Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 35 Samræmd samgönguáætlun GERÐ áætlana um uppbyggingu sam- gangna og samgöngu- mannvirkja er mikil- væg stefnumótun til lengri tíma og varðar þróun byggðar og at- vinnu í landinu. Lög kveða á um vegaáætl- un, hafnaáætlun og flugmálaáætlun, sem hver um sig gerir ráð fyrir framkvæmdum og uppbyggingu sam- göngumannvirkja, en framgangur þessara áætlana fer síðan eftir fjárveitingum á fjár- lögum hverju sinni. Þessar áætlanir eru sjálfstæðar hver á sínu sviði og við gerð hverr- ar og einnar hefur lítið mið verið tekið af hinum. Það hefur því ekki verið sett upp heildstæð mynd af þörfum og ástandi þessara mála í landinu í heild eða á einstökum landsvæðum og því hefur ekki ver- ið lögð fram heildarstefna í þess- um málum. Þannig er til dæmis ljóst að við gerð vegaáætlunar og hafnaáætlunar er ekki höfð nægi- leg hliðsjón af því að vöruflutning- ar frá mörgum stöðum hafa í mikl- um mæli færst frá sjóflutningum um hafnir til landflutninga. Þjóð- vegirnir eru hins vegar í mjög mörgum tilfellum og á heilum landsvæðum ekki undir aukna þungaumferð búnir. Þessir vegir eru í langflestum tilfellum gamlir malarvegir með þröngum og burð- arlitlum brúm og þeir voru á sín- um tíma ekki byggðir upp til að bera þessa þungu umferð. I tengslum við umræður um þessar samgönguáætlanir hefur ít- rekað komið fram á Alþingi það álit einstakra þingmanna, að nauð- synlegt sé að samræma áætlana- gerð á sviði samgöngumála, þannig að móta megi heildarstefnu um uppbyggingu samgangna og samgöngumannvirkja til framtíð- ar. A haustdögum lagði undirritað- ur, ásamt fímm öðrum þingmönn- um úr öllum þingflokkum, fram á Alþingi þingsályktunartillögu um samræmda samgönguáætlun. Eft- ir umfjöllun í sam- göngunefnd Alþingis hefur tillagan nú verið samþykkt sem ályktun Alþingis. Samkvæmt ályktuninni er sam- gönguráðherra falið að skipa nefnd til að kanna hvort samræma megi gerð áætlana um uppbyggingu sam- göngumannvirkja í eina samræmda sam- gönguáætlun og gera í framhaldi af því tillög- ur um nauðsynlegar Magnús breytingar á lögum og Stefánsson reglum. Samkvæmt þeim að- ferðum sem beitt hefur verið við gerð áætlana um uppbyggingu þessara samgöngumannvirkja hef- ur fjárframlögum til þeirra verið mjög misskipt eftir landsvæðum. Þannig er ljóst að landsvæði sem Við gerð vegaáætlunar og hafnaáætlunar er ekki höfð nægileg hlið- sjón af því að vöru- flutningar, segir Magn- ús Stefánsson, frá mörgum stöðum hafa í miklum mæli færst frá sjóflutningum um hafn- ir til landflutninga. hafa minni þörf fyrir fjármagn til flugvalla eða hafnamannvirkja, en mikla þörf fyrir vegaframkvæmd- ir, fá mun minni fjárveitingar til samgöngumála í heild en land- svæði sem hefur þarfir fyrir upp- byggingu á öllum sviðum. Þannig getur þörf fyrir dýrar hafnafram- kvæmdir vegna vöruflutninga ver- ið lítil á einu landsvæði en þörf fyr- ir uppbyggingu vega verið mikil, vegna þungaflutninga sem hafa færst af sjó á þjóðvegina á landi. Með samræmingu í áætlanagerð má taka meira tillit til slíkra að- stæðna og mismunandi þarfa en nú er gert. Þá má með samræmdri samgönguáætlun betur setja fram þarfír fyrir fjármagn til uppbygg- ingar samgöngumannvirkja í heild og eflaust má færa rök fyrir því að fjármagn sem veitt er til sam- göngumála nýtist betur út frá heildstæðri áætlun en nú er. Loks má með samræmdri áætlun frem- ur leitast við að treysta byggðir á einstökum landsvæðum. Þá má nefna að með samræmingu í áætl- anagerð má á tryggari hátt móta stefnu um uppbyggingu sam- göngukerfísins út frá margvíslegri þróun sem á sér stað hér á landi. Má þar m.a. nefna að með bættum samgöngum opnast nýir möguleik- ar fyrir ferðaþjónustuna, sem er einn mikilvægasti vaxtarbroddur- inn í atvinnuuppbyggingu víða um land. Við uppbyggingu samgöngu- kerfisins í heild ber m.a. að taka tillit til umhverfísþátta, til dæmis að því er varðar eldsneytisnotkun og losun mengandi lofttegunda. Með samræmdri samgönguáætlun má á markvissari hátt byggja upp þjóðhagslega hagkvæmari sam- gönguleiðir sem hafa í för með sér eldsneytissparnað og minni meng- un. I þessu sambandi má vísa til framkvæmdaáætlunar ríkisstjórn- arinnar frá október 1995, sem unn- in var í tengslum við rammasamn- ing Sameinuðu þjóðanna um loft- lagsbreytingar, þar sem m.a. er kveðið á um heildstætt skipulag samgangna með tilliti til umhverf- is- og orkumála. Þessi hlið málsins er mjög mikilvæg, ekki síst í ljósi þeirrar miklu umræðu sem á sér stað um losun svokallaðra gi-óður- húsalofttegunda og með umfjöllun um umhverfismál í tengslum við gerð samgönguáætlana getum við Islendingar tekið ákveðið frum- kvæði á þessu sviði. Það væri enn eitt innlegg okkar í þeim nauðsyn- legu aðgerðum á heimsvísu að minnka loftlagsmengun í þágu framtíðarinnar og komandi kyn- slóða. Höfundur er alþingismaður. vali. En það hafa þær víst ekki - eða hvað? Jú, úthlutunarnefndir lista- mannalauna hafa eina, sæmilega réttláta reglu að fara eftir - sam- anburðarregluna. Gallinn er bara því miður sá að þær fara ekki alltaf eftir henni, að því er virðist. Ef út- hlutunarnefnd Launasjóðs rithöf- unda hefði t.d. farið eftir einföldu samanburðarreglunni hefði hún ör- ugglega ekki neitað Gyrði Elí- assyni um eins árs starfslaun - annað árið í röð. Gyrðir fékk aðeins hálfs árs starfslaun í fyrra. Það var eins og hvert annað slys; nefndarmenn eru ófullkomnir að dómgreind eins og allir aðrir. Ég sé þá fyrir mér, ak- andi í úthlutunarbílnum gegnum hríðarkófið og skyggnið með minnsta móti. Allt í einu heyra þeir háværar raddir og læti vegfarenda. Skyldu þeir hafa ekið á einhvern í muggunni? Þeir stöðva bílinn. Raddirnar þagna. Þeir bakka aftur í hjólför síðasta árs. Raddirnar hrópa hástöfum á ný. Já, það er eins og þeir hafi ekið á einhvern - og bakkað svo yfir hann aftur í lán- leysi sínu. Bara að þeir yppi nú ekki öxlum og keyri yfir hann í þriðja skiptið á næsta ári! Hin einfalda samanburðairegla kveður skýrt á um það að Gyrðir Elíasson eigi að fá eins árs starfs- laun úr Launasjóði rithöfunda - hið minnsta. Jón Kalmann hefur þegar greint frá miklum afköstum og við- urkenningum Gyrðis í grein hér í blaðinu, og er samanburður við aðra rithöfunda á þeim sviðum Gyrði mjög í hag. En mestu skipta þó verkin sjálf: efni þeirra, inntak og list. Hvað þetta varðar er Gyrð- ir í hópi albestu rithöfunda þjóðar- innar. Menn mega ekki láta það blekkja sig þótt söguþráðurinn sé ekki með gildasta móti, eða persón- urnar séu ekki að deyja úr há- stemmdri dramatík í sögum Gyrð- is. Þannig er það einmitt í lífinu sjálfu: sjálft er það söguþráðurinn í öllum sínum glitrandi hversdags- leika, og persónur þess eru bara þú og ég að drekka kaffí og horfa á himininn, húsin og kartöflurnar - nei, ekki kartöflurnar, jarðstjörn- urnar. Með áhersluleysi sínu á uppspunna dramatík gæðir Gyrðir hina hljóðlátu, alltumlykjandi nánd hversdagsleikans nýju lífí í huga lesandans: hið sjálfsagða verður til á ný fyrir augum hans, hið smáa verður stórt í sjálfu sér - og óend- anlega dýrmætt, hvert fiðrildi, hver kaffisopi, hver vaxdúkur, hvert augnablik; og allt þeirra samspil á munnhörpu eða harmóníku. Yfir slíkri innilegri nánd roðnar hver virkur dagur og verður helgur og ómissandi. Svo ekki sé minnst á tök Gyrðis á máli og stfl. Þau eru ófá orðin sem lægju sofandi í lygnum djúpum orðabókanna, ef Gyrðir hefði ekki fiskað þau upp úr hug- skoti sínu og klætt í lifandi og rétt- an búning með sínum vandvirka og listilega hætti. Að hafna Gyrði Elíassyni er hið sama og að hafna gildi þessa alls, og þá er fátt eftir. En dómgreind- arleysi úthlutunarnefndarinnar nær reyndar ekki til hans eins: Að Jónas Þorbjarnarson, besta ljóð- skáld sem komið hefur fram á síð- ustu árum, skuli ekki fá krónu er jafn óskiljanlegt. Og hvað á Krist- ján Kristjánsson að vera lengi úti í kuldanum? Ljóðabók hans, Vistar- verur, var ein sú besta á síðasta ári. Og fær Magnúx Gezzon aldrei ann- að tækifæri - þrátt fyrir sín Syngj- andi sólkerfi, óviðjafnanleg að lífs- fjöri? Auðvitað er dómgreindarleysi út- hlutunarnefndarinnar ekki einu um að kenna, heldur einnig féleysi. Því vil ég hér að lokum gerast svo djarfur að biðja menntamálaráð- herra að sjá til þess að fjárhæð sem nemur sanngjarnara hlutfalli af virðisaukaskatti af bókum renni beint til Launasjóðs rithöfunda, svo fleiri höfundar geti stundað list sína af alúð í framtíðinni. Og ég skora á ráðherra að bæta nú þegar skarðan hlut Gyrðis Elíassonar með fram- lagi úr varasjóði sínum, sem nemi hálfum árslaunum. Hástökk Gyrðis í list sinni er heimsmet. Höfundur er rithöfundur. Islendingar öruggir með óskarinn? EINS OG eflaust margir unnendur ís- lenskrar kvikmynda- gerðar sat ég límd við útvarpið fimmtudaginn 26. febrúar sl. þegar tilkynnt var um hverjir hljóta myndu styrki úr Kvikmyndasjóði Is- lands og vilyrði til framleiðslu ársins 1999. Innst inni var ég sannfærð um að ís- lensk kvikmyndagerð- arkona sem búsett er erlendis fengi vilyrði, en hún hefur undan- farin tvö ár unnið hörðum höndum við að skrifa og lagfæra handrit sem byggt er á Sólon Islandus, skáld- sögu Davíðs Stefánssonar frá Fagraskógi um sérvitringinn Sölva Helgason. En viti menn, nafn hennar var hvergi nefnt. Fyrst fylltist ég vantrú, síðan undrun. Sú kona sem úthlutunarnefnd kaus að ganga fram hjá er Mar- grét Rún Guðmundsdóttir kvik- myndaleikstjóri, sem lokið hefur námi frá einum virtasta kvik- myndaskóla Þýskalands, kvik- Að mínu mati, segir Sigríður Albertsdóttir, er handrit Margrétar efni í kvikmynd á heimsmælikvarða. myndaskóla þar sem margir af helstu kvikmyndagerðamönnum Þýskalands hafa stundað nám. Þaðan útskrifaðist hún með al- gjörri virtúósaeinkunn, eða hæstu einkunn sem hægt er að fá, út- skriftareinkunn sem innan við 1% nemenda hafa fengið. Margrét hefur þegar getið sér gott orð er- lendis og hlotið fjölda viðurkenn- inga, m.a. fyrir kvikmyndina Al- baníu-Láru sem sýnd var í Há- skólabíói fyrir tæpum tveimur ár- um og mun að því er mér skilst verða sýnd í íslenska sjónvarpinu á þessu ári. Þar sem ég hef undanfarin átta ár unnið við að að lesa og gagn- rýna texta hafði Margrét Rún samband við mig og bað mig um að lesa handritið yfir, sérstaklega með tilliti til persónusköpunar og samtala. Það er skemmst frá því að segja að ég hreifst samstundis af verkinu sem er ekki aðeins ein- staklega vel upp byggt heldur frá- bærlega skrifað af mikilli kunn- áttusemi og vandvirkni. Sagan af hinum skemmtilega en ólánsama Sölva Helgasyni lifnar við á nýjan og ferskan hátt og það er stór- kostlegt að sjá hvernig Margréti Rún tekst að tengja saman hina stórbrotnu íslensku náttúru við mikilmennskubrjálæðinginn Sölva sem býður bæði mönnum og nátt- úruöflum birginn. Að mínu mati er handrit Margrétar efni í kvik- mynd á heimsmælikvarða því þótt Sölvi sé kannski séríslenskt fyrir- bæri ber hann í hjarta sér stóra drauma sem eiga sér engin landa- mæri. Handritið gneistar af hæfi- leikum, er allt í senn átakanlegt, fallegt og fyndið. En það hafa fleiri hrifist af handriti Margrétar Rúnar, m.a. einn virtasti kvikmyndaleikstjóri Þjóðverja, Edgar Reitz, sem hvað eftir annað hefur hlotið æðstu kvikmyndaverðlaun Þýskalands fyrir myndir sínar. Édgar Reitz ákvað að ganga til liðs við Mar- gréti Rún og borga hluta af heildarkostn- aði myndarinnar úr eigin vasa, því honum finnst sagan um Sölva Helgason svo grát- brosleg og uppfull af sammannlegum and- stæðum. Einnig finnst honum myndmál Mar- grétar óvenju frumlegt og gífurlega fallegt. Þeir sem til þekkja vita að evrópskar kvik- myndir eru fjármagn- aðar með fé úr kvik- myndasjóðum (og sjónvarpsstöðv- um) og vita að það er lífsnauðsyn fyrir íslenska kvikmynd sem tekin er á Islandi á íslensku um íslenskt þema að fá fyrsta framleiðslu- styrkinn úr Kvikmyndasjóði ís- lands ef takast á að fjármagna myndina erlendis. Erlendir kvik- myndasjóðir sjá litla ástæðu til að fjármagna kvikmynd sem íslend- ingar sjálfir hafa ekki áhuga á að styrkja og þá breytir litlu þó jafn áhrifamiklir menn og Reitz séu meðframleiðendur. Hjá erlendum kvikmyndasjóðum fá menn bara eitt tækifæri og ef íslenskri kvik- mynd er synjað um styrk á þeim forsendum að hún hafi ekki vilyrði frá heimahögum er ekki hægt að sækja um styrk í þann sjóð aftur, jafnvel þótt myndin fái síðar styrk úr íslenska kvikmyndasjóðnum. Byrjunarstyrkurinn verður að koma frá Islandi og án hans er allt lamað. Blóðug staðreynd í ljósi þess að Margrét Rún Guðmunds- dóttir er tilbúin í slaginn en verð- ur nú að halda að sér höndum í eitt ár og bíða og vona, eða þar til Kvikmyndasjóður úthlutar aftur. Ég veit af reynslu að seta í nefnd þar sem fjármunir eru í húfi er bæði erfitt, þjakandi og van- þakklátt starf og valið erfitt, þar sem margir eru kallaðir en fáir út- valdir. En ef handrit nýgræðing- anna Baltasars Kormáks sem fékk vilyrði fyrir kvikmynd sína 101 Reykjavík og Ragnars Bragason- ar sem fékk vilyrði fyrir kvik- myndina Fíaskó slá handriti Mar- grétar Rúnar við hlýtur annar hvor þeirra að enda með óskarinn í höndunum þegar fram líða stundir! Nei, án allra hártogana: Hafa Islendingar efni á að hafna um- sókn umsækjanda sem leggur fram jafn gott handrit og Sólon er en veita tveimur óskrifuðum blöð- um hvað kvikmyndaleikstjórn varðar styrk? Er Margrét kannski ekki í réttu klíkunni? Er henni hafnað af því að hún býr erlendis og spókar sig ekki um á götum borgarinnar þar sem allir og þar á meðal meðlimir úthlutunarnefnd- ar Kvikmyndasjóðs geta barið hana augum? Er litið fram hjá henni af því að hún er ekki stöðugt að belgja sig út í fjölmiðlum eða á síðum tímaritsins „Séð og heyrt“ heldur vinnur af elju í einrúmi við að þróa sín verkefni? Eða er hún ekki nógu góð? Nei, því verður varla haldið fram með góðum rök- um. Því spyr ég: Er ekki undarlegt að gengið sé fram hjá jafn hæfi- leikaríkri listakonu og Margréti Rún Guðmundsdóttur? Ef það er réttlætanlegt, hvers vegna? Höfundur er kennari og bök- menntagagnrýnandi. Sigríður Albertsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.