Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 41

Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 41
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 41* KIRKJUSTARF „ÉG ÆTLA að segja ykkur sögu“ . . . Þannig hófu þeir mál sitt fyrirles- arar á ráðstefhu á Akur- eyri á dögunum þar sem umfjöllunarefnið var munnleg geymd i nútíma samfélagi og tengsl ferða- þjónustu og menningar. Lífið er saga Að líta á lífið sem sögu eins og David Campell frá Skotlandi orðaði það ,A Wonderful Story“ er ekki svo fráleitt. Sögur eru eins og lífið sjálft fjöl- breytilegar, þær eru skemmtilegar, spennandi, ævintýralegar, sorglegar, en sjaldnast leiðinlegar. Þama komu saman fræði- menn, leikmenn og listamenn sem áttu það sameiginlegt að segja sögur. Þar var hinn hefðbundni sagnaþulur sem fékk okkur til að missa kjálkana niður á bringu, hlæja og tárast allt í senn við að hlusta á eina sögu. Góður sögumað- ur er að sjálfsögðu listamaður og við sáum einnig sögur túlkaðar með ljóð- um, söng og dansi. Aðrir kusu að segja sinar sögur með nútíma tækni, kvik- myndum og margmiðlun. Þama opn- uðust augu manna fyrir því hvemig nýta má alla þessa miðlunarmáta, láta þá vinna saman og ná til sem flestra. Við íslendingar höfum ekki þá sterku sagnahefð sem Skotamir kynntu, en okkar hefðir þó. Þeir sýndu svo sannariega fram á að þjóð- legur fróðleikur þarf ekki að vera þungur eins og sumir kynnu að halda, heldur þvert á móti léttur og skemmtilegur, færður í stílinn hjá hverjum þeim sem í hlut á og segir söguna á sinn persónulega hátt. Auð- vitað breytast sögumar í meðfómm manna en þær þurfa ekki allar að byija á einu sinni fyrir langa löngu ... heldur getur það sem gerðist í gær eða í morg- un líka verið í frásögur færandi. Litlar sögur at- vik, frásagnir, brandarar úr nútíð og fortíð, trölia- sögur, álfasögur, sannar sögur og þannig má lengi telja. Þessi dýr- mæta hefð að segja sög- ur miðlar þekkingu og menningu löngu liðinna tíma beint og óbeint, við fáum innblástur og lær- um auk þess að vera skemmt. Það sakar ekki að prófa, ein h'til saga, svo kemur önnur og önn- ur, teiknimynd með til- gang, saga með boðskap. Það má setja hluti fram á mismunandi vegu eftir því hvað hentar hlustendum hverju sinni, þroskastigi þeirra og skilningi. Síðar á lífsleiðinni ná þeir að yfirfæra og tengja. Tengsl ferðaþjónustu og menningar Menningartengd ferðaþjónusta er afar spennandi viðfangsefni og fjöl- breyttir vannýttir möguleikar á þeim vettvangi hérlendis. Það er vaxandi krafa meðal ferðamanna að fræðast um land og þjóð fyrr og nú, þeir dást að fallegri náttúru en vilja jafnframt vita hvað landsmenn hafast að. Víða þurfum við að gera betur, merkja þarf sögustaði og fræða ferðamenn innlenda og erlenda um það sem gerðist á hverjum stað. Þróunin inn- an ferðageirans er einnig í þá átt að æ fleiri ferðast á eigin vegum án leið- sögumanna sem gjarnan sjá um fræðsluþátt ferðalagsins. Þessum breytingum þurfum við að mæta, ásamt því að miðla menningararfin- um til unga fólksins. Ein leið til þessa er að byggja upp Menningartengd ferða- þjónusta, segir Asborg Arnþórsdóttir, er afar spennandi viðfangsefni. menningarmiðstöðvar eða fræðslu- setur þar sem efnið er sett fram á lif- andi máta og fræðslu og skemmtun blandað saman á smekklegan hátt. Slíkir staðir þjóna jafnt heimamönn- um sem innlendum og erlendum gestum. Önnur leið er að miðla fróð- leik með hjálp nútímatækni s.s. margmiðlunar. Nemendur í Mennta- skólanum að Laugarvatni færa um þessar mundir inn á veraldarvefinn fjölþættan fróðleik um mannlíf í sveitinni fyrr og nú ásamt sögum og sögnum af ýmsum toga sem margar koma frá fyrstu hendi. I Uppsveitum Ámessýslu verður á næstunni lögð rík áhersla á sögu og menningu svæðisins. Þar verður leit- ast við að miðla til heimamanna og gesta þjóðlegum fróðleik á aðgengi- legan hátt. Það er mikils virði að unga fólkið átti sig á uppruna sínum og sé stolt af, ekki hvað síst nú þegar allur heimurinn stendur því opinn til náms og starfa. Jákvæð sjálfsmynd er hollt veganesti út á vinnumarkað án landamæra. Þeir voru frábærir sögumennimir frá Skotlandi og Wales og við sem nutum frásanga þeirra á Akureyri komum fróðari heim, með Ijúfar minningar í farteskinu. í fullum sal af fólki jafnt snemma morguns sem seint að kvöldi náðu þeir að halda al- gerri athygli, þátttakendur hlustuðu eins og böm á hverja söguna á fætur annarri. Einu sinni var ... Höfundur er ferðamálafulltrúi upp- sveita Ámessýslu. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf fyrir 10-12 ára kl. 17. Dómkirkjan. Kl. 13.30-16 mömmu- fundur í safnaðarh., Lækjargötu 14a. Kl. 16.30 samverustund fyrir börn 11-12 ára. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12. Orgelleikur, ritningarlestur, alt- arisganga, fyrirbænir. Léttur máls- verður á eftir. Hallgrímskirkja. Fyrirbænaguðs- þjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúk- um. Orgelleikur og lestur Passíu- sálma kl. 12. Háteigskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn kl. 17 í safnaðarheimilinu. Langholtskirkja.Ungbamamorg- unn kl. 10-12. Æskulýðsfundur kl. 19.30. Laugarneskirkja. Lofgjörðar- og bænastund kl. 21. Umsjón Þorvald- ur Halldórsson. Neskirkja. Foreldramorgunn á morgun kl. 10-12. Þroski barna og örvun. Óháði söfnuðurinn. Föstumessa kl. 20.30. Þóra Björnsdóttir, guð- fræðinemi prédikar. Kaffi. Biblíu- lestur út frá 30. Passíusálmar í safnaðarheimili að lokinni guðs- þjónustu. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12 Arbæjarkirkja. Foreldramorgunn í safnaðarheimilinu í dag kl. 10-12. Hjúkrunarfræðingar frá Heilsu- gæslu Árbæjar koma í heimsókn og ræða um kynlíf eftir barneignir. Breiðhoitskirkja. Bænaguðsþjón- usta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknar- prests í viðtalstímum hans. Digraneskirkja. Starf aldraðra í dag frá kl. 11. Fella- og Hólakirkja. Starf fyrir 9- 10 ára kl. 17. Grafarvogskirkja. Eldri borgarar. Opið hús kl. 13.30. Föndrað, spilað, sungið. Kaffi. KFUM, drengir 9-12 ára kl. 17.30-18.30. Æskulýðsfélag, yngri deild, fyrir 8. bekk, kl. 20-22. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Mæðramorgunn í safnaðarheimilinu Borgum kl. 10- 12. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús fyrir 8-10 ára börn kl. 17-18.30 í safnaðarheimilinu Linnetstíg 6. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Vonarhöfn í safnaðarh. Strandbergi fyrir 10-12 ára kl. 17-18.30. Bessastaðakirkja. Bæna- og kyrrð- arstund kl. 17.30. Hægt er að koma bænaefnum til presta og djákna^ safnaðarins. Vídali'nskirkja. Fundur í æskulýð- félaginu, yngri deild kl. 19.30, eldri deild kl. 21. Víðistaðakirkja. Aftansöngur og fyrirbænir kl. 18.30. Borgameskirkja. Helgistund þriðjudaga kl. 18.30. Mömmumorg- unn í safnaðarhúsi , Bröttugötu 6, kl. 10-12. Grindavíkurkirkja. Foreldramorg- unn kl. 10. TTT starf kl. 18-19 fyrir 10-12 ára. Unglingastarf kl. 20.30 . fyrir 8., 9. og 10. bekk. Keflavíkurkirkja. Hugvekja í Hvammi kl. 14. Kirkjan opin 14-16. Starfsfólk kirkjunnar í Kirkjulundi 14-16. Landakirkja. Kl. 16 kirkjuprakkar- ‘ ar (7-9 ára). Kl. 20.30 Eldri deild KFUM & K fundar í húsi félag- anna. Lágafellskirkja. Kyrrðar- og bænastund verður í Lágafells- kirkju, í dag, kl. 18. Akraneskirkja. Ame Tord Sveinall, lektor í Noregi, flytur fyr- irlestur í Veitingahúsinu Langa- sandi kl. 20 um nýöld og kristin- dóm. Islenskur túlkur. Aðgangs- eyrir 500 kr. Kaffiveitingar inni- faldar. Sóknarprestur. Einu sinni var Ásborg Arnþórsdóttir SAFNAÐARSTARF Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa kl. 10-14. Léttur málsverð- SVIPMIKILL EÐALVAGN Hyundai Sonata er flaggskip Hyundai flotans; Á EINSTÖKU TILB0ÐI í NOKKRA DAGA svipsterkur og glæsilegur bítl á góðu verði. Hyundai er breiður og rúmgóður eðalvagn með 139 hestafla 2000 vél og er einstaklega lipur og mjúkur i akstri. Tveir líknarbelgir, ABS bremsukerfi, styrktarbitar í hurðum o.fl. tryggir öryggi farþeganna. N Ú E R LAG - SONATA Suðurlandsbraut 14 & Ármúla 13 • Söludeild: 575-1220 • Skiptiborð: 575 1200 <B> HYUnDRI — til framtiðar Fax: 568 3818 • Netfang: bl@bl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.