst reyktu tei eins og
Lapsang soushong, en einnig sem
snarl með þurru hvítvíni eða sérríi á
undan mat, síður með sætu víni, því
döðlurnar eru svo sætar. Þær koma
jafnvel reyndustu kokkum á óvart og
þar með hefur verið slegið léttilega á
„fúsjón“-strengina...
•|)N EU? Ori ubjsoa -ijjssij ‘jsj3AQjGA Ejjj0cl OL ujn BjELj 60 EjciA6g-ujoj jjjEj6B6unuo>j njOA jEpiuiGJÁg J>j -J 09SS uin
OBJBJ Sdoax juAj jne66Aq ‘uujpAuisjAdsdoax ja jUUjpuAui e jsuisjj -gi. -uEui6jaa pij6u| gj -jnuuo ijœa ujunsj uoq jE6a|UJ9iq jsnyjA
jEUjjjjaAs ge |jt ‘ujn jbc( J9J b|í(iuj uuib» ja spuBissng-S uinöaA uiEjjeacu LSLl djoójAjaö esisj e!l?| bjejj ee B uias ‘upiujajod [uo6ug
JB H.IS UJBU BÖEjp neq -puiAa jn|Aq pJoqjijA j6ai!sae|6 jeöacj Qe||e>j eed ja piofjui^ujatod 'f t -uossiEtN uu!eaqdiE>|s '£ J ‘!puE|6ug j uieq
-uajjoi Blq !uAss6jaa Bueng paui >|a| uueh Z j (t>6 6o oL ‘29 ‘8S6 L) ujnuuis uinjpfj ‘ejnsBjg ‘ J j >|!A|Ba ?JJ J3 6o uossujAÖJofa U!A6jofa
'01 eiaieujBABsæo ‘6 n|sAsjBeJB[jBSj-jneJON '8 'S|BdaN 6joqenjoq ja npuBUijB» 'L '(0f6 J-9S8 J) JiJjqpsuie^quiBfa jaug -g ‘SJ9[|jin Ji
-09JqjS9J ‘eurnddn uinuun>)9 jb ‘J9>(SJ!a6 jnuj.ug g -jn|!UJ9!s 002! W 0JæJ JBA UB6Es6o|!e!3A>|S!j jBöaq ‘g/6 J 9M? Bjjaqe?Js6aAjnjBA?[s
JBA U0SBUJB[a SBjqjjBiN 'f '!l|oi 6o |EABUi9ia 'C 'J!JJ9psjBU!g BJ9d '2 'e!A Jn>|aj !UBOobs 00!U 6o ujnjjojs jb jnjæi ub>|BS ujad ' Juoas
MENNING - LISTIR
1. Skipt verður um
aðalhljómsveitarstjóra
Sinfóníuhljómsveitar ís-
lands í sumar. Hver læt-
ur af störfum og hver
tekur við?
2. Leikfélag Akureyr-
ar frumsýndi um liðna
helgi söngleikinn Söng-
vaseið (Sound of Music).
Hvaða söngkona fer með
aðalhlutverkið, hlutverk
barnfóstrunnar?
3. Kunnur listmálari
hélt á dögunum sýningu
á vatnslitamyndum í húsi
við Sigtún sem er þekkt-
ara fyrir annað en mynd-
listarsýningar. Hvaða
hús er þetta og hver er
málarinn?
SAGA
4. Hver var sjávarút-
vegsráðherra þegar fisk-
veiðilögsagan var færð út
í 200 sjómflur og hvaða ár
var það?
5. Spurt er um mann
þann er kannaði ísland í
leit að heppilegum þing-
stað og valdi Þingvelli við
Öxará?
6. Islensk kvenréttinda-
kona birti blaðagrein í
Fjallkonunni 1885, þá
fyrstu er birtist á prenti
eftir íslenska konu. Hver
var þessi brautryðjandi
Möðrudals. Hvað heitir
þessi leið?
ÍÞRÓTTIR
10. íslenskur skíða-
maður sigraði í vikunni í
stórsvigi á opna norska
unglingameistaramótinu
og fyrir skömmu náði
hann mjög góðum ár-
angri í sömu grein á
heimsmeistaramóti ung-
linga. Hvað heitir piltur-
inn og hvaðan er hann?
11. Hvaða þjóð hefur
oftast orðið heimsmeistari
í knattspyrnu og hve oft?
12. Enski iandsliðsmað-
urinn kunni í knatt-
spymu, Paul Gascoigne,
sem leikur með Rangers í
Skotlandi, er orðaður við
Crystal Palace í London
sem Hermann Hreiðars-
son leikur með. Gascoigne
hefur leikið með íslensk-
um landsliðsmanni - hver
var það og með hvaða fé-
lagi?
Ýmislegt
13. Hver var sá maður
„er fjórir gengu fyrir, fól-
leitur og skarpleitur og
glotti við tönn ...“?
14. Hvað eru potemkín-
tjöld og af hverju draga
þau nafn sitt?
15. Hver lék Ilsu Lund
Laszlo í hinni klassísku
kvikmynd Casablanca?
Hvað eru
potemkíntjöld?
16. Á myndinni eru þrír pýrami'dar við Giza í Eg-
yptalandi. Sá fremsti er þeirra stærstur og talinn
eitt af „sjö undrum veraldar. Við hvern er hann
kenndur og hvenær er talið að hann hafi verið
reistur? Hvaða hlutverki þjónuðu pýramfdar í
menningu Forn-Egypta?
kvennréttindabaráttu á
íslandi?
LANDAFRÆÐI
7. Spurt er um höfuð-
borg, sem stendur í um
1320 metra hæð, skammt
frá ármótum Baghmati og
Vishnumati, þar sem er
fjöldi hindúa- og Búdd-
hahofa. Hvað heitir borg-
in og í hvaða landi er hún?
8. I hvaða sýslu er
Þaralátursfjörður?
9. Aðalfjallvegur
einn er í S-Þingeyja-
sýslu og N-Múlasýslu,
af Sprengisandsleið í
Tómasarhaga, um
Urriðaháls, yfir Jök-
ulsá hjá Upptypping-
um, yfir brú á Kreppu,
um Grjót og á Austur-
landsveg austan
Umboösaöilar:
Keflavík: Bílar og þjónusta, s: 421 7180 • Akranes: Bílasalan Bílás, s: 431 2622 • Bolungarvík: Blfreiöaverkstæöiö Nonni, s: 456 7440
Sauðárkrókur: Bifreiöaverkstæöiö Áki, s: 453 5141 • Akureyri: Bílaval, s: 462 1705 • Húsavík: Bílaleiga Húsavíkur, s: 464 1888 • Egilsstaðir: Bílasalan Ásinn, s: 471 2022
Hornafjörður: HP & synir, s: 478 1577 • Seffoss: Bílasala Suöurlands, s: 482 3700 • Vestmannaeyjar: Bílaverkstæöi Haröar & Matta, s: 481 2733
SuÖurlandsbraut 14
Söludeild Land Rover: 575 1210
Skiptiborö: 575 1200
bl@bl.is
'tmr
Land Rover Discovery er öflugur afburðajeppi meö 122 ha. vél meö túrbínu og millikæli.
Skriöstillir, fjarstýrðar samlæsingar, þjófavörn og sæti fyrir 7 er staöalbúnaöur í Discovery. Þú finnur
ekki jafn góðan jeppa á jafn góðu verði.
S P U R T E R
FARÐU ÚT A LAND ROVER