Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 47

Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 I > » I I » » ) » » I i i ) i i i i . AÐSENDAR GREINAR/PRÓFKJÖR Ný viðhorf í bæjarmálin KÆRU Hafnfírðing- ar! Þar sem prófkjör Alþýðuflokksins fer fram nú um helgina, 14. - 15. mars, sé ég ástæðu til að drita nokkrum línum á papp- írinn. Eins og við Gaflarar höfum orðið varir við hefur hafnfirsk pólitík einkennst af einhvers konar skrípaleik síðast- liðið kjörtímabil þar sem málefnaleg um- ræða hefur oft farið halloka vegna persónu- legs rígs á milli stjórn- málamanna. Þetta sí- Magnús er ungur fram- bjóðandi, skrifar Nanna Kristín Jó- hannsdóttir, og gædd- ur frjóum hugmyndum. fellda rifrildisþóf hefur orðið til þess að Al- þýðuflokkurinn í Hafn- arfirði hefur misst nokkurt fylgi meðal margra ungra kjós- enda. En hvað er til ráða? Fyrst og fremst verður að koma í veg fyrir að farsinn fái fram að ganga og fá nýja leikmenn inn á sviðið með ferskt hand- rit undir hendi, inn- blásið af meiri alvöru. Til þess treysti ég E. Magnúsi Kristinssyni fullkomlega. E. Magn- ús er ungur, fjallmynd- arlegur frambjóðandi, fullur metn- aðar og sjálfstrausts. Hann er gæddur frjóum hugmyndum sem sannarlega verður að sá í hafnfirsk- an farveg. Með því að gefa honum okkai' atkvæði eigum við von á að uppskera betri bæ en við höfum mátt búa við. Höfundur er nemandi. Nanna Kristín Jóhannsdóttir yiNNLENT Fræðslu- og umræðu- fundur um sjálfsvíg HALDNIR verða fjórir fræðslu- og umræðufundir um sjálfsvíg í safn- aðaheimili kirkju Óháða safnaðarins við Háteigsveg á næstunni. Fundir þessi eru skipulagðir í kjölfar erind- is sem flutt var þann 2. febrúar sl. og bar heitið: Sjálfsvíg og gildi lífs. Hver fundur hefur ákveðið þema sem öðru fremur verður farið í og er ætlunin að saman fari fræðsla og frjálsar umræður. Á meðal umfjöll- unarefna er: Siðferði og réttur ein- staklingsins, viðhorf í samfélaginu til sjálfsvíga, skömm og fordómar, þjáning, missir og sorg, lífsviðhorf og lífsstíll, einkum ungs fólks. Fundir þessir verða á fimmtu- dagskvöldum kl. 20r22 og hefjast þann 19. mars nk. Öllum er heimil þátttaka og er þátttökugjald ekkert en hinsvegar er æskilegt að áhuga- samir tilkynni þátttöku. Umsjónar- maður er Jóhann Bjömsson, MA í heimspeki. Þröstur vann Ivan Sokolov SKÁK Taflfélag Reykjavfk- ur, Faxafeni 12, 10.-18. mars 18. REYKJAVÍKUR- SKÁKMÓTIÐ Þröstur Þórhallsson vann stigahæsta kcppandann á Reykjavíkurskákmótinu, ívan Sokolov frá Bosníu. LARRY Christiansen frá Bandaríkjunum var eini skák- maðurinn sem vann þrjár fyrstu skákir sínar á mótinu. Hann lagði Svíann Jonny Hector að velli í þriðju umferð í löngu endatafli. Þröstur Þórhallsson var mað- ur dagsins er hann sigraði stiga- hæsta keppandann á mótinu, Ivan Sokolov (2.625) frá Bosníu, í æsispennandi skák. Björgvin Jónsson gerði sér einnig lítið fyrir og vann enska stórmeistar- ann Nigel Davies. Þeir Þröstur og Björgvin eru því í öðru til tíunda sæti á mót- inu með tvo og hálfan vinning, ásamt Helga Ólafssyni, Rune Djurhuus, Noregi, Nick deFirm- ian, Bandaríkjunum, Heikki Westerinen, Finnlandi, Friso Nijboer, Hollandi, Igors Rausis, Lettlandi og Joe Gallagher, Sviss. Á meðal þeirra sem koma síð- an næstir með tvo vinninga eru þeir Hannes Hlífar Stefánsson, Jón Garðar Viðarsson, Áskell Öm Kárason, Simen Agdestein og Tony Miles. Við skulum líta á viðureign Sokolovs og Þrastar: Hvítt: ívan Sokolov Svart: Þröstur Þór- hallsson Slavnesk vörn I. c4 _ e6 2. d4 _ d5 3. Rf3 _ Rf6 4. Rc3 _ c6 5. Bg5 _ h6 6. Bh4 _ dxc4 7. e4 _ g5 8. Bg3 _ b5 9. h4 _ g4 10. Re5 _ Bb4 II. f3_Rh5 12. Bf2 _ Da5 13. Dd2 _ g3 14. Be3 _ f6 15. Rg4 _ f5 16. Re5 _ f4 17. Bgl _ Bb7 18. Hcl _ Hg8 19. a3 _ Bd6 20. Rg4 _ Rd7 21. Dc2 _ 0-0-0 22. Rxli6 _ Hg7 23. Be2 c5! Þröstur Þórhallsson _ Hge6 38. gxf3 _ Dxd4 39. Hc2 _ b4 40. Rd5 _ b3 41. Re7+ _ Kb7 42. Rxc6 _ g2+ 43. Kxg2 _ Dg7+ 44. Dg5 _ Hg6 45. Rd8+ _ Ka8 46. Re6 SJÁ STÖÐUMYND2 46. _ Dg8! Eini leikurinn sem tryggir sigur- inn. Hvíti hefur ekki tekist að ljúka liðsskipan sinni, en það hefur svartur náð að gera og nú hrifsar hann til sín frumkvæðið. 24. d5 _ exd5 25. Rf5 _ Hg6 26. e5 _ Rxe5 27. Rxd6+ _ HdxdG 28. Bxc5 Hde6 29. Kfl 47. He2 _ Hxg5+ 48. hxg5 _ Rg3 49. g6 _ Rxe2 50. g7 _ Dxe6 51. Hh6 _ Df7 52. Hh8+ _ Kb7 53. g8D _ Dxg8+ 54. Hxg8 _ c3 55. Hg7+ _ Kc6 og Sokolov gafst upp. STÖÐUMYND2 29. _ d4 30. Bxd4 _ Rxf3 31. Bxf3 _ Bxf3 32. Df5 _ a6 33. a4 _ Dd8 34. Dc5+ _ Hc6 35. Df5+ _ Hce6 36. Dc5+ _ Hc6 37. Df5+ STÖÐUMYND 1 Eftir góða byrjun íslensku keppendanna verður spennandi að fylgjast með mótinu um helg- ina. Teflt er frá kl. 17 bæði laug- ardag og sunnudag í félagsheim- ili TR Faxafeni 12. Margeir Pétursson Daði Örn Jónsson Gauragangsleikur Morgunblaðsins og Þjóðleikhússins Vann ferð fyrir tvo til Kaup- mannahafnar DREGIÐ hefur verið í Gaura- gangsleik Morgunblaðsins og Þjóðleikhússins. Leikurinn er haldinn í tilefni frumsýningar Þjóðleikhússms á Meiri gaura- gangi eftir Ólaf Hauk Símonar- son. Þátttakendur svöruðu fjórum spurningum varðandi Meiri gauragang, límdu svörin á þátt- tökuseðil og sendu inn. Hulda K. Guðjónsdóttir vann stóra vinning- inn, ferð fyrir tvo til Kaupmanna- hafnar. Aðrir vinningshafar fá vinning- ana senda í pósti. Geisladisk frá Skífunni með tónlistinni úr Meiri gauragangi hlutu: Arndís Vilhjálmsdóttir, Marargrund 5, Garðabær. Björk Guðmundsdóttir, Eikarlundi 17, Akureyri. Eva Gunnlaugsdóttir, Kvisthaga 18, Rvík. Eygló Héðinsdóttir, Blöndubakka 6, Rvík. George E. Geiger, Box 467, Keflavík. Guðmunda Birgisdóttir, Eiðismýri 24, Seltjarnam. Gyða Karlsdóttir, Sörlaskjóli 2, Rvík. Ingibjörg Bjömsdóttir, Grænumörk 1, Hveragerði. Margrét Sigurðsson, Sæviðarsundi 2, Rvík. Steinunn E. Þorsteinsdóttir, Sambyggð 8, Þorlákshöfn. Bókina Meiri gauragang frá Forlaginu hlutu: Aðalheiður Bened., Miðbraut 23, Seltjamarn. Björg Þórsdóttir, Hlaðhömrum 5, Rvík. Bryndís Berg, Karfavogi 38, Rvík. Brynja Stefánsdóttir, Hólavegi 39, Siglufirði. Ella Björk Einarsdóttir, Gerðavöllum 7, Grindavík. Guðbjörg Þ. Blöndal, Melabraut 1, Seltjamam. HULDA K. Guðjónsdóttir vann stóra vinninginn, ferð fyrir tvo til Kaupmannahafnar en hún er hér fyr- ir miðri mynd eftir að hafa tekið við blómvendi og gjafabréfi úr höndum aðalleikara Meiri gauragangs. Hilmar Amarson, Kringlunni 27, Ryík. Laufey Waage, Brekkustíg 8, Rvík. Magnús Daníel, Raufarseli 7, Rvík. Þorsteinn Ingi Kriiger, Safamýri 73, Rvík. Miða fyrir tvo á Meiri gauragang hlutu: Brynja Björnsdóttir, Sólheimum 25, Rvík. Emma Heiðrún Birgisdóttir, Grenitúni, Hvanneyri. Guðrún Hafsteinsdóttir, Iðjumörk 3, Hveragerði. Hrefna Rós Matthíasdóttir, Háaleitisbraut 107, Rvík. Magnús Jónsson, Háteigi 19, Keflavík. María Breiðfjörð, Arahólum 2, Rvík. Ragnhildur Ingólfsdóttir, Þverholti 12, Keflavík. Sigurlaug Þorsteinsdóttir, Sæbólsbraut 2, Kópavogi. Sigurrós S. Ólafsdóttir, Jóruseli 12, Rvík. Steinunn Lilja Eimilsdóttir, Löngufit 38, Garðabær. Morgunblaðið og Þjóðleikhúsið óska öllum vinningshöfum til hamingju og þakka kærlega fyrir þátttökuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.