Morgunblaðið - 17.03.1998, Qupperneq 51
MORGUNBLAÐIÐ
PRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 51
<
<
<
<
<
<
Góður sunnudagur hjá
íslensku keppendunum
SKAK
Taflfélag Reykjavík-
ur, Faxafeni
18. REYKJAVÍKUR-
SKÁKMÓTIÐ
LARRY Christiansen frá Banda-
ríkjunum er efstur á Reykjavíkur-
skákmótinu. Landi hans Nick
deFirmian er annar. 10.-18. mars.
AÐ LOKNUM sex umferðum á
opna Reykjavíkurskákmótinu hef-
ur Bandaríkjamaðurinn Christian-
sen hlotið fimm og hálfan vinning.
DeFirmian er annar með fimm
vinninga og þriðja sætinu deila
tveir Norðurlandabúar, Daninn
Curt Hansen og Finninn Heikki
Westerinen. Þeir tveir hafa hlotið
fjóra og hálfan vinning. Fjöldi
skákmanna deilir fimmta sæti með
fjóra vinninga og þar á meðal eru
fimm Islending-
ar, þeir Hannes
Hlífai- Stefáns-
son, Helgi Olafs-
son, Þröstur
Þórhallsson,
Björgvin Jóns-
son og Jón Vikt-
or Gunnarsson.
Þeir tveir síð-
astnefndu unnu
báðir sterka and-
stæðinga á sunnudagskvöldið. Jón
Viktor lagði norska stórmeistarann
Rune Djurhuus að velli í glæsilegri
og ævintýralegri sóknarskák og
Björgvin Jónsson vann danska al-
þjóðameistarann Erling Morten-
sen í 60 leikja endatafli. Þá tefldi
Bragi Halldórsson mjög örugglega
á svart gegn enska stórmeistaran-
um Stuart Conquest og vann sann-
færandi sigur. Bragi hefur nú hlot-
ið þrjá og hálfan vinning.
Alls verða tefldar níu umferðir á
mótinu. Næstsíðasta umferðin
hefst í kvöld kl. 17, en síðasta um-
ferðin er tefld á morgun og þá
hefst taflið snemma, kl. 13, til að
tími gefist til verðlaunaafhending-
ar um kvöldið.
Við skulum líta á magnaða viður-
eign þeirra Jóns Viktors og norska
stærðfræðingsins og stórmeistar-
ans Djurhuus:
Hvítt: Jón Viktor Gunnarsson
Svart: Djurhuus, Noregi
Frönsk vörn
1. e4 - e6 2. d4 - d5 3. Rc3 - Bb4
4. e5 - c5 5. a3 - Bxc3+ 6. bxc3 -
Dc7 7. Rf3 - b6 8. Bb5+ - Bd7 9.
Bd3 - Ba4 10. 0-0 - Re7 11. Rel -
Rd7 12. f4 - cxd4 13. cxd4 - Dc3
14. Hbl - Dxd4+ 15. Khl - b5 16.
De2 - a6 17. Rf3 - Da7 18. Be3 -
Dc7
Jón Viktor hefur fórnað peði íyr-
ir ágætar bætur, svarti biskupinn á
a4 er t.d. lokaður úti. Nú leggur
hann til ævintýralegrar atlögu:
19. f5!? - Rxf5 20. Bxf5 - exf5 21.
e6! - fxe6
22. Bf4! - Dxf4?
Djurhuus var orðinn þremur peð-
um yfir og hefði átt að láta það duga.
Nú kemst Jón Viktor í návígi við
svarta kónginn. Mun varlegra var
22. - Db6! Eina leiðin til að hindra
svart í að hróka stutt er að freista
gæfiinnar með mannsfóminni 23.
Bc7!? En eftir 23. - Dxc7 24. Dxe6+
- Kd8 hefur svartur miklu betri
vamarmöguleika en í skákinni.
23. Dxe6+ - Kd8 24. Hbdl - b4?
Eftir þetta vinnur hvítur ömgg-
lega. Svarta staðan er reyndar orð-
in afar varasöm. T.d. er 24. - De4
svarað með 25. Dd6! sem hótar
bæði 26. Hxd5 og 26. Hfel.
25. Dxd5 - Kc7 26. Hd4!
Eftir að þessi hrókur kemur í
sóknina fær svartur ekki við neitt
ráðið.
26. - Dh6 27. Hc4+ - Bc6 28. Rd4
- Rb8 29. Da5+ - Kb7 30. Dxb4+
og svartur gafst upp.
Margeir Pétursson
Daði Örn Jónsson
<
<
<
<
<
<
;
<
i
<
<
<
<
1
<
:
1
I
Uppboð
Framhald uppboðs á eftirfarandi eign verður háð á henni sjálf-
ri, sem hér segir:
Vallholt 23, Vopnafirði, þingl. eig. Björgvin Agnar Hreinsson, gerðar-
beiðandi Húsbréfadeild Húsnæðisstofnunar, föstudaginn 20. mars
1998 kl. 14.00.
Sýslumaðurinn á Seyðisfirði,
16. mars 1998.
Útboð
Fyrir hönd Vöruflutningamiðstöövarinnar hf. er
óskað eftirtilboðum í innanhússfrágang á skrif-
stofum og starfsmannarýmum í nýbyggingu fyr-
irtækisins við Klettagarða í Reykjavík.
Helstu verkþættir:
— Gifsveggir 600 m2
— Hlaðnir veggir 100 m2
— Gólfefni 600 m2
— Kerfisloft 200 m2
— Málun 1.300 m2
— Þrifa- og hitakerfi
— Loftræsikerfi
— Rafkerfi
Útboðsgögn verða afhent hjá VSÓ Ráðgjöf
ehf., Borgartúni 20,105 Reykjavík, gegn 5.000
kr. skilatryggingu.
Tilboðum skal skila á sama stað eigi síðar en
þriðjudaginn 24. mars 1998 kl. 11.00.
E
Landsvirkjun
Útboð
Lúkning Kröfluvirkjunar
Stjórnlokar
Landsvirkjun óskar hér með eftirtilboðum í
stjórnloka vegna gufuveitu Kröflustöðvar í
samræmi við útboðsgögn KRA-15. Verkið felst
í framleiðslu, prófun og afhendingu á lokunum
ásamt öllum tilheyrandi fylgihlutum.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Lands-
virkjunar, Háaleitisbraut 68, Reykjavík, frá og
með miðvikudeginum 18. mars 1998 gegn
óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 1.000.- með
VSK fyrir hvert eintak.
Tilboðum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, Reykjavíktil opnunar mánu-
daginn 30. mars 1998 kl. 14:00. Fulltrúum bjóð-
enda er heimilt að vera viðstaddir opnunina.
HÚSNÆOI ÓSKA5T
Fossvogur
Skólastjóri óskar eftir 3-5 herb. íbúð.
Reglusemi í skilmálum.
Vinsamlegast hafið samband í síma 520 6001.
Húsavíkurkaupstaður
Útboð
cr^uC^íí^
luzx »»»»»»»fcgj t
Aðalsafnaðarfundur
Bústaðasóknar
verður haldinn sunnudaginn 22. mars kl. 12:00
og lýkur honum með guðsþjónustu kl. 14:00.
Fundarefni:
Internetið — Nýjar leiðir í boðun kirkjunnar.
Erindi flytur Ólafur Jón Jónsson frá Spor-
baugi.
Venjuleg aðalfundarstörf.
Sóknarnefnd.
Húsavíkurkaupstaður óskar hér með eftir til-
boðum í malarefni.
Tilboðið innifelur að flytja til Húsavíkur
5500 m3 af malarefni.
Innifalið er öflun malarinnar, aksturtil Húsa-
víkur og losun.
Skiladagur verksins er 15. ágúst 1998.
Útboðsgögn verða seld á skrifstofu Rekstrar-
deildar Húsavíkurkaupstaðar, Ketilbraut 9,
Húsavík, frá og með mánudeginum 16. mars
1998 og kosta kr. 2.000.
Opnun tilboða fer fram á sama stað fimmtu-
daginn 16. apríl kl. 11.00.
Bæjarverkf ræðin gur
Hú savíku rkau pstað ar.
FUIMDIR/ MANIMFAGNAÐUR
ARNES HF.
Arshátíð Rangæinga-
félagsins í Reykjavík
verður haldin í Lundi, Auðbrekku 25, Kópavogi,
laugardaginn 21. mars 1998. Miðasala verður
í Lundi fim. 19. mars frá 18—20. Miða- og
borðapantanir hjá Mörthu í síma 551 4304.
Aðgöngumiðargilda í happdrætti. Meðal vinn-
inga er gisting í orlofshúsum og hótelum o.fl.
Húsið opnað kl. 19. Lifandi tónlist, langtfram
á nótt.
Allir Rangæingar og velunnarar velkomnir.
Garðasókn
aðalsafnaðarfundur
Aðalsafnaðarfundur Garðasóknar verður hald-
inn í Kirkjuhvoli 22. mars 1998 að lokinni
messu í Vídalínskirkju sem hefst kl. 14:00.
Auk venjulegra aðalfundarstarfa verður sam-
starfssamningur milli Garða- og Bessastaðasókna
um kirkjugarðana lagðurfram til ákvörðunar.
Sóknarnefnd.
SMÁAUGLÝSINGAR
FÉLAGSLÍF
□ Hlín 5998031719 IV/V
Aðalfundur 1998
Áður auglýstum aðalfundi Árness hf., sem átti
að vera laugardaginn 28. mars 1998, hefur
verið frestað til laugardagsins 2. maí 1998.
Fundurinn verður haldinn í samkomuhúsinu
Gimli, Stokkseyri, og hefst kl. 11.00.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Önnur mál, löglega upp borin.
Reikningarfélagsins munu liggjaframmi á
skrifstofu félagsins, hluthöfumtil sýnis, viku
fyrir aðalfund.
Hluthafar sem ekki geta mætt á fundinn en
hyggjast gefa umboð þurfa að gera slíkt skrif-
lega.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent
á fundarstað.
I.O.O.F. Rb. 4 = 1473178 - L.h.
Frímúrarareglan
Netfang: isholf.is./frmr
FERÐAFELAG
® ÍSLANDS
MÖRKINNI6 - SlMI 568-2533
Miðvikudagur 18. mars kl.
20.30
Myndakvöld frá Færeyjum og
Skotlandi
Myndakvöldið verður í félags-
heimilinu í Mörkinni 6. Fyrir hlé
sýnir Kristján M. Baldursson
myndir frá fyrstu Færeyjaferð
Ferðafélagsins er farin var á síð-
astliðnu sumri. Þetta var fjöl-
breytt ferð þar sem var ekið,
gengið og siglt. Það er sérstök
upplifun að koma til Færeyja og
margt sem kemur á óvart, en ný
ferð þangað verður 10.—18. júní.
Eftir hlé mun ingi Sigurðsson
□ FJÖLNIR 5998031719 III
□ EDDA 5998031719 I - 1 Frl.
sýna myndir frá Skotlandi og
kynna ferð þangað 7.—17. ágúst
en báðar þessar áhugaverðu
ferðir eru í samstarfi við Vest-
fjarðaleið. Góðar kaffiveitingar í
hiéi. Verð 500 kr.
Komið i páskaferð með Ferða-
félaginu:
1) 8, —13. apríl Laki—Mikla-
fell—Þverá, skíðaganga.
2) 8.—13. april Snæfeli —
Lónsöræfi, skfðaganga.
3) 9, —11. apríl Landmanna-
laugar, skíðagönguferð.
4) 9. —11. apríl Snæfellsnes —
Snæfellsjökull.
5) 11.-13. apríl Pðskar í
Þórsmörk.
Upplýsingar og miðar á skrif-
stofunni, sími 568 2533, fax
568 2535.
Heimasíða: http://www.fi.is