Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 34
34 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 35 -H- MORGUNBLAÐIÐ PltrgmuMaliÍljí STOFNAÐ 1913 UTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. SKIPULAG SEÐLABANKANS MIKIL UMSKIPTI eru hafin á íslenzkum fjármála- markaði með breytingu ríkisbankanna, Landsbanka og Bánaðarbanka, í hlutafélög. Fyrir dyrum stendur einka- væðing þeirra með sölu hlutabréfa og umræða er þegar hafin um sameiningu banka. Horfur eru því á, að innan til- tölulega skamms tíma verði töluverðar breytingar á skipan bankamála. Þetta beinir sjónum að skipulagi og hlutverki Seðlabankans og hvort ástæða sé til breytinga á starfi hans og stjórnun í framhaldi af þróun fjármálamarkaðarins. Meginverkefni Seðlabankans er nú að stuðla að jafnvægi í efnahagsmálum með aðgerðum til að hamla gegn verð- bólgu, gæta verðgildis krónunnar, annast seðla- og myntút- gáfu, auk eftirlits með fjármálamarkaði. Helzta krafan um breytingu á rekstrinum er tengd þessum meginverkefnum, þ.e. að bankinn geti gripið til ráðstafana í peningamálum án afskipta ríkisstjórnar á hverjum tíma. Um þetta eru skiptar skoðanir og ýmsir stjórnmálamenn telja ekki ástæðu til breytinga á núverandi stöðu Seðlabankans. Um árabil hefur verið gagnrýnt, að Seðlabankastjórar eru þrír. Sumir telja heppilegra að hafa aðeins einn Seðla- bankastjóra en aðrir benda á, að því mundi fylgja aukin áhrif og ábyrgð bankaráðs Seðlabankans. Nú þegar breyt- ingar eru framundan á bankastjórn Seðlabankans, þar sem einn bankastjóranna lætur af störfum vegna aldurs, er ástæða til að íhuga enn á ný þessa stöðu og ræða, hvort til- efni sé til breytinga. ABYRGÐ OG AÐGÆZLA ÞAÐ SEM AF ER þessu ári hafa hafa fimm einstakling- ar látið lífið í umferðarslysum hér á landi, þar af tveir í marzmánuði. Umferðin hefur að meðaltali kostað sextán mannslíf á ári á árabilinu 1993-97. Umtalsvert fleiri hafa orðið fyrir alvarlegum meiðslum, jafnvel ævilöngum ör- kumlum. Eignatjón er og mjög mikið. Það er því rík ástæða til að herða á fyrirbyggjandi vörnum, ekki sízt þar sem um- ferðin er mest og slysin flest. Algengasta orsök umferðarslysa er of hraður akstur, miðað við aðstæður. Meginmál fyrirbyggjandi varna er að virða umferðarreglur, haga akstri eftir aðstæðum, sýna til- litssemi í umferðinni og snerta aldrei vímugjafa samhliða akstri. Höfuðborgarsvæðið, Suðurnesin, þéttbýlið fyrir austan fjall og Akranes eru að verða eitt atvinnu- og þjónustu- svæði. Bæta þarf umferðaröryggið þar, m.a. með því að tvö- falda Reykjanesbraut, lýsa leiðina milli Reykjavíkur og Selfoss og auka umferðaröryggið á Vesturlandsvegi. En bezta fyrirbyggjandi slysavörnin felst í meiri ábyrgð og að- gæzlu okkar sjálfra í umferðinni. SÝNING RÚRÍAR SKIPTAR skoðanir hafa verið á því í gegnum tíðina hvort listamenn eigi að taka afstöðu til þjóðmála og heimsmálanna. Sömuleiðis hafa menn haft efasemdir um það hvort listamenn geti yfirleitt haft áhrif, hvort listin nái út yfir sjálfa sig: hefur listin eitthvað fram að færa, hefur verið spurt í vonleysistón og menn hafa jafnvel efast um að mark væri tekið á listamönnum. Stöku sinnum tekst listamönnum þó að upphefja sig og list sína yfir þessar vangaveltur um hlutverk og tilgang og yrkja sig inn í samvisku heimsins - gleymast þá allar efa- semdir. Sýning listakonunnar Rúríar í Vestursal Kjarvals- staða, sem opnuð var síðastliðinn föstudag, er dæmi um þetta. Sýningin nefnist „Paradís - Hvenær?“ og lýsir ógn- um og afleiðingum stríðsátaka samtímans með áhrifaríkum hætti. Með sýningunni nær Rúrí að gera það sem fjölmiðlar eru kannski hættir að geta gert, að hræra áhorfandann til meðvitundar um þann hrylling sem stríð hafa kallað yfir stóran hluta heimsins. Ljóst er að á bak við sýninguna er mikill sannfæringar- kraftur. I viðtali í Lesbók Morgunblaðsins á laugardaginn segist Rúrí hafa trú á að sýningin geti haft áhrif: „Eg álít að ef við erum meðvituð um hvað við viljum og beitum okk- ur meðvitað fyrir því þá getum við breytt ríkjandi ástandi. Þegar allir leggjast á eitt getur jafnvel hið smáa haft '-áforif&' mál ÍA-áuðúsí. .S.un- fifiitiHöriHim fi kwjrAantiftMbftr • í MALAMIÐLUNARTILLAGA I SJOMANNADEILUNNI Ríkissáttasemj ari lagði í gær fram fjórar miðlunartillögur til að binda enda á kjaradeilur sjómanna og útvegsmanna, en verkfall sjómanna hófst á miðnætti á sunnudag. Tillögurnar eiga sér lögfestingu frumvarpa þríhöfða- nefndar sjávarútvegs- ráðherra að forsendu. Pétur Gunnarsson kynnti sér miðlunar- tillögurnar. Rikissattasemjari lagði í gær fram miðlunar- tillögur í deilum sjómanna og útvegsmanna. Fram voru lagðar fjórar tillögur til lausnar deilum útvegsmanna við Sjómanna- samband íslands, Farmanna- og fískimannasamband Islands og Vél- stjórafélag Islands, auk Alþýðusam- bands Vestfjarða og félaga yfir- manna á Vestfjörðum. Atkvæða- greiðsla mun standa í sólarhring, hefjast klukkan 18 á morgun og standa til jafnlengdar á fimmtudag. Atkvæði vélstjórafélaga verða talin sameiginlega og atkvæði FFSÍ, SÍ og ASV verða talin sameiginlega. Miðlunartillögurnar eiga sér það að forsendu að nýframkomin frum- varpsdrög þríhöfðanefndarinnar svonefndu, sem sjávarútvegsráð- herra skipaði til að fjalla um atriði tengd kjaradeilu sjómanna og út- vegsmanna, verði að lögum á því Al- þingi sem nú situr. Þar er um að ræða drög að frum- varpi til laga um Verðlagsstofu skiptaverðs og úrskurðamefnd sjó- manna og útvegsmanna; drög að framvarpi til laga um Kvótaþing og drög að framvarpi til laga um breyt- ingar á lögum um stjóm fiskveiða. „Verði tillagan samþykkt er kom- inn á gildandi kjarasamningur til Morgunblaðið/Kristinn FORYSTUMENN deiluaðila voru kallaðir inn á skrifstofu ríkissáttasemjara og þeim þar afhentar miðlunartillögur. 8 fulltrúar sjómanna og 2 talsmenn vinnuveitenda göntuðust með að vegna þrengsla sætu fulltrúar þessara aðila nú í fyrsta skipti sömu megin við borðið í sjómannadeilunni. KVÓTAÞING OG VEIÐISKYLDA FORSENDUR TILLAGNANNA þess tíma sem um getur í tillögunni. Verði framvörpin ekki að lögum á yfirstandandi þingi fellur kjara- samningur aðila sjálfkrafa úr gildi án uppsagnar. Fer þá um kjör sjó- manna eftir þeim kjarasamningi sem unnið var eftir við framlagningu til- lögu þessarar," segir í tillögunum sem deiluaðilum vora afhentar í húsakynnum sáttasemjara í gær- morgun. 13% hækkun kaup- tryggingar við undirritun Miðlunartillögurnar era samhljóða hvað varðar launaliði. Verði þær samþykktar kemst á samningur, sem gildir til 15. febrúar 2000. Um leið hækka einstakir kaupliðir, kaup- trygging, tímakaup og hlífðarfata- peningar um 13% og aftur um 3,6% T. janúar 1999. Hér er um að ræða hækkun kaup- tryggingarliða. Þórarinn V. Þórar- insson, framkvæmdastjóri VSI, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að slíkar hækkanir hefðu minni þýðingu fyrir sjómenn en aðra laun- þega þar sem kjör þeirra ráðast að mestu í hlutaskiptum. Einnig sagði Þórarinn óvænt að sáttasemjari gerði ráð fyrir 13% hækkun því út- vegsmenn hefðu talið að fýrir lægi samkomulag um 11,4% hækkun þessara liða þegar verkfalli var frestað. Við gildistöku samningsins hækka fæðispeningar um 11,1%. Dagpeningagreiðslur til áhafna i hafnarfríi utan fiskveiðilögsögunnar, svo sem rækjuveiðiskipa á Flæmska hattinum, sem fara í land í Kanada, verða hækkaðar úr 2.820 krónum í 3.800 krónur á sólarhring. Sömuleiðs era miðlunartillögur samhljóða varðandi hækkaðar ör- orku- og dánarbætur. Eingreiðsla dánarbóta til eftirlifandi maka og eða bama innan 18 ára verður 3.228 þúsund krónur, sem svarar til um 50% hækkunar, að sögn Guðjóns A. Kristjánssonar, formanns FFSI. Or- orkubótaþáttur slysatryggingar sjó- manna hækkar úr 20% í 50%. Sótt- dauðabætur hækka úr 1.298 þús. kr. í 1.724 þús. kr. Reynsla af kvótaþingi í lok gildistíma I samtali blaðamanns við Þórarin V. Þórarinsson, framkvæmdastjóra VSÍ, kom fram að honum þætti áætl- aður gildistími kjarasamnings til 15. febrúai' 2000 skammur, miðað við að aðrir samningar giltu yfirleitt til loka ársins 2000. Guðjón A. Krist- jánsson, formaður FFSÍ, segist gjarnan hafa viljað sjá gildistíma samningsins skemmri en til 15. febr- úar 2000. Þessi gildistími sé hins vegar heppilegur að því leyti að það verði fyrst haustið 1999 sem menn geti lagt mat á reynsluna af fram- kvæmd ýmissa ákvæða í frumvörp- um sjávarútvegsráðherra. Þetta eigi við um væntanleg nýmæli á borð við veiðiskyldu, þar sem skipum verði gert skylt að veiða lágmarkshlutfall úthlutaðs aflamarks, og kvótaþings, sem skal skrá öll viðskipti með afla- heimildir. „Þetta er ekki miklu meira en sá tími sem þarf til að fá nasasjón af framkvæmd þessara at- riða þannig að ég geri út af fyrir sig ekki athugasemdir við þennan tíma,“ segir Guðjón. Frystitogarar ekki lengur en 40 daga á sjó Einnig gera miðlunartillögur rík- issáttasemjara ráð fyrir að sett verði ákvæði um lengd veiðiferða, hafnar- frí og útivistartíma hjá áhöfnum frystitogara. Samkvæmt því skal hafnarfrí vera ein klukkustund fyrir hverjar sex og hálfa klukkustund á sjó en þó aldrei skemmra en 30 klukkustundir að lokinni hverri úti- vist. Skilgreint er að útivist kallast tíminn frá því að skip leggur af stað úr höfn í veiðiferð þar til það kemur til hafnar og hafnarfrí hefst. Hafnar- frí skal ávallt tekið í heimnhöfn. Einnig er kveðið á um að m.a. skuli skipverjar eiga rétt á fríi þriðju hverja veiðiferð. Veiðiferð sé aldrei lengri en 40 sólarhringar. Eigi síðar en á 26. degi veiðiferðar, og aldrei seinna en fjórum sólarhringum áður en veiðiferð lýkur, skuli kynna áhöfn hvenær veiðiferð lýkur. Tvisvar á ári er þó heimilt að koma með afla inn til löndunar án þess að veiðiferð telj- ist lokið. Guðjón A. Kristjánsson segir að í þessum ákvæðum felist fyrst og fremst skýrari túlkun á ákvæðum gildandi samninga. Loðnulöndunarfrí mætir mótspyrnu Samkvæmt 9. grein miðlunartil- lögu Sjómannasambandsins verður sett nýtt ákvæði vegna löndunar á uppsjávarfiski sem felur í sér að þegar landað er í heimahöfn úr loðnu- eða síldarskipi skuli tveir undirmenn sinna löndun en aðrir eiga löndunarfrí. Þetta er það ákvæði sem Sævar Gunnarsson, formaður Sjómanna- sambands Islands, býst við að mæti mestri mótspymu sjómanna, sem hafa krafist þess að þessi réttur taki jafnt til löndunar utan heimahafnar sem í heimahöfn enda landi mjög mörg nótaskip sjaldan eða aldrei í heimahöfn. I tillögu vélstjóra er gert ráð fyrir að einn vélstjóri á loðnu-, sfldar- og kolmunnaveiðum sinni löndun en aðrir eigi löndunarfrí í heimahöfn. Einnig er tekið á endurmenntun- armálum. Annars vegar er skipverj- um, samkvæmt tillögu til lausnar deilu félagsmanna Sjómannasam- bands Islands, gefinn kostur á að sækja námskeið Slysavarnaskólans og njóta kauptryggingar og útgerð greiði námskeiðsgjald. Hins vegar eru í tillögu til lausnar vélstjóradeil- unni ítarleg ákvæði um endurmennt- unarnámskeið sem vélstjórar sæki a.m.k. annað hvert ár á kostnað út- gerða; skipun endurmenntunarsjóðs vélstjóra á fiskiskipum og fleira. Miðlunartillagan í vélstjóradeil- unni sker sig úr í fleiri atriðum. Þar eru ýmis sérákvæði, þar sem tekið er á kröfum vélstjóra um endurskoð- un skiptahlutar í tengslum við aukna ábyrgð þeirra varðandi tæknivæð- ingu. Sá ágreiningur er með tillögunni falinn þriggja manna. nefnd, með einum fulltrúa hvort deiluaðila og oddamanni sjávarútvegsráðherra. Nefndin hafi það hlutvei'k að skera úr um hvort koma skuli til sérstakra greiðslna til handa vélstjóram á fiskiskipum vegna breytts verksviðs þein'a og þátttöku í tæknivæðingu fiskiskipa. Nefnd fái vald til að úrskurða vélstjórum hærri hlut Komist nefndin að þeirri niður- stöðu að verksvið vélstjóra hafi breyst og álag í störfum aukist án þess að þeir hafi sérstaklega notið þess í launum skal nefndin úrskurða hvort þeim beri sérstakar greiðslur og ef svo er þá hversu miklar og frá hvaða tíma. Urskurður þessarar nefndar verður hluti af kjarasamn- ingi frá úrskurðardegi. Jafnframt er í miðlunartillögunni í vélstjóradeilunni sérstakur fyrir- tækjaþáttur, sem opnar fyrir það að vélstjórar og einstakar útgerðir geri samkomulag um að vélstjórar taki að sér víðtækari störf þar sem ávinningur af viðbótarverkefnum skiptist milli útgerðar og vélstjóra. Helgi Laxdal sagði að hér gæti m.a. verið um það að ræða að vél- stjórar taki að sér viðhaldsverkefni sem í dag er sinnt af vélsmiðjum í landi. Einnig að yfirvélstjórar verði gerðir ábyrgir fyi'ir umsjón með við- ~ haldi og viðgerðum skipa. Helgi segist telja að miðlunartil- laga sáttasemjara beri merki um skilning á málefnum vélstjóra og kveðst ekki kvíða niðurstöðum úr- skurðarnefndar sem starfi á fagleg- um granni. „Það má segja að þessi miðlunartillaga sé viðunandi íyrir vélstjóra faglega og launalega," seg- ir Helgi. Fornfálegar mönnunarreglur Þórarinn V. Þórarinsson segir að m.a. þurfi að fá skýringar á því hvort úrskurðarnefndin sem fjalla á um kröfur vélstjóra eigi að fá víðtækara . verkefni en kröfur vélstjóra gerðu ráð fyrir en þeir hafi einungis ki-afist endurskoðunar af þessu tagi fyrir vélstjóra á stærstu skipum. Þórar- inn sagði einnig að það væra útvegs- mönnum mikil vonbrigði að ríkis- sáttasemjari kæmi ekki til móts við þá varðandi breytingar á „afskap- lega fomfálegum mönnunarreglum, sem taka ekki neitt mið af tækni- breytingum síðustu ára og áratuga," eins og Þórai’inn komst að orði. „Það er engin grein, sem byggist á jafn- mikilli vélvæðingu og sjávarútvegur, þar sem launahlutfall hefur ekki lækkað undanfarin ár samhliða því sem fjárfestingin hefur aukist,“ sagði hann. „I útveginum er launa- hlutfallið fast og eftir því sem sjálf- virknin eykst og tæknibúnaðurinn þannig að hægt væri að fækka í áhöfnum þess vegna, eru samningsá- kvæðin svo fráleit að þá á að hækka laun sem hlutfall af heildartekjum fyrirtækis. Þetta er ekki til í neinni annarri atvinnugrein og er t.d. farið að standa endumýjun loðnuskipa- flotans fyrir þrifum.“ ÞÓRARINN V. ÞÓRARINSSON, FRAMKVÆMDASTJÓRI VSÍ Engin tilmæli til út- vegsmannafélaga ÞÓRARINN V. Þórarinsson, framkvæmdastjóri Vinnuveitendasambands íslands, segir að eftir ítarlega umfjöllun í samninganefnd útvegs- manna um miðlunartillöguna sé talið eðlilegt að um málið verði fjallað í félögum útvegsmanna. Frá samninganefndinni fylgi hvorki tilmæli um að miðlunartillagan verði samþykkt né henni hafnað. „Við lítum svo á að markmið sáttatilliigunnar sé að gefa félagsmönnunum sjálfum milliliða- laust kost á að taka afstöðu til mála,“ sagði Þór- arinn. Þórarinn kvað ekki koma á óvart að blaða- manni virtist þyngra hljóð í útvegsmönnum en sjómönnum. „Það eru nokkur atriði í þessari til- lögugerð sem koma okkur á óvart og annað sem okkur þykir óljóst," sagði Þórarinn. Hann nefndi að fá þyrfti svör við því frá sáttasemjara hvort samningar yrðu lausir ef Alþingi hnikaði til orðalagi frumvarpa sjávarútvegsráðherra, t.d. ef Alþingi breytti ákvæði um veiðiskyldu í ákvæði um takmarkað framsal. „Við horfum þarna einkum á fyrirkomulags- þátt sem snýr að því hvort sett er á veiðiskylda eða takmarkaðar heimildir til að framselja afla- heimiidir," sagði hann. „Að okkar áliti hefur það nákvæmlega sömu áhrif. Veiðiskyldan getur haft í för með sér að skip missi heimildir varan- lega ef afli bregst, eins og gerðist á síldveiðun- um. Við viljum fá á hreint að það valdi ekki upp- sögn samninga að svona fyrirkomulagsatriði verði breytt." Einnig sagði Þórarinn að það kæmi á óvart að gildistími samningsins samkvæmt sáttatillög- unni væri ekki lengri en til 15. febrúar 2000. Þá sagði hann að ýmsar athugasemdir væru tækni- legs eðlis og óskað yrði skýringa sáttasemjara á þeim. T.d. virtist svo sem um yfirboð við tillögur vélstjóra væri að ræða varðandi úrskurðarnefnd um deilu þeirra. Henni virtist ætlað almennt endurmat á störfum vélstjóra en ekki aðeins á stærstu skipunum þótt kröfur vélstjóra hafi tak- markast við þann hóp. Loks sagðist Þórarinn játa vonbrigði yfir því að tillagan tæki ekki á neinn hátt á því vanda- máli sem fornfálegar mönnunarreglur á íslensk- um skipum væru. Með þeim væri launahlutfalli í greininni haldið föstu og spornað við hagræð- ingu af aukinni vélvæðingu. GUÐJÓN A. KRISTJÁNSSON, FORMAÐUR FFSÍ Skárra að sam- þykkja en hafna GUÐJÓN A. Kristjánsson, formaður Farmanna- og fiskimannasambands Islands, segist almennt jákvæður gagnvart miðlunartillögunni. „Menn telja að þegar lagt er saman það sem í miðlunar- tillögunni felst ásamt frumvörpunum sé rétt að leggja til við sjómenn að það sé skárri kostur að samþykkja þetta en hafna því og halda út í óvissuna." Innanlandsflug hefur legið niðri í tvo sólar- hringa vegna veðurs og foringjar sjómanna kæmust ekki inn á farþegalista flugfélaganna. Verið var að athuga í gær hvort þeir fengju flugvél Flugmálastjórnar til að flytja þá til fundahalda út á land. Verði miðlunartillagan samþykkt kemst á kjarasamningur sem gildir til 15. febrúar 2000. Guðjón sagðist hefðu viljað sjá gildistímann skemmri en hins vegar sé það kostur við þennan gildistíma að reynsla á framkvæmd veiðiskylduj kvótaþings og þeirra atriða, sem frumvörp sjáv- arútvegsráðherra gera ráð fyrir, liggi hvort sem er ekki fyrir fyrr en í september eða októ- ber 1999, þ.e. þegar það kerfi hefur verið við lýði eitt fiskveiðiár. „Þetta er ekki miklu meira en sá túni sem þarf til að fá nasasjón af þessu þannig að ég geri út af fyrir sig ekki athuga- seindir við þennan tíma.“ Miðlunartillögur til Sjómannasambands Is- _ lands og Farmanna- og fiskimannasambands ís- lands eru nánast eins, að sögn Guðjóns A. Krist- jánssonar, að frátöldum útfærslum á löndunar- leyfum við loðnuveiðar. HELGI LAXDAL, FORMAÐUR VÉLST JÓRAFÉLAGSÍSLANDS Reikna með að vél- stjórar samþykki HELGI Laxdal, formaður Vélsljórafélags ís- lands, telur það betri kost fyrir sjómenn að sam- þykkja miðlunartillögu ríkissáttasemjara en að synja henni. Hann kvaðst reikna með að tillagan yrði samþykkt í röðum vélstjóra, en samkvæmt henni verður skipuð nefnd til að leysa sérmál þeirra. „Við erum ánægðir með að lagt sé til að skipa sérstaka nefnd til að ræða um hlutaskiptakerfíð. í þessari nefnd verða fulltrúar frá okkur og út- vegsmönnum auk fulltrúa frá sjávarútvegsráð- herra. Eg held að það sé ágætur kostur að láta sérstaka nefnd útkljá deiluna um breytingar á hlutaskiptakerfinu. Ef nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að við getum hækkað okkar hlut munu aðrir í áhöfn ekkert geta sagt við því,“ ságði Helgi. Hann sagðist einnig ánægður með ákvæði í miðlunartillögunni sem lyti að endurmenntun sjómanna. Helgi segir að innan raða vélstjóra sé einkum óánægja með 13% upphafshækkun launa. „Við fórum í upphafi fram á 24% hækkun og vildum færa laun nær greiddu kaupi, því vélstjórar eru almeimt yfirborgaðir. Ríkissáttasemjari var ekki sömu skoðunar, en ég held að þetta muni ekki hafa mikil áhrif á launin í sjálfu sér.“ ÞÓRIR EINARSSON, RÍKISSÁTT ASEM J ARI Raunveruleg viðræðuslit AÐSPURÐUR hvers vegna liann hefði lagt fram miðlunartillögu sagði Þórir Einarsson ríkis- sáttasemjari að það hefði verið ákveðið í ljósi þess ástands sem upp var komið í deilunni. „Það voru komin upp raunveruleg viðræðuslit og í Ijósi allra aðstæðna taldi ég þetta réttustu leiðina," sagði hann og kvaðst vonast til að til- lagan yrði til að málið leystist. PETUR SIGURÐSSON, FORSETI ASV Mæli ekki gegn tillögunni PÉTUR Sigurðsson, forseti Alþýðusambands Vestíjarða, sagðist vera sáttur við miðlunartil- löguna og treysti sér ekki til að mæla gegn henni. „Ríkissáttasemjari tók tillit til beggja deiluað- ila en þetta er óneitanlega rýr uppskera miðað við tímann sem hefur farið í þessa deilu.“ Pétur sagði að það væri undir sjávarútvegs- ráðherra komið hvernig mál þróuðust. „Sam- +b þykkt miðlunartillögunnar er undir því komin hvort frumvarp um sérstakt kvótaþing verður samþykkt, en það er mikið hagsmunainál fyrir sjómenn. Ef það gengur eftir getum við verið sáttir í bili.“ KRISTJAN RAGNARSSON, FORMAÐUR LÍÚ / / LIU mælir hvorki með né á móti miðlunartillögu KRISTJÁN Ragnarsson, formaður Landssam- bands islenskra útvegsmanna, segir að miðlun- artillaga ríkissáttasemjara taki ekkert tillit til þeirra sjónarmiða sem útvegsmenn hafa lagt fram í kjaradeilu þeirra við sjómenn. „Við erum meðal annars ósáttir við að launa- kostnaður sparist ekki þótt fækkað sé í áhöfn. f öllum öðrum atvinnurekstri sparast launakostn- aður ef fólki fækkar við tiltekna vinnu. Hjá okk- ur gerist það ekki vegna gamalla og úreltra ákvæða í kjarasamningum; þess í stað vex hann.“ Kristján segir að útvegsmenn hafi lagt áherslu á að veikindakaupi verði breytt þannig að fast kaup yrði greitt í tiltekinn tíma fyrsta hálfa mánuðinn og þá tæki við svokölluð stað- gengisregla, sem feli í sér að veikur sjómaður fái sömu laun og hann hefði fengið ef hann væri um borð. „Að þeim tíma liðnum vildum við lengja launagreiðslur til þeirra sem væru veikir. Þessu höfnuðu sjómenn en þetta hefði komið sér vel fyrir þá sem eiga við langvarandi veikindi að stríða." Utvegsmenn eru einnig ósáttir við stofnun sérstaks kvótaþings, sem gert er ráð fyrir í frumvörpum fiskverðsnéfndar, en þau éru grundvöllur miðlunartillagnanna. Telur Krislján að það muni bitna á bátaflotanum með ósann- gjörnum og ófyrirsjáanlegum hætti. „Flotinn hefur fram til þessa getað verið lengur að út- gerð en heimildir duga til. Með stofnun kvóta- þings yrði það ekki lengur hægft og mönnum gert erfiðara fyrir við veiðar." Kristján segir að samninganefndin muni hvorki mæla með né gegn miðlunartiliögunum, en samningamenn útvegsmanna mum nú halda til síns heima og skýra málið hver með sínum hætti. SÆVAR GUNNARSSON, FORMADUR SJÓMANNASAMBANDS ÍSLANDS Ekki verri en ég bjóst við SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjómannasam- bands íslands, sagði að miðlunartillagan hefði ekki verið „verri en ég bjóst við“. Þar sem undir væru frumvörp þríhöfðanefndarinnar svoköll- uðu kvaðst hann búast við að mæla með því að sjómenn samþykktn miðlunartiilögurnar. „Frumvörpin ráða úrslitum um það en sfðan er tekið þarna á ýmsum málum. Það eru helst loðnusjómennirnir sem standa út af,“ sagði Sæv- ar. Hann sagðist þar eiga við að tillagan gerði aðeins ráð fyrir loðnulöndunarleyfi undirmanna í heimahöfn skipsins. Ákvæði tillögunnar gerir ráð fyrir að í heimahöfn sinni tveir undirmenn löndun á loðnuveiðum en aðrir eigi frí. Sævar segir að fjölmörg loðnuskip landi aldrei í sinni heimahöfn og þess vegna sé þessi heimild of þröng eins og hún sé orðuð. „En í Ijósi þess að þarna eru undir frumvörpin og þarna er tekið á launaliðunum, útivistartíma á frystiskipum og dánar- og örorkubótum þá sjáum við ekki á þessari stundu að lengra verði komist," sagði Sævar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.