Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
EINAR
ALBERTSSON
+ Einar Magnús
Albertsson fædd-
ist á Búðamesi í
Súðavík 12. júlí
1923. Hann lést á
Sjúkrahúsi Siglu-
fjarðar 9. mars síð-
astliðinn. Foreldrar
hans vom Þórdís
Magnúsdóttir og Al-
bert Einarsson.
Systkini Einars voru
Lúðvík, f. 13. júlí
1912, d. 8. ágúst
1987; Ásgrímur, f. 9.
ágúst 1914, d. 22.
október 1996; Sigríð-
ur, f. 18. júlí 1916, d. 22. júlí
1993, og tvíburasysturnar Guð-
rún og Margrét, f. 18. ágúst
1929.
Eftirlifandi kona Einars er
Þómnn Guðmundsdóttir, ættuð
frá Hjarðardal í Onundarfirði, f.
7. maí 1920. Börn þeirra em 1)
Albert Guðmundur,
f. 15. janúar 1949.
Albert eignaðist tvö
börn með Maríu
Sveinsdóttur, Helgu
Maríu og Einar Þór.
Þau skildu. Núver-
andi eiginkona Al-
berts er Kari Mari
Jonsmoen og eiga
þau eina dóttur,
Unni Lise. 2) Sigríð-
ur Þórdís, f. 3. mars
1951. Hennar maður
er Hörður Sigur-
bjarnarson og eiga
þau þrjú böm,
Heimi, Þóranni og Hildi.
Einar lærði skósmíði og starf-
aði við það um tíma en lengst af
var hann póstfuiltrúi á Pósthúsi
Sigluíjarðar.
Utför Einars fer fram frá
Siglufjarðarkirkju í dag og hefst
athöfnin klukkan 14.
Lífið er fljótt,
líkt er það elding, sem glampar um nótt,
ljósi, sem tindrar á tárum,
titrar á bárum.
(M. Joch.)
Vinur minn og mágur, Einar M.
Albertsson, hefur kvatt þetta jarð-
líf.
Það var snemma árs 1938 að okk-
ur, félögum í Umf. Bifröst í Önund-
arfirði, bárust í hendur nöfn nokk-
urra félaga í Umf. Geisla í Álftafirði
vestra. Meiningin var að koma á
bréfasambandi milli félaga. Ég
mun hafa verið einna fyrstur að
velja mér nafn af listanum: Einar
M. Albertsson, Dvergasteini, 14
ára. Ég sé að bréfin voru sjö sem
ég fékk frá Einari þetta ár, og svip-
aður bréfafjöldi næstu ár.
Ég undrast það nú, er ég les
bréfin frá Einari, 15-17 ára göml-
um, hve vel þau eru stíluð og hugs-
unin frjó.
Hugsjónir ungmennafélags-
hreyfingarinnar hefur hann svo
sannarlega tileinkað sér, og bréfun-
um lýkur hann ævinlega með kjör-
orðinu „íslandi allt“. 15 ára gamall,
haustið 1938, skrifar hann m.a.: -
það er vegna ættjarðarástar að við
loma
m
öarðskom
v/ FoSSVOQski^UjwCjClpð
Símii 554 0500
MINNINGAR ÖG
MftlSMT
Segðu hug þinn um leið
og þú lætur gott af þér
® 5614400 lci6a
<0lr KJÁLPAR5T0FNUN
\nrj KÍRKJUNNAR
'Cr
£
%
9*
/
^fGASS^
Þegar andlát
ber að höndum
Útfararstofa kirkjugarðanna ehf.
Sími 551 1266
Allan sólarhringinn
ungmennafélagar notu kjörorðið
fallega: „íslandi allt.“ Þökk sé þeim
sem fyrstir sögðu þessi orð og gáfu
ungmennafélögunum þau sem kjör-
orð. - Um hvað við Einar fjölluðum
í þessum bréfum? Um daglegt líf,
nær og fjær, bækur sem við vorum
að lesa o.s.frv. 16 ára gamlir sé ég
að við höfum verið að velta fyrir
okkur ljóðagerð. Einar spyr mig
hvaða ljóð mér þætti fegurst, og
gat þess að sitt uppáhalds ljóð
væri: „Ég bið að heilsa“ - Nú andar
suðrið ...
Sumarið 1944 sá ég Einar „bréfa-
vin“ minn í fyrsta sinn. Hann var
þá fluttur til Siglufjarðar, og ég var
á síldarbáti, sem landaði oftast á
Siglufirði.
En aftur til ársins 1940. Ég var
að Ijúka við að skrifa bréf til Ein-
ars, er Þórunn systir mín kom þar
að, í þann mund og ég var að skrifa
kveðjuorðin. Það var enn nokkur
eyða á blaðinu og skrifaði Þórunn
nokkrar línur neðanmáls.
„Mjór er mikils vísir.“ En þetta
varð til þess að Einar og Þórunn
fór að skrifast á skömmu síðar.
Sumarið 1945 vann Þórunn á
Gildaskálanum á Siglufirði, og þá
hófust kynni þeirra fyrir alvöru.
Ég hefi alla tíð verið stoltur af
Frágangur
a fmælis-
og minn-
ingar-
greina
MIKIL áhersla er lögð á, að
handrit séu vel frá gengin, vél-
rituð eða tölvusett. Sé handrit
tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Það
eykur öryggi í textameðferð og
kemur í veg fyrir tvíverknað. Þá
er enn fremur unnt að senda
greinarnar í símbréfi (569 1115)
og í tölvupósti (minning@mbl,-
is) — vinsamlegast sendið grein-
ina inni í bréfinu, ekki sem við-
hengi.
Auðveldust er móttaka svokall-
aðra ASCII skráa sem í daglegu
tali eru nefndar DOS-texta-
skrár. Þá eru ritvinnslukerfin
Word og WordPerfect einnig
nokkuð auðveld úrvinnslu.
Um hvern látinn einstakling
birtist ein uppistöðugrein af
hæfilegri lengd, en aðrar grein-
ar um sama einstakling tak-
markast við eina örk, A-4, miðað
við meðallínubil og hæfilega
línulengd, - eða 2.200 slög (um
25 dálksentimetra í blaðinu). Til-
vitnanir í sálma eða ljóð tak-
markast við eitt til þrjú erindi.
Greinarhöfundar eru beðnir að
hafa skírnarnöfn sín en ekki
stuttnefni undir greinunum.
því að hafa, óafvitandi og á óbeinan
hátt, stuðlað að því að systir mín
eignaðist svo ágætan eiginmann
sem Einar var.
Blessuð sé minning Einars Al-
bertssonar. Hann var ljúfur og góð-
ur drengur.
Kristján G. Guðmundsson.
Þeim fækkar óðum gömlu sam-
borgurunum frá Siglufjarðarárum
mínum. Og nú er Einar M. Alberts-
son látinn. Satt best að segja kom
andlát hans mér nokkuð á óvart og
mér brá ónotalega. En hér sannað-
ist hið margsagða að enginn veit
ævina fyrr en öll er. Einar M. Al-
bertsson og Dúdda (Þórunn) kona
hans voru sannkallaðir vinir mínir
frá fyrstu kynnum. Og þegar ég
gifti mig og stofnaði heimili með
Rósu konu minni færðist þessi vin-
átta yfir á hana. Enda varð henni
fljótlega ljóst hvílíkar afbragðs
manneskjur voru hér á ferð. Milli
heimila okkar mynduðust því tölu-
verð samskipti sem hér verða ekki
tíunduð. Þó get ég ekki stillt mig
um að nefna bílferðir okkar um
landið með tjöld og útileguútbúnað.
Lengsta ferðin var án efa ferðin
kringum Snæfellsnes og um Vest-
firði, allt til Hjarðardals innri í Ön-
undarfirði, sem voru æskustöðvar
Dúddu. Þetta var ógleymanlegt
ferðalag sem geymist í minni til
hinstu stundar og vonandi máist
ekki af þeim ljósmyndum sem þá
voru teknar.
Satt best að segja man ég ekki
hvenær fundum okkar Einars bar
fyrst saman, en ég held það hljóti að
hafa verið í pólitíkinni í Sósíalistafé-
lagi Siglufjarðar. Einar var starfs-
maður þessa félags um margra ára
skeið og hafði lág laun sem oft borg-
uðust seint. En starf hans var óað-
finnanlegt, unnið af snyrtimennsku
og þeirri alúð sem honum var einum
lagin. Og ég gerði mér fljótlega ljóst
að hann var í þessu starfi af hugsjón
en ekki af pólitísku framapoti. Þessi
hægláti og umtalsgóði maður var
þeirrar gerðar að hörð pólitík taldi
sig ekki hafa þörf fyrir hann í allra
fremstu víglínu. Samt sem áður
naut hann virðingar bæði flokksfé-
laga og andstæðinga af því hann var
góður og vandaður drengur. Þegar
Einar hætti sem starfsmaður hjá
Sósíalistafélaginu hóf hann vinnu
hjá Pósti og síma. Þar á bæ voru
menn ekki lengi að sjá hvers konar
úrvals starfski’aftur hann var, vand-
aður, tryggur og réttsýnn. Honum
voru því falin margs konar trúnað-
arstörf, og það utan Siglufjarðar ef
nauðsyn þótti. Mér er kunnugt um
það að honum buðust betur launuð
störf, og kannske virðingarmeiri,
hjá Pósti og síma, en hann hafnaði
því. A Siglufirði vildu þau hjón vera.
Einar hætti vinnu hjá Pósti og
síma þegar hann var sjötugur eins
og lög gera ráð fyrir. En sú lífsskoð-
un að verða samferðafólkinu að
gagni í lífsbaráttunni var ekki alveg
útdauð því hann og Dúdda fóru að
vinna að málefnum aldraðra í Siglu-
firði. Einar var í stjórn félags þein-a
í mörg ár. Einnig fór hann að vinna
að iðn þeirri sem hann lærði þegar
hann kom fyrst til Siglufjarðar, skó-
smíðinni, eða réttara sagt skóvið-
gerðum. Þá var enginn slíkur í
Siglufirði. Verkstæðið var í bílskúr,
sem hann kom sér upp, gegnt heim-
ilinu við Hólaveg. Ég er alveg viss
um að mínum gömlu samborguram
hefur þótt þetta þörf starfsemi og
verðið fyrir vinnuna hefur áreiðan-
legji ekki fælt þá frá viðskiptunum.
Ég og Rósa kveðjum þetta
tryggðatröll með mikilli virðingu og
þakklæti fyrir liðnar stundir. Við
færam Dúddu, börnum þeirra Al-
berti og Siggu Dísu, sem og öðram
nánum aðstandendum, okkar inni-
legustu samúðarkveðjur og óskum
þeim farsældar á ókomnum árum.
Minningin um góðan dreng lifir svo
lengi sem öndin blaktir í brjóstum
okkar.
Eiríkur Eiríksson.
Vinur minn, Einar Albertsson,
fyrrv. póstfulltrúi í Siglufirði, er
einn ágætasti maður sem ég hef
kynnst um ævina. Leiðii’ okkar lágu
saman, þegar ég var kvaddur norð-
ur í Siglufjörð um hásumai’ fyrir 36
áram til viðræðna um hugsanlegt
framboð í efsta sæti lista Alþýðu-
bandalagsins á Norðurlandi vestra í
komandi alþingiskosningum, en
þingmaðurinn Gunnar Jóhannsson
VILHELMINA
DAGBJÖRT
GUÐMUNDSDÓTTIR
+ Vilhelmína Dag-
björt Guðmunds-
dóttir fæddist í Seli í
Ásahreppi í Holtum
7. september 1906.
Hún andaðist á Sól-
vangi, Hafnarfírði,
9. mars síðastliðinn.
Foreldrar hennar
vom Guðmundur Jó-
hannesson, bóndi í
Seli, f. 18. ágúst
1869, d. 8. júní 1947.
Kona hans var
Sesselja Vigfúsdótt-
ir, f. 29. júlí 1873, d.
11. febrúar 1952.
Vilhelmína átti 13 systkini sem
öll era látin.
Hinn 7. október 1944 giftist
Vilhelmína Sigurði Ólafssyni
Sigurðssyni sem fæddist að Mó-
um á Skagaströnd 11. janúar
1911, dáinn 8. nóvember 1994.
Þeim varð þriggja barna auðið.
1) Guðrún, fædd 4. maí 1944.
Dætur hennar eru tvær, Díana
Margrét Hrafnsdóttir, maki
Nú hefurðu fengið þína lang-
þráðu hvíld, elsku amma Villa. Þó
að um háan aldur hafi verið að ræða
þá finnst okkur systrum afar sárt
að sjá á eftir þér. En við trúum því
að nú sért þú komin til afa og laus
við allan ys og þys þessa heims. Við
eigum margar góðar minningai’ frá
Hraunkambinum, en þar bjugguð
þið afi nær allan ykkar búskap. Við
minnumst heimsóknanna þegar við
komum til þín og afa, fengum kaffi
Steinar Hólmsteins-
son, þau eiga tvo
syni, og Harpa Lind
Hrafnsdóttir. 2)
Brynjar, fæddur 7.
júní 1945, kvæntur
Ernu Ágústsdóttur
og eiga þau fjórar
dætur, Steinunni D.
Brynjarsdóttur,
maki Jón Einar Ey-
steinsson og eiga
þau þrjár dætur,
Bryiyu Rut
Brynjarsdóttur,
maki Rúnar Jónsson
og eiga þau einn son,
Berglind Brynjarsdóttur, maki
Hreinn Ingi Hreinsson, og Ernu
Dögg Brynjarsdóttur. 3) Svan-
hildur, f. 14. júní 1951, gift Ólafi
Þór Jóhannssyni og eiga þau
þrjú börn, Birtu Ólafsdóttur, Sig-
urð Smára Ólafsson og Leó
Ólafsson.
Utför Vilhelmínu fer fram frá
Víöistaðakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.30.
og mjólkurkex sem okkur þótti svo
gott. Þegar við voram litlar bjugg-
um við ásamt foreldrum okkar í
kjallaranum hjá ykkur afa á Hraun-
kambi 8 meðan foreldrar okkar
stóðu í byggingarframkvæmdum.
Okkur þótti þá gott að geta kíkt upp
og heiisað upp á ykkur.
Þú varst mikil og góð prjóna-
kona og sást okkur, og seinna
börnum okkar, fyrir vettlingum og
ullarsokkum. Núna síðustu ár hafð-
var þá að draga sig í hlé vegna ald-
urs.
Óvíða var þá að finna annað eins
mannval í hópi Alþýðubandalags-
manna utan höfuðborgarinnar eins
og einmitt í Siglufirði. Þarna hitti
ég þjóðkunna baráttumenn eins og
Óskar Garibaldason og Þórodd
Guðmundsson en einnig vaska sveit
ungra manna á kafi í bæjarmálun-
um, Hannes Baldvinsson, Benedikt
Sigurðsson, Tryggva Sigurbjarnar-
son og Einar Albertsson auk mikils
fjölda annarra baráttuglaðra sós-
íalista. Allir vora þessir menn
margreyndir hver með sínum hætti
og betur til þess fallnir en ég að
vera í fylkingarbrjósti Alþýðu-
bandalagsmanna í kjördæminu.
Ég varð fljótlega heimagangur á
Hólavegi 15 hjá þeim Einari og
konu hans Þóranni eða Dúddu eins
og hún hefur löngum verið nefnd.
Þar var mér tekið opnum örmum
strax við fyrstu kynni, og þar hef ég
notið gestrisni þeirra hjóna og
margvíslegrai’ hjálpsemi í þrjá og
hálfan áratug.
Einar var Súðvíkingur að upp-
rana en fór til náms á Hellissandi
og seinna í Siglufirði. Hann fékk
ungur brennandi áhuga á þjóðmál-
um og eignaðist þann draum eins og
svo margir aðrir að eiga þátt í að
skapa réttlátt samfélag byggt á
jafnrétti og félagslegum viðhorfum.
Hann var með afbrigðum ósérhlíf-
inn í hvers konar félagsstarfi, ágæt-
ur ræðumaður, tillögugóður og ein-
lægur.
Oft vill það vera, að stjórnmálaá-
hugi manna dofnar með hækkandi
aldri. Maður kemui’ í manns stað og
ný og ný kynslóð skipar sér í fylk-
ingarbrjóst. En áhugi Einars var
alla tíð óskertur, þótt kraftarnh’
færu þverrandi, og hann var óþreyt-
andi að koma ábendingum sínum og
hugmyndum á framfæri. A seinni
áram var hann m.a. kröftugur bar-
áttumaður um málefni aldraðra.
Um leið og við Hallveig færum
Dúddu, börnum hans og fjölskyld-
unni allri samúðarkveðjur okkar vil
ég nú að leiðarlokum þakka Einari
sérstaklega fyrir frábær störf fyrr
og síðar í þágu okkar Alþýðubanda-
lagsmanna.
Ragnar Arnalds.
ir þú þó ekki heilsu til þess að
prjóna. En þó að heilsan væri orðin
léleg þá vildir þú alltaf fylgjast vel
með okkur öllum, hvað við værum
að gera, eða hvort hagir okkar
hefðu breyst eitthvað. Þú fylgdist
vel með barnabarnabörnum þínum
og hafðir gaman af því að fá þau í
heimsókn, bæði heim til þín og síð-
an á Sólvang, þar sem þú dvaldist
síðustu æviár þín.
Nú þegar við kveðjum þig, viljum
við þakka þér fyrir allt sem þú hef-
ur gert fyrir okkur, það er okkur
ómetanlegt.
Margs er að minnast,
margt er hér að þakka.
Guði sé lof fyrir liðna tíð.
Margs er að minnast,
margs er að sakna.
Guð þerri tregatárin stríð.
Far þú í friði,
friður Guðs þig blessi,
hafðu þökk fyrir allt og allt.
Gekkst þú með Guði,
Guð þér nú fylgi,
hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt.
(V. Briem.)
Guð geymi þig, elsku amma.
Steinunn Dagbjört, Brynja
Rut, Berglind og Erna Dögg.
Elsku langamma Spons, þú kall-
aðir mig alltaf litla „sponsið" þitt og
því nefndi ég þig alltaf ömmu
Spons. Ég þakka þér fyrir alla
sokkana og vettlingana sem þú
gafst mér. Nú ertu komin til *
langafa og líður vel.
Leiddu mína litlu hendi,
ljúfi Jesú, þér ég sendi.
Bæn frá mínu brjósti, sjáðu
blíði Jesú, að mér gaðu.
(Ásmundur Eir.)
Blessuð sé minning þín.
Andrea Sif.