Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Pétur H. Blöndal kynnir
þrjú ný þingmál
Markmiðið
að einfalda
skattkerfíð
STAÐGREIÐSLA skatta, tekju-
skattur og útsvar, lækkar úr rúm-
um 38% í tæp 20% á sjö árum,
samkvæmt frumvarpi til laga um
breytingu á lögum um tekjuskatt
og eignarskatt sem Pétur H. Blön-
dal og Vilhjálmur Egilsson, þing-
menn Sjálfstæð-
isflokks, hafa
lagt fram á Al-
þingi. Þar er
einnig lagt til að
persónuafsláttur,
sjómannaafslátt-
ur, vaxtabætur
og sérstakur
tekjuskattur
verði smám sam-
an felldur niður á _______________
sjö árum og sér-
stakri skattalegri meðhöndlun á
dagpeningum og bifreiðastyrkjum
verði hætt.
Samhliða frumvarpi hafa þing-
mennimir lagt fram frumvarp til
laga um að barnabætur verði færð-
ar undir sér lög en haldist þrátt
fyrir það óbreyttar og tillögu til
þingsályktunar um að húsnæðis-
bætur komi í stað núverandi húsa-
leigu- og vaxtabóta. Samkvæmt
þingsályktunartillögunni eiga hús-
næðisbætumar að vera háðar
stærð fjölskyldunnar sem býr í
sömu íbúð og skerðast í hlutfalli við
tekjur allra í fjölskyldunni. Ætlun-
in er að þær verði greiddar út mán-
aðarlega og renni til greiðslu á
húsaleigu eða greiðslu af lánum
sem tekin hafa verið til að kaupa
íbúðarhúsnæði.
Markmiðið með þingmálunum
þremur er m.a. að einfalda skatt-
kerfíð með því að flytja úr skatta-
lögum alla þætti sem varða félags-
lega eða tryggingalega hjálp og
jafnframt að einfalda húsnæðis-
kerfið, að því er fram kom í máli
Péturs er hann kynnti tillögumar á
blaðamannafundi í gær. Þá er
markmiðið m.a. að draga úr
ALÞINGI
skattsvikum, auðvelda eftirlit og
auka meðvitund borgaranna um
velferðarkerfíð með því að láta alla
greiða til þess.
Kemur hátekjufólki til góða
Samkvæmt tillögunum eiga tekj-
ur ríkis og sveitarfélaga ekki að
breytast, en bú-
ist er við því að
fólk með heildar-
tekjur rétt um
skattleysismörk
verði verst úti við
þessar breyting-
ar. „Það fólk hef-
ur hvoi'ki greitt
tekjuskatt né út-
svar til þessa en
mun eftir breyt-
inguna greiða um
20% í skatt og útsvar,“ segir m.a. í
greinai'gerð frumvarpsins um
bi’eytingu á tekju- og eignarskatti.
Þar kemur hins vegar fram að fyr-
irhugaðar húsnæðisbætur muni
milda þessi áhrif. Á hinn bóginn
munu breytingamar koma fólki
með háar tekjur til góða, þar sem
jaðarskattaáhrif munu minnka og
tekjuskattshlutfallið lækka.
Jaðarskattanefnd guggnaði
I máli Péturs kom m.a. fram að
hin svokallaða jaðarskattanefnd
sem starfaði síðastliðið sumar hefði
guggnað á því verkefni að takast á
við núverandi skattkerfi. Ástæðan
hefði m.a. verið sú að menn hefðu
einblínt of mikið á lægstu launin.
„Eg segi hins vegar að það eigi að
hækka lægstu launin,“ sagði hann
meðal annars. „Hér er hugsunin
sú að gera umræddar breytingar á
nógu löngum tíma til þess að aðil-
ar vinnumarkaðarins geti unnið að
því að hækka lægstu launin. Ég
hef grun um að það takist,“ sagði
hann.
Aðspurður kvaðst Pétur ekki bú-
ast við því að umræddar tillögur
yrðu samþykktar á vorþingi. Þær
Morgunblaðið/Ásdís
RÆTT var um skattamál á Alþingi þegar lögð voru fram lagafrumvörp um breytingar á skattakerfinu.
væru hins vegai' meira hugsaðar
sem leið til að sýna fram á það
hvað hægt væri að gera. „Jaðar-
skattanefndin guggnaði á því að
koma með einhverjar tillögur. Hér
eru komnar tillögur. Menn geta
síðan skoðað þær og gagnrýnt og
athugað hvoi’t það sé einhver flötur
á því að taka þær upp,“ sagði hann.
Ný lög frá
Alþingi
ÞRJÚ lagafrumvöi’p voru
samþykkt sem lög frá Alþingi
í gær. Fiumvarp til laga um
dómstóla, frumvarp til laga
um vopnalög og frumvarp til
laga um Örnefnastofnun ís-
lands.
Heimilt að
staðfesta
stækkun NATO
UTANRÍKISRÁÐHERRA, Halldór
Ásgrímsson, hefur lagt fram á Alþingi
þingsályktunartillögu þess efnis að
AJþingi álykti að heimila ríkisstjóm-
inni að staðfesta fyrir íslands hönd
þrjá viðbótarsamninga við Noi'ður-
Atlantshafssamninginn um aðild Pól-
lands, Tékklands ogf Ungverjalands
sem gerðir voru í Brussel 16. desem-
ber sl.
í athugasemdum með ályktunartil-
lögunni segir að aðildaxviðræður full-
trúa landanna við fulltrúa NATO hafí
staðið fram á haustið 1997 og lokið
með ósk þein-a um aðild að Norður-
Atlantshafssamningnum. Utanríkis-
ráðhexrar aðildarríkja bandalagsins
undirrituðu viðbótarsamninga um að-
ild ríkjanna þriggja í Brussel 16. des-
ember sl.
,Áður en viðbótarsamningar voru
undirritaðir lét Atlantshafsbandalagið
gera kostnaðaráætlun vegna fyrir-
hugaðrar fjölgunar aðildarríkja þess.
Niðurstöður þessara áætlunar benda
til þess að sameiginleg útgjöld banda-
lagsins muni aukast um u.þ.b. 1,5
milljarða BandaríkjadaJa á næstu tíu
árum,“ segir í athugasemdunum.
Andlát
STEFAN
VALGEIRSSON
STEFÁN Valgeirsson
alþingismaður lést á
Fjórðungssjúla'ahús-
inu á Akureyri laugar-
daginn 14. mars.
Stefán fæddist á
Auðbrekku í Hörgár-
dal árið 1918. Hann
lauk búfræðiprófí frá
Bændaskólanum á Hól-
um og bjó um árabil fé-
lagsbúi í Auðbrekku
ásamt foreldrum sínum
og bræðrum. Einnig
stundaði hann ýmis
störf í Reykjavík og á
Suðumesjum. Stefán
Stefán sat á þingi frá Valgeirsson
árinu 1967 til 1991,
fyrst fyrir Framsóknarflokkinn og
síðar fyrir Samtök jafnréttis og fé-
lagshyggju. Einnig sinnti hann
ýmsum félags- og trúnaðarstörfum
bæði á landsvísu og heima í héraði.
Stefán var kvæntur Fjólu Guð-
mundsdóttur og áttu
þau sex börn.
Ólafur G. Einarsson,
forseti Alþingis,
minntist Stefáns við
setningu þingfundar í
gær og sagði m.a:
„Frá upphafi var hann
ötull við þingstörf, tók
oft þátt í umræðum,
starfaði í nefndum og
gegndi formennsku í
landbúnaðamefnd og
síðar samgöngunefnd.
Áhugamál hans
beindust öðru fremur
að bættum hag fólks-
ins í dreifðum byggð-
um landsins. Jafnrétti
og félagshyggja voru honum hugð-
arefni og urðu stefnumál hans og
fylgismanna hans þegar hann, nær
sjötugur að aldrí, keppti að endur-
kjöri til Alþingis og náði kosningu
fyrir ný stjórnmálasamtök.“
Alþingi
Stutt
Bætt réttarstaða fbúa
stofnana og helmlla
ELLEFU þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa lagt fram tillögu til
þingsályktunar um bætta réttarstöðu íbúa á hjúkrunar- og dvalar-
heimilum, sólarhringsstofnunum og vistheimilum fyrir aldraða og
fatlaða.
Aldraðir eða fatlaðir sem vistast á slíkum stofnunum missa réttinn
til beinna bótagreiðslna úr almannatryggingakerfinu en fá eingöngu
greiddan mánaðarlegan vasapening sem nú er rétt um 11.000 kr.
Ásta B. Þorsteinsdóttir er fyrsti flutningsmaður tillögunnar og fel-
ur hún í sér að Alþingi álykti að fela ríkisstjórninni að undirbúa
breytingar á lögum um almannatryggingar þannig að þeir sem dvelj-
ast langdvölum eða eiga heimili sitt á slíkum stofnunum vegna öldr-
unar eða fötlunar, njóti sömu réttinda hvað varðar lífeyrisgreiðslur
frá Tryggingastofnun ríkisins, hjálpartæki og aðra fyrirgreiðslu og
þeir sem búa utan umræddra stofnana.
I greinargerð með tillögunni segir m.a. að tilgangur hennar sé að
bæta úr því augljósa og margháttaða misrétti sem þeir sem dveljast á
stofnunum eða hjúkrunarheimilum búa við. Stofnanirnar séu flestar
á daggjöldum eða föstum fjárlögum þannig að íbúarnir greiði ekki
sjálfir fyrir dvöl sína eins og tíðkast t.d. á sambýlum eða í vernduðum
íbúðum. í tillögunni er Jagt til að íbúar umræddra stofnana og heim-
ila fái greiddan elli- eða örorkulífeyri, tekjutryggingu og heimilis-
uppbót. Þeir greiði síðan til heimilisins vegna eðlilegs framfærslu-
kostnaðar svo sem fyrir fæði, húsaleigu o.fl. á sama hátt og aðrir.
Forsætlsráðherra
veðurtepptur á Akureyrl
FIMM þingmál voru tekin út af dagskrá Alþingis í gær þar sem Davíð
Oddsson forsætisráðherra, er mæla átti fyrir fimm stjórnarfrum-
vörpum, var veðurtepptur á Akureyri.
Frumvörpin snúa m.a. að breytingum á lögum um tekju- og eignar-
skatt og staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur og verða þess í stað á
dagskrá Alþingis í dag.
Alþingi
Dagskrá
ÞINGFUNDUR Alþingis hefst
kl. 13.30 í dag. Eftirfarandi mál
eru á dagskrá:
1. Stofnun hlutafélags um sfldar-
útvegsnefnd. 1. umr. (atkvgr.).
2. Tekjuskattur og eignarskatt-
ur. 1. umr.
3. Tekjuskattur og eignarskatt-
ur. 1. umr.
4. Bindandi álit í skattamálum.
1. umr.
5. Staðgreiðsla skatts á fjár-
magnstekjur. 1. umr.
6. Þjóðfáni íslendinga. 1. umr.
7. Eftirlit með fjármálastarf-
semi. 1. umr.
8. Sérákvæði laga um fjármála-
eftirlit. 1. umr.
9. Gjaldmiðill íslands. 1. umr.
10. Samningar með tilkomu evr-
unnar. 1. umr.
11. Samábyrgð Islands á fiski-
skipum. 1. umr.
12. Innheimtulög. 1. umr.
13. Vextir, dráttarvextir og
verðtrygging. 1. umr.
14. Starfsréttindi tannsmiða. 1.
umr.
15. Skipulag ferðamála. 1. umr.