Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 50

Morgunblaðið - 14.03.1998, Síða 50
50 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ PÁLL MAGNÚSSON + Páll Magnússon fæddist á Stein- um undir Austur- Eyjafjöllum 27. nóv- ember 1922. Hann lóst á Sjúkrahúsi Suðurlands 8. mars sfðastliðinn. Foreldr- ar hans voru Magnús Tómasson, bóndi á Steinum, og kona hans Elín Bárðar- dóttir. Páll ólst upp hjá foreldrum sínum, stundaði síðar sjó- sókn og vörubfla- akstur áður en hann gerðist bóndi árið 1952. Hann reisti nýbýlið Hvassafell í landi Steina og bjó þar til dauðadags. Eftirlifandi eiginkona Páls er Vilborg Siguijónsdóttir, f. 8. nóv. 1930 í Núpakoti. Foreldrar henn- ar voru Sigurjón Þorvaldsson, bóndi í Núpakoti, og kona hans Guðlaug Guðjónsdóttir. Börn Páls og Vilborgar eru: 1) Guð- laug, f. 1952, skrifstofúmaður. Eiginmaður hennar er Sigurður Guðnason og eiga þau þijú börn. 2) Bergur, f. 1953, bóndi og formaður Félags hrossabænda og Búnaðarsam- bands Suðurlands. Kona hans er Agnes Antonsdóttir og eiga þau þijú börn. 3) Elín, f. 1954, skrif- stofumaður. Eigin- maður hennar er Guðmundur Bjarna- son og eiga þau eitt barn. 4) Rútur, f. 1958, bóndi. Kona hans er Guðbjörg Albertsdóttir og eiga þau Qögur börn. 5) Sigur- jón, f. 1965, bóndi. Kona hans er Valgerður Hafliðadóttir og eiga þau tvö börn. 6) Jón Þormar, f. 1966, verkamaður. Kona hans er Hulda K. Harðardóttir. Jón Þormar á eitt barn. 7) Páll Magn- ús, f. 1968, bóndi. Útför Páls fer fram frá Eyvind- arhólakirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Ég ætla að setja á blað nokkrar minningar um minn elskulega tengdaföður. Palli var ákaflega hlýr maður. Hann sagði ekki alltaf margt en það var eftir því tekið þegar hann tók til máls. Mér er sér- staklega minnisstætt hversu mikil barnagæla tengdapabbi var. Hver man ekki eftir honum sitjandi í stól með lítið bam í fanginu raulandi lagstúf? Síðastliðið sumar vorum við hjónin svo lánsöm að fá Palla og Boggu með okkur í sumarbústað á Egilsstöðum í eina viku. Sú ferð er ógleymanleg því Palli hafði sérstak- lega mikla ánægju af því að ferðast, kynnast fólki og skoða landið. Að hafa uppfyllt ósk hans um að koma á Dalatanga yljar mér. Hann hafði alltaf langað til að fara þangað því hann heyrði um þann stað í veður- lýsingum. Alltaf var allt alveg dá- samlegt, eins og hann sagði svo oft. Palli var bóndi og hann hafði sér- stakt dálæti á sauðfé. Ég sé fyrir mér gleðina á andliti hans þegar fyrstu lömbin fæddust á vorin, sú gleði var einstök. Ekki taldi hann eftir sér að vaka og sitja yfir ánum, nótt eftir nótt, ef eitthvað var hægt að hjálpa. Palli var laghentur og var gott að fá hann í heimsókn til að dytta að hinu og þessu. Að lokum vil ég þakka fyrir árin sem ég fékk að vera samferða Palla. Ég er ríkari eftir þau kynni. Barna- hópur hans er stolt merki um lífs- starfið sem hann skilur eftir. Guð veri með þér, elsku Bogga mín, og styrki þig í þínum missi. Agnes. Elsku afi. Fráfall þitt kom eins og reiðarslag yfir okkur, svo skyndi- legt og ótímabært. Það verður skrítið að koma í sveitina og hitta þig ekki, því þú og amma eruð svo nátengd sveitinni í huga okkar að við munum halda áfram að „fara til ömmu og afa í sveitinni“. Minning- amar sem við eigum um þig eru mjög margar og tengjast margar þeirra dvöl okkar í sveitinni á sumr- in og í skólafríum. Það er okkur mjög minnisstætt þegar við fórum með þér í fjárhúsin á vorin og þú sýndir okkur nýfæddu lömbin. Alltaf var jafn gaman að fylgjast með því hvað kindumar vora hænd- ar að þér og þú þekktir þær allar með nafni. Þú fylgdist alltaf vel með því hvað var að gerast í lífi okkar, eins og hvemig gengi í skólanum og hvað við væram að læra, og við vitum að þú munt gera það áfram. Alltaf varst þú jafn glaður að fá okkur í sveitina, hvort sem við voram að koma til lengri eða styttri dvalar. Elsku afi, við kveðjum þig núna en alltaf verður þú okkur ofarlega í huga. Við þökkum þér fyrir öll árin sem við áttum með þér, og að lokum kemur hér erindi sem þú söngst oft fyrir bamabörnin þín: Ffjúga hvítu fiðrildin fyrir utan gluggann, þama siglir einhver inn ofurlítil duggan. (S. Egilsson.) Við munum ætíð sakna þín. Margrét Rós, Guðni Páll og Heiðrún. Fj alladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin, sæll ég bý við bijóstin þín, blessuð aldna fóstra mín. Héráandinnóðulsín öll sem verða á jörðu fundin. Fjalladrottning, móðir mín, mér svo kær og hjartabundin. Fagradýramóðirmín, minnar vöggu griðastaður, þegar lífsins dagur dvín, dýra, kæra fóstra mín, búðu um mig við brjóstin þín. Bý ég þar um eilífð glaður. Fagra dýra móðir mín, minnar vöggu griðastaður. (Sig. Jónsson á Amarvatni) Þau vora ófá sumrin sem við syst- umar vorum á Hvassafelli hjá Palla og Boggu. Ein tók við af annarri. Bogga og Palli vora eitt í huga okk- ar. Hvort um sig sterkt á sínu sviði en saman mynduðu þau samhenta heild. Það fór ekki mikið fyrir Palla. Hæglátur og traustur, raulandi fyr- ir munni sér lagstúf þegar vel lá á honum. Þegar hann var ekki úti við störf sín minnumst við hans sitjandi á stól í eldhúsinu, með olnbogana á hnjánum og spenntar greipar, eða hallandi sér upp að veggnum. Oft ofbauð honum hamagangurinn í bömunum sínum og sumarbömum, en oftar en ekki hafði hann lúmskt gaman af uppátækjum okkar krakkanna. Elsku Palli, takk fyrir okkur. Sérstök kveðja frá Ömu Huld og Rakel sem hafa tekið við af mæðr- um sínum að sækja heim að Hvassafelli. Elsku Bogga frænka og fjölskylda. Hugur okkar er hjá ykk- ur. Guðlaug, Ásta Jóna og Karólína Rósa. Elsku afi. Nú ert þú orðinn engill. Þú varst besti vinur okkar og kenndir okkur svo margt. Manstu þegar við sátum í fanginu á þér og þú söngst fyrir okkur. Þegar við lás- um allar bækumar eða þegar við lékum okkur uppi á lofti. Alltaf hafðir þú tíma fyrir okkur. Nú eigum við eftir að sakna þín óskaplega mikið. En minningin verður geymd í hjörtum okkar. Elsku afi, takk fyrir allt sem þú gerðir fyrir okkur. Vertu nú yfir og allt um kring með eilifri blessun þinni. Sitji Guðs englar saman í hring sænginniyfirminm. Gísli og Freyr Siguijónssynir. Elsku Palli, hjartans þakkir fyrir allt. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt GekkstþúmeðGuði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú h(jóta skalt (V. Briem.) Guð geymi þig. Valgerður Hafliðadóttir. Nú ertu horfinn, kæri afi, en við vitum að þú vakir yfir okkur. Okkur tekur það sárt að sjá þig aldrei meir, en við vitum að þér líður vel. Okkur finnst við vera svo yfirgefin en erum það ekki því þú ert hér. Við sjáum þig ekki, en finnum fyrir þér. Systkinin Skíðbakka 1. Mig langar í örfáum fátæklegum orðum að minnast Palla frá Stein- um, og þakka fyrir þá vináttu og tryggð sem ávallt hefur verið í minn garð á heimilinu á Hvassafelli. Kynni mín af Palla og hans fjöl- skyldu hófust þegar ég var aðeins fimm ára og tekinn í sveit á næsta bæ hjá bróður Palla en samgangur og samvinna milli þeirra Steina- bræðra var einstök og mjög lær- dómsrík. Palli var verkmaður góður, af- kastamikill, vandvirkur og eftirsótt- r + Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EIRÍKUR E. KRISTJÁNSSON, frá Súgandafirði, andaðist á dvalarheimilinu Seljahllð að morgni föstudagsins 13. mars. Hervald Eiríksson, Kristrún Skúladóttir, Guðrún Ragnhildur Eirfksdótttir, Jónas A. Aðalsteinsson, Trausti Eiríksson, afabörn og langafabörn. + Ástkær móðir okkar, fósturmóðir, tengda- móðir, amma og langamma, GUÐRÚN ÞORSTEINSDÓTTIR, Álfaskeiði 113, Hafnarfirði, lést á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, fimmtudaginn 12. mars. Jarðarförin auglýst siðar. Svava Gísladóttir, Guðmundur Óskarsson, Jón Þ. Gfslason, Ásdfs Ingólfsdóttir, Ágúst Gfslason, Sólveig Thorarensen, Gísll Jónsson, Guðrún D. Rúnarsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Okkar ástkæra ANNA JÓHANNSDÓTTIR, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað föstudaginn 13. mars. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Bjöm Gfgja, Klara Þorsteinsdóttir, Árni Þorsteinsson, Þorsteinn Þorsteinsson, Danfel Þorsteinsson. + Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURÐUR SÆMUNDSSON verkstjóri frá Stóru-Mörk, lést á heimili slnu, Grensásvegi 58, miðviku- daginn 11. mars. Lilja Stefánsdóttir, Jökull E. Sigurðsson, Kristfn Hlíf Andrésdóttir, Stefán Sigurðsson, Brynhildur Kristjánsdóttir, Trausti Sigurðsson, Hanna Dóra Magnúsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ur í vinnu hvar sem hann kom, og mjög gott að vinna með honum. Fyrst og síðast minnist ég samt Palla sem bóndans sem þótti svo vænt um kindumar sínar að maður hlaut að smitast af áhuga hans, ávallt sá Palli til þess að fyrirmáls- lömb fæddust á bænum, sjálfum sér og ungdómnum til mikillar gleði, og á hverju vori hef ég fengið fréttir af fyrstu lömbunum hans Palla í gegn- um bömin hans, og alltaf sé ég fyrir mér brosið breiða og þessa sönnu gleði sem skein úr andliti hans. Þannig mun ég minnast hans og vorsins undir Steinafjalli. Hermann á Heiði. ísland á margar fagrar sveitir. Ein af þeim fegurstu era Eyjafjöll- in. Þar geta náttúruöflin tekist á svo um munar, þegar hvassviðrið nær hámarki. Fáeinir óveðursdagar gleymast samt í hinni miklu veður- sæld, sem venjulega ríkir, svo ekki sé minnst á fegurð fjallanna með sínum stórbrotnu klettum, fossum, jöklum og undir öllu niðar svo hafið. Allt þetta hefur djúpstæð áhrif og gleymist aldrei þeim sem iyóta. Sem nemandi í Skógaskóla naut sú sem þessar línur ritar mjög að upp- lifa þessa fegurð. Þó að námið í skólanum tengist vetrinum má segja að aðeins há- sumarið falli út. Veðursældin þama er nefnilega svo mikil, að vorið kem- ur undantekningarlaust í apríl og svo komið sumar þegar skólanum er slitið. Segja má því að skólatíminn nái yfir allar árstíðimar. Einn af sonum þessarar fögra sveitar er nú fallinn frá, Páll Magn- ússon á Hvassafelli. Hann var ein- stakt ljúfmenni og bar blíðu sveitar sinnar, tign og fegurð, fagurt vitni hvar sem hann fór. Mér fannst hann alltaf einn af þessum mönnum, sem bæta samfélagið með góðvild sinni og hlýju. Páll dvaldi hér á Skarði um tíma, þegar hann og Þráinn Guðmunds- son unnu við lagfæringu á prest- setrinu í Fellsmúla. Minnumst við hér þessa tíma með gleði. Fannst reyndar, þegar þeir félagar fóra til sinna heima á föstudögum, að vant- aði tvo úr fjölskyldunni og hlökkuð- um mikið til að fá þá aftur. Líflegt var við matarborðið, þeg- ar þeir félagar vora mættir, því ekki vora allir sammála í stjórnmálaum- ræðunni. Aldrei get ég fullþakkað Páli fyrir þá hlýju sem hann veitti bömum mínum. Lítil stúlka, Laufey Guðný, sat alltaf í fanginu á Páli. Það var falleg sjón að fylgjast með, þegar hann fann til matinn hennar og gaf henni að borða. Eg minnist þess einnig hve andlit Páls ljómaði, þegar talið barst að eiginkonu hans og börnum. Hann gladdist innilega yfir velgengni barna sinna og var mikill gæfumað- ur í einkalífinu. Þann 25. desember 1951 giftist hann Vilborgu Sigur- jónsdóttur frá Núpakoti, mikilli dugnaðar- og sómakonu. Þau eign- uðust sjö böm og erfa þau hina miklu mannkosti foreldra sinna. Páll var mikill búhöldur, naut þess að starfa og allt lék í höndun- um á honum. Mest unni þó Páll kindunum sínum. Mikið höfðum við gaman af að tala um þetta sameig- inlega áhugmál okkar, þ.e. fjár- ræktina. Páll átti fallegt fé og mjög frjósamt. Síðasta daginn sinn heima á Hvassafelli fór hann út í fjárhús að gefa kindunum sínum og er það táknrænt fyrir hann, að þar lágu síðustu sporin. Fyrir tæpu ári fylgdi Páll til graf- ar bróðurdóttur sinni, Erlu Óskars- dóttir í Búð. Sammerkt með þeim frændsystkinum var hinn mikli dugnaður og ósérhlífni, en innra sló hið stóra og hlýja hjarta. Elsku Bogga mín, böm, tengda- böm og barnaböm. Fjölskyldan í Skarði vottar ykkur innilega samúð. Missir ykkar er mikill og afabörnin skilja nú ekki af hverju afi góði er ekki heima á Hvassafelli. Páll Magnússon er einn þeirra manna, sem markað hafa spor í sálu okkar og vitund, spor sem mega ekki mást út. Minning um góðan dreng lifir. Fjóla Runólfsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.