Morgunblaðið - 17.03.1998, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FRETTIR
Ingibjörg Sólrún
Gísladóttir
Kappræður
ekki tíma-
bærar
INGIBJÖRG Sólrún Gísla-
dóttir borgarstjóri segir að
engar ákvarðanir hafí enn
verið teknar um kappræður
milli Reykjavíkurlistans og
Sjálfstæðisflokksins vegna
borgarstjórnarkosninganna í
vor. Það væri ekki tímabært.
„Bréf Arna Sigfússonar
barst á laugardag og við höf-
um ekki hist til að ræða það,“
sagði Ingibjörg en Arni Sig-
fússon, oddviti Sjálfstæðis-
flokksins í borgarstjórn, hefur
sent Helga Hjörvar, oddvita
Reykjavíkurlistans, áskorun
um að mæta til kappræðu-
funda á næstu vikum um
borgarmál.
Ingibjörg sagðist reikna
með að almennt væru fram-
bjóðendur tilbúnir að mæta til
kappræðna en það væri ekki
tímabært. „Það er of langt til
kosninga til þess,“ sagði hún.
„Ég held að allir væru búnir
að fá sig fullsadda af pólitísk-
um öflum ef menn fara að æsa
sig í mars þegar kosið er í
Fjallað um
Islenska
erfðagrein-
ingu í Sviss
ZUrich. Morgunblaðiö.
SVISSNESKA viðskiptaviku-
ritið Ciish birtir grein um
genarannsóknir og samvinnu
Islenskrar erfðagreiningar og
Hoffmann La Roche á Islandi
í nýjustu útgáfu sinni.
Greinin fjallar um mikil-
vægi erfðarannsókna fyrir
lyfjafyrirtæki og möguleikana
sem rannsóknir á Islandi
bjóða upp á. Bent er á að
Roehe-lyfjafyrirtækið í Basel
sé reiðubúið að borga allt að
300 milljónum sv. franka, 15
milljarða ísl. kr., fyrir niður-
stöður rannsóknanna. Það
kemur fram að vísindamenn
séu ekki sammála um ágæti
einokunar á vísindarannsókn-
um.
Haft er eftir Gísla Pálssyni
prófessor að hann sé ekki
jafnviss og Kári Stefánsson,
forstjóri íslenskrar erfða-
greiningar, um að íslenska
ríkisstjórnin muni veita einka-
leyfi á þessum genarannsókn-
um á Islandi.
Verkfall erfítt fyrir saltfískvinnslu, óljóst með lok loðnuvertíðar
SJÓMAÐUR gengur með poka á öxl fram hjá loðnunót sem fennt hefur á í hryðjunum í Örfirisey síðustu daga.
Morgunblaðið/RAX
„Skaði að öllu sem við missum^
SKOÐANIR á áhrifum sjó-
mannaverkfalls á loðnuvertíð
eru nokkuð mismunandi. Jón
Reynir Magnússon, framkvæmda-
stjóri SR-mjöls, sagði í samtali við
blaðið að sitt mat á stöðunni væri að
vertíðin væri farin forgörðum. Teit-
ur Stefánsson hjá Félagi íslenskra
fískmjölsframleiðenda og Haraldur
Sturlaugsson, forstjóri HB á Akra-
nesi, tóku ekki jafndjúpt í árinni,
sögðu of snemmt að „mála skratt-
ann upp á vegg“. „Það er skaði að
öllu sem við missum vegna verk-
fallsins, en ég ætia ekki að úttala
mig fyrr en skýrist hvað kemur út
úr miðlunartillögu sáttasemjara,"
sagði Teitur.
Jón Reynir sagði að vertíðin hefði
verið fyrirtækinu erfið. Hún hefði
„byrjað seint“ og „válynd veður og
frost“ valdið því að skip sigldu síður
með afia norður fyrir Langanes
með afla í bræðslu á Raufarhöfn og
Siglufirði. „Við fengum þvi hlutfalls-
lega mun minna hráefni á þær slóð-
ir. Síðan hefur lokakafli vertíðarinn-
ar orðið endasleppur eins og menn
sjá. Ég met stöðuna þannig núna að
þessi vertíð sé farin forgörðum. Þó
er ómögulegt að segja, kannski
næst ein vika enn ef miðlunartillag-
an verður samþykkt og menn kom-
ast á sjó. Hver veit? En það er
ómögulegt að reikna tapið út í pen-
ingum á þessu stigi,“ sagði Jón
Reynir.
Enn gætu nokkrír dagar verið eftir af loðnuvertíð,
leysist kjaradeila sjómanna á fímmtudag, og marg-
ar verksmiðjanna hafa hráefni til bræðslu í ein-
hverja daga. Er blaðið kannaði stöðuna á vertíðinni
í gær komu í ljós áhyggjur þeirra sem salta, en
þessi tími árs er mikilvægur fyrir saltfískvinnslu.
Haraldur Sturlaugsson hjá HB
sagðist gera sér vonir um að sjó-
mannadeilan leystist á fimmtudag-
inn og þá mætti ná endaspretti.
Loðnuskip HB eiga eftir 10.000
tonna kvóta. „Við erum alls ekki
hráefnislausir, skipin okkar eru ný-
komin úr túrum, þannig að ef deilan
leysist á fimmtudag þurfum við
ekkert að stoppa. En auðvitað er
hver dagur dýrmætur og loðnan
óútreiknanleg. Við vorum að út
mars í fyrra,“ sagði Haraldur.
Loðna út af Vestfjörðum
í gærdag hafði mestu verið land-
að af loðnu hjá Hraðfrystihúsi Eski-
fjarðar, 41.593,407 tonnum. Þar
næst kom SR-mjöl á Seyðisfirði
með 40.267,851 tonn, síðan Síldar-
vinnslan í Neskaupstað með
39.266,646 tonn og Vinnslustöðin í
Vestmannaeyjum með 35.983,775
tonn. Ekki liggur ljóst fyrir hve
mikið er eftir af kvótanum, en það
gæti verið um 100.000 tonru
Nýkomin efni
Loðna hefur fundist út af Vest-
fjörðum, en hverfandi líkur eru á að
nokkuð verði veitt á þeim slóðum.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræðing-
ur hjá Hafrannsóknastofnun, sagði
að loðnan hefði fundist í togararall-
inu inni á Kópanesgrunni og norður
undir Barðagrunni. Þetta væri
hrygningarloðna, en erfitt að segja
til um magnið.
„Það hafa verið gerðar tvær til-
raunir til að athuga loðnuna þama
vestra, en í báðum tilvikum hefur
óhagstætt sjó- og veðurlag stöðvað
menn þannig að við vitum afskap-
lega lítið um hve mikið af loðnu
þama er á ferð.
Hins vegar er þetta algengt fyrir-
bæri og algengast hefur verið að
þarna komi loðna í smáum stíl,
svona 30 til 50 þúsund tonn, sem
leitar síðan eftir fóngum suður á
bóginn og hrygnir gjarnan innundir
Jökli og þar fram af. Það em dæmi
um mikið magn, síðast 1979, en þá
var þama á ferðinni hálf milljón
tonna. En miðað við veður, vindalag
og strauma sýnist mér trúlegast að
loðnan þarna komist hvergi og
þarna er ekki hægt að veiða hana,
Hætta á að kaupendur
snúi sér að öðru
Vertíðin eins og gatasigti
Fjölbreytt úrval bútasaumsefna frá 685 kr. m.
Þvegið stretch nankin, 1.275 kr. m.
Einlit stretch buxnaefni, 1.770 kr. m.
Teinótt stretch buxnaefni, 1.960 kr. m.
■búðirnar
jafnvel þótt menn væra ekki í verk-
falli,“ sagði Hjálmar.
„Slæmt að missa af stóra
vertíðarfiskinum"
„Verkfall hefur alltaf slæm áhrif.
Stutt er síðan einu lauk og annað er
hafið. Það þýðir auðvitað minni
framleiðslu á saltfiski og minni út-
flutning. Að vísu er orðið það stutt í
páska að verkfall nú hefur ekki
áhrif á páskasöluna, sem að öllu
jöfnu er mjög mikil," segir Ásbjöm
Björnsson, markaðsstjóri SÍF.
Ásbjöm segir að það versta í
þessu sé að undanfarið hafi verið
skortur á fiski á saltfiskmörkuðun-
um og ennfremur sé það mjög
slæmt nú að missa að miklu leyti af
stóra hrygningarfískinum, sem fari
nú að skila sér á miðin í auknum
mæli.
„Þessi stóri þykki fiskur er sér-
[
staða okkar íslendinga og kemur
sér afar illa, verði skortur á hon-
um. Sá fiskur hefur verið uppistað-
an í því sem hefur verið saltað und-
anfarið. Það á sérstaklega við þeg-
ar frystingin er svona sterk eins og
núna. Þá fer mikið af smærri og
millifiski í frystinguna. Það er
bátaflotinn sem er að veiða fiskinn
sem fer í saltið, netabátarnir og
línubátar að hluta til,“ segir Ás-
björn.
„Við höfum líka áhyggjur af því
að eigum við ekki fisk til að sinna
markaðnum, það er alltaf sú hætta
fyrir hendi að kaupendur snúi sér
að einhverju öðra. Við eram í mikl-
um mæli orðnir þátttakendur í því
að þjónusta stór- og risamarkaði
beint. Við eram orðnir miklu meira í
dreifingu á afurðunum en áður og
beram því ábyrgð á að verzlanirnar
fái þann fisk sem þær hafa pantað.
Áður fyrr var þetta höfuðverkur
milliliðanna, nú erum við með keðj-
una nánast frá upphafi til enda.
Verkfall er slæmt og sérstaklega
fyrir söltunina á þessum tíma. Fisk-
urinn er saltaður eftir því sem hann
veiðist. Við getum ekki byggt upp
hráefnislagera til að vinna úr, enda
mjög lítið um að saltað sé úr
heilfrystum fiski,“ segir Ásbjörn
Bjömsson.
Stakkavík í Grindavík er stærsti
saltfiskframleiðandi landsins, en
þessi vertíð hefur varla verið svipur
hjá sjón. „Þessi vertíð hefur verið
eins og gatasigti. Við höfum verið
að glíma við brælu á brælu ofan, tvö
verkfóll og loks er fæðingarorlof
þorsksins að hefjast. Þorskveiði-
bannið hefst upp úr mánaðamótum
svo það stefnir í langt frí. Við höfum
unnið miklu minna en í fyrra og
þetta er einhver léttasta vertíð sem
ég man eftir,“ segir Hermann.
Hermann segir að mikilvægt sé
að fá farsæla lausn á þessum helztu
ágreiningsmálum útgerðar og sjó-
manna. „Við verðum að fá starfsfrið
og vita að hverju við göngum til ein-
hvers tíma. Við þurfum ákveðinn
farveg til að vinna eftir. Samninga-
mennirnir hafa nú gefíð sér góðan
tíma og því skyldi maður ætla að
eitthvað gott kæmi út úr því,“ segir
Hermann Ólafsson.