Morgunblaðið - 14.03.1998, Side 52
52 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
BJÖRN
ÞÓRÐARSON
+ Björn Þórðarson
fæddist að
Steindyrum í Svarf-
aðardal 20. febrúar
1902. Hann lést á
Fjórðungssjúkrahús-
inu á Akureyri 3.
mars síðastliðinn og
fór útför hans fram
frá Akureyrarkirkju
12. mars.
Minningin um afa
Bjöm er bæði Ijúf og
skýr. Afi var prýðileg
fyrirmynd sem upp-
alandi bama. Hann tók
farsælar ákvarðanir sem homsteinn
í fjölskyldunni. Auðurinn íþyngdi
honum ekki á lífsleiðinni, en hann
lagði á borð með sér gullkom sem
hann hafði viðað að sér í kirkjum og
leikhúsum landsins. Snyrtimennska
og starfsgleði vom rík einkenni í
fari hans. Hann var þelþýður, jafn-
lyndur og jákvæður. Hann sá alltaf
bjart í kringum sig og trúði á mátt
bænarinnar. Afi var félagslyndur og
átti auðvelt með að ræða við fólk um
málefni líðandi stundar. Margar
stundir dvaldi afi hjá foreldrum
. mínum á Brettingsstöðum í Flateyj-
ardal. Honum fannst
bæjarstæðið undurfag-
urt og kunni öll ömefni
á þessu svæði. Hann
lagði sitt lóð á vogar-
skálina við uppbygg-
ingu staðarins og naut
sín vel á þessu aí-
skekkta eyðibýli. í
bókinni Gaman er að
lifa eftir Jóhann Ög-
mundsson segir frá
störfum afa hjá Leikfé-
laginu: „Bjöm var rit-
ari stjómar og hvíslari.
Það var ekki vonin um
gott hlutverk eða leik-
húsframa sem hvatti Bjöm til starfa
heldur brennandi áhugi á starfsem-
inni. Stundum fómm við að hitta
fólk og biðja það að taka að sér hlut-
verk í næsta sjónleik. Þegar Bjöm
kom til baka sagði hann ætíð sömu
orðin: Jæja, Jóhann minn, þetta
gekk nú bara Ijómandi vel. Þetta
sagði hann þótt hann fengi þvert
nei.“
Það var ætíð tilhlökkun að fara í
ferðalag með afa. Farkosturinn bar
einkennisstafina A-730. Hann lá í
dvala inní bílskúr á vetrum líkt og
bimir. Hraðanum var stállt í hóf. Afi
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, uppeldisfaðir og afi,
KRISTINN ÓLAFSSON,
Holti,
Qrindavfk,
slðast búsettur á Hamratanga 7,
Mosfellsbæ,
er látinn.
Útförin ferfram frá Grindavíkurkirkju í dag, laugardaginn 14. mars,
kl. 13.30.
Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir, en þeim, sem vilja minn-
ast hans, er bent á slysavarnadeildina Þorbjörn ( Grindavik.
Ásdfs Vigfúsdóttir,
Þorvaldur Jón Krfstinsson, Ellen Maja Tryggvadóttir,
Ragnar Heiðar Kristinsson, Ragnheiður Katrfn Thorarensen,
Ólafur Kristinsson, Þorbjörg Inga Jónsdóttir,
Hulda Björk Ingibergsdóttir,
Kristfn Sigriður Þorvaldsdóttir, Kristinn Richardsson
og afaböm.
+
Þökkum af alhug auðsýnda samúð og vináttu
við andlát og útför elskulegs föður okkar,
tengdaföður, afa og langafa,
JÓHANNS EYSTEINSSONAR,
Skólavegi 36,
Vestmannaeyjum.
Selma Jóhannsdóttir, Gunnar Jónsson
Elfn Bjarney Jóhannsdóttir, Svavar Sigmundsson,
Ástráður Magnússon,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Hjartans þakkir færum við öllum þeim fjöl-
mörgu, sem með samúðarkortum, biómum,
skeytum og gjöfum og á annan hátt sýndu
okkur samúð og vinarþel við andlát og útför
elskulegrar dóttur okkar, móður, fyrrum
eiginkonu, systur og mágkonu,
ÞÓRU MARGRÉTAR FRIÐRIKSDÓTTUR,
V sfðast til heimilis
f Bllkahólum 6,
Reykjavfk.
Guð blessi ykkur öll.
Anna Jóhanna Oddgeirs, Friðrik Hjörieifsson,
Borgþór Ágústsson, Guðrún Ágústsdóttir,
Sigfús Ágústsson, Aurora Ágústsdóttir,
Ágúst Borgþórsson,
Aurora G. Friðriksdóttir, Bjarnl Sighvatsson,
Hjörieifur Friðriksson, Auðbjörg Sigurþórsdóttir,
Jón Rúnar Friðriksson, Friðrik Þór Friðriksson
og fjölskyldur.
riíjaði upp bæjamöfn, fjöll, fossa og
sýslumörk. Ber voru tínd í landi Mið-
háls og það var alltaf keppni um það
hvor tíndi meira. Jarðepli voru rækt-
uð í landi Ytra-Hóls. Það sást ekki
rykkom á afa þegar uppskeran var
tekin upp. Hann hefði alveg eins get-
að mætt þama í kjólfötum. Þetta
starf var unnið af vandvirkni líkt og
annað sem hann tók sér fyrir hendur.
Sigríður og Bjöm bjuggu í rúma
hálfa öld á Oddagötunni. Þau vom
samrýnd hjón, hún mild og hlý og
hann með áhuga á þjóðlífinu. Þau
eignuðust þrjár ólíkar dætur.
Bamabömin urðu þrír piltar og
þijár stúlkur. Því var eins og hendi
Guðs væri lögð yfir, þegar afi yfir-
gaf þetta jarðlíf þann 3.3. klukkan 3
á þriðjudegi.
Ég þakka samfylgdina sem var
ánægjuleg og lærdómsrík.
Björn Amarson.
Hann afi er dáinn. Margar minn-
ingar koma upp í hugann. Afi Bjöm
og amma Sigríður, móðurforeldrar
mínir, bjuggu á Akureyri allan sinn
búskap. Eg var fimm ára gömul
þegar við systumar vorum fyrst
sendar einar til afa og ömmu á
Akureyri. Á hverju sumri í tíu ár
dvöldumst við þar um nokkurra
vikna skeið í góðu yfirlæti. I minn-
ingunni finnst mér að það hafi alltaf
verið sólskin þessa sumardaga á
Akureyri. Við fórum alltaf fljúgandi
norður og aldrei brást það að afi og
amma væm mætt á flugvellinum á
Taunusnum að sækja okkur og oft
með bláan ópal í farteskinu. Á
kvöldin plöntuðum við systumar
okkur á milli afa og ömmu í hjóna-
rúminu og lásum til skiptis fyrir þau
upp úr ýmsum bókum, svo sem bók-
inni Sumardagar eftir Sigurð Thor-
lacius, en sú bók var í miklu uppá-
haldi hjá afa. Afi var alltaf að kenna
okkur eitthvað nýtt, hann var ekki
ánægður fyrr en við vorum alveg
vissar um hvaða sýslu eða kaupstað
bílar með ákveðnum upphafsstaf til-
heyrðu og elstu bamabömunum
kenndi hann öll sýslumörk á land-
inu. Einhverju sinni bað hann okkur
systumar að skrifa niður allar
hljómsveitir sem við myndum eftir.
Ekki man ég hver tilgangurinn var
en við höfðum óskaplega gaman af
þessu.
Afi var mikill áhugamaður um
ferðalög innanlands og þá ekki síst
gönguferðir af ýmsu tagi. Hann fór
oft með okkur í gönguferðir, langar
og stuttar.
Afi var kirkjurækinn með af-
brigðum enda meðhjálpari til
margra ára. Aldrei var sunnudags-
messu sleppt en yfirleitt lagt upp í
bílferð strax upp úr hádegi og
stundum var maturinn bara tekinn
með og borðaður undir bemm
himni. Oft var ferðinni heitið upp á
Glerárdal eða austur í Vaglaskóg.
Oft kom það fyrir að við fóram
samferða afa og ömmu suður til
Reykjavíkur að lokinni sumardvöl.
Brottfarardaginn var vaknað
eldsnemma, nesti smurt og yfirleitt
lagt af stað eigi síðar en klukkan
átta. Afi var aldrei neitt að flýta sér
Sorgar og
samúðarmerki
Borið við minningarathafnir
og jarðarfarir.
Allur ágóði rennur til
líknarmála.
Fæst á bensínstöðvum,
f Kirkjuhúsinu og í
blómaverslunum.
H
KRABBAMEINSSJÚK BÖRN
HtAlPARSTOFNUN
KIRKJUNNAR
allt of mikið og oft var stoppað,
fyrsti nestisstaður var við Kotárgil.
Ég held að hann hafi sagt okkur
nöfn á öllum íjöllum og bæjum á
leiðinni. Aldrei var komið til
Reykjavíkur fyrr en undir kvöld og
vora dætumar og tengdasynimir
þá mætt til að taka á móti ferða-
löngunum á Kjalamesi eða í Kolla-
firðinum því ekki kærði afi sig um
að keyra í borginni.
Eftír því sem árin liðu styttíst sá
tími sem ég gat dvalist hjá afa og
ömmu á sumrin. Seinni ár hefur þó
varla liðið það sumar að ég hafi ekki
heimsótt afa á Oddagötuna. Hann
hafði alltaf jafnmikinn áhuga á að
fara í bíltúr, hætti reyndar sjálfur
að keyra fyrir nokkrum áram. Sum-
arið 1991 fóram við hjónin með afa
yfir Lágheiði og síðan yfir Siglu-
fjarðarskarð til Siglufjarðar. Hann
hafði gaman af þessari ferð og sagði
okkur að hann hefði farið gangandi
yfir Siglufjarðarskarð tæpum 20 ár-
um áður, þá um sjötugt. Svarfaðar-
dalur var ofarlega á vinsældalistan-
um af eðlilegum ástæðum. Sumarið
1989 tók Höskuldur mynd af afa og
okkur mömmu við leiði Þórðar
Jónssonar, föður afa, í kirkjugarðin-
um á Tjöm. Afa fannst alveg
ómögulegt að við skyldum ekki eiga
bam því þá hefði mátt segja að
fimm ættliðir væra á myndinni.
Sumarið 1993 var tekin önnur mynd
á sama stað og nú hafði afa orðið að
ósk sinni. Ámi Björn hugsar mikið
til langafa og kemur alltaf til með að
muna eftir honum. Birgir Öm sagði
að nú væri langafi kominn til Guðs á
himninum og væri á stélinu hjá
fuglunum. Guðrún litla mun ekíd
muna eftir afa en ég veit að honum
þótti mjög vænt um að hún skyldi
vera skírð í höfuðið á móðurömmu
sinni sem jafnframt bar móðumafn-
ið hans. Þegar ég hitti afa síðast í
lok janúar sl. var hann nýlagstur á
Landspítalann og allir áttu von á að
hann myndi komast aftur á fætur.
Hann var með allt á hreinu eins og
venjulega, beið spenntur eftir úr-
slitum í prófkjöri Reykjavíkurlist-
ans og við skiptumst á gamansög-
um. Ég vil að lokum þakka afa mín-
um fyrir allt. Blessuð sé minning
hans.
Auður Þóra Árnadóttir.
„Sælinú,“ sagði afi alltaf við mig
þegar við hittumst. Nú er komið að
kveðjustund. Afi minn, Bjöm Þórð-
arson, er látinn. Afi átti gæfuríka
ævi. Hann var heilsuhraustur mest-
an hluta ævinnar og andlega hress
fram á síðasta dag. Við systkinin
eigum margar minningar tengdar
ömmu og afa á Akureyri. í minning-
unni var alltaf sól og hiti á Akur-
eyri. Þetta er eflaust tákn um þá
birtu sem ljómaði í kringum afa og
ömmu. Það var alltaf eitthvað um að
vera hjá þeim og hjá þeim var gott
að vera. Þau vora bamgóð með ólík-
indum og höfðu innsýn í hvað okkur
þótti skemmtilegast að gera. Aftur
og aftur sagði afi okkur söguna af
Steini Bollasyni og las fyrir okkur
söguna um tíu litla negrastráka.
Oft var farið í bíltúra um ná-
grenni Akureyrar á „Taunusnum".
Það var alltaJf farið með sóltjald,
nesti, brenndan brjóstsykur og
kandís í bauk. Afi var fróður um
landið og kenndi okkur mörg ör-
nefni. Eins var honum kappsmál að
við lærðum frá hvaða landshluta hin
ýmsu bflnúmer væra. Ekki gekk
það nú alltaf vel hjá okkur að læra
það. Ef við svöraðum rétt þá sagði
hann iðulega „gott hjá köllunum".
Þetta notaði hann oft ef hann var
ánægður með það sem við gerðum.
Ferðalög voru afa afar hugleikin.
Hann hafði mjög gaman af að ferð-
ast um landið, hvort sem var fót-
gangandi eða akandi. Það vora há-
tíðarstundir þegar amma og afi
komu keyrandi til Reykjavíkur. Þau
fóra hægt yfir og tók ferðin oftast
12 klukkustundir. Oft áð á leiðinni
og nokkrar kirkjur skoðaðar. Afi
var mikill áhugamaður um allar
kirkjur, enda mjög trúaður maður.
Afi sagði eitt sinn að ef maður
eignaðist ekki böm, þá eignaðist
maður ekki bamaböm. Nú á seinni
áram hafði hann gaman af að fylgj-
ast með langafabörnunum.
Afi og amma héldu uppi ákveðn-
um siðum í fjölskyldunni í kringum
jól og afmæli. Við munum viðhalda
þessum siðum í minningu þeirra.
Afi hélt sínum virðuleik alla ævi.
Hann kenndi mér margt sem ég
varðveiti. Löngu ferðalagi hans afa
míns er lokið. Hann er kominn á
leiðarenda. Við tekur annað ferða-
lag á öðram stöðum. Þar verða aðr-
ar kirkjur kannaðar ásamt mörgu
öðru. Eg hringdi í afa 20. febrúar
síðastliðinn á 96 ára afmæli hans.
Það síðasta sem hann sagði við mig
var: „Guð blessi ykkur ölL“
Guð blessi hann.
Sigríður Heimisdóttir.
Margs er að minnast við andlát
afa okkar Bjöms Þórðarsonar. Við
krakkamir vorum tíðir gestir í
Oddagötunni hjá afa og ömmu á
Akureyri á hverju sumri og stundum
oftar. Mirmisstæðar era allar ferð-
imar í nágrenni Akureyrar, en
skemmtílegast fannst okkur að fara í
Vaglaskóg. Ég minnist þess sérstak-
lega þegar ég, sem ungur drengur,
beið við hliðið á Oddagötunni eftir
því að afi kæmi heim í hádegismat.
Alltaf gaf hann sér tíma tíl að tala við
okkur krakkana, og aftur var beðið
við hliðið þegar vinnudegi lauk. Þá
var iðulega sest upp í gljáfægðan
Taunusinn og farið í ferðalag um bæ-
inn. Einstaka sinnum var komið við í
Lindu tíl að taka „nestí“ sem geymt
var í hanskahólfinu til síðari nota,
oftast kandís eða súkkulaði.
Margs er að minnast úr ferðalög-
unum með afa og ömmu. Oft man
maður best ýmis smáatriði sem fest-
ast í minni. Alltaf var röð og regla á
hlutunum hjá afa. Gaman er að láta
hugann reika til baka og minnast
hinna mörgu hughrifa, í ferðum á
Brettingsstaði á Flateyjardal, í
Kjamaskóg, inn í fjörð og stundum
til Reykjavíkur. Við minnumst líka
allra gönguferðanna, í Lystígarðin-
um og í beijaferðum á Norðurlandi.
Og við munum það enn hversu erfitt
var að skipta um gír í brekkum í öll-
um ferðunum með afa.
Afi fór með okkur í kirkju á
hverjum sunnudegi en þar starfaði
hann sem meðhjálpari. Mér er alltaf
minnisstætt hvað afi var virðulegur
þegar hann jas upp ritningarorðin í
kirkjunni. Ég var víst ekld alltaf
ánægður með þessar tíðu kirkju-
ferðir á þessum árum og vildi halda
áfram að spila fótbolta í gilinu.
Afi var gjafmildasti maður sem
ég hef kynnst. Stórir pakkar bárast
fyrir öll afmæli og sú regla höfð, að
pakkamir biðu á náttborðinu að
morgni aftnælisdagsins, hver hlutur
innpakkaður og skrifuð afmælis-
kveðja með hverjum pakka. Svipað
var þetta um jólin, en þá bárast
hangikjötslæri og jólarósir inn á
heimilið.
Þetta era örfáar minningar frá
æskudögunum með afa og ömmu.
Árin liðu og bamabömin urðu full-
orðin. Þau áhrif frá afa og ömmu,
sem við krakkarnir urðum fyrir í
æsku hafa áreiðanlega orðið okkur
mjög til góðs síðar í lífinu.
Afi varð mjög ánægður þegar við
fjölskyldan, sem höfðum dvalist er-
lendis í nokkur ár, komum heim í
haust. Ég var því miður erlendis
þegar haldið var upp á 95 ára af-
mæli hans í fyrra, en þá var hann
mjög hress og sýndi engin teljandi
merki um háan aldur. Það var
ógleymanlegt að hafa hann sem
gest heima hjá okkur í afmælisboði
Araars 17. janúar sl., en þá var
hann enn mjög andlega hress, en
orðinn stirðari til gangs. Nokkra
síðar þurfti hann að leggjast inn á
sjúkrahús, en þar spjölluðum við
um lífið og tilverana og alltaf var
hann jafn yfirvegaður og rólegur.
Það var afa líkt að láta færa starfs-
fólki deildarinnar gjafir, þegar hann
fór norður í bæinn sinn.
Elsku afi. Það er komið að leiðar-
lokum, langri og góðri ævi er lokið
og þakkað er fyrir það sem þú hefur
veitt mér og kennt. Minningin um
góðu dagana á Akureyri mun lifa í
hjarta mínu um aldur og ævi.
Blessuð sé minning afa míns
Bjöms Þórðarsonar.
Magnús Heimisson.