Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 30
30 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Stykkishólmur
á 19. öld
BÆKUR
Sagnfræði
SAGA STYKKISHÓLMS II.
Miðstöð Vesturlands 1845-1892. Ás-
geir Ásgeirsson: Útg.: Stykkishólms-
bær, 1997, 480 bls.
ÞETTA er annað bindi mikillar
sögu Stykkishólms. Eitt eða fleiri
eru ókomin. Að fyrsta bindinu voru
höfundar tveir, Olafur Asgeirsson
og Asgeir Asgeirsson. Nú er einung-
is sá síðarnefndi höfundur.
í fljótu bragði gæti þótt nokkuð
mikið í lagt að skrifa
hátt í fímm hundruð
blaðsíðna rit um tæp
fjörutíu ár í sögu ekki
stærri staðar en Stykk-
ishólms. Lesturinn
sannfærir mann þó um
að frá mörgu er að
segja. Þetta tímabil í
sögu staðarins var hið
merkilegasta í mörgu
tilliti. Stykkishólmur
var í rauninni miðstöð
og höfuðstaður Vestur-
lands á þessu tímabili
eða mestan hluta þess.
Þar var miðstöð versl-
unar, miðstöð stjórn-
sýslu (amtmannssetur
og sýslumannssetur) og miðstöð
heilbrigðismála (læknir og apótek).
Og því má við bæta að enda þótt
Stykkishólmur væri ekki pólitísk
miðstöð var staðurinn vettvangur
mikilla pólitískra hræringa.
Um allt þetta ásamt mörgu öðru
er beinlínis fjallað í þesari bók.
Bókin skiptist í 19 kafla auk for-
mála og eru þeir sundurgreindir í
fimm bókarhluta. Sá fyrsti nefnist
Sögusviðið og er það einn kafli. Sögu-
sviðið er Helgafellssveit, því að
Stykkishólmur varð ekki sérstakt
sveitarfélag fyrr en þessari sögu lýk-
ur. Næsti hluti, í fimm köflum, nefn-
ist Stjórnsýslumiðstöð. Þar segh' frá
þeim tveimur amtmönnum Vestur-
amts sem sátu í Stykkishólmi, Páli
Þórðarsyni Melsteð og Bergi Thor-
berg sem síðar varð landshöfðingi.
Fá þeir og embættisfærsla þeirra
hvor sinn kafla. Næst segir af sýslu-
mönnum og er saga þeirra allra ekki
jafn slétt og felld. Þá er kafii um
bókasafnsmál og annar um þingstað
þeirra vestra, Þingvelli, Þórsnesþing
hið nýja, þingmannakjör og þing-
menn, þjóðfundarundirbúning, póli-
tísk átök og deilumál.
Þá kemur þriðji hlutinn, Miðstöð
heilbrigðismála, í tveimur köflum.
Fjallar annar um lækna og sjúkra-
málefni, hinn um lyfsala og apótek.
Ekki voru Hólmarar með öllu gæfu-
samir í þeim efnum.
Fjórði hlutinn, Verslunarmiðstöð,
er í sex köflum. Verslunarsagan er
hér ítarlega rakin og auðséð að höf-
undur hefur lagt rækt
við að rannsaka hana
sem best. En ekki er sú
saga alltaf falleg. Virð-
ist með sanni mega tala
um verslunaráþján
mikinn hluta þessa
tímabils.
Síðasti hlutinn neftiist
Fólk og félagslíf. Hann
er í fimm köflum og fær
héraðshöfðinginn Árni
Thorlacius fyrsta kafl-
ann sem maklegt er, svo
sterkan svip sem hann
setti á samtíð sína. Ami
er raunar oftast nálæg-
ur í sögunni allri. Að
öðru leyti kennir í þess-
um þætti margra áhugaverðra grasa
og fær lesandinn nú góða hugmynd
um bæjarlíf og bæjarbrag, áhugamál
og iðju manna og frá mörgum per-
sónum er þar sagt. í síðasta kaflan-
um segir frá sveitarstjóm, sem um
sitt hvað var áfátt og loks er greint
frá skiptingu Helgafellssveitar í tvö
sveitarfélög. Þá varð til nýr hreppur,
Stykkishólmshreppur. Þetta var
sumarið 1892. Og þá endar einmitt
þetta bindi.
f bókarlok era miklar skrár, fyrst
um heimildir af ýmsu tagi og síðan
nafnaskrá. Það orkar ekki tvímælis
að Stykkishólmssaga er vandað og
mikið rit og unnið af góðri fræði-
mennsku. Bókin er vel skrifuð og
hún er þægileg og oft skemmtileg
aflestrar. Að því leytinu þykir mér
hún taka fyrra bindinu fram.
Sigurjón Björnsson
Ásgeir Ásgeirsson
Morgunblaðið/Björn Blöndal
AÐSTANÐENDUR leikritsins „Erum við á réttu róli?“ sem nú er verið að sýna í Frumleikhúsinu í Reykjanesbæ.
Erum við á réttu róli? í Keflavík
Keflavík. Morgunblaðið.
„UPPHAFIÐ var leiklistarnám-
skeið sem haldið var í janúar.
Þátttakan á námskeiðinu var góð
og upp úr því spannst þetta verk
sem fjallar um vímuefnaneyslu
og afleiðingar hennar,“ sagði
Marta Eiríksdóttir, leikstjóri og
kennari, um leikritið „Erum við á
réttu róli?“ sem unglingadeild
Leikfélags Keflavíkur sýnir um
þessar mundir í Frumleikliúsinu
við Vesturbraut í Keflavík.
Alls taka 40 unglingar úr
grunnskólunum í Reykjanesbæ
þátt í sýningunni og sjá þeir um
alla stjórn; ljós, hljóð, förðun,
leikskrá, auglýsingar o.s.frv.
Verkið samanstendur af tíu
þáttum og eru dansatriði á milli
þátta sem gefa áhorfendum vís-
bendingar. Dansað er eftir frum-
saminni raftónlist sem 21 árs
Keflvíkingur, Sveinn Sigurður
Ólafsson, hefur samið.
Marta Eiríksdóttir er kennari
við Holtaskóla og hún hefur
kennt leiklist í fimm ár, bæði hér
á landi og í Danmörku, þar sem
hún var í tvö ár við söng-, dans-
og leiklistarnám. Hún sagði að
þetta hefði verið sérlega
skemmtilegt verkefni og mikill
áhugi meðal unglinganna sem
sömdu verkið með Mörtu. Hún
sagði að öll aðstaða til leiklistar-
iðkunar í Reykjanesbæ hefði ger-
breyst eftir að Leikfélagið fékk
til afnota húsið á Vesturbraut 17,
sem nú heitir Frumleikhúsið og
tekur um 130 manns í sæti.
Sýningar á verkinu verða sjö,
en það var frumsýnt á laugar-
dag. Næsta sýning er í kvöld, síð-
an á fimmtudag, föstudag, laug-
ardag og lokasýning á sunnudag.
Góður rómur g'erður að
geislaplötu Nínu Margrétar
TÓNLISTARTÍMARITIÐ New
York Concert Review í Bandaríkj-
unum, birti nýlega gagnrýni um
geislaplötu Nínu-Margrétar Gríms-
dóttur píanóleikara sem SKREF
gaf út í desember í fyrra.
Gagnrýnandinn, Jed Distler, seg-
ir þar m.a. að „flutningur Nínu-
Margrétar á verki Mendelssohns
Variations sérieuses sé hápunktur
plötunnar. Þar rísi leikur hennai-
hæst, sé hreinn og beinn, og jafn-
framt yndislega blæbrigðaríkur.
Þar dragi hún skýrt fram þau sam-
eiginlegu stíleinkenni sem tónlistin
á með píanóverkum Beethovens og
Schumanns - í B-dúr sónötu Moz-
arts og ABCD tilbrigðunum sýni
hún mikla tækni og næmni fyrir stfl
tónskáldsins, píanótónn hennar sé
ómþýður og hlýr og margs sé að
njóta í vönduðum og tærum leik
hennar". Jafnframt mælir Jed
Distler með þessari plötu, og segir
að hún sé ein af þeim vönduðustu
sem hann man eftir.
Hljómdiskurinn var hljóðritaður í
Digraneskirkju í ágúst 1996.
Veittur
styrkur úr
Tónskáldasjóði
í febrúar sl. lék
Nína-Margrét ein-
leik í píanókonsert
Mozarts í A-dúr,
K. 414 með Bloom-
ingdale Chamber
Orchestra í New
York, undir stjórn
Lawrence Davis.
Tónleikarnir voru styrktir af New
York State Council of the Arts.
Ennfremur var Nínu-Margréti ný-
lega veittur styrkur úr Tónskálda-
sjóði Ríkisútvarpsins til að hljóð-
rita einleiksverk dr. Páls ísólfsson-
ar.
Nína-Margfrét
Grímsddttir
píanóleikari.
Sveiflugaukurinn
PJASS
Múlinn, Sólon
fslandus
ÓLAFUR GAUKUR OG TRÍÓ
ÓLAFSSTEPHENSEN
Gaukur gítar, Ólafur píanó, Tómas
R. Einarsson bassa og Guðmundur
R. Einarsson trommur. Fimmtu-
dagur 12. mars.
ÞÁ hefur Múlinn - djassklúbb-
ur Reykvíkinga - starfað í mánuð
á þessu ári og era tónleikamir
orðnir átta og hafa skipst
hnífjafnt milli yngri og eldri
djassleikara. Ólíkt sem gerist í
klassíska geiranum er aðsókn
jafnan betri þegar hin yngri
djasstónlist er á dagskrá enda
unga kynslóðin dugleg að sækja
Múlann. Þó er sorglegt að sjá
sjaldan ungdóminn þegar eldri
djassmenn eru á sviðinu og sér í
lagi hefðu ungir djassnemendur
lært mikið um galdur sveiflunnar
hefðu þeir hlustað á Ólaf Gauk
leika á gítarinn með tríói Ólafs
Stephensen sl. fimmtudagskvöld.
Sá sem ekki þekkir rætur listar
sinnar er oft illa á vegi staddur.
í anda Nat King Cole og eldri
meistara var yfirskrift tónleik-
anna og þó Nat King Cole hafi
ekki komið sérstaklega við sögu
var sú áreynslulausa og afslapp-
aða sveifla sem einkenndi tónlist
hans hér til staðar, ekki síður en
lagrænn spuni og snjallir hljóm-
ar.
Ólafur Gaukur var óefað helsti
djassgítarleikari íslenskur þartil
Jón Páll Bjarnason kom til sög-
unnar. Gaukur hafði dálítið hvell-
an og sérstakan hljóm og stíll
hans var næsta auðþekkjanlegur.
Djasslögin sem gefin vora út á 78
snúninga plötum á íslandi fylltu
ekld tuginn, en þar átti Ólafur
Gaukur góða gítarsólóa, bæði í
Lover come back to me, með
hljómsveit Björns R. Einarsson-
ar, og Frá Varmalandi, tímamóta-
hljóðritun kvartetts Gunnars
Ormslev frá 1952.
Lengi var Ólafur Gaukur með
vinsæla danshljómsveit í Reykja-
vík, en söðlaði um á miðjum aldri
og nam kvikmyndatónskáldskap í
Los Angeles og hefur síðan skrif-
að tónlist fyrir fjölmargar kvik-
myndir. Hann rekur frægan gít-
arskóla, en djassinn er honum
ástríða og alltof sjaldan gefst
tækifæri að heyra djassgítarist-
ann Ólaf Gauk. Síðast heyrði ég í
honum í júní í fyrra á Jazzhátíð
Egilsstaða þarsem hann var með
hljómsveit skipaða ungu fólki er
lék verk eftir hann.
Á Múlanum var, eðli málsins
samkvæmt, ekkert lag eftir Ólaf
Gauk á dagskrá. Þar réðu ríkjum
tónskáld á borð við Fats Waller,
Cole Porter og Erroll Garner.
Honeysukle rose var upphaf-
sópusinn og þar var tónninn sleg-
inn: It don’t mean a thing if it
ain’t got that swing! Næsta lag,
What is the thing called love, var
einstaklega vel leikið af þeim fé-
lögum. Tríó Ólafs er vel samspilað
og Guðmundur R. Einarsson er
einn af meisturam svíngsins hér-
lendis. Tómas þekkir rætur djass-
ins og samspil þeirra Guðmundar
er frábært. Ólafur slær svo rétta
hljóma á réttum stöðum og þegar
best lætur ná þeir því marki sem
er hvað erfiðast í hefðbundnum
djassi; að svínga - og þar spillti
Gaukurinn ekki fyrir. Ópusar
kvöldsins vora kannski ekki allir
jafnvel leiknir og What is the
thing, en ekki er hægt að skilja
við þá félaga á efri hæðinni á Sól-
on án þess að minnast á Misty -
þar lék Gaukur einn ásamt bassa
og trommum. Þroskuð túlkun
þaulreynds gítarleikara sem tek-
ist hefur að endurskapa tónlist
æskuáranna án þess að hún missti
nokkurs - heldur þvert á móti -
með nýrri skynjun á tónum og
hljómum.
Vernharður Linnet
Innblásið verk
TOJVLIST
Illjómdiskar
DÝRÐ KRISTS
Jónas Tómasson. Hörður Áskelsson,
orgel. Hljóðritað í Hallgrímskirkju í
nóvember 1997. Upptaka: Vigfús
Ingvarsson, hljóðmeistari. Klipping:
Páll Sveinn Guðmundsson.
Útgefandi: Tónlistarfélag Isafjarðar.
Framleiðsla hljómdisks: Sony DADC,
Austurríki. Dreifing: Japis.
ÞETTA stóra einleiksverk í sjö
þáttum fyrir orgel er samið að ósk
sóknarnefndar ísafjarðarkirkju í
tilefni af vígslu og helgun nýs
pípuorgels, eftfr að gamla kirkjan
ásamt innréttingum hafði eyðilagst í
eldsvoða. Verkið var frumflutt í
janúar 1996 á Isaffrði af Herði
Áskelssyni og síðan endurflutt í
Hallgrímskirkju í Reykjavík
nokkrum dögum síðar. Síðan hefur
það, ýmist í heild (38 mínútur á
hljómdiski) eða hluti þess, verið á
hljómleikaskrá Harðar við ýmis
tækifæri, heima og erlendis. Hér er
ekki aðeins um að ræða stærsta
einleiksverk fyrir orgel eftir íslenskt
tónskáld sem samið hefur verið,
heldur er þetta með stærri
íslenskum einleiksverkum yfirleitt -
og er þá ekki síður átt við byggingu
og innihald en lengd.
Verkið leiðir hugann að Messiaen,
mesta og áhrifaríkasta tónskáldi
orgeltónlistar á þessari öld, en löng,
oft kaflaskipt (í sjö eða níu þáttum)
og innblásin verk hans fjalla um
trúarleg efni. Dýrð Krists, orgelverk
Jónasar Tómassonar, er í sjö köflum:
Minn elskaði sonur (Matteus 17, 1-
9), Vínviðurinn og greinarnar
(Jóhannes 15, 1-10), Andi
sannleikans (Jóhannes 14, 15-24),
Salt og ljós (Matteus 5, 13-16), Nær
þú biðst fyrir (Matteus 6, 5-15), Jesú
fagnað (Matteus 21, 1-11) og Guðs
lamb (Jóhannes 1, 29-34). (Þessi
viðfangsefni nálgast Messiaen aðeins
í fyrsta og þriðja kafla verksins,
L’Ascension.)
Eins og segir í bæklingi byggist
verkið á gi'unnstefjum og styðst við
formgerðaraðferðir sem stuðla að
samræmi bæði innan kaflanna og
milli þeirra. Annars er hér ekki
vettvangur fyrir „lærða ritgerð“,
Dýrð guðs er stórfenglegt og
innblásið verk. Lokaþátturinn,
bundinn ákveðinni tóntegund (C-
dúr), mjög fallega unnin tilbrigði við
undurfínt og framlegt stef („einsog
það hafi alltaf verið til og einungis
beðið eftir að vera leikið"). Og
orgelleikur Áskels Harðarsonar er
samboðinn verkinu, stór í sniðum og
í einu orði sagt aðdáunarverður.
Hljóðritun og útgáfan yfirleitt til
fyrirmyndar. í bæklingi góðar
greinar um verkið og skírskotanir í
Heilaga ritningu eftir Douglas
Brotchie, organista m.m., og séra
Kristján Val Ingólfsson.
Oddur Björnsson