Morgunblaðið - 17.03.1998, Page 1

Morgunblaðið - 17.03.1998, Page 1
112 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 63. TBL. 86. ÁRG. ÞRIÐJUDAGUR17. MARZ 1998 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS * ____________________ Israelar deila hart við Breta um heimsókn Robins Cooks til Jerúsalem Samkomulagi náð eftir hót- anir Israela Jerúsalem, London, Larnaca. Reuters. ÍSRAELAR og Bretar komust í gær að samkomulagi um að Robin Cook, utanríkisráðherra Bretlands, færi til landnámssvæðis gyðinga í Austur- Jerúsalem í fylgd ísraelskrar sendi- nefndar, ekki palestínskrar. Hörð deila reis vegna fyrirhugaðr- ar ferðar Cooks og höfðu ísraelar hótað að útiloka Evrópusambandið (ESB) frá þátttöku í friðarumleitun- um fyrir botni Miðjarðarhafs ef Cook léti verða af heimsókn til hæð- ar sem heitir Har Homa á hebresku og Jabal Abu Ghneim á arabísku, í útjaðri A-Jerúsalem, sem Israelar hertóku 1967. Bretar eru nú í forsæti ráðherraróðs ESB. Israelskur embættismaður sagði að ísraelar litu svo á að Jerúsalem heil og óskipt væri hluti af sjálfstæðu ríki þeirra og að för Cooks gæti haft áhrif á niðurstöðu viðræðna um end- anlega niðurstöðu. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að Cook nyti fulls stuðnings forsætisráðuneytis- ins. „Utanríkisráðherrann verður að fá að ráða nokkru um það hvert hann fer,“ sagði talsmaður Blairs, og ítr- ekaði að ákvörðun um heimsóknina til landnámsins hefði verið tekin af utanríkisráðherrum allra ESB-ríkj- anna á fundi á laugardag. Eftir að tekist hafði samkomulag um ferð Cooks sagði aðstoðarmaður Benjamins Netanyahus, forsætisráð- herra Israels, að málið horfði „allt öðruvísi við“. Aðstoðairnaðurinn sagðist þó enn ekki skilja hvers vegna Cook, í sinni fyrstu heimsókn til Isra- els sem utanríkisráðherra, teldi nauð- synlegt að fara til Har Homa. Bandaríkjamenn efast um árangur James Rubin, talsmaður banda- ríska utanríkisráðuneytisins, sagði í gær að bandarísk stjómvöld teldu ólíklegt að för Cooks til landnámsins myndi draga úr spennu fyrir botni Miðjai’ðarhafs. Það væri þó Cooks sjálfs að ákveða hvert hann færi. Taka Israela á Austur-Jerúsalem, sem Palestínumenn hyggjast gera að höfuðborg sjálfstæðs ríkis síns, hefur aldrei verið viðurkennd af þjóðum heims. Cook hóf í gær þriggja daga fór um Mið-Austurlönd í því augnamiði að koma friðarum- leitunum af stað, en þær hafa legið niðri í um það bil ár, eða síðan ísra- elar leyfðu byggingaframkvæmdir á landnámssvæðum gyðinga á Vestur- bakkanum. ■ 19% undir/26 Reuters STRANGTRÚAÐUR gyðingur fer inn á bresku ræðismannsskrifstof- una í Jerúsalem í gær. I fyrrinótt voru mótmæli við heimsókn Cooks til Har Homa máluð á húsið. „Har Homa er að eili'fu ísraelskt“ og „Cook er andsemískur" var málað á húsið. Mannréttindaráð SÞ Wei gagn- rýnir Vest- urlönd Brussel. Reuters. WEI Jingsheng, hinn heims- kunni kínverski andófsmaður, gagnrýndi harkalega í gær bæði Bandaríkin og Evrópu- sambandið (ESB) fyrir að standa ekki að nýrri ályktun um mannréttindabrot í Kína á ársfundi Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna. „Þetta er ... mjög óábyrg af- staða sem ríkisstjórnir heims taka,“ sagði Wei á blaða- mannafundi í Brussel, þar sem hann var í opinberri heimsókn. Wei var með þessum orðum að bregðast við tilkynningu bandarískra stjómvalda frá því um helgina um að þau myndu ekki styðja ályktun þar sem mannréttindaástandið í Kína væri fordæmt. Þessi ákvörðun Bandaríkja- manna fylgdi í kjölfar ákvörð- unar ESB-ríkjanna frá þvi í febrúar um að leggja ekki nýja ályktun um Kína fyrir Mann- réttindaráðið í ár, en það kom saman í Genf í gær. Bæði Bandaríkin og ESB sögðu ástæður þessa vera að rekja til merkjanlegrar viðleitni Kína- stjómar að bæta orðstír sinn í mannréttindamálum. Wei spáði því að það eina sem hlytist af þessari ákvörð- un Bandaríkjamanna væri að kommúnistastjórnin í Peking myndi herða á kúgun eigin þjóðar. Engar viðræður enn um framtíð Kosovo-héraðs Reuters KOSOVO-albanskar konur veifa brauðhleifum í mótmælagöngu við Pristina í gær, sem óeirðalögreglumenn stöðvuðu. Konurnar vildu ganga til Drenica, en á því svæði létu serbensk yfirvöld til skarar skrfða gegn meintum aðskilnaðarsinnum fyrr í mánuðinum og fólk sem þar býr líður skort vegna einangrunar. Clinton „forviða“ á ásökunum Willeys Washington. Reuters. Albanir slaka á kröfum Pristina. Reuters. ALBANIR í Kosovo neituðu í gær að eiga viðræður við yfirvöld í Ser- bíu en gáfu jafnframt í skyn, að krafa þeirra um fullt sjálfstæði væri ekki skilyrði fyrir viðræðum síðar með milligöngu vestrænna ríkja. „Það þarf milligöngumann til að Albanir og Serbar geti hist, svo ekki sé talað um eiginlegar viðræður," sagði Skelzen Maliqi, albanskur embættismaður í Pristina, í gær en á sama tíma kom serbnesk lögregla í veg fyrir fjöldagöngu albanskra kvenna frá borginni til tveggja þorpa þar sem 80 manns féllu í val- inn í árás serbneskra hermanna fyrr í mánuðinum. Azem Vllasi, sem var formaður kommúnistaflokksins í Kosovo á síðasta áratug og er enn valdamikill í héraðinu, sagði í gær, að Felipe Gonzalez, sendimaður Evrópusam- bandsins og fyrrverandi forsætis- ráðherra Spánar, ætti að hafa milli- göngu í væntanlegum viðræðum en án þess að setja nokkur skilyrði. Sagði hann, að krafan um sjálfstætt Kosovo ætti heldur ekki að standa í vegi fyrir viðræðum en ekki mætti hafna henni fyrirfram. Albanir settu hins vegar það skilyrði fyrir viðræð- um við stjórnina í Belgrad, að hún flytti burt afar fjölmennt lögreglulið frá héraðinu og samþykkti, að stríðsglæpadómstóll Sameinuðu þjóðanna rannsakaði mannvígin í þorpunum. Talið er, að Albanir í Kosovo hafi slakað á kröfunni um fullt sjálfstæði vegna þrýstings frá Bandaríkjunum og Evrópusambandinu, sem leggja áherslu á, að þeir sættist á sjálf- stjórn innan Júgóslavíu. í gær var tilkynnt um að fulltrúar stórveldanna sex, sem saman mynda samskiptahópinn svokallaða, myndu hittast hinn 25. þessa mán- aðar í Bonn til að ráða ráðum sínum um framhald aðgerða vegna ástandsins í Kosovo. BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, kvaðst í gær „forviða og von- svikinn“ vegna ásakana Kathleen Willey á hendur honum um kynferð- islega áreitni og meinsæri. Sagði forsetinn að ekkert ámælisvert hefði gerst á fundi þeirra tveggja í Hvíta húsinu. Willey er íyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og á sunnudag sakaði hún forsetann um að hafa borið ljúg- vitni er hann neitaði því eiðsvarinn í yfirlýsingu að hafa áreitt hana kyn- ferðislega. Hvíta húsið birti í gær afrit af tíu bréfum sem Willey sendi Clinton á tímabilinu frá í maí 1993 til nóvem- ber 1993, og einnig afrit af svarbréf- um frá forsetanum. Clinton hefur viðurkennt að hafa átt fund með Willey og að hafa tekið utan um hana en kveðst einungis hafa ætlað að hugga hana, því henni hafi liðið illa vegna fjárhagsörðug- leika er eiginmaður hennar hafi átt við að etja. Embættismaður í Hvíta húsinu sagði að þótt framburður Willey hljómaði trúverðugar en orð Paulu Jones, sem hefur ákært forsetann íyrir kynferðislega áreitni, vissu ein- ungis tveir hvað hefði raunverulega gerst. „Eg sé [því] ekki að þetta breyti neinu, þegar allt kemur til alls.“ Fyrrverandi háttsettur starfs- maður Hvíta hússins sagði hins veg- ar að þessir síðustu atburðir væru „erfiðari viðfangs en þeir sem áður hafa orðið“. Orrin Hatch, formaður dóms- málanefndar öldungadeildar þings- ins, sagði að ef ásakanirnar í garð forsetans reyndust sannar væru „dagar hans á forsetastóli taldir". ■ Willey sakar Clinton/24 ------------------ Rau hyg-g-st fara frá JOHANNES Rau, forsætisráð- herra Nordrhein-Westphalen, fjöl- mennasta þýzka sambandslandsins, tilkynnti í gær að hann hygðist segja af sér snemma í sumar, eftir 19 ár í embætti. Sagðist hann meðal annars vilja taka þetta skref til að leggja baráttu JafnaðaiTnanna- flokksins, SPD, fyrir kosningar til Sambandsþingsins í haust lið. Arftaki Raus verður Wolfgang Clement, ráðherra efnahagsmála Nordrhein-Westphalen, en hann er náinn pólitískur samherji Gerhards Schröders, kanzlaraefnis SPD. Leiðtogar SPD komu saman í Bonn í gær til að ganga formlega frá kosningastefnuskrá flokksins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.