Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 48

Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 48
"IIJ48 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ HELGIBIRGIR ÁSTMUNDSSON + Helgi Birgir Ást- mundsson fædd- ist á Selfossi 12. apr- íl 1969. Hann lést í sjóslysi 2. mars síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Guðlaug Hulda Kragh, f. 9. september 1944, og Ástmundur Gíslason, f. 13. janúar 1944. Fósturfaðir hans er Steinar Ragnarsson, f. 23. maí 1944. Helgi Birgir var næstelst- ur fjiigurra systkina en hin eru Guðrún Olga, f. 26. október 1966, Ragn- ar, f. 7. júní 1971, og Sveinn Örv- ar, f. 31. júlí 1982. Útför Helga Birgis fer fram frá Keflavíkurkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Kveðja frá föður. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Kæri frændi. Eftir að mér bárust fregnir af andláti þínu hefur veröldin ekki verið söm, hugurinn hefur reikað til baka er þú komst nýfæddur að Seli. Mikið þótti mér til koma að fá að fylgjast með þér í þínum fyrstu sporum lífsins og koma margar ^gtminningar upp í hugann. Skímar- veislan þín er ein þeirra, þegar þú varst skírður í höfuðið á langafa og frænku þinni í Seli. í minningunni kemur einnig upp í hugann hve þungbært það var að fá fregnir af alvarlegum veikindum þínum og hve mér létti við að þú skyldir ná strax aftur fullum bata. Eftir að þú fluttir með mömmu þinni til Kefla- víkur og eignaðist stjúpföður var alltaf jafn gaman að koma í heim- sókn og fínna hve ánægður þú varst. Þegar einhver úr fjölskyld- unni leit inn, ljómaðir þú allur og þurftir frá svo mörgu að segja. Er aldur leyfði fórst þú til sjós og það leyndi sér ekki hvert hugurinn «. ^stefndi. Sjómennska var þinn starfsvettvangur. Ekki er hægt að hugsa um þig án þess að hjól komi upp í hugann. í seinni tíð sá maður þér bregða fyrir á hjólinu ýmist að fara eða koma frá Keflavík, á leið til ömmu í Alfta- mýri eða heimsækja fóðurfólkið. Þegar færi gafst fórst þú til nöfnu þinnar í Hvammi og gistir, hjólaðir síðan út að Seli eða Seljalandi jafn- vel inn í Þórsmörk þegar gott veður var. Ég minnist hve stoltur þú varst þegar þú sagðir mér að nú værir þú búinn að kaupa hús í Keflavík sem þú ætlaðir að gera upp. í einu af okkar síðustu samtöl- um vildir þú fá upplýsingar um —^Nátthaga, fjölskyldureitinn í Seli. Þú hafðir hug á að vera með en ekki strax. Elsku Helgi Birgir, þótt þú sért farinn lifir áfram minningin um ein- stakan frænda sem aldrei mun gleymast og ég veit að guð mun gæta þín. Elsku Hulda, Steinar, Ragnar, Örvar, Olga og aðrir aðstandendur Helga Birgis, megi góður guð blessa ykkur og styrkja á þessari sorgarstundu. Knútur. Elsku, hjartans Helgi minn. Af hverju þú? Ég get ekki sætt mig við þetta. Það er svo erfítt að trúa þessu. Þú hefðir átt að koma heim eftir 13 daga ef verkfallið skylli á og ég var búin að telja niður dag- ana, alveg frá því þú fórst og þang- að til þú kæmir aftur. Wfc Það var svo margt sem við töluð- um um í símanum síð- asta kvöldið sem ég heyrði í þér. Hvað þú ætlaðir nú að vinna mikið í húsinu í sumar og byrja að hlaða vegginn, því þú hafðir svo gaman af grjót- hleðslu, garðyrkju og mótorhjólum. Þú sagðir við mig oftar en einu sinni að þig langaði mikið til að fara í garðyrkjuskól- ann. Það var svo stutt á milli okkar. Þú bjóst á númer eitt og ég á númer ellefu. Þú varst svo duglegur, varst alltaf að og gast aldrei stoppað, þurftir alltaf að hafa eitthvað fyrir stafni. 0, Helgi, það var svo margt sem við áttum eftir að gera saman sem við höfðum ekki tækifæri til að gera en við héldum að við hefðum nægan tíma. Ég ætla að muna allt það yndis- lega sem við áttum saman, þann stutta tíma. Af þeim tíma hefði ég aldrei viljað missa af því hann er mér svo dýrmætur. Þú vildir allt fyrir mig gera. Það var alveg sama hvað það var, hjá þér var það ,já ekki málið“. Ég reyndi eins vel og ég gat að vera góð við þig á móti og ég fann hvað þú varst þakklátur fyrir það. Þú sagðir alltaf: „Það er svo gott að vera hjá þér. Það er svo nota- legt.“ Og ég fann hvað þér leið vel hjá mér. Allir í fjölskyldunni minni sem fengu að kynnast þér, dáðu þig því þú varst svo opinn og ófeiminn og þú varst alltaf tilbúinn að hjálpa öðrum. Ég á svo mikið af fallegum minningum um þig sem ég mun geyma innst í hjarta mínu um alla tíð. Þú varst engill í mannsmynd í mínum huga. En svona er lífið, það er ekki spurt um stund né stað og sumum spurningum fæ ég aldrei svarað. Ég mun aldrei gleyma þér, vinur minn, og ég mun alltaf minn- ast þín eins og þú varst með der- húfuna þína. Þín, Ragnheiður. Þá ég hníg í djúpið dimma, Drottinn, ráð þú hvemig fer. Pótt mér hverifi heimsins gæði, - hverfi allt, sem kærst mér er: Æðri heimur, himnafaðir, hinumegin fagnar mér. (M. Joch.) Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins degi, hin Ijúfu og góðu kynni af alhug þakka hér. Knn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist eigi, og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast þér. (Ingibj. Sig.) Frændsystkinin, Guðmundur, Unnur, Sigurjón, Svanhvít, Hildur, Kristín og Berglind. Elsku Helgi Birgir. Nú hefur Guð kallað þig til sín. Þú áttir margt eftir ógert, en lifðir þínu lífí til fullnustu. Þú lifðir hratt, tókst áhættu og lifðir fyrir spennuna. Það er eins og þú hafir vitað innst inni að þú yrðir ekki gamall. Mótorhjólið þitt og hús voru ofarlega í huga þínum og deildir þú með okkur draumum þínum og framkvæmdum. En sjó- mennskan var þér allt og varst þú þeirri stétt til mikils sóma. Þú varst kraftmikill og hörkudugleg- ur í vinnu hvort sem það var í landi eða á sjó, stundum einum of. Elsku Helgi, við munum sakna heim- sókna þinna til okkar. Við höfðum gaman af þeim stundum sem við áttum og munum við varðveita þær í hjarta okkar. Við biðjum Guð að vernda þig. Ragnar og Vala. í dag kveðjum við vin okkar Helga Birgi Ástmundsson, Helga litla eða Nafna eins og karlarnir kölluðu hann. Með þessum línum langar okkur að þakka þessum sérstaka dreng fyrir samfylgdina, kveðja þennan góða dreng. Þeir sem eru samvistum við ást- vini sína alla daga og allar nætur eiga kannske erfítt með að skilja samfélag um borð í skipi eins og Júpíter, þar sem nokkrir karlmenn lifa í nánu sambýli, stundum tvo til þrjá mánuði í einu án þess að kom- ast heim. Þessir menn sem eru fjarri ástvinum sínum, mest allt ár- ið mynda einhvers konar fjölskyldu um borð, þar sem skiptast á skin og skúrir, eins og hjá öðrum fjölskyld- um. Við hættuleg störf úti á regin- hafi treysta þeir hver á annan, þeir eru teymi sem vinnur saman eins og einn maður, það er valinn maður í hverju rúmi, allir vita hvað á að gera. Þeir vinna verkin sín af ör- yggi og oft við erfiðar aðstæður. Þeir eru meðvitaðir um hve störf þeirra geta verið hættuleg en stundum þegar allt er eins og best verður á kosið gerist það sem þeir allir vita að getur gerst, það sem allir óttast og er svo sárt, það verð- ur slys. Helgi litli var heppinn að eiga heimili um borð í Júpíter, hann var barnið um borð. Þar átti hann vini sem báru umhyggju fyrir honum, sem hlógu að honum, glöddust yfír því að hann var að þroskast og sem studdu við bakið á honum. Þessi drengur sem kom fyrst heim til okkar fyrir fjórum árum, var svo sérstakur á svo margan máta, að sumu leyti eins og barn en að öðru leyti eins og gamall maður. Af svip hans og látbragði sá maður að hann lagði allt sitt góða upplag í að vinna úr vandamálum fortíðar- innar, hann horfði einbeittum aug- um undan derhúfunni, inn í fram- tíðina. Hann talaði glaður og hreyk- inn um húsið sitt, hjólið sitt og það var stolt í svipnum og einbeitni þegar hann talaði um litla bróður sinn og ekki laust við að hann yrði föðurlegur á svipinn. Honum fannst „ægilega" fallegt landslagið á Reykjanesi og naut þess að bruna á hjólinu sínu utan vega í heimsókn í þæinn og honum fannst „agalega" gaman að dytta að húsinu sínu sem hann var afar stoltur af. Hann talaði hratt og framkvæmdi hratt, alltaf reiðubú- inn að rétta hjálparhönd, alltaf glaðlegur og stutt í brosið sem mýkti upp annars einbeittan svip- inn. Það gladdi okkur sem þótti vænt um hann að hann virtist glaðari og afslappaðri með hverju árinu sem leið og það er huggun í sorginni að hann var sérlega glaður daginn sem hann fór til guðs. Ahöfnin á Júpíter var heppin að fá að hafa Helga í fjölskyldunni, honum gátu þeir sýnt umhyggju og væntumþykju. Við sendum Guðrúnu ömmu hans, ættingjum og öðrum aðstand- endum, áhöfn Júpíters og fjölskyld- um þeirra, öllum vinum hans um land allt, okkar innilegustu samúð- arkveðjur. Guð geymi góðan dreng. Hildur, Ásta, Daníel og Selma Brá. Það var mikið áfall fyrir okkur starfsfélaga á Júpíter, þegar Helgi vinur okkar og félagi féll í valinn svo að segja fyrir augunum á okk- ur. Helgi var búinn að vera skip- verji á Júpíter meira og minna í sjö ár og alfarið síðustu fimm árin ásamt flestum okkar. Á því sést að sambandið var orð- ið mjög náið og samheldni mikil. Helgi var mikill ákafamaður til allrar vinnu og vildi ávallt vera fremstur í flokki þegar mikið lá við, jafnframt því að vilja allt fyrir okk- ur félagana gera. Alls staðai- þar sem Helgi kom vann hann hug og hjörtu þeirra sem hann umgekkst. Var það fyrst og fremst fyrir dugn- að, hjálpsemi og gott skap. Hans áhugamál utan vinnu voru ferðir á torfæruhjóli sínu, og hann hafði glöggt auga fyrir náttúrunni. Einnig hafði hann áhuga á gömlum húsum og átti eitt slíkt sjálfur, sem hann var að láta lagfæra. Síðustu þrjú sumrin notaði hann fríin sín í vinnu við steinhleðslu, sem hann hafði mikinn áhuga á að læra. Þeg- ar um borð kom eftir fríin, var hann með myndir með sér af þeim stein- hleðslumannvirkjum sem hann hafði verið að vinna við, tO að sýna okkur félögunum og útskýrði með glampa í augum leyndardóma steinhleðslunnar. Margs væri hægt að minnast af atburðum liðinna ára, en með þess- um fátæklegu orðum kveðjum við þig, vinur og félagi, en eitt er víst að við félagarnir eigum oft eftir að minnast þín í spjalli okkar í borð- salnum. Pú ljós sem ávallt lýsa vildir mér, þú logar enn, í gegnum bárur, brim og voúasker. Nú birtir senn. Og ég finn aftur andans fógru dyr og engla þá, sem barn ég þekkti fyr. (Þýð. M. Joch.) Stundum veróur vetur veröld hjartans í. Láttu fræ þín lifa, ljóssins guó í því. Gef oss þitt sumar sólu þinni frá. Kristur, kom og sigra, kom þú og ver oss hjá. (Þýð. S. Egilsson) Sendum foreldrum og ættingjum innilegustu samúðarkveðjur okkar. Áhöfn og fyrrverandi starfsfélagar á Júpíter. Á hverri loðnuvertíð fylgist þjóð- in með aflabrögðum og þar með þjóðartekjum. En í undirmeðvitund fólksins býr viss ótti, það er hvort vertíðinni ljúki án slysa. Á skip hleðst ís og í misjöfnum veðrum andar fólk léttar er þau ná höfn fullhlaðin. Hraðinn er mikill og kapp við tímann einkennir þessar tímabundnu veiðar. Helgi unni vist- um í slíkum hraða þar sem menn verða að vera vakandi og tefla djarft. Ægir gefur og Ægir tekur. Nú tók hann ungan og hraustan drenginn. Helgi var í góðum hópi nemenda sem ég kenndi á bama- skólastigi. Helgi setti sitt mark á líflegan og glaðlyndan hópinn. Fyr- ir fáeinum árum var einnig höggvið í þennan sama hóp er bekkjarbróð- ir Helga, Svanur, var burt kallaður frá þessu tilverustigi. Það reynir því á eftirlifandi bekkjarsystkin að horfa upp á hve lífið getur verið hverfult. Ánægjulegar eru þær stundir er fyrrverandi nemandi staldrar við og segir frá högum sínum. Helgi gaf sér alltaf tíma til þess og voru væntingar hans til lífsins mér svo minnisstæðar. Helgi var fljótur að setja mig inn í gang mála hjá sér í hvert sinn er við hittumst. Við Helgi áttum nefnilega sameigin- legan áhuga á ýmsum málum og þó sérstaklega á vélhjólum. Ekki geystist Helgi á hjóli sínu með lát- um um götur þæjarins heldur kaus að fara með hópi fólks um hálendið og njóta þannig útiver- unnar og landsins. Hann færði mér spólur og myndir úr slíkum ferðalögum og eins fræddi hann mig um það nýjasta og besta í hjólum og þeim útbúnaði sem til- heyrði þeim. Síðastliðið sumar vann Helgi hjá tengdaföður mínum og kunni hann því mjög vel. Þar var hann í öllu og naut tilbreytingarmikils starfs í viðhaldi, stóru sem smáu, eins og gerist hjá umsvifamiklu fyrirtæki. Helgi naut vinnunnar svo innilega að hann unni sér aldrei hvfldar, hvorki um helgar né virka daga. Já, Helgi vildi láta hlutina ganga. Helgi átti gamalt hús sem hann var smám saman að endurbyggja og hafði í huga sérstaklega stór- tækar áætlanir um frágang lóðar- innar. Hann ætlaði m.a. að hlaða veggi en grjóthleðslu hafði hann lært af góðum mönnum úr Reykja- vík. Þetta átti að gerast í sumar ásamt svo mörgu sem hann ætlaði að framkvæma. Gamlar byggingar höfðu tekið hug hans allan, hann vildi hús með sál. Helgi skoðaði gamalt og uppgert húsið okkar og varð yfir sig hrifinn. Helgi þáði hjá okkur nokkur mjólkurglösin ásamt því að sporðrenna nokkrum köku- sneiðum. Þar sem hann sat þarna hjá okkur, þá minnti hann mig á íþróttamanninn í fullri þjálfun. Ékki var það kaffið, tóbakið né vín- ið sem hann notaði. I haust gerðust heimsóknir Helga tíðar til vinkonu sinnar ofar í Suðurgötunni og fór þar vel á með þeim. Við fylgdumst með af áhuga enda stúlkan úr fjölskyldunni. Þótt Helgi sé farinn þá lifir minn- ing hans í hjörtum okkar, minning um hraustan, heflbrigðan og lífs- glaðan dreng. Foreldram, ættingj- um og vinum Helga votta ég inni- lega samúð mína og bið algóðan Guð að styrkja þá sem um sárt eiga að binda. Ingólfur Matthíasson. Sefur sól hjá Ægi, sígur höfgi yfir brá, einu ljúflingslagi ljóðar fugl og aldan blá. Þögla nótt, í þínum örmum, þar er rótt og hvfld í hörmum, hvíldir öllum oss. (Sigf. Ein.) Hann Helgi birtist hér á rauðu Suzuki RS 650, glaðlegur og hress fyrir fáum árum. Hann hafði ferð- ast mikið einn um landið. Á hjólinu fann hann þetta algjöra frelsi sem maður finnur aðeins á mótorhjóli þegar maður þeysir áfram á góð- um hraða, engum háður. Og hvað er betra en að gleyma amstri dags- ins úti í íslenskri náttúru og láta sig dreyma drauma sem rætast ör- ugglega hjá svona dugnaðarforki eins og hann Helgi var. Hann vildi líkjast helstu hetjum mótorhjóla- heimsins í klæðnaði og stællinn var algjör, skór, hjálmur og galli, allt átti þetta að vera eins og MeGrath sem er margfaldur meistari í mótorkrossi í Bandaríkj- unum. Hér á heimilinu eignaðist Helgi vini í okkur öllum og stórir sem smáir höfðu gaman af að kynnast hversu hress og ör hann var í lund. Hann tók ofan derhúf- una sína og gaf litlum Kára. Ég fékk saltfisk í soðið og margt, margt fleira. Hann var sífellt gef- andi gjafir út um allt. Það var gaman að fá hann í heim- sókn en jafnframt erfitt að fá hann til að staldra við. Hraðinn í lífi hans var svo mikill að hann gaf sér aldrei tíma til þess að reima skóna sína. Hann fór í ferðir með Jóni, Viggó og mörgum góðum félögum sem allir eru með þennan brennandi áhuga á mótorhjólum af öllum stærðum og gerðum. Það var auð- séð að Helgi hafði gaman af að kynnast þessum mönnum og fylgd- ist með af áhuga þegar sögur voru sagðar eftir vel heppnaða ferð og sjálfur sagði hann frá og dró ekkert af. Sumarið 1996 var farið í keppnis- ferð til Akureyrar og Helgi hafði látið sig dreyma um að aka yfir Kjöl. Sú ferð byrjaði hvorki vel né endaði. Einn félaganna heltist úr lestinni í gömlu Kömbunum. Helgi ók á miklum hraða í beygju og hafnaði utan vegar og bæði hjólið og Helgi voru illa brotin eftir koll- hnís og veltur. En Helgi gaf sig ekki, heldur hélt ferðinni áfram með brotin bein og Súkkan rauða stórskemmd og ofan á allt saman reiddi hann mann aftan á hjá sér til Akureyrar. Ég segi frá þessu til að undirstrika hvflíkt heljarmenni hann Helgi var, aldrei að kvarta, hann einfaldlega hleypti því ekki að. Hann kom alltaf með gleði og með tímanum fékk hann sæti við hliðina á börnunum mínum í hjarta mér. Með árunum kann maður svo mikið að meta það sem er gert gott og með góðum hug og þannig fannst mér hann Helgi vilja mér og mínum allt gott. Ég sendi innilegar samúðar- kveðjur til allra sem þótti vænt um Helga. Hvfldu í friði, elsku vinur. Gróa Einarsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.