Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 43
AÐSENDAR GREINAR
MORGUNBLAÐIÐ
Heilsugæslulækn-
ar í vanda
VIÐ GERÐ allra
kjarasamninga hefur
hingað til ríkt það lög-
mál að laun skuli ávallt
hækka og kjör batna.
Alls konar þrýstihópar
vaða uppi og útblása
hversu mikilvægir þeir
og þeirra störf séu fyr-
ir gangi-áð þjóðfélags-
ins. Bremsan, þ.e.a.s.
ríkisvaldið, reynir eftir
fremsta megni að friða
þessa hópa og halda
skrefastærð þeirra í
skefjum svo aurinn
hlaupi nú ekki fram,
stjórnlaust. Þessi við-
leitni löggjafans er svo
sem sldljanleg og honum vissulega
vorkunn í þessu hlutverki. í þjóðfé-
lagi eins og okkar, þar sem ekki
þykir tiltökumál þó forréttindapés-
ar vaði um laxveiðiár landsins á
kostnað almennings, er jarðvegur
kjörinn fyrir vöxt og viðgang
þrýstihópa, enda flóra þeirra óvíða
eins fjölbreytileg og sprotar marg-
ir. Hvort okkur auðnist að uppræta
þessa hringrás og skapa hér sið-
menntað vistkerfi skal ósagt en þó
sjást þess hvergi teikn.
Næstliðnir í röð áðumefndra
hópa erum við heimilislæknar og
þóttumst mikinn sigur hafa unnið
þegar kjör okkar voru lögð í hend-
ur kjaradóms. Nú, 14 mánuðum
síðar, er úrskurðurinn öllum ljós.
Og mér er spum: Lögðu 90% heim-
ilislækna virkilega niður vinnu
heilar 6 vikur fyrir þetta?
Afleiðingar kjaradóms
Fyrir utan það að brjóta launa-
hækkunarlögmálið er dómur kjara-
nefndar ótvíræð innleiðing sein-
hreyfni og hægagangs í heilsu-
gæzlumálum landsmanna. Að auki
stefnir dómurinn íveru lækna á
landsbyggðinni í tvísýnu. Mesta
óþurftin er þó sú úlfúð og óánægja
milli heimilislækna sjálfra, sem
hann hlýtur óhjákvæmilega að hafa
í fór með sér. Ofangreint skal nú
rökstutt.
Starfsumhverfi heimilislækna er
mjög misjafnt, sumir í hringiðu
fjöldans þar sem ágangur er mikill,
aðrir í fámenni og gh'ma þeirra ein-
vera, vakth’ og vegalengdir. A þess-
um stöðum hafa verktakagreiðslur
minna vægi og staðaruppbætur
reynst vænlegur kostur til að laða
menn að. Staðreyndin er einfald-
lega sú að séu kjörin svipuð án tillits
til staðsetningar leita læknar á þétt-
býlissvæðin þar sem einangrun er
minni svo og vaktabyrði. Sam-
kvæmt úrskurði kjaranefndar falla
allir staðarsamningar úr gildi og
hækkun fastakaups og vakta ná
ekki að vega það upp. Fyrir lands-
byggðina er afleiðingin augljós.
Akvæði kjaradóms um afnám
verktakagreiðslna að mestum
hluta er að mínum dómi ólíðandi
axarskaft og hafi áherzla heimilis-
lækna sjálfra verið í þessa veru er
stéttin bersýnilega södd lífdaga.
Gangi þetta eftir þarf ekki að
spyrja að leikslokum, hvorki fyrir
okkur né skjólstæðinga. Ástæðan
er þessi:
Hingað til hafa heimihslæknar
fengið greitt sem verktakar frá
Tryggingastofnun ríkisins. Þessar
greiðslur hafa miðast við fjölda
sjúklinga og verið læknum hvati til
afkasta. Sumir telja lækna misnota
þessa aðstöðu en það tel ég undan-
tekningu og alls ekki vega upp þá
hvatningu sem af þessu kerfi hefur
hlotist. Menn hafa stjórnað sjúk-
lingaflæðinu sjálfir, hver fyrir sig,
og þannig vinnuálaginu að nokkru
leyti. Þetta kemur til með að breyt-
ast stórkostlega fái úrskurður
kjaradóms að standa. Þá fá allir
læknar laun án tillits til
afkasta og nokkuð ein-
sýnt að þeir af-
kastaminnstu muni
ráða ferð, því til einskis
er að vinna fyrir hina.
En það sem mestu
máli skiptir er náttúru-
lega viðfang heilsu-
gæzlunnar, fólkið
sjálft. Núverandi kerfi
hefur tryggt aðgengi
þess, fljótt og örugg-
lega. Standi niðurstaða
kjaranefndar óhögguð
blasir við hægagangur,
seinvirkni og verri
þjónusta.
Áfellisdómur
A nýafstöðnum fundi heimilis-
lækna ávíttu stjórnarmenn kjara-
nefnd fyrir svik á sama tíma og for-
maður hennar kom fram í sjón-
varpi og sagði úrskurðinn byggðan
á nánu samstarfi við samninga-
nefnd heimilislækna. Þessari mót-
sögn kyngdu fundarmenn og felldu
vantraust á núverandi stjórn. Þetta
er hvort tveggja í senn, í hróplegu
ósamræmi við harkaleg viðbrögð
heimilislækna sjálfra þegar kjara-
dómui’ lá fyrir og í ofanálag er
Staðreyndin er einfald-
lega sú, segir Lýður
Arnason, að séu kjörin
svipuð án tillits til
staðsetningar leita
læknar á þéttbýlis-
svæðin þar sem ein-
angrnn er minni svo
og vaktabyrði.
stuðningsyfirlýsing við stjórn
heimilislækna jafnframt stuðnings-
yfirlýsing við úrskurð kjaradóms.
Atakanleg niðurstaða og með ólík-
indum hvernig langskólaganga
getur farið með fólk.
Og hafi samningafólk heimilis-
lækna verið svikið svona gróflega
eins og dómurinn ber með sér er
því þá treystandi til að standa vörð
um kjör heimihslækna? Og á hinn
bóginn, sé dómurinn afrakstur ná-
ins samstarfs, hvað þá? Það er al-
veg sama hvernig boltanum er snú-
ið, úrskurður kjaradóms er þungur
áfellisdómur yfir forkólfum heimil-
islækna og óafdráttarlausar yfir-
lýsingar þehra undirstrika mikil-
vægi nýrrar forystu, helst tafar-
laust. Ennfremur tel ég moldviðri
sömu aðila vegna valfrjáls stýri-
kerfis og forgangsröðun í heil-
brigðiskerfinu (sem hlýtur að vera
langtímamarkmið) óviðkomandi
kjarabaráttu lækna nú. Séu þetta
einhverskonar sárabætur vil ég
persónulega frekar Bjarna frá
Vogi.
Betur heima setið
I árdaga þessarar deilu kynntu
heimilislæknar forgangsröðun heil-
brigðiskerfisins sem meginki’öfu
sína. Annað kom náttúrulega á
daginn og allt það ferli stéttinni til
háðungar. En flestir vildu grunn-
kaupshækkanir, enda kæmu þær
öllum læknum til góða hvar sem
þeir störfuðu. En samkvæmt úr-
skurði kjaradóms er í meginatrið-
um einungis verið að skipta verk-
takagreiðslum út fyrir grunnkaup.
Að auki sveiflast þessar grunn-
kaupshækkanir á tugum þúsunda
eftir réttindum, starfsreynslu og
stöðu. Munurinn er óeðhlegur og
mikið óréttlæti samfara því að mis-
muna fólki svo mjög fyrir sömu
vinnu. í stuttu máh fá funda- og
kokteilboðalæknar allt en hinir,
sem raunverulega halda öllu gang-
andi, ekkert. Ávinningur hins al-
menna heimilislæknis er enginn og
margir missa spón úr aski. Þeir
einir hagnast sem minnst fást við
sjúkhnga. Þykist ég þess fullviss að
margir samstarfsmenn mínir sam-
sinni að í þessu máh hefði betur
verið heima setið.
Lokaorð
Standi úrskurður kjaranefndar
er hann ekki bara ávísun á óskil-
virka heilsugæzlu með skertu að-
gengi sjúklinga heldur einnig rauð-
glóandi viðvörun til unglækna og
mun uppræta það litla líf sem enn
hjarir í nýliðun stéttarinnar. Sömu-
leiðis mun afkastahvetjandi kerfi
breytast í andhverfu sína og vinnu-
sjálfræði lækna fótum troðið. Að
ekki sé minnst á kjarabæturnar
sjálfar. Getur ekki einhver klipið
mig?
Hingað til hafa heimihslæknar
verið seinþreyttir til vandræða og
ber nýfellt vantraust á stjórn fé-
lagsins þess glöggt vitni. Ekki veit
ég hvers konar hamför þarf til að
heimilislæknar hristi af sér
drómann, en von mín eindregin er
sú að allir sem einn mótmæli kjara-
dómi kröftuglega; dugi ekki orð, þá
með aðgerðum. Og endilega drepa
tímann áður en hann drepur okkur.
En kannski vilja heimilislæknar
frekar þann vanskapnað að lúta
forsjárhyggju misviturra embætt-
ismanna og láta nægja að fylgjast
úr fjarzka með sjúklingaflæði
hvors annars í framtíðinni. Það
væri okkur svo sem mátulega
háðulegt.
Auðmjúkur útvörður Önundar-
fjarðarhéraðs.
Höfundur er heilsugæslulæknir á
Flateyri við Ömnuiuríjörð.
Lýður
Árnason
LAUGARÐAGUR 14. MARZ 1998
G ÁBÍSi
PHILIPS GENIE GSM sími
Léttur, aðeins 99 g með staðairafhl.
Rafhlaða í biðstöðu <80 klst. |
Rafhlaða í notkun <65 mln.
Fáanleg <160 mín. rafhlaða
Voice Dial
íslenskur leiðarvisir
Alþjóðleg ábyrgð í eitt ár
Tilboðsverð aðeins
PHILIPS SPARK GSM sími
PHrf/,
Stærð 139x56x18mm, 169 g
Rafhlaöa f biðstöðu <85 klst.
Rafhlaöa í notkun <120 mín.
Fáanleg <350 mín. rafhlaöa
íslenskur leiðarvísir
Alþjóðleg ábyrgð I eitt ár
Tilboðsverð aðeins
PHILIPS DIGA GSM sími
Stærð 147x56x19mm, 169 g
Rafhlaða í biðstöðu <85 klst.
Rafhlaða í notkun <120 mín.
Fáanleg <350 mín. rafhlaða
fslenskur leiðarvísir
Alþjóðleg ábyrgð I eitt ár
Tilboðsverð aðeins
jk PHILIPS
H ALÞJÓÐLEG
W ÁBYRGÐ
Ef síminn þinn bilar, færðu
nýjan síma hjá PHILIPS
- jafnt heima sem heiman.
. ;■ , :
■ .
IttpB
pmuw
Heimilistæki hf
SÆTÚNI 8 SÍMI 5691500
www.ht.is
-4t£