Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 55

Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 55
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 55, k | I I I I I í I 1 < I i < Danskeppni á Broadway Á BRODWAY, Hótel íslandi, sunnudaginn 15. mars verður haldin Innanskólakeppni Dans- smiðju Hermanns Ragnars og Dansskóla Auðar Haralds í sam- kvæmisdönsum, keppni í kántrí línudönsum og Opna Séð og Heyrt mótið í suður-amerískum dönsum. í fréttatilkynningu segir að Inn- anskólakeppnin sé árlegur við- burður þar sem ungum og öldnum nemendum skólanna gefíst tæki- færi til að spreyta sig á dansgólf- inu. Búist sé við harðri keppni í Opna Séð og Heyrt mótinu en þar muni í fyrsta sinn á íslandi dansað undir lifandi tónlist þar sem hin nýja sveit Svartur ís leikur. Einnig segir að keppni í línudansi sé nú haldin í annað sinn samhliða Inn- anskólakeppninni. Keppni hefjast kl. 14 og húsið verður opnað kl. 13. Miðaverð er 500 kr. en frítt er fyrir 4 ára og yngri. Kvikmyndasýn- ing til styrktar vímuvörnum SÉRSTÖK forsýning verður á myndinni „The Boxer“ sem er leikstýrt af Jim Sheridan, hann leikstýrði myndunun I nafni föður- ins og „My left foot“ sem unnið hafa til fjölda verðlauna. Lionsklúbburinn Eir stendur fyrir sýningunni og rennur allur ágóði vegna hennar til vímuvarna. Þetta er í 13. skipti sem Lions- klúbburinn aflar fjár með þessum hætti og hefur ágóðinn runnið til vímuvarna. Má þar nefna tækja- kaup fyrir fíkniefnadeild lögreglu, útgáfustarf og fleira. Sýningin verður í Háskólabíói kl. 20 á þriðjudagskvöld, 17. mars. Kvikmyndin „The Boxer“ er með leikurunum Daniel Day Lew- is og Emily Watson. Myndin fjall- ar um boxara og örlagaríka ástar- sögu sem gerist í miðri hringiðu friðarferilsins á Norður-írlandi. Formaður Lionsklúbbsins Eir, Camilla Hallgrímsson, setur sýn- inguna og mun Bubbi Morthens leggja málefninu lið með því að leika á undan sýningu. Neistinn hvet- ur til blóðgjafa í DAG, laugardaginn 14. mars, er ár liðið frá landssöfnun Neistans, styrktarfélags hjartveikra barna og Stöðvar 2, en þá leitaði Neist- inn til þjóðarinnar og óskaði eftir fjárframlögum til eflingar Styrkt- arsjóðs hjartveikra barna. Þá söfnuðust 25,4 milljónir króna. í tilefni dagsins nú ári síðar hefur Neistinn ákveðið að gefa blóð og styrkja þar með starfsemi Blóð- bankans. Blóðbankinn verður af þessu til- efni opinn laugardaginn 14. mars frá kl. 11 -16. Vonast forystumenn félagsins til að félagsmenn Neist- ans og velunnarar mæti og gefi blóð sem síðan á eftir að nýtast í þágu sjúkra barna og fullorðinna á Islandi, segir í fréttatilkynningu frá Neistanum. Skrifstofa Neistans að Suður- götu 10, Reykjavík verður einnig opin frá kl. 14 - 17. Barnapössun verður á skrifstofunni fyrir þá sem uppteknir verða í „bankaviðskipt- um“. Síðustu sýningar Revían í den Kaffileikhúsið Síðasta sýning á skemmtidag- skránni Revíunni í den, sem sýnd hefur verið frá því í október, verð- ur laugardaginn 14. mars og hefst kl. 23.30. Þing’ um norræna miðalda- menningu ÞING um norræna miðaldamenn- ingu og miðlun hennar verður haldið í Kaupmannahafnarháskóla dagana 17.-19. apn'l nk. Að þinginu standa Stofnun Sigurðar Nordals og nokkrir starfsmenn Stofnunar Áma Magnússonar í Kaupmanna- höfn og sænsku deildarinnar við Gautaborgarháskóla. Á þinginu koma saman norrænir listamenn, þýðendur, útgefendur og fræðimenn til að lýsa reynslu sinni af því, að koma norrænum menningararfi á framfæri í samtíð- inni og ræða hvaða möguleikar eru á því að gera menningararfinn að lifandi hluta í menningu okkar daga. Meðal þeirra sem flytja erindi á ráðstefnunni eru rithöfundarnir Andri Snær Magnason, Ib Michael, Poul Vad, Svava Jakobsdóttir og Tor Áge Bringsværd og fræði- mennirnir Erik Skyum-Nielsen, Jan Ragnar Hagland, Preben Meu- lengracht Sorensen og Thomas Bredsdorff. Þá verður leikritið Ormstunga flutt á þinginu og Benedikt Erlingsson leikari fjallar um sviðssetningu á Gunnlaugs sögu ormstungu. Ráðstefnan er öllum opin. Skráning þátttakenda er til 20 mars. Nánari upplýsingar fást á Stofnun Sigurðar Nordals. ------------- Opið hús í Borgar- holtsskóla OPIÐ hús verður sunnudaginn 15. mars í Borgarholtsskóla í Grafar- vogi kl. 14-17. Deildir skólans munu þá kynna starfsemi sína, kennarar og nem- endur bjóða gestum í kennslu- stundir og kynningar verða haldn- ar. Nemendur hella upp á kaffi og baka vöfflur. í fréttatilkynningu segir að starfsfólk vonist til að sem flestir sjái sér fært að koma og skoða skólann og kynna sér starf- semi hans. ------♦-♦-♦---- Marsvaka KFUM o g KFUK KFUM og KFUK halda marsvöku í húsi félaganna við Holtaveg (gegnt Langholtsskóla) sunnudagskvöldið 15. mars kl. 20. Þar mun Þorvaldur Halldórsson leiða söng og lofgjörð en Þórdís Klara Ágústsdóttir mun flytja hug- leiðingu. Auk þess verður boðið upp á fýrirbæn. ORÐSENDING TIL SÖLUAÐILA VIDSKIPTASKILMÁLAR CAGNVART KORTHÖFUM VISA. Gildistöku ákvörðunar Samkeppnisráðs frestað til 1. október nk. Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur birt úrskurð sinn í máli VISA ÍSLANDS gegn Samkeppnisráði vegna banns þess á „jafnræðisreglunni" svonefndu í kortaviðskiptum. Hér er um að ræða 2. gr. samstarfssamnings VISA og söluaðila, sem kveður m.a. á um: „Að söluaðila sé skylt að veita korthöfum sömu viðskiptakjör, verð og þjónustu og þeim sem greiða með reiðufé. Óheimilt er að hækka verð á vöru eða þjónustu þegar kaupandi framvísar greiðslukorti við kaup. Söluaðila ber, þegar verð er auglýst eða sett fram á sölustað, jafnan að gæta þess að fram komi það almenna verð sem öllum viðskiptavinum stendur til boða. Söluaðila er í sjálfsvald sett hvort hann auglýsir samhliða staðgreiðsluafslátt eða staðgreiðsluverð." Úrskurður meirihluta áfrýjunarnefndar eða tveggja nefndarmanna af þremur hljóðaði svo: „Ákvörðun samkeppnisráðs nr. 1/1998, er staðfest með þeirri breytingu að hún komi ekki til framkvæmda fyrr en 1. október 1998." Minnihluti áfrýjunarnefndar skilaði séráliti um málið og tekur undir það sjónarmið VISA að sjálfsagt sé að fresta ákvörðuninni meðan að beðið sé fjölþjóðlegrar niðurstöðu frá Evrópu-sambandinu í Brussel, sem er að vænta síðar á árinu. Einnig er talið að hagsmunir neytenda hafi ekki verið hafðir nægilega að leiðarljósi og „því beri að fella niðurstöðu samkeppnisráðs úr gildi". Eins og ofanritað ber með sér eru því allar breytingar á framsetningu verðs til korthafa VISA óheimilar fyrr en nýjar reglur hafa tekið gildi, sem samkvæmt úrskurði þessum verður í fyrsta lagi hinn 1. Október nk. Til greina kemur af VISA ÍSLANDS hálfu að skjóta málinu til dómstóla, enda kveður 35. gr. samkeppnislaga skýrt á um „Að þess skuli gætt að viðskiptahættir í greiðslukortastarfsemi séu sambærilegir hér við það sem almennt gerist í helstu viðskiptaríkjum íslendinga. “ Öllum söluaðilum ber því að virða samstarfssamning sinn við VISA ÍSLAND í samræmi við ofangreindan úrskurð Áfrýjunarnefndar samkeppnismála eða þar til annað verður ákveðið af yfirvöldum. V/SA Greiðslumiðlun hf. ÁLFABAKKA 16, 109 REYKJAVÍK sími 525 2000 - fax 525 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.