Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 14.03.1998, Qupperneq 36
36 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MORGUNB LAÐIÐ STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI: Árvakur hf., Reykjavík. FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson. RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. ÁTAKS ER ÞÖRF BÆTA ÞARF úr skorti á úrræðum til hjálpar ungling- um í vímuefnavanda með nýjum heimilum, þar sem heildræn meðferð fer fram. Þetta var niðurstaða ráð- stefnu, sem hópur foreldra innan samtakanna Vímulaus æska stóð fyrir sl. fimmtudag. í máli mæðra á ráðstefn- unni, sem lýstu reynslu sinni af leit að aðstoð fyrir ung- lingana, kom glögglega fram, að úrræðaleysið er alvar- legt. í leit sinni gengu þær frá Heródesi til Pílatusar og komu yfirleitt að tómum kofunum. Víðast var enga hjálp að fá í kerfinu og í raun var mæðrunum vísað þar á dyr. Mæðurnar töldu mikla eftirsjá að meðferðarheimilinu Tindum, sem lagt var niður vegna kostnaðar árið 1994. „Spyrja má, hvað það má kosta að lina óbærilegar þján- ingar unglinga og fjölskyldna þeirra,“ spurði ein móðirin á ráðstefnunni. Örvænting aðstandenda unglinganna, sem af einhverj- um ástæðum eiga við vímuefnavanda að stríða, lýsir sér vel í orðum Þórdísar Sigurðardóttur, sem er móðir fimmtán ára unglings í vanda: „Ég fór á alla staði og heimurinn hrundi, þegar sagt var, að barnið yrði að hjálpa sér sjálft.“ Ástæðuna fyrir því, að ekki var hægt að lina sársaukann, kvað hún hafa veráð þá, að rétta með- ferðarúrræðið væri ekki til staðar á Islandi. Þórdís sagði, að nýtt meðferðarheimili þurfi að koma til, sem geri ráð fyrir foreldrum í meðferðinni. „Horfum ekki á fleiri börn ganga í dauðann,“ sagði hún. Augljóst er af ráðstefnu Vímulausrar æsku og umræðu síðustu missera, að alvarlegur misbrestur er á aðstoð við þau ungmenni, sem eiga við vímuefnafíkn að stríða, svo og fjölskyldur þeirra. Þær meðferðarstofnanir, sem fyrir eru í landinu, anna ekki álaginu sem á þeim hvílir og það sýnir m.a., hversu mikill vímuefnavandinn er orðinn. Heilbrigðis- og félagsmálayfirvöld þurfa að leggja hlustir við röddum mæðranna, sem í örvæntingu lýstu ástandinu í þessum efnum. Átaks er greinilega þörf. AUKIÐ SJÁLFSTRAUST ÞAÐ ER skammt stórra högga á milli í sókn íslenzks atvinnulífs á erlendri grund. í kjölfarið á tilkynningu um að Samskip hefðu keypt þýzkt skipafélag var frá því skýrt að þrjú íslenzk sjávarútvegsfyrirtæki, SR-mjöl hf., Samherji hf. og Síldarvinnslan hf., hefðu keypt fisk- vinnslufyrirtæki í Bandaríkjunum, sem hefur sérhæft sig í frystingu á síld. Áður höfðu þessi þrjú fyrirtæki myndað með sér félag, sem gekk inn í rekstur, sem Samherji hf. hafði keypt vestan hafs og byggist á veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Nýjar og nýjar fréttir um fjárfestingar íslenzkra fyrir- tækja erlendis eru fyrst og fremst til marks um stóraukið sjálfstraust landsmanna í þessum efnum. Forystumönn- um í atvinnulífi er orðið ljóst, að við íslendingar getum ekki síður en aðrir stundað atvinnurekstur í öðrum lönd- um. Ein ástæðan er sú, að við búum yfir mikilli þekkingu á ákveðnum sviðum og þá ekki sízt í sjávarútvegi. Raunar má fullyrða, að fáir séu okkur fremri á því sviði. I annan stað er á það að líta, að við eigum nú stóran hóp af ungu fólki, sem stundað hefur nám við erlenda háskóla og aflað sér menntunar til jafns við æskufólk annarra landa. Þessir ungu íslendingar kunna allt það sama og jafnaldr- ar þeirra erlendis og hafa ekki síður en þeir þekkingu til að bera til að reka atvinnufyrirtæki hvar sem er í heimin- um. Þegar saman kemur mikil reynsla af rekstri atvinnu- fyrirtækja í sjávarútvegi og ný þekking og menntun, sem aflað hefur verið við fremstu háskóla í heimi verður út- koman sú, að sókn okkar í atvinnulífi annarra landa verð- ur stöðugt meira áberandi. Þetta eru ákveðin tímamót vegna þess, að sú var tíðin, að fólk hér trúði því, að við gætum almennt ekki tekið þátt í atvinnurekstri erlendis og sölusamtökin og flug- rekstur væru undantekning en ekki regla. Fyrir einum og hálfum áratug flutti Ragnar Kjartansson, fram- kvæmdastjóri, ræðu á landsfundi Sjálfstæðisflokksins, sem fjallaði um útrás atvinnulífsins til annarra landa. Þau sjónarmið, sem lýst var í þeirri ræðu, eru nú að verða að veruleika. Síðasti fundur norska gagnnjósnarans me ^flgfclfll Hfl■ . ’- nl JEVGENÍ Vasílfevítsj Serebrjakov, hinn rússneski tengiliður norska g við rússneska sendiráðsbústaðinn í gær „Þú borgar ekki launin Háttsettur norskur embættismaður stund- aði gagnnjósnir fyrir norsku leyniþjón- ustuna í fjögur ár og kom að endingu upp um njósnir nokkurra starfsmanna -------------------------------7---------- rússneska sendiráðsins í Osló. IFJÖGUR ár „njósnaði“ Svein Lamark fyrir Rússa en á sama tíma var hann í stöðugu sam- bandi við norsku leyniþjónust- una. Norska dagblaðið Verdens Gang, sem virðist hafa nokkuð góð- ar heimildir um njósnastarfsemi Rússanna, sem nú hefur leitt til brottvisunar fimm starfsmanna rússneska sendiráðsins í Ósló, sagði í gær frá síðasta fundi Lamarks með rússneska tengiliðnum, Jevgení Vasílíevítsj Serebrjakov, áður for- ingja í KGB en nú í SVR, rússnesku leyniþjónustunni. Þessi fundur átti sér stað 26. febrúar sl. og að honum loknum töldu norska leyniþjónustan og ríkisstjórnin, að nú væri nóg komið. Síðla dags, fimmtudaginn 26. febrúar, lagði Lamark leið sína um Sporveisgata í Ósló, fór síðan í gegnum almenningssalernin neðst í Stensparken og upp að Fagerborg- kirkju. Þar að kirkjubaki beið rúss- neski tengiliðurinn eftir honum. Serebrjakov er 52 ára gamall, rið- vaxinn og með barta. Hann kom fyrst til starfa fyrir KGB í Ósló 1977 en frá 1983 til 1985 var hann á Sval- barða og hét þá aðstoðarræðismað- ur. Þá var hann orðinn foringi í KGB og var aftur fluttur til Óslóar þar sem hann var til 1989. Fór hann þá til Moskvu en kom síðan til Ósló- ar í nóvember sl. Það var heldur stirt á milli þeirra Lamarks og Serebrjakovs á síðasta fundi þeirra. Lamark hafði haldið því fram við Rússana, að hann njósnaði fyrir þá vegna peninganna og einskis annars og hann hafði líka fengið einhverjar greiðslur fyrir en ekki miklar. Kvartaði hann undan því sí og æ og sagði að síðustu við Serebrjakov, að hann væri engu betri en yfirboðari hans, Borís Jeltsín, forseti Rússlands. „Þú borg- ar mér ekki launin mín,“ sagði hann. Vildi fá upplýsingar um tölvuskrár Serebrjakov sagðist vera ánægð- ur með skjöl og munnlegar upplýs- ingar, sem hann hefði fengið frá La- mark, en hann vildi meira. Hann vildi fá heiti á tölvuskrám til að rússneska leyniþjónustan gæti brot- ist inn í tölvukerfi norska ríkisins. Hann vildi, að Lamark gæfi honum upp nöfn annarra Norðmanna, sem hugsanlega vildu njósna fyrir Rússa, og hann vildi fá leynileg skjöl um fyrirhugaða heimsókn Kjell Magne Bondeviks í Moskvu. Hann hafði líka bitið á agnið, sem Norðmenn egndu fyrir hann, að góðar horfur væru á, að Lamark fengi starf í norsku leyniþjónust- unni. Lamark hafði hins vegar allt á hornum sér. Honum fannst funda- og öryggiskerfi Rússanna ekki nógu gott. Hann vildi fá þjálfun í njósna- aðferðum, fullkomin tæki til að taka myndir og hafa samband við Rúss- ana. Hann vildi fá leynileg heimilis- föng og upplýsingar um svokallaða „dauða póstkassa". Hann vildi með öðrum orðum fræðast sem mest um aðferðir Rússa enda gagnnjósnari, sem stóð í stykkinu. Serebrjakov vildi sem sagt fá meiri upplýsingar og Lamark meiri peninga og fundinum lauk með því, að Lamark lét hann fá skjal. Það var drög að yfirlýsingu Stórþingsins um Svalbarða. Fyrir það fékk hann ein- hverja peninga og þeir mæltu sér aftur mót á sama stað 15. apríl nk. Nóg komið Norsku leyniþjónustunni fannst nú kominn tími til að hætta þessum leik og yfirmaður hennar, Per Sefland, hafði samband við ríkis- stjórnina. Hafði hún fylgst með þessu máli og einnig fyrri ríkisstjóm Verkamannaflokksins. Málið var ekki auðvelt fyrir ríkis- stjórnina. Til stóð, að Bondevik for- sætisráðherra færi til Moskvu í næstu viku í boði Víktors Tsjernomyrdíns, rússnesks starfs- bróður síns, og ráðgert hafði verið, Aðeins Treholt-málið var umfangsmeira FRAM hefur komið, að njósnamálið nú sé það al- varlegasta, sem komið hafi upp á í samskiptum Norðmanna og Rússa síðan Arne Treholt var afhjúpaður á síðasta ára- tug. Var hann dæmdur 1984 í þyngstu refsingu, 20 ára fangelsi, fyrir njósnir í þágu KGB, sov- ésku leyniþjónustunnar, en látinn laus 1992. Treholt var um tíma einn helsti aðstoðarmað- ur Jens Evensens, fyrr- verandi sjávarútvegsráð- herra, og höfðu þeir for- ystu fyrir norsku sendi- nefndinni, sem samdi um skiptingu Barentshafsins við Sovétmenn. Voru þeir samningar mjög umdeildir og í réttar- höldunum yfir Treholt var því haldið fram, að í raun hefðu Rússar átt fulltrúa beggja vegna við borðið. Eftir hrun Sovétríkjanna staðfestu nokkrir KGB-menn, að Treholt hefði verið á mála hjá þeim og verið talinn afar mikilvægur. Treholt var handtek- inn á Fornebu-flugvelli í Ósló í janúar 1984 en þá var hann á leið úr landi til fundar við háttsettan KGB-for- ingja. Var hann með tösku fulla af skjölum, sem merkt voru sem ríkisleyndarmál. Arne Treholt Seldi Laim NORSKA ríkisútvarp- ið sagði í gær, að rík- isstjórnin hefði ætlað að bíða með brott- rekstur rússnesku sendimannanna fram yfir fyrirhugaða Moskvuheimsókn Kjell Magne Bondeviks forsætis- ráðherra í næstu viku. Þegar hún hafði svo veður af því, að dag- blaðið Verdens Gang væri komið með alla söguna beint frá sjálf- um gagnnjósnaranum, Svein Lamark, neydd- ist hún til að taka af skarið. Per Sefland, yfírmaður norsku leyniþjónustunnar, sagði í gær, að ljóst væri, að Lamark
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.