Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ MENNTUN PRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 33 Morgunblaðið/Þorkell MJOG fámemit var á kynningarfundi menntamálaráðherra um nýja skólastefnu á Grand Hóteli sl. laugardag. Þrátt fyrir það kom fram fjöldi fyrirspuma. Sérfræðiþj ónusta og starfsmenntun Menntamálaráðherra hélt kynningarfund fyrir Reykvíkinga á laugardag á Grand Hótel um nýja skólastefnu. Hildur Frið- riksdóttir sat fundinn sem var illa sóttur. KYNNINGARFUND um skóla- stefnuna sátu einungis nokkrir tugir manna, þar með taldir fulltrúar ráðuneytisins. Þeir sem mættu á fundinn voru þó fullir áhuga og fjöldi fyrirspurna kom fram um hin ýmsu málefni, sem snertu bæði grunn- og framhaldsskólann. Fræðslustjóri sá ástæðu til að ræða fjarveru kennara og taldi ástæðuna vera þá, að fundurinn væri á laugardegi. Jónína Bjartmarz for- maðm- Samfoks rakti fjarveru for- eldra til þess, að fundurinn hafi verið kynntur seint og illa og að þeim stæði framkvæmd stefnunnar miklu nær en sjálf umræðan. Það sem þeir hefðu þó mestan áhuga á væru at- riði, sem ráðherra visaði á sveitar- stjórnir með. Það gæti verið skýring á því, að foreldrar væru innan við tíu á fundinum. Hún sagði að foreldrar hefðu mestar áhyggjur af ófullnægj- andi sálfræðiþjónustu og sérkennslu og vandamálum sem því fyldi. Þegar foreldrar leituðu eftir lausnum hjá sveitarfélögunum væru svörin þau, að engir peningar væru til. Svipað áhyggjuefni kom fram hjá fleiri fyrirspyrjendum um grunn- skólann, en þeir spurðu einnig um lesblindupróf, lengda viðveru, upp- lýsingamál og fram komu hjá for- manni tónlistarkennara áhyggjur af hlutfallslegri fækkun tíma í tónlist- arkennslu á næstu árum. Ekki kostnaðarauki fyrir sveitarfélögin Björn Bjarnason taldi menn of- meta kostnaðarþáttinn og sagði ríkið ekki koma með nýjar kröfur á sveit- arfélögin vegna hinnar nýju skóla- stefnu. Varðandi sérfræðiþjónust- una, þá benti ráðherra á að ódýrara væri að bregðast sem fyrst við vand- anum í stað þess að láta reka á reið- anum. Þess vegna væri tillaga um að greina vanda eins fljótt og kostur væri með bestu aðferðum. Best væri að gera það við 3!/z árs aldur og síðan yrði læknisfræðilegum eða uppeldis- fræðilegum aðferðum beitt eftir þörfum. Þá kvaðst ráðherra þeirrar skoðunai', að eftir að ný lög hefðu verið sett um öll skólastigin og nýjar aðalnámskrár væru komnar, yrði með betri rökum unnt að rökstyðja hærri fjárveitingar til skólastarfs. Kennaramenntun kom nokkuð til umræðu og var óskað eftir úrlausn- um til að unnt væri að endurmennta fleiri stærðfræðikennara á styttri tíma en hægt hefur verið fram til þessa. Fram kom fyrirspurn varð- andi framhaldsnám fyrir þroska- hefta/fjölfatlaða og starfsmenntun var nokkuð rædd. Ástæðu fyrir því að starfsnám er lítið til umfjöllunar í kynningarbæk- lingnum sagði Jónmundur Guðmars- son verkefnisstjóri vera þá, að hin ýmsu starfsgreinaráð, sem lögum samkvæmt eiga að gera tillögur til ráðuneytisins um námskrár í starfs- námi, eru rétt að fara af stað. Þetta væri ekki merki um að upp væri að koma einhvers konar blindgötukerfi, eins og oft hafi heyrst á þeim fund- um sem haldnir hafa verið. „Við er- um einmitt að reyna að koma á kerfi sem hefur fjölbreytilegt námsfram- boð og þar sem nemendur eiga kost á að velja nám við hæfi og miða áfram að þeim markmiðum sem þeir hafa sjálfir sett sér.“ Innleiða þarf framhaldsskólapróf Þá kom fram að skilin milli grunn- og framhaldsskóla hafi verið skoðuð mjög ítarlega, m.a. hvort hafa ætti samræmt próf í starfsgreinum. Nið- urstaðan varð sú að fara aðra leið og var m.a. tekið tillit til þeirra sjónar- miða sem fram komu á málþingi sl. haust um afstöðu fólks til sam- ræmdra prófa. „Hugmyndin er ekki sú að samræmd próf sé eingöngu leið inn á bóknámsbrautir, en þeir sem ekki kjósa að þreyta þau fari í starfsnám,“ sagði Jónmundur. Ljóst væri að ýmsar starfsnámsbrautir krefðust umtalsverðrar kunnáttu í þeim uppistöðugreinum sem kennd- ar væru í grunnskóla. Nefndi hann rafiðnaðarnám sem dæmi. Vel væri hægt að hugsa sér að inntaka á slík- ar brautir yrði háð framgöngu í próf- um. Björn Bjamason sagði í framhaldi af þessu, að innleiða þyrfti hugtakið íramhaldsskólapróf. I því fælist að menn fengju skírteini um að þeir hefðu lokið skilgreindu námi í fram- haldsskóla öðru en stúdentsprófi. h\<; Skrifstofustólar I OKSINS Á ÍSLANOI Til framtíðar litið EG Skrifstofubúnaður chf Ármúli 20 Sími 533 5900 ^SAMFYLKING 4? IHAFNARFIRÐI Við undirrituð, kjósendur í Hafnarfiröi, boðum til samfylkingar þeirra sem aðhyllast félagshyggju og jafnrétti í reynd. I þeim tilgangi boðum viS til fundar í Hraunholti, Dalshrauni 15, þriSjudaginn 17. mars kl. 20:30. ViS hvetjum ykkur öll sem eru sama sinnis að mæta á fundinn og taka þátt í stofnun samfylkingar um sameiginlegt framboð fyrir bæjarstjórnarkosningarnar í vor og taka þátt í baráttunni frá byrjun. Anna Bergsteinsdóttir, húsmóðir Amdís Þorgeirsdóttir, blaðamaður Axel B. Alfreðsson, rafvirki Ámi Bjöm Ómarsson, framkvæmdastjóri Ásta María Bjömsdóttir, leikskólakennari Ástríður Hartmannsdóttir, sendibflstjóri Baldur Páll Guðmundsson, nemi Bergþóra P. Bjömsdóttir, nemi Birgir Már Guðbrandsson, læknanemi Bryndís Steina Friðgeirsdóttir, nemi Brynja Þorvaldsdóttir, skrifstofumaður Charlotta Ingadóttir, leikskólastjóri Davíð Geirsson, nemi Dóra Hansen, innanhúsarkitekt Elísabet Ingibergsdóttir, bæjarstarfsmaður Erik Sverrisson, nemi Erla Sveinbjömsdóttir, meinatæknir Geir Gunnarsson, f.v. alþingismaður Guðjón Sæmundsson, skipamálari Guðlaugur J. Úlfarsson, verktaki Guðmundur Á Eiríksson, bifvélavirki Guðmundur H. Guðmundsson Guðni Kjartansson, sérkennari Guðríður Einarsdóttir, matráðskona Guðrún Margrét Ólafsdóttir, innanhúsarkitekt Gyða Úlfarsdóttir, skrifstofumaður Hanna M. Þórhallsdóttir, nemi Haraldur Eggertsson, varaform. STH Haukur Sveinsson, póstmaður Hákon Sverrisson, kvikmyndagerðarmaður Helga Fanney Jónasdóttir, nemi Helgi Þórðarson, nemi Herdís Hjörleifsdóttir, félagsráðgjafi Hildur Ásgeirsdóttir, nemi Hilmar Kristensson, verslunarmaður Hjörtur Howser, hljómlistarmaður Hólmfríður Ámadóttir, kennsluráðgjafi Hrafnhildur Kristbjamardóttir, skrifstofumaður Hulda Bjömsdóttir, skrifstofumaður Hörður Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Ingibjörg Bjömsdóttir, nemi Ingibjörg Jónsdóttir, félagsfræðingur Ingólfur Jón Magnússon, bifreiðastjóri Ingvar Þór Björgvinsson, nemi Ingvar Lýðsson, nemi Ingvi Steindórsson, nemi Jenný Axelsdóttir, þjóðfélagsfræðingur Jóhann Guðjónsson, framhaldsskólakennari Jóhann Óm Héðinsson, ráðgjafi Jón Baldursson, verkamaður Jón Gíslason, skipstjóri Jón Bjöm Hjálmarsson, bifvélavirki Jón Kristinn Jensson, deildarstjóri Jón Ólafsson, húsasmíðameistari Jón Sigurðsson, í stjóm Félags netagerðarmanna Karen Guðmundsdóttir, nemi Katrín Þorláksdóttir, talsímavörður Klara Jónsdóttir, húsmóðir Kolbeinn Gunnarsson, starfsmaður Verkam.fél. Hlífar Kristinn A. Hilmarsson, kjötiðnaðamemi Kristinn Sigursveinsson, sjómaður Kristín Halldórsdóttir, starfsstúlka Kristfn Laufey Reynisdóttir, kennari Kristján Hannesson, í Félagi eldri borgara Kristján Bersi Ólafsson, skólameistari Lára Sveinsdóttir, skrifstofumaður Leó Berg Guðmundsson, nemi Margrét Ákadóttir, leikkona Margrét Ágústa Guðmundsdóttir, húsmóðir Margrét Sveinbjömsdóttir, bankastarfsmaður María Pálsdóttir, húsmóðir Nikulás Óskarsson, vélamaður Oddrún Ólafsdóttir, sjúkraliði Ólafur G. Sverrisson, skipasmiður Ólöf B. Bjömsdóttir, myndlistarmaður Óskar Óskarsson, húsasmiður Óskar Vigfússon, fyrrv. forseti Sjómannasamb. fslands Páll Ámason, verksmiðjustjóri Pálmi Larsen, bifreiðastjóri Ragna B. Bjömsdóttir, húsmóðir Reynir Ingibjartsson, framkvæmdastjóri Búseta Sigrún Halldórsdóttir, húsmóðir Sigurborg Guðmundsdóttir, skrifstofumaður Sigrún Guðjónsdóttir, myndlistarmaður Sigurður Fjelsted, leiðsögumaður Sigurður Á. Friðþjófsson, upplýsingafulltrúi BSRB Sigurður Þór Guðmundsson, nemi Sigurður Jónsson, í Félagi eldri borgara Sigurður T. Sigurðsson, formaður Verkam.f. Hlífar Sólveig Hjálmarsdóttir, húsmóðir Unnur Helgadóttir, form. Verslunarm.fél. Hafnarfjarðar Úlfar Garðar Erlingsson, nemi Valborg K. Óskarsdóttir, húsmóðir Valgerður Halldórsdóttir, stjómmálafræðingur Valur Ásgeirsson, nemi Öm Ólafsson, vélstjóri Dagskrá: Skýrsla undirbúningsnefndar Kosning Onnur mál •• UTUROGONGUNUM NÝH AFL TIL NÝRRAR ALDAR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.