Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 43
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRÍÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 43 ~
S
I
'1
I
i
J
j
I
I
j
I
K
I
l
i
I
i
I
Með þessum fáu orðum vil ég láta
í ljósi virðingu mína og einlæga
þökk fyrir allt það, sem Sólveig og
Ásgeir voru mér og mínu fólki.
Guð blessi minningu þeiiTa.
Stefán Gunnlaugsson.
Á komandi hausti eru liðin fímm-
tíu og tvö ár síðan við hjónin giftum
okkur og settumst að í íbúð okkar á
Brekkugötu 22. Næstu nágrannar
okkar urðu þá hjónin á Brekkugötu
24, Sólveig Björnsdóttir og Ásgeir
G. Stefánsson, og börn þeirra þrjú.
Ásgeir lést árið 1965, og nú hefur
Sólveig kvatt þennan heim, há-
öldruð og vafalaust hvíldinni fegin.
Það verður aldrei fyllilega tíund-
að hvað það er nýgiftum hjónum
mikils virði að eignast góða ná-
granna. En með sanni má segja að
þau hjónin í næsta húsi við okkur
ungu hjónin hafi lagt sig í líma við
að taka okkur með hlýju og um-
hyggjusemi og vera okkur innan
handar ef með þurfti. Það kom
ekki síður til kasta konunnar og
minnist Hulda kona mín þess oft
hvað Sólveig tók henni innilega og
vildi vera henni vinsamleg og
greiðvikin. Þá var enn til siðs að
konur væru heima og ynnu sínu
heimili og því var mikils virði að
samgangur milli húsa og kynni
kvenna væru ánægjuleg og veit-
andi. Heimili Sólveigar var traust
og myndarlegt og kynni við það öll
á hinn besta veg.
Sólveig Björnsdóttir var borin og
barnfædd Hafnfírðingur, dóttir
hjónanna Ragnhildar Egiisdóttur
og Bjöms Helgasonar skipstjóra og
var hún elst sex barna þeirra. Þau
hjónin voru virtir borgarar í bænum
og sama má segja um börn þeirra.
Það er orðinn mikill ættbálkur sem
hefur sett svip á líf og starf í bæn-
um um langt skeið.
Eftir barnaskólanám gekk Sól-
veig í Flensborgarskóla og lauk
þaðan prófi. Einnig dvaldi hún um
skeið í Danmörku til frekara náms.
Hún vann lengi á símstöðinni í
Hafnarfirði, var símastúlka sem
kallað var.
Á haustdögum árið 1932 giftist
Sólveig Ásgeiri G. Stefánssyni
byggingarmeistara og útgerðarfor-
stjóra. Þau settust að í nýju húsi
sem hann hafði reist þeim hjónum.
Voru hæg heimatökin hjá honum að
búa þeim vel í haginn í þessum efn-
um því að talið er að hann og bræð-
ur hans hafi reist um fimmtung
allra húsa sem reist voru í bænum á
þriðja áratugnum, þar á méðal stór-
hýsin barnaskólann við Lækinn, St.
Jósefsspítala og Flensborgarskól-
ann á Hamrinum.
Ásgeir reisti hús þeirra hjóna á
lóð foreldra sinna þar sem hann ólst
upp sjálfur. Þetta var lítið fallegt
steinhús sem þau stækkuðu þegar
fjölskyldan óx. Þrír bræðumir
reistu hús á þessari lóð, þrjú syðstu
húsin við Brekkugötu. Hús foreldra
þeirra, Stefánshús, stendur enn við
Suðurgötu.
Það gleymist oft þegar mikilla
athafnamanna er getið hver hlutur
eiginkvenna er í störfum þeirra.
Þegar þau Sólveig og Ásgeir gift-
ust var hann nýtekinn við stjórn
Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar sem
þá var einstætt fyrirtæki af sinni
gerð á landinu. Hann þurfti vissu-
lega að leggja sig fram og ekki
verður því neitað að hann var um-
talaður maður í bænum, stundum
ekki vandaðar kveðjurnar, enda að-
sópsmikill og ákafasamur í fram-
kvæmdum.
Að sjálfsögðu var eiginkonan
þátttakandi í þessum átökum en
hún gætti heimilisins, bús og barna
af myndarskap, hlédrægni og hlýju.
Hún rækti húsmóðurhlutverldð af
skyldurækni og trúmennsku. Bóndi
hennar var höfðingi, sem viða sá
stað, en aldrei varð annars vart en
hún rækti sama myndarskapinn á
sínum vettvangi.
Það er af þessum sökum sem við
hjónin flytjum afkomendum og vin-
um Sólveigar Björnsdóttur alúðar-
fyllstu samúðarkveðjur við andlát
hennar og þökkum kynni og hlýju
nágrannanna í næsta húsi um ára-
tuga skeið.
Stefán Júlíusson.
VALFRÍÐUR
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Valfríður Guð-
mundsdóttir
fæddist á Heima-
skaga á Akranesi 8.
janúar 1894. Hún
lést á Droplaugar-
stöðum í Reykjavík
5. mars siðastliðinn.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guð-
mundur Árnason og
Sigurrós Gunnlaugs-
dóttir. Valfríður ólst
upp hjá föðurbróður
sínum, Jóni Árnasyni
skútuskipstjóra og
konu hans Helgu Jó-
hannesdóttur.
Hinn 30. október 1920 giftist
Valfríður Jóni Guðmundssyni frá
Eyri í Ingólfsfirði, f. 17.8. 1896,
d. 17.12. 1983, útgerðarmanni í
Reykjavík. Hann var sonur Guð-
mundar Arngrímssonar, bónda á
Eyri, og síðari konu hans Guð-
rúnar Jónsdóttur húsfreyju.
Misjöfn er mannanna ævi, eða á
ég kannski fremur að segja mislöng
er mannanna ævi. Þegar Fríða
ömmusystir mín var að verða sex-
tug stakk dóttir hennar upp á því að
hún hressti upp á stofuna fyrir af-
mælið. Æ, það tekur því ekki sagði
afmælisbarnið. Síðan liðu 44 ár þar
til Valfríður Guðmundsdóttir eða
Fríða eins og hún var alltaf kölluð
kvaddi þennan heim nýorðin 104
ára gömul, þá elst Islendinga.
Fríða var þriðja bamið í röð sjö
alsystkina sem fæddust uppi á
Akranesi á síðasta tug 19. aldar.
Faðir hennar hét Guðmundur Áma-
son útvegsbóndi á Hóli, en móðir
hennar Sigurrós Gunnlaugsdóttir.
Hún hafði verið gift áður og átti
einn son af fyrra hjónabandi. Fríða
var send í fóstur til fóðurbróður
síns Jóns Árnasonar skipstjóra í
Heimaskaga á Akranesi og konu
hans Helgu Jóhannesdóttur, en þau
vora barnlaus. Það var líklega bæði
barnleysið og ómegð heima fyrir
sem ollu því að Fríða var send í
fóstur, en slíkt var mjög algengt hér
áður fyrr.
Fríða lifði tíma mikilla breytinga.
Þegar hún fæddist var ísland hluti
af Danaveldi, með landshöfðingja
sem æðsta yfirvald konungs í
Reykjavík. Meðan hún var að slíta
bamsskónum uppi á Skaga var rif-
ist heiftarlega um það hvort íslend-
ingar ættu að fá sérstakan ráðherra
og hvort hann ætti að sitja í Kaup-
mannahöfn eða í Reykjavík. Meðan
sú rimma stóð yfir horfðu börnin á
Skaganum á breska togara hrifsa til
sín lífsbjörgina þegar þeir plægðu
Faxaflóann allt upp í landsteina
með miklu stórtækari veiðarfærum
en íslendingar þekktu þá almennt.
Amma mín Guðrún sagði mér ein-
hverju sinni að hún hefði hatað
Breta í æsku og aldrei getað litið þá
réttu auga vegna þess hvernig þeir
fóra með fiskimiðin úti á flóanum
sem smáútgerðin, þar með talin út-
gerð föður hennar, byggði á.
Þegar Fríða var tíu ára fékkst
ráðherrann umdeildi, en ekki veit
ég hvort hún fékk nokkurn tíma að
líta þann merka mann Hannes Haf-
stein. Hún kynntist hins vegar
heimili Thors Jensen á Fríkirkju-
vegi 11, en þar var hún vinnukona
um skeið og lét vel af. Þar kynntist
hún Ólafí Thors sem hún studdi síð-
ar dyggilega sem stjórnmálafor-
ingja.
Sumarið 1912 hélt Fríða norður í
land til að salta síld ásamt Guðrúnu
systur sinni og Halldóra Guð-
mundsdóttur móður Guðmundar
Jónssonar óperasöngvara og þeirra
systkina, en hún var einnig af Skag-
anum. Þetta var einmitt sumarið
sem Þórbergur Þórðarson lýsti svo
skemmtilega í íslenskum aðli. Ekki
komu þær vinkonurnar þar við sögu
svo vitað sé, en fyrir þær var mikið
ævintýri að vinna í síldinni og kynn-
ast nýju fólki, að ekki sé minnst á
hina norðlensku fegurð.
Fríða var 21 árs þegar íslenskar
Dóttir Valfríðar og
Jóns er Guðrún Möll-
er, f. 12.7. 1926, hús-
móðir og fyrrv. full-
trúi hjá Rafmagns-
eftirliti rikisins,
ekkja eftir Sigurð
Möller vélfræðing
sem lést 1970 og eru
börn þeirra tvö. 1)
Jón S. Möller, f. 7.
11. 1956, verkfræð-
ingur í Reykjavík,
kvæntur Helgu
Hauksdóttur félags-
ráðgjafa og eiga þau
tvo syni, Sigurð og
Hauk. 2) Valfríður Möller, f. 5.2.
1959, hjúkrunarfræðingur, gift
Jóni Karli Ólafssyni, viðskipta-
fræðingi hjá Flugleiðum, og eru
dætur þeirra Guðrún, Anna Sig-
rún og Edda Björg.
títför Valfríðar fór fram, í
kyrrþey að ósk hinnar látnu, frá
Fossvogskapellu 13. mars.
konur 40 ára og eldri fengu kosn-
ingarétt til Aiþingis árið 1915 á tím-
um fyrri heimsstyrjaldarinnar og
hún var 24 ára þegar ísland varð
fullvalda ríki. Ekki veit ég til þess
að Friða hafi haft mikinn áhuga á
kvenréttindum, en hún hafði sínar
skoðanir á stjórnmálum. Þegar hún
var 100 ára runnu upp kosningarn-
ar 1994 þegar hart var barist í
Reykjavík. Lilla (Guðrún) dóttir
hennar var ekki alveg viss um hvort
gamla konan væri enn með á nótun-
um og spurði hvort hún vissi hvern
hún ætlaði að kjósa. Hvað er þetta
sagði Fríða hneyksluð. Ég hef alltaf
kosið Sjálfstæðisflokkinn og ætla að
gera það nú!
Fram um miðja þessa öld var
berklaveiki vágestur á heimilum
víða um land. Fjölskylda Fríðu og
ömmu minnar fengu sinn skammt af
þeim hörmungum. Með skömmu
millibili dóu þrjár systranna úr
berklaveiki, stúlkur á þrítugsaldri.
Guðríður og Emelía dóu frá manni
og tveimur ungum börnum, en
Svanfríður var ógift. Alllöngu síðar
dóu svo bræðurnir Ámi og Valde-
mar, báðir fjölskyldumenn, einnig
úr berklum. Þá voru Fríða og Guð-
rán amma mín einar eftir ásamt
Sigurði hálfbróður þeirra. Það var
kært með þeim systrum sem m.a.
kom fram í því hve vel Fríða reynd-
ist systurdætram sínum meðan þær
vora í námi í Reykjavík, en þær áttu
heima í Laxnesi í Mosfellssveit.
Rósa móðursystir mín var bæði í
fæði og húsnæði hjá Fríðu meðan
hún var í Verslunarskólanum, en
mamma í fæði sem Kvennaskóla-
stúlka, auk þess sem þær vora
heimagangar hjá Fríðu meðan þær
bjuggu í Reykjavík, m.a. á stríðsár-
unum.
Árið 1920 giftist Fríða Jóni Guð-
mundssyni útgerðarmanni ættuðum
frá Eyri við Ingólfsfjörð, en hann
var það sem á þeim tíma var kallað
síldarspekúlant. Á hverju sumri um
árabil héldu þau norður í land og
dvöldust sumarlangt í síldarpláss-
um á Djúpuvík, í Ingólfsfirði og víð-
ar, en síldveiðin gekk misjafnlega
svo sem sagan greinir frá. Þau hjón-
in voru barnlaus en ættleiddu syst-
urdóttur Jóns, Guðránu, sem síðar
giftist Sigurði Möller og eignaðist
með honum augasteinana hennar
Fríðu; Nonna og Völu.
Fríða og Jón bjuggu lengst af á
Bræðraborgarstíg 4 í Reykjavík og
þar man ég fyrst eftir þeim. I hús-
inu voru margar íbúðir, þar var
sparigangur og sparidyr, en gengið
dags daglega inn bakdyramegin.
Sparimegin var allt ljósmálað og
fínar gljálakkaðar hurðir, en hinum
megin var allt grátt og gólfin lögð
steinflísum. Okkur systkinunum
fannst alltaf óskaplega spennandi
að heimsækja Fríðu þegar við vor-
um að koma frá Vestmannaeyjum í
sumarfrí. Fríða vissi hvað okkur
þótti best og brá sér út í Síld og fisk
þar sem fengust rauðar pylsur. Svo-
leiðis fínirí fékkst ekki í Eyjum á
þeim árum, en hve holl litarefnin
vora ætla ég ekki einu sinni að leiða
hugann að.
Þá var fólkið í húsinu ekki síður
forvitnilegt. Guðrán systir Jóns,
amma Guðmundar Árna Stefáns-
sonar kollega míns, bjó á sömu hæð,
en þessar gömlu konur voru ekta ís-
lenskar húsmæður þeirra ára, enn
með flétturnar sínar vafðar um höf-
uðið, á morgunkjól og í hnepptri
peysu, en fóru í peysuföt við hátíð-
leg tækifæri. Síðar féllu flétturnar
og þá fannst þeim sumum erfitt að
skrýðast íslenskum búningi.
Ættingjar Jóns úr Strandasýsl-
unni voru stundum á ferðinni, svip-
sterkt fólk sem hafði frá mörgu að
segja. Fyrsta vetur minn í mennta-
skóla bjó ég hjá ömmu minni á
Öldugötunni en þaðan var stutt yfir
til Fríðu og kom ég nokkuð oft til
hennar með ömmu. Ég held að það
hafi verið þann vetur sem sjálfur
höfðinginn frá Eyri, Guðjón hrepp-
stjóri bróðir Jóns, var á ferð í höf-
uðstaðnum og gisti hjá Guðrúnu
systur sinni. Eina nóttina vaknar
Fríða við mikið brambolt í húsinu.
Þegar að var gáð reyndist þar
hreppstjórinn sjálfur á ferð. Hann
var því vanur frá barnsaldri að hafa
kopp undir ráminu sínu norður á
Ströndum og gat ekki sofnað án
hans og var alveg sama þótt salerni
væri í grennd. Hann fór því á stjá í
leit að næturgagni, en fann ekkert
brúklegra en gamla málningardós
niðri í kjallara sem hann var þó
hæstánægður með. Þar sem hann
var ekki hagvanur á Bræðraborgar-
stígnum fylgdi nokkur hávaði leit
gamla mannsins, en hann var ekk-
ert að hugsa um það þótt hann vekti
alla í húsinu. Þetta fannst sumum
sýna mikla forneskju þeirra Standa-
manna, en aðrir hentu gaman að,
þar á meðal Friða.
Þær Fríða og amma mín voru af
þeirri kynslóð kvenna sem ólst upp
við nokkuð stífar reglur um það
hvað væri við hæfi kvenna. Þær
reyktu hvorki né drakku vín framan
af ævi, en þegar á leið féllu þau vígi,
að vísu ekki alvarlega. Veturinn
sem ég bjó hjá ömmu minni vora
þær systumar að laumast til að púa
sígarettur og fá sér smá sérrídreitil,
svona til að bæta upp syndleysi
fyrri ára, en það mátti helst enginn
vita af þessu. Að öðra leyti voru
þær rólyndis konur, fróðar og
minnugar, en mjög ákveðnar ef á
reyndi.
Þegar ellin sótti að þeim Jóni og
Fríðu fluttu þau í íbúð fyrir aldraða ”
í Furagerði og síðar eftir að Jón var
látinn (d. 1983) flutti Fríða á Drop-
laugarstaði þar sem hún naut afar
góðs atlætis til dauðadags. Hún hélt
lengst af líkamlegum kröftum, en
síðustu árin var eins og hugurinn
leitaði sífellt lengra aftur í tímann,
eins og algengt er hjá gömlu fólki. Á
tímabili hafði hún miklar áhyggjur
af Jóni manni sínum og fannst hann
vera að flækjast einhvers staðar úti
í bæ, þótt löngu látinn væri. Síðan
var eins og hún væri aftur orðin
barn uppi á Skaga hjá þeim Jóni og íb
Helgu. Einhvern daginn sagði hún
upp úr eins manns hljóði: Mikið
vora smákökurnar alltaf góðar hjá
henni Helgu. Hún notaði alltaf ís-
lenskt smjör.
Við kveðjum nú Valfríði Guð-
mundsdóttur sem síðust systkin-
anna frá Hóli á Akranesi heldur yfir
móðuna miklu. I mínum huga er
mynd hennar umvafin blíðu og góð-
mennsku. Það var alltaf eitthvað
svo rólegt og heimilislegt í kringum
hana, þótt hún kæmi sínu fram með
hægðinni. Fjölskylda mín sendir
Lillu, Nonna og Völu, mökum
þeirra og bömum innilegar samúð-
arkveðjur. Nú er amma Fríða öll.
Kristín Ástgeirsdóttir. gg
Hver minning dýrmæt perla að liðnum lífsins
degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér.
Pinn kærleikur í verki var gjöf, sem gleymist
eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að kynnast
þér.
(Ingibj. Sig.)
Elsku Fríða, með þessum ljóðlín-
um kveð ég þig og þakka þér alla
þína umhyggju sem þú sýndir mér
frá barnsaldri til fullorðinsára.
Þær gleymast seint stundirnar
sem ég átti hjá ykkur Jóni á
Bræðraborgarstígnum og öll sú ást
og hlýja sem þið gáfuð mér.
Hafðu þökk fyrir allt. Blessuð sé
minning þín.
Eyjólfur.
EYJÓLFUR
SIGURÐSSON
+ Eyjólfur Sig-
urðsson fæddist í
Reykjavík 8. maí
1919. Hann lést á
Vífilsstaðaspítala 1.
mars síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Siguröur Eyjólfsson
og Þorbjörg Vigfús-
dóttir, en frá tveggja
ára aldri ólst hann
upp á Kolslæk í
Borgarfirði hjá
Andrési Vigfússyni
og Höllu Jónsdóttur.
Bræður hans eru
Bergur, látinn,
Skúli, látinn, Einar, Bragi og
Baldur. Hálfbræður
hans samfeðra eru
Gylfi og Sigþór.
Uppeldissystir hans
er Þórunn Andrés-
dóttir.
Hinn 18. maí 1966
kvæntist Eyjólfur
Ingu Magnúsdóttur,
f. 28.6. 1918. Sonur "‘r
Ingu er Magnús Ingi-
mundarson, f. 19.
mars 1945.
títför Eyjólfs fór ,
fram frá Fríkirkj- 1
unni í Reykjavík 10.
mars.
Ég man fyrst eftir Eyfa þegar ég
var lítill snáði með móður minni í
Reykholti. Þaðan er mér minnisstæð
stóra hrærivélin í eldhúsinu þar sem
mamma vann, gufubaðið og fjósið
þar sem Eyfi var bústjóri, en minn-
ingin um Eyfa er þó skýrast.
Mamma og Eyfi giftu sig árið 1966,
þá var ég orðinn 21 árs gamall en ölí
þessi ái- kom jólakort frá Eyfa til
okkar.
Ég veiddi silung í fyrsta skipti
með mömmu og Eyfa í Élliðaárvatni
en oftast var veitt í Álftavatni. En
þar var okkur fjölskyldunni oft boðið
að dvelja með þeim í sumai’bústað
starfsmanna Landsbankans, og era
það indælar og skemmtilegar minn-
ingai-. Mamma og Eyfi heimsóttu
okkur í Svíþjóð og var Eyfi sérstak-
lega hrifinn af skóginum, og ég man
hvað hann var léttur á fæti þegar við
fóram í gönguferðir eftir stórgrýttri
ströndinni á Váddö. Þar hoppaði
hann af einum steininum yfir á ann-
an eins og unglingur. Hans kærustu
umræðuefni vora veiðimennska og
sveitabýlið í Borgarfirðinum, sem
alltaf var honum kært.
Eyfi þekkti marga, og þegar ég
var með honum niðri í bæ stoppaði
hann og talaði við kunningja á hverju
homi. Hann vai- handlaginn og ná-
kvæmur og fallegar eru bækurnar
sem hann batt inn. Það var stórt
skref fyrir Eyfa að flytja úr sveitinni
í stórborgina, enda var jeppinn skil-
inn eftir í fyrstu ferðinni við Elliða-
árbrekkuna. Hann vandist þó fljótt
umferðinni í bænum.
Mamma og Eyfi eignuðust strax
íbúð í Skipasundinu og hafa búið þar
alla tíð. Eyfi starfaði fyrst við bygg-
ingarvinnu en lengst af í birgða-
vörslu Landsbankans sem skjala-
vörður og þar kom nákvæmnin að
góðu notum.
Ég vil kveðja þennan ástkæra
heiðursmann með þakklæti fyrir
þann vinskap og hlýju sem hann
alltaf sýndi mér.
Magnús Ingimundarson.