Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 72

Morgunblaðið - 14.03.1998, Page 72
MORGUNBLAÐW, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 569 USl PÓSTHÓLF 3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KA UPVANGSSTRÆTI1 LAUGARDAGUR 14. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Svartsýni á að sjómannadeilan leysist fyrir miðnætti á sunnudag Vélstjórar aflýsa hugsanlega verkfalli TIL greina kemur að Vélstjórafélag íslands aflýsi verkfalli náist ekki samkomulag i kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna fyrir miðnætti á sunnudag. Samningafundi hjá Rík- issáttasemjara lauk í gær án árang- urs og hefur nýr fundur verið boð- aður í dag. Utgerðarmenn settu fram þá kröfu að allir fulltrúar sjó- ' rnanna kæmu saman til fundar og tillögur yrðu bornar milli þeirra og útgerðarmanna. Sjómenn urðu við því. Svartsýni ríkir í röðum deiluað- ila um lausn deilunnar. Vélstjórar lýstu þvi yfir að stæðu menn frammi fyrir því á sunnudags- kvöld, að verkfall hæfíst þá um mið- nætti og tillögur ráðuneytisstjóra- nefndarinnar yrðu ekki að lögum, væru þeir tilbúnir að aflýsa verk- fallinu. „Við eigum hægt um vik að boða verkfall á ný og það myndum >við gera í maí. Við höfum ekki fallið frá okkar kröfum," sagði Helgi Lax- dal, formaður Vélstjórafélagsins. Pórir Einarsson ríkissáttasemjari sagði að lítið hefði verið um sameig- inlega fundi og málum hefði ekki miðað áfram í gær þrátt fyrir að til- lögur hefðu verið bomar milli manna. Aðspurður um hvort til greina kæmi að hann legði fram sáttatillögu á fundinum í dag sagði hann of snemmt að ræða slíkt. Hann sagði að staða viðræðnanna væri erfið og mikið bæri í milli. „Ég held áfram á þeim grundvelli að reynt verði að ná samningum. Gangi það ekki er það síðari tíma mál,“ sagði Pórir. Ihugunarefni fyrir útvegsmenn Kristján Ragnarsson, formaður LIU, sagði að forseti Alþýðusam- bands Vestfjarða hefði sett tóninn í viðræðurnar með yfirlýsingu í fjöl- miðlum um að ríkissáttasemjari væri að undirbúa að leggja fram sáttatillögu. Menn hefðu því haldið að sér höndum og beðið eftir að til- lagan yrði lögð fram sem ekki var gert. Kristján sagði að ágreiningur væri milli samtaka sjómanna sem spillti fyrir árangri. Vélstjórafélagið héldi sinni kröfu fram um hækkun hlutaskipta sem hvorki útgerðar- menn né Sjómannasambandið og Farmanna- og fiskimannasamband- ið sættu sig við. Sævar Gunnarsson, formaður Sjómannasambands Islands, sagði að ekki væri rétt að ágreiningur væri milli sjómanna. Formaður LIÚ hefði ekki hitt sig á fundi síð- ustu þrjá daga og ekki léð máls á því að ræða kröfur aðila. „Hann hef- ur ekki verið tilbúinn til að gera samning í fimmtán mánuði og ég held að það sé orðið íhugunarefni fyrir útvegsmenn almennt hvernig haldið er á málum hjá LÍÚ,“ sagði Sævar. Að sínu mati biði formaður LIÚ eftir því að verkfall skylli á og teldi hann sig þá hafa aðgang að áliti þrí- höfðanefndarinnar sem hann teldi sig geta teygt og togað. Ekkert til- efni væri þó til að breyta tillögum nefndarinnar. Helgi sagði að ekkert lægi fyrir fundinum í dag. Það væri ríkissátta- semjari sem hefði það í hendi sinni hvort lögð yrði fram sáttatillaga en sér fyndist vanta mikið upp á að það væri tímabært. Vinnuveitendur hefðu lítið gefið eftir og heldur dregið til baka það sem þeir höfðu látið í veðri vaka að semja mætti um, eins og t.d. endurmenntun sjó- manna. Sjávarafurðir 1997 metár í útflutningi VERÐMÆTI útflutnings sjávar- afurða allt síðasta ár nam um 93,7 milljörðum króna og hefur aldrei verið meira. Þetta er um 1,1 millj- arði króna meira en metárið 1996, þrátt fyrir að gengi krónunnar hafi hækkað. Sé útflutningurinn flokk- aður eftir vinnslugreinum, kemur í ljós að frysting botnfisks í landi skilaði mestum verðmætum, eða um 17,3 milljörðum króna, þrátt fyrir 5,4% samdrátt. Söltun skilaði nú 15,4 milljörðum í útflutningsverðmæt- um, sem er nánast það sama og ár- ið áður. Verðmæti sjófrysts botn- fisks var um 14 milljarðar og jókst um 9,4% og verðmæti útflutts fiskimjöls varð alls um 11,2 millj- arðar króna og jókst það um 10,8%. Mikill samdráttur varð á út- flutningi saltsíldar, frystrar síldar, loðnu og humars, en verðmæti út- flutts hörpudisks jókst um 80% og varð alls um einn milljarður króna. Útflutningur á skreið jókst um 45% og skilaði einnig um einum milljarði króna. ■ Útflutningur/22 Mokveiði og löndunarbið ENN er rífandi veiði á loðnumiðun- um. Agnar Sigurðsson, stýrimaður á Faxa RE, sagði í samtali við blaðið í gærdag að löndunarbið væri í Þor- lákshöfn, þeir hefðu beðið þar síðan snemma um morguninn og enn væru nokkrir á undan. Menn biðu þess eins að komast aftur út í mokið. Faxi var með 630 tonn, eða eins og skipið tekur. „Við vorum að fá þetta í Vatna- mótunum undan Landeyjum. Þetta er allt að gerast á þessu sama svæði og verið hefur síðustu sólarhringa. Það er eins og loðnan sé fóst þarna, en að vísu heyrðum við að Oddeyrin hefði verið að fá afla vestar, um 10 mflur fyrir austan Þorlákshöfn. En þetta er bara það sem maður heyrir. Þessi loðna sem við vorum að fá er misjafnlega langt komin í hrygn- ingu,“ sagði Agnai'. Þokkalegt veður var á miðunum síðasta sólarhringinn, en „þykk kvika og mikill sjór. Sennilega bræla suður undan,“ eins og Agnar komst að orði. I gærdag hafði mestu verið landað af loðnu hjá Hraðfrystihúsi Eski- fjarðar, alls 41.593 tonnum. Þar næst kom Sfldarvinnslan í Neskaupstað með 39.266 tonn. Því næst Vinnslu- stöðin hf. í Vestmannaeyjum með 28.253 tonn, þá Loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði með 26.556 tonn og síðan Isfélag Vestmannaeyja með 22.832 tonn. Færeysku skipin hafa nú lokið kvóta sínum á vetrarvertíðinni hér við land. Alls höfðu þau leyfi til veiða á 15.000 tonnum innan lögsögunnar og var mestu af því landað hérlendis. Veiðum skipanna lauk á fimmtudag og í gær hafði ekkert færeyskt skip tilkynnt sig til Landhelgisgæslunn- ar. Lifeyrissjóður verslunarmanna lækkar vexti á sjóðfélagalánum 1 5,87% Lán tengd vöxtum húsbréfa Rigning í Reykjavík VÆTUSAMT er um þessar mundir í höfuðborginni og mun líkiega verða svo áfram í dag, samkvæmt spá Veðurstofu Is- lands. Börnin á leikskólanum Vesturborg í Vesturbænum virtust alsæl með regnið í gær þegar Ijósmyndara Morgun- blaðsins bar að garði, enda kunna þau að klæða sig eftir veðri. A sunnudag mun hins vegar kólna í veðri á ný með hvassri suðvestanátt, éljum og frosti um mestallt land. I byrjun næstu viku er gert ráð fyrir frosti á bilinu 3 til 10 stig en íiuknum hlýindum á fimmtudag ’^Bfcieð rigningu og suðvestanátt. LÍFEYRISSJÓÐUR verslunar- manna hefur ákveðið að tengja vexti á sjóðfélagalánum sínum við mark- aðsvexti húsbréfa eins og þeir eru á hverjum tíma að viðbættu 0,75 pró- sentustiga álagi. Það þýðir að vext- imir lækka nú um miðjan mánuðinn úr 6% í 5,87%, en vextimir hafa ver- ið óbreyttir í fjögur ár eins og hjá flestum öðrum lífeyrissjóðum. Jafn- framt era lánsfjárhæðh' hækkaðar um 25% í 2 milljónir króna. Verðbréfaþing Islands mun reikna út meðalvexti á húsbréfum í hverjum almanaksmánuði og munu vextir á sjóðfélagalánum íylgja þeim breytingum í næsta mánuði á eftir. Það þýðir að vextir sjóðfélaga- lána munu væntanlega lækka enn frekar í næsta mánuði þar sem frekari lækkanir hafa orðið á ávöxt- unarkröfu húsbréfa það sem af er þessum mánuði. Þannig vora síð- ustu viðskipti með húsbréf í flokkn- um 96/2 á Verðbréfaþingi í gær á ávöxtunarkröfunni 4,96%. Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Líf- eyrissjóðs verslunarmanna, sagði að meðalvextir húsbréfa í febrúarmán- uði hefðu verið 5,12% og því myndu vextir sjóðfélagalánanna lækka í 5,87% um miðjan þennan mánuð. Fyrirsjáanlegt væri að vextirnir myndu lækka írekar í næsta mán- uði vegna lækkunar ávöxtunarkröfu húsbréfa á Verðbréfaþingi og síðan myndu vextirnir taka hliðstæðum breytingum og markaðsvextir hús- bréfanna gerðu á hverjum tíma. Verðbréfaþing íslands reiknaði út vextina fyrir lífeyrissjóðinn og tæki útreikningurinn til allra viðskipta með húsbréf bæði á þinginu og utan þess. Útreikningurinn byggðist þannig á margra milljarða króna viðskiptum á hverjum tíma. Sjö milljarða höfuðstóll Þorgeir sagði að vextir áður veittra sjóðfélagalána lækkuðu einnig til samræmis við þetta, en höfuðstóll sjóðfélagalána hjá Líf- eyrissjóði verslunarmanna er í kringum 7 milljarðar króna. „Nú hafa vextir og vaxtagólfið í þjóðfélaginu lækkað það mikið að það era forsendur til þess að fara að leiða þessa sjóðfélagalánsvexti örlít- ið niður á við, þannig að þeir séu í takt við vaxtabreytingar á öðram löngum, verðtryggðum lánum,“ sagði Þorgeir aðspurður um ástæð- ur þessarar ákvörðunar sjóðsins. Lífeyrissjóður verslunarmanna er stærsti lífeyrissjóður landsins og nam höfuðstóll sjóðsins 53,4 millj- örðum króna í árslok 1997 og hækk- aði um 17,3% á árinu. Raunávöxtun sjóðsins var 10,3% á síðasta ári í samanburði við 7,7% á árinu 1996. Meðalraunávöxtun sjóðsins síðustu fimm árin er 7,7%.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.