Morgunblaðið - 17.03.1998, Side 54

Morgunblaðið - 17.03.1998, Side 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens 10/2Ö © 1S97 PIB Coponhagen pítF Mik iuctir@aol.com n~ i Dist. by UFS, Inc. !Hv/ ■dif X 1 T 964f '/'l \ . Smáfólk MY PITCHER'5 MOUNP MAY BE COVEPEP U)ITH 5N0W, BUT THE MEM0RIE5 ARE 5TILL HERE.. 2-/0 FORTV TO N0THIN6, TWENTV TO N0THIN6, FIFTY-THREE TO N0THIN6, SlXTY TO NOTHINS.. ANPTHAT6REAT / I DON T 6AME lUHEN VOU/ REMEMBER 60THIT0N THE HEAP BY A FLV BALL.. THAT.. Það má vera að hóllinn minn sé þakinn snjó, en minningarnar eru hér ennþá ... Fjörutíu á móti engu, tuttugu á Og þessi frábæri leikur þegar þú móti engu, fimmtíu og þijú á móti fékkst flugbolta í hausinn. Ég man engu .. . ekki eftir því... BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavfk • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 MFS - frábær þjónusta Frá Önnu Jóhannsdóttur: Á FIMMTUDAG birtist hér á síðun- um bréf frá manni sem taldi Land- spítalann mismuna konum eftir því hvemig heilbrigði þeirra væri háttað á meðgöngu og við fæðingu. Kom þar meðal annars fram sú skoðun hans að konur sem væra í MFS-þjónustunni, sem fjallað var um í Morgunblaðinu fyrir skömmu, ættu að greiða ríflegt aukagjald fyrir þjónustuna. Var í greininni talað um lúxus, íburð og svítur, fin hótel og þar fram eftir götum. Þar sem ég var sjálf í þessari þjónustu á síðasta ári, vildi ég koma á framfæri nokkrum athugasemdum við þær rangfærslur sem þarna komu fram. MFS-þjónustan byggir á heimilislegu, persónulegu andrúms- lofti og aðbúnaði. Það er enginn íburður eða lúxus henni tengdur og þjónustan er greinilega fjársvelt eins og annað í heilbrigðiskerfmu, en það munar miklu um það heimilislega út- lit sem er á fæðingarstofum og skoð- unarstofu, viðmót ljósmæðranna og andrúmsloftið sem myndast. Aðeins 6 ljósmæður starfa í þessari þjón- ustu þannig að sá fjöldi kvenna sem þær geta sinnt er takmarkaður. Að- staðan í fæðingarstofunum er heimil- isleg, en tæknin til staðar ef á þarf að halda. Foreldrarnir dvelja á fæð- ingarstofunni frá því að þau koma á deildina, þar til þau fara heim með bamið, þannig að fæðingin fer fram inni á stofunni. Barnið dvelur svo hjá foreldrunum inni á stofunni þar til farið er heim. Það er oftast farið heim innan sólarhrings frá fæðingu og því fer sængurlegan í raun fram heima hjá manni sjálfum. Það má segja að MFS-þjónustan komist næst því að vera heimafæðing, en þó með hátæknisjúkrahús handan við ’ dyrnar. Það fylgir þessari þjónustu tölu- verður sparnaður fyrir spítalann og heilbrigðiskerfið í heild. Hver legu- dagur á hátæknisjúkrahúsi er mjög dýr og með því að lágmarka sængur- leguna, en fá þjónustu Ijósmóður heim efth- fæðingu fæst gríðarlegur sparnaður. Sem betur fer virðist stefnan vera í þá átt að hætt verði að líta á það sem sjúkdóm í sjálfu sér að vera barnshafandi. Ég get hins veg- ar tekið undir eitt af því sem fram kemur í fyrrnefndri grein, að aðbún- aður á kvennadeildinni er til skamm- ar, svo og þjónusta við fæðandi kon- ur á höfuðborgarsvæðinu almennt. Auðvitað ættu allir nýbakaðir for- eldrar að geta verið saman með bamið sitt, á heimilislegri einkastofu í ró og næði. Jafnframt þyrfti að vera boðið upp á fjölbreytilegri þjón- ustu við fæðingar, t.d. afslöppun í vatni á meðan hríðir era, eða fæð- ingu í vatni ef konan óskar. Engin slík þjónusta er á höfuðborgarsvæð- inu, þar sem um helmingur lands- manna býr en hins vegar er boðið upp á ýmsa þjónustu af þessu tagi t.d. á Selfossi og í Keflavík. Það er varla Landspítalanum um að kenna sem slíkum, hann er í fjársvelti með sífellt fleiri sjúklinga og dýrari að- gerðir. Ég vil hins vegar skora á heilbrigðisyfirvöld, ráðherra og aðra sem peningavaldið hafa, að bregðast við og sjá til þess að meðganga, fæð- ing og sængurlega geti orðið betri, notalegri og heimilislegri fyrir móð- ur, fóður og böm. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka ljósmæðrum MFS-þjónust- unnar fyrir að gera þessa einstöku upplifun svona sérstaka og yndislega með aðstoð sinni og aðbúnaði. ANNA JÓHANNSDÓTTIR, Arnarhrauni 18, Hafnarfirði. Handbókin hennar Jónínu minnar Frá Christian Þorkelssyni: SJALDAN eða aldrei hef ég orðið jafn gáttaður og þegar grein Krist- jáns Ottóssonar, framkvæmdastjóra Hita- og loft- ræstiþjónustunn- ar og Lagnafé- lags Islands, birtist í DV. Þessi grein hefur eflaust átt að vera skemmti- lestur út í gegn, enda skrifaður gamanleikþáttur sem fjallar um hjónin í Fúlavogi 28 og samskipti þeima við píparann, hönnuðinn og loks Lagnafélagið, þar sem þeirra mál fengu auðvitað góðan endi og ör- væntingarfullri leit þeii-ra að hand- bókinni endaði að sjálfsögðu þar. En mér var ekki skemmt við þennan lestur frekar en öðrum starfsbræðrum mínum. Ég ætla ekki að elta ólar við þessa grein enda vona ég að hún dæmi sig sjálf. Samt verð ég að segja að mér finnst ómak- lega vegið að pípulagningamönnum, sérstaklega af því að fyrir skemmstu, á sameiginlegum fundi lagnamanna og Byggingafulltrúa um gerð handbóka lagnakerfa, voram við Kristján Ottósson sammála eins og flestir fundarmanna um að hand- bók í einbýlishúsum og öðrum litlum kerfum, væri lítið annað en skýring- artafla uppi á vegg í kyndiklefa, sem ég veit að fer vaxandi meðal pípu- lagningamanna að skilja eftir, og að gerð handbóka (þar sem hennar er þörf í stærri kerfum) ætti að vera í höndum hönnuða og á ábyrgð þeirra. Kristján Ottósson verður að vera sjálfum sér samkvæmur stöðu sinn- ar vegna, því annars er hætta á að tiltrú manna á Lagnafélagi íslands hverfi fyrir fullt og allt. Niðurlagið í greininni má skilja þannig að Lagnafélagið vilji helst af öllu vera athvarf fyrir fólk sem hefur orðið fyrir þeirri óheppni að þurfa að versla við þessa menn sem hvort sem er „ekkert upplýsandi kemur frá“, hönnuðum og iðnaðarmönnum. Ég er með tillögu í framhaldi áf þessu um nýtt nafn á Lagnafélaginu, hvernig líst ykkur á Lagnaathvarfið. Annars vil ég nota tækifærið og benda fólki á skrifstofu Félags pípu- lagningameistara, Hallveigarstíg 1 í síma 552 9744. Þar situr pípulagn- ingameistari við símann, og er ör- ugglega betur í stakk búinn til þess að leiðbeina fólki þegar hvaðeina sem snertir okkar fag kemur upp. CHRISTIAN ÞORKELSSON, formaður Félags pípulagningameistara. Allt efni sem birtist t Morgunblaðinu og Lesbðk er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.