Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 8

Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR 111 ára saga Landsbanka íslands á enda SVONA, dinglaðu strákur, hann sígur í gróðinn ... Sekt fyrir fíkniefnabrot, brugg- un og útleigu klámmyndbanda HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjaness yfir manni sem sakfelldur var fyrir út- leigu á klámmyndböndum í mynd- bandaleigu í Kópavogi og að hafa haft gambra og fíkniefni í fórum sínum. Var maðurinn dæmdur til greiðslu 450 þúsund króna sektar fyrir brot sín. Hjá manninum voru gerð upp- tæk 102 klámmyndbönd, og við húsleit á heimili hans fundust 200 lítrar af gambra, 6 grömm af am- fetamíni og 12,8 grömm af hassi. Maðurinn játaði afdráttarlaust að hafa haft gambrann og fíkniefnin í fórum sínum og í dómi Hæsta- réttar kemur fram að þáu brot skipta hvað helstu máli við ákvörðun refsingar. Þá segir að varðandi brot fyrir útleigu á klámmyndböndunum verði að líta jöfnum höndum til þess að þau voru drýgð í atvinnustarfsemi og að myndbandsspólurnar voru ekki hafðar aðgengilegar við- skiptamönnum myndbandaleig- unnar og munu ekki hafa staðið börnum eða unglingum til boða. Að öllu þessu gættu þyki refsing ákærða hæfilega ákveðin í hér- aðsdómi. Mál þetta dæmdu hæstaréttar- dómaramir Markús Sigurbjöms- son, Amljótur Bjömsson og Gunn- laugur Claessen. Tónleikar í Háskólabíói fimmtudaginn 19. mars kl. 20:00 Hljómsveitarstjóri: Einsöngvari: Petri Sakari Andrea Catzel Richard Strauss: Don Juan Richard Strauss: Fjórir síbustu söngvar W. Lutoslawski Konsert fyrir hljómsveit Starfsárið - Sinfóníuhljómsveit Islands Háskólabíói vib Hagatorg Sími: 562 2255 Fax: 562 4475 Nánari upplýsingar á sinfóníu- vefnum: www.sinfonia.is Miöasala á skrifstofu hljómsveitarinnar og viö innganginn Vinnumiðlun skólafólks í Hitt húsið BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu um að Vinnumiðlun skólafólks verði flutt í Hitt húsið. Vinnumiðlunin nær til skólanema 17-25 ára og er starfrækt í fjóra til fimm mánuði á ári. í tillögu borgarritara kemur fram að á undanfömum mánuðum hafa ver- ið kannaðir ýmsir möguleikar á fyrir- komulagi Vinnumiðlunar skólafólks. Niðurstaðan sé að hagkvæmast sé að fela Hinu húsinu að annast verkefnið. Fram kemur að um óbreytt fyrir- komulag verður að ræða en áhersla lögð á aukna þjönustu og upplýsinga- gjöf, svo sem með rýmri opnunartíma eða frá kl. 8.20-23 alla virka daga og frá kl. 12-18 um helgar. --------------- Rúmlega 154,7 milljóna tilboði tekið BORGARRÁÐ hefur samþykkt til- lögu frá Innkaupastofnun Reykja- víkurborgar um að taka rúmlega 154,7 milljóna króna tilboði lægst- bjóðanda, Eyktar ehf., í viðbyggingu við Melaskóla. Sex buðu í verkið og var tilboð Eyktar ehf. 81,57% af kostnaðaráætl- un en hún er rúmar 189,7 milij. Ár- mannsfell átti næstlægsta boð og bauð 82,22% af kostnaðaráætlun, Byggða- verk ehf. bauð 84,15%, Jámbending ehf. bauð 86,61%, ístak hf. bauð 92,06% og Spöng ehf. bauð 92,18%. Bergmál - líknar- og vinafélag Býður lang’veikum til sumardvalar Kolbrún Karlsdóttir BERGMÁL, líknar- og vinafélag var stofnað árið 1992. Upphafið var að fyrrum skólafélagar vildu hlúa að gamla söngstjóranum sínum, Jóni Hjörleifi Jónssyni, sem hafði slasast lífshættulega. Skólafélagarnir ákváðu að hælda honum hátíð á næsta afmælisdegi hans ef hann fengi að lifa - sem þeir og gerðu. Þá voru 36 ár liðin frá veru þeirra í Hlíðardalsskóla. Núna eru félagar í Bergmáli að undirbúa starfsemi sumarsins en árlega býður félagið blindum, krabbameins- sjúkum og öðrum lang- veikum til ókeypis orlofs- dvalar í eina viku. Kolbrún Karlsdóttir er for- maður Bergmáls. - Hvers vegna bjóðið þið sjúku fólki til orlofsdvalar? „Einn stofnfélaginn, Ólafur Ólafsson, greindist með krabba- mein á okkar fyrsta starfsári. Það sem við lærðum af því að fylgja honum á öllum stigum sjúkdómsins þar til yfir lauk, varð til þess að við vildum gera okkar til að létta undir með þeim sem hafa ekki verið jafngæfu- samir og við að halda heilsu sinni. Þess má geta að nú eru í Berg- máli margir sem ekki voru í Hlíðardalsskóla en eiga með okkur þessa hugsjón að hlúa eft- ir föngum að þeim er þess þurfa. - Þið eruð vinafélag? „Við vitum að án vináttu og kærleika getur enginn lifað eðli- legu lífi og það ásamt heilsunni og trúnni er það dýrmætasta sem okkur er gefið.“ - Hvar haldið þið orlofsvikurn- ar? „Við vorum fyrstu þrjú árin í HUðardalsskóla en nú er hann til sölu. Auðvitað var það áfall að missa þennan góða stað sem eig- endur lánuðu okkur án endur- gjalds og við erum þeim ákaflega þakklát fyrir. Við erum svo gæfusöm að fá inni í sumar að Sólheimum í Grímsnesi og höf- um mætt einstökum velvilja for- ráðamanna þar.“ - Hvað með fjármögnun starf- seminnar? „Við gerum allt sem við get- um til að afla fjár og öll störf eru unnin í sjálfboðavinnu. Við eigum marga góða að sem hafa árlega gefið megnið af þeim matvælum sem við höfum þarfnast og þau fyrirtæki hafa í raun gert okkur þetta kleift og við fáum þeim aldrei fullþakk- að. Þó þurfum við enn meiri stuðning í ár.“ - Hvers vegna? „Nú þurfum við i fyrsta sinn að greiða fyrir húsnæði því auð- vitað þarf fé til að halda gistiþjónustu Sólheima gangandi þótt þeir vilji allt fyrir okkur gera og hafi gert okkur einstakt tilboð þá þarf peninga til að dæmið gangi upp.“ - Hvað hyggist þið gera? „Við höfum engan fastan fjár- stuðning en erum að leita á náðir fyrirtækja í Reykjavík með beiðni um fjárframlög og vonum að velvilji forráðamanna þeirra nái til okkar. Það bara verður að takast og með Guðs og góðra manna hjálp trúi ég að svo verði.“ ►Kolbrún Karlsdóttir er fædd á Fáskrúðsfirði árið 1942. Hún kennir postulfnsmálun og held- ur námskeið í ýmsum öðrum handverksgreinum. Hún er formaður í sljórn líknar- og vinafélagsins Berg- máls. Eiginmaður Kolbrúnar er Jón Kjartansson og eiga þau fjögur börn. - Hvenær verða orlofsvikumar ísumar? „Sú fyrri er 24.-31. mai og hún er fyrir blinda og fólk sem er langveikt af öðrum sjúkdóm- um en krabbameini. Við komumst fljótt að því að svo margir sjúkir þurfa tilbreytingu og höfum tvisvar áður verið með svona samsettan hóp. Seinni vikan sem er fyrir krabbameins- sjúklinga verður svo 17.-24. ágúst. Við höfum rúm fyrir 35 gesti og ég get sagt að öll að- staða er mjög góð að Sólheim- um.“ - Hvað hafa gestir fyrir stafni á orlofsvikum? „Við reynum að sjá gestum okkar bæði fyrir andlegri og líkamlegri næringu og leggjum mikið upp úr hollri fæðu. I fyrra fórum við tvær á eigin kostnað til Noregs og lærðum að matbúa fyrir krabbameins- sjúka. Þeir þurfa auðmelta fæðu og nota fremur orkuna til að vinna á sjúkdómnum. Við gefum þeim því ríkulega af ávöxtum, grænmeti og fiski og reynum að forðast fæðu með aukaefnum. Á hverju kvöldi er kvöldvaka og margir af bestu listamönnum þjóðarínnar hafa komið og veitt okkur ómælda gleði. Við fáum líka fólk til að halda fyrirlestra um heilsu, nuddarar, fótsnyrti- og hársnyrtifólk hefur gefið vinnu sína og við höfum fengið sérfræðinga til að fjalla um tryggingamál og einnig leiðir til úrbóta þegar tekjur dragast saman. Þá er farið í sund og gönguferðir, skemmti- ferðir í rútu um ná- grennið og til kirkju á sunnudeginum. Eftir kvöldvöku fara sumir í galsasund en þá er sungið við raust í lauginni en við syngjum mikið við öll tækifæri, það er svo góð heilsubót.“ - Félagar sem starfa í Berg- máli eru ísex kirkjudeildum? „Við erum um 50 talsins og úr sex kirkjudeildum. Öll erum við trúað fólk og teljum mikils virði að geta með þessum hætti unnið saman í kærleika.“ Með hug- sjónina að leiðarljósi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.