Morgunblaðið - 17.03.1998, Side 26
1
26 ÞRIÐJUDAGUR 17. MÁRZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
Vatíkanið
biðst af-
sökunar
VATÍKANIÐ baðst í gær af-
sökunar fyrir hönd þeirra með-
lima kaþólsku kirkjunnar sem
hefðu ekki lagt sitt af mörkum
til hjálpar gyðingum sem sættu
ofsóknum af hendi nasista. Va-
tíkanið sagði Píus páfa XII
ekki hafa átt skilið að vera sak-
aður um að hafa látið sem hann
sæi ekki helförina gegn gyð-
ingum. Frammámenn gyðinga
fögnuðu afsökunarbeiðninni en
kváðust telja að deilan um hlut
Píusar væri ekki til lykta leidd.
Letourneau
barnshafandi
MARY Letoumeau, fyrrver-
andi bama-
skólakennari
sem situr nú í
fangelsi, er
barnshafandi,
að öllum lík-
indum af
völdum 14
ára gamals
elskhuga
síns. Sagði
lögfræðingur
hennar að vegna þessa ætti
Letoumeau yfir höfði sér frek-
ari ákæru um barnanauðgun.
Hún er 36 ára og var upphaf-
lega dæmd í hálfs árs fangelsi
fyiir nauðgun er upp komst um
kynferðislegt samband hennar
við 13 ára dreng. Hún var þá
gift og átti fjögur börn. Nú er
hún skilin og fyrrverandi eigin-
maður hennar býr, ásamt
börnunum, í Alaska.
Harper-
Collins biðst
afsökunar
Útgáfufyrirtæki Ruperts Mur-
dochs, HarperCollins, hefur
beðið Chris Patten, fyrrver-
andi landstjóra Breta í Hong
Kong „skilyrðislausrar afsök-
unar“ og boðið honum ótil-
greinda fjárhæð vegna bókar
hans um yfirtöku Kínverja á
borginni. Komið hefur fram í
breskum blöðum að Murdoch
hafi sjálfur gefið stjómendum
HarperCollins fyrirmæli um að
hætta við útgáfu bókarinnar.
Þing kínverska kommúnistaflokksins
Þing'fulltrúar
snupra Li Peng
Peking:. Reuters.
Reuters
LI Peng, fráfarandi forsætisráð-
herra Kína, var kjörinn forseti kín-
verska þingsins á fundi þess í Pek-
ing í gær. A fjórða hundrað fúlltrá-
ar á þinginu greiddu Li hins vegar
ekld atkvæði sitt þótt hann væri
einn í kjöri og þykir það mikið áfall
fyrir hann. Með þessu er talið að
fulltráamir hafi viljað láta í ljósi óá-
nægju sína með Li, sem er talinn
bera höfuðábyrgð á blóðbaðinu á
Torgi hins himneska friðar árið
1989. Hins vegar var Hu Jintao
kjörinn varaforseti og er þar með
talinn hafa tryggt stöðu sína sem
væntanlegur arftaki núverandi leið-
toga Kína.
Li er óvinsæll stjórnmálamaður
og minnast margir Kínverjar þess
með hryllingi er hann lýsti því yfir
að herlög tækju gildi í landinu. And-
staðan við hann kom berlega í Ijós í
atkvæðagreiðslu í þinginu, þar sem
2.616 fulltráar eiga sæti. Greiddu
200 fulltráar atkvæði gegn Li og
126 sátu hjá, en það em yfir 10%
þingfulltráa. Að sögn erlendra
stjómarerindreka er þetta niður-
læging fyrir Li, en þeir töldu þó
ekki að þetta myndi draga úr völd-
um hans á þinginu.
Samkvæmt stjómarskránni varð
Li að láta af embætti, eftir tíu ára
setu. í dag er fastlega búist við því
að Zhu Rongji, verði valinn forsætis-
ráðherra í stað Lis en Zhu er núver-
andi varaforsætisráðherra, og hefur
aðallega farið með efnahagsmál.
Li kemur hins vegar í stað Qiao
Shi, sem var ýtt til hliðar af Jiang
Zemin, forseta og valdamesta mani
Kína. Jiang var endurkjörinn for-
seti til næstu fimm ára, auk þess
sem hann var kjörinn formaður
miðstjórnar hersins.
Harður í horn að taka
A meðal þeirra verkefna sem bíða
Lis er að hafa yfimmsjón með gild-
istöku sáttmála Sameinuðu þjóð-
anna um borgaraleg og pólitísk
réttindi, sem tryggja á tjáningar-
frelsi og tráfrelsi. Kínverjar hétu
því í síðustu viku að undirrita sátt-
málann.
Li þykir íhaldssamur, harður í
hom að taka og búa yfir ágætum
stjómunarhæfileikum. Ekki leiki
vafi á því að hann muni styrkja
stöðu þingsins en ekki sé hins vegar
jafnljóst hvernig og hver stefna
þess verði.
Sandfok í
Amman
BÆNATURN stóru Husseini-
moskunnar í miðborg Amman í
Jórdaníu var vart sýnileg í gær
vegna gífulegs sandstorms sem
jafnvel skyggði á sólina svo
dimmur var hann. Einnig var
mikið sandfok í Egyptalandi og
barst sandurinn til Kýpur þar
sem um eitthundrað manns varð
að fara á sjúkrahús vegna öndun-
arerfiðleika af völdum sandsins.
GRÆNLENSKU fulltráarnir á
dánska þinginu hyggjast feta í fót-
spor færeyskra starfsbræðra sinna
og setja dönsku stjórninni skilyrði
fyrir stuðningi sínum. Á fundi
grænlenskra jafnaðarmanna í Si-
umut-flokknum, sögðust Jonathan
Motzfeldt, formaður landsstjómai'-
innar, og Hans Pavia Rosing, sem
var endurkjörinn á danska þingið,
myndu leggja fram kröfur um
stuðning við óskir Grænlendinga
um að gerður verði nýr varnar-
samningur við Bandaríkin, að
Grænlendingar ráði meiru um utan-
ríkis- og varnarmál landsins, gerður
Palestínumenn \
19% undir
fátæktar-
mörkum
Jerúsalem. Reuters.
FIMMTI hver Palestínumaður á }
Vesturbakkanum og Gazasvæðinu
lifir undir fátæktarmörkum vegna I
slæms ástands á vinnumarkaðnum
sem tíðar landamæralokanir ísraela
hafa leitt til, að því er fram kemur í
niðurstöðum palestínskrar rann-
sóknar er birtar voru í gær.
Rannsóknin var unnin á vegum
palestínska efnahags- og viðskipta-
ráðuneytisins og Alþjóðabankans. I
niðurstöðunum kemur fram að efna- )
hagsaðstæður Palestínumanna hafa ,
versnað síðan 1993 þegar skrifað var f
undir friðarsamninga við ísraela. |
„19,1% Palestínumanna, sem eru
um 2,5 milljónir talsins, lifir undh' fá-
tæktarmörkum, sem þýðir að þeir
hafa sem svarar 650 Bandaríkjadoll-
urum í árstekjur, eða um tvo dali
(ríflega 140 ísl. kr) á ári,“ segir í nið-
urstöðum rannsóknarinnar. Um hálf
milljón Palestínumanna lifi við fá-
tæktarmörkin. ,
Landamæralokanii' hafa verið tíð-
ar síðan 1993, en með þeim bregðast >
ísraelar við sjálfsmorðssprengju- |
árásum herskárra múslima í ísrael.
Slakað hefur verið á lokununum en
þeim aldrei fyllilega aflétt, og í nið-
urstöðum rannsóknarinnar segir að
þær séu helsta ástæðan fyrir sam-
drætti í palestínsku efnahagslífi.
Tala palestínskra verkamanna
sem starfa í Israel hefur lækkað úr
116.000 1993 í 28.000 á síðasta ári.
Atvinnuleysi á Vesturbakkanum og 1
Gaza hefiir nærri því tvöfaldast frá (
1993 og var 28,4% í fyrra. l
verði nýi' samningur um nýtingu 1
auðlinda á Grænlandi og fjárveit-
ingar ríkisins til frjálsra afnota fyrir
sveitarfélög verði hækkaðar.
Joannes :Eidesgaard, fulltrái fær-
eyskra jafnaðarmanna á danska
þinginu, sagði eftir fund sem hann
átti með Poul Nyrup Rasmussen,
forsætisráðherra Dana, að sá síðar-
nefndi hefði tekið vel í kröfur Eides- 1
gaard, sem eru skilyrði þess að hann i
veiti stjórninni stuðning sinn. Kröf-
umar snúast m.a. um skaðabætur
vegna Færeyjabankamálsins og
endurgreiðslur milljarðalána sem
Færeyingar fengu hjá Dönum.
Grænlendingar feta í fótspor Færeyinga
Setja Nyrup skil-
yrði fyrir stuðningi ;
Frábær fyrirtæki
1. Auglýsingafyrirtæki á Netinu. Tengt ákveðnum fyrirtækjum.
Glæsilegur vefur, lítill tilkostnaður, auðvelt fyrir einn sniðugan
að skapa sér góðartekjur. Tölvukunnátta ekki nauðsynleg.
2. Framleiðslufyrirtæki. Til sölu er verksmiðja sem framleiðir einstak-
lega góðar flatkökur, sem eru seldar í flestum stórmörkuðum
landsins. Er í fullum gangi og laus strax. Frábært verð.
3. Kökufyrirtæki sem selurtil 70 viðskiptavina og er með mikinn
tækjakosttil framtíðar. Er í fullum gangi og laust strax vegna
veikinda eiganda. Frábærframleiðsla. Þjálfað starfsfólk, góðar
og eftirsóttar uppskriftir.
4. Prentsmiðja. Til sölu gömul og þekkt prentsmiðja með tveimur
starfsmönnum. Vel tækjum búin og föst viðskiptasambönd. Er
í eigin húsnæði sem einnig gæti verið til sölu. Einstaklega snyrti-
legt og skemmtilegt lítið fyrirtæki á góðum stað.
5. Gistiheimili á einum heitasta ferðamannastað landsins. 14 her-
bergi, húsið meira og minna nýlega tekið í gegn og býður upp
á betri nýtingu en nú er. Frábær nýting yfir sumartímann. Hægt
að yfirtaka mikið af lánum. Er í góðu sambandi við sterka ferða-
mannaaðila.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
m7fTTT77?T?7?gyiTinT71
SUÐURVE R I
SÍMAR581 2040 OG 581 4755, REYNIR ÞORGRIMSSON.
Evrópusambandið og Kýpur
Samið um aðferð við
upphaf aðildarviðræðna
Níkósíu, París. Reuters.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Evr-
ópusambandsins, ESB, náðu um
helgina samkomulagi um það
hvernig staðið skuli að því að hefja
viðræður um aðild Kýpur að sam-
bandinu, eftir að frönsk stjórnvöld
létu af andstöðu sinni við að viðræð-
umar yrðu hafnar án þátttöku Kýp-
ur-Tyrkja.
Svo virtist þó í gær að afstaða
Frakka hefði lítið breytzt, þrátt fyr-
ir samkomulagið, þegar talsmaður
utanríkisráðuneytisins í Paris sagði
að þarlend stjómvöld væra eftir
sem áður þeirrar skoðunar að eins
lengi og Kýpur sé í tveimur hlutum
væri ekki rétt að veita eynni aðild
að ESB.
Glafcos Clerides, forseti Kýpur,
fagnaði niðurstöðu viðræðnanna um
helgina, en ítrekaði jafnframt von-
brigði sín yfir því að Kýpur-Tyrkir
skyldu ekki hafa þekkzt boð um
þátttöku í viðræðunum.
Formlegar aðildarviðræður við
fimm fyrrverandi kommúnistaríki í
Mið- og Austur-Evrópu auk Kýpur
eiga að hefjast 31. marz. Viðræð-
urnar við Kýpur eiga að geta hafizt
á grundvelli opnunaryfirlýsingar
frá hendi ESB, sem geri sameigin-
lega samninganefnd Kýpur-Grikkja
og Kýpur-Tyrkja ekki að skilyrði
viðræðna. Lausn Kýpur-deilunnar
um skiptingu eyjarinnar, sem hefur
staðið yfir frá árinu 1974, er heldur
ekki sett sem sldlyrði fyrir því að
Kýpur geti orðið aðili að Evrópu-
sambandinu.
Rauf Denktash, leiðtogi Kýpur-
Tyrkja, hafði áður ítrekað að full-
tráar þeirra myndu ekki taka þátt
ásamt Kýpur-Grikkjum í ESB-við-
ræðunum, nema að því tilskildu að
ríki Tyrkja á norðurhluta eyjarinn-
ar, sem eingöngu Tyrkland hefur
viðurkennt, hljóti almenna viður-
kenningu á fullveldi sínu.
I
j
i