Morgunblaðið - 17.03.1998, Side 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
UR VERINU
Kvótabundnar veiðar utan lögsögu
Greiða um 300
milljónir fyrir
aflaheimildirnar
Verðmæti aflahlutdeildar sem var afsalað vegna veiðileyfa á úthafinu
verð pr.kg FLÆMSKI þús. kg þús. kr REYKJANl þús. kg ES þús. kr SAMTALS þús. kg þús. kr
Rækja fl. 230 88,7 20.410,0 88,7 20.410,0
Úthafskafri 200 232,9 46.588,6 232,9 46.588,6
Ýsa 200 2,2 446,6 27,2 5.431,6 29,4 5.878,2
Ufsi 70 240,5 16.831,9 2.643,5 185.045,1 2.884,0 201.877,0
Grálúða 200 9,8 1.963,4 12,7 2.546,4 22,5 4.509,8
Koli 130 13,0 1.691,8 115,7 15.038,9 128,7 16.730,7
Steinbítur 100 44,3 4.426,0 44,3 4.426,0
ÞORSKÍGILDI SAMTALS 274,4 41.343,7 1.939,0 259.076,6 2.213,4 300.420,3
ÍSLENZK skip og útgerðir, sem
stunduðu veiðar á rækju á Flæmska
hattinum og Reykjaneshrygg á síð-
asta fiskveiðiári, urðu lögum sam-
kvæmt að afsala sér veiðiheimildum
að verðmæti um 300 milljónir
króna. Skipum sem fá úthlutað afla-
hlutdeild á Flæmska hattinum er
gert að afsala sér aflaheimildum
innan lögsögu sem nema 4% af út-
hlutuðum heimildum á Hattinum og
skipum, sem fá úthlutað heimildum
í úthafskarfa á Reykjaneshrygg, er
gert að afsala sér 8% af úthlutuðum
heimildum utan landhelginnar.
Skip, sem ekki hafa aflaheimildir
innan lögsögu, eru skert á sambæri-
legan hátt utan lögsögunnar.
Þessar upplýsingar koma fram í
svari sjávarútvegsráðherra, Þor-
steins Pálssonar, við fyrirspurn
Svanfríðar Jónasdóttur þingmanns
á Alþingi um afsal aflaheimilda, um
hvaða skip og útgerðir sé að ræða,
hve miklar aflaheimildir utan lög-
sögu hafi verið og hve mikla skerð-
ingu þau hafi þurft að taka á sig. í
svarinu kemur fram að sérstakar
reglugerðir hafi verið gefnar út um
úthlutun veiðiheimilda á Flæmska
hattinum og Reykjaneshrygg. Sam-
kvæmt þeim hafi úthlutun á þessum
veiðisvæðum haft í fór með sér
skerðingu innan lögsögunnar. Þeim
aflaheimildum, sem afsalað hefur
verið vegna þessa, skal úthluta til
annarra skipa í hlutfalli við saman-
lagða aflahlutdeild sem þau hafa, í
þorskígildum talið.
Ákveðnir
verðmætastuðlar
Við mat á aflahlutdeild sem skip-
um var gert að afsala sér var miðað
við verðmætastuðla frá árinu 1996
um veiðar í atvinnuskyni fiskveiði-
árið 1996 til 1997. Verðmætastuðull
á rækju á Flæmska hattinum var sá
sami og fyrir rækju sem veiddist
innan lögsögunnar. Verðmætastuð-
ull fyrir úthafskarfa var 0,54, en 0,8
fyrir karfa sem veiddist innan lög-
sögunnar.
Svanfríður hefur að fengnu svari
sjávarútvegsráðherra reiknað út
hve miklum veiðiheimildum skipin
hafa afsalað sér af hverri tegund og
verðmæti þeirra á báðum veiði-
svæðunum. Eru þessir útreikningar
sýndir í töflu hér á síðunni um verð-
mæti aflahlutdeildar sem afsalað
var vegna veiðileyfa á úthafinu. I
annarri töflu, sem unnin er úr svari
sjávarútvegsráðherra, eru sýndar
veiðiheimildir þeirra tíu skipa, sem
mestar aflaheimildir fengu á úthaf-
inu og hve mikla skerðingu þau
tóku á sig. Úthlutun veiðiheimilda á
þessum veiðisvæðum byggðist á
aflareynslu skipanna áður en byrjað
var að úthluta heimildum beint á
hvert skip í stað frjálsrar sóknar.
REKTOR
VlÐSKIPTAHÁSKÓLANS í REYKJAVÍK
Háskólaráð Viðskiptaháskólans í Reykjavík óskar eftir að ráða rektor
til skólans. Rektor skal hefja störf í ágúst 1998, en kennsla hefst 1.
september í haust.
frAcancur Með umsókn skal senda afrit af prófskírteinum. Þá skal senda skýrslu
UMSÓKA
yfir rannsóknir, kennslureynslu, stjórnunarreynslu og aðra starfs-
reynslu sem getur skipt máli.
starfslvsinc Starf rektors Viðskiptaháskólans í Reykjavík felst m.a. í að koma fram
fyrir hönd skólans, byggja upp innra stjórnkerfi skólans og skapa
kennurum tækifæri til rannsókna. Æskilegt er að umsækjandi hafi
doktorspróf og góða þekkingu á íslensku viðskiptalífi.
launakjör Laun og kennsluskylda verða samkvæmt samkomulagi.
uMsóKNAR- Umsóknarfrestur rennur út þann 1. apríl n.k. og gert er ráð fyrir að
FRESTUR
skrifað verði undirsamning í maímánuði.
Umsóknir skal senda til Þorvarðar Elíassonar, skólastjóra Verzlunar-
skóla íslands, sem veitir einnig frekari upplýsingar um starfið í síma
568 8400 (netfang thorvard@tvi.is).
t ir ir tt\
.
VlÐSKIPTAHÁSKÓLINN í REYKJAVÍK
Ofanleiti 1-103 Reykjavík
CD
<
O*
CZ)
O'
Úthlutun aflaheimilda í úthafskarfa
á Reykjaneshrygg Uthlutað aflamark Skerðing í þorskigildum
1. Haraldur Kristjánsson HF 2 kg 3.384.962 145.147
2. Málmey SK1 3.353.038 143.778
3. Baldvin Þorsteinsson EA10 2.925.691 125.454
4. Örfirisey RE 4 2.373.759 101.787
5. Venus HF519 ^ 2.245.243 96.276
6. Ýmir HF 343 2.182.267 93.576
7. Þerney RE101 2.098.167 89.969
8. Siglir Sl 250 1.849.778 85.769
9. Höfrungur IIIAK 250 1.905.339 81.701
10. Vigri RE 71 1.681.311 72.095
Úthlutun aflaheimilda í rækiu
á Flæmingjagrunní Úthlutað aflamark Skerðing í þorskígildum
1. SunnaSI67 kg 895.259 35.810
2. Snæfell SH 740 497.466 20.457
3. Klara Sveinsdóttir SU 50 338.644 13.926
4. Guðbjörg ÍS 46 _ 331.626 13.265
5. Andvari VE 100 9B 319.552 12.782
6. Pétur Jónsson RE 69 ^ 310.827 12.433
7. Dalborg EA 317 265.957 10.937
8. Erik BA204 217.116 8.928
9. SvalbakurEA2 209.973 8.399
10. Kan BA101 201.414 8.283
Grótta RE nánast
endurbyggð
SNURVOÐARSKIPIÐ Grótta
RE er nú komið til landsins eftir
nær algjöra endurbyggingu í
skipasmíðastöðinni Nauta í Pól-
landi þar sem skipið hefur verið
í slipp síðustu íjóra mánuðina.
„Það má segja að allt sé nýtt
nema vélarrúmið og það sem
undir því er og að því leyti er
þetta svipað og gert var við
Órninn og Berg. Það er nýr
framendi og afturendi, skipið er
nokkuð lengra en áður og 1,5
metrum breiðara og breikkar
aftur í samræmi við það.
Þessi nýja hönnun veldur því
meðal annars að skipið hefúr
bætt við sig rúmri mflu í gangi
og nær nú 10,4 mflum. Skip-
stjórinn er afar ánægður með
skipið og okkur þykir hafa tek-
ist vel til. Þetta hefúr ekki kost-
að nema 54 til 55 milljónir, en
ég reikna með að nýtt skip af
þessu tagi myndi kosta hátt í
200 milljónir. Þetta er því
góð fjárfesting," sagði Ævar
Guðmundsson, framkvæmda-
stjóri Seifs hf. sem gerir Gróttu
út.
Ævar sagði að skipið myndi
halda áfram á snurvoð eins og
áður og færi það beint á veiðar.
Uppistaðan væri flatfiskaveiðar,
einkum tegundir á borð við
sandkola og skrápflúru sem
skipið hefur veitt fyrir sunnan
og suðvestan land.
Paul O Nell, IBM Nordic:
IBM notendaráðstefna Hótel Örk 23. og 24. mars
m
Á annan tug erlendra fyrirlesara halda erindi á ráðstefnunni - átt þó bókað pláss?
viðskipti Nánari upplýsingar: www.nyherji.is ag omar@nyherji.is
NÝHERJI