Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 55

Morgunblaðið - 17.03.1998, Síða 55
BREF TIL BLAÐSINS MORGUNBLAÐIÐ Hiísnæði MR Frá Valdimar Kristinssyni: FYRIR stuttu var haldin sýning í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem kynnt var skipulag á Menntaskólareitnum eftir þau feðgin Helga Hjálmarsson og Lenu Helgadóttur. Þetta er í öll- um aðalatriðum sama tillaga og þau hlutu almennt lof og verðlaun fyrir árið 1995. Síðan hefur þó lítið gerst þarna en væntanlega verður nú breyting á. Segja má að Menntaskólinn hafí verið í húsnæðishraki frá því á styrj- aldarárunum og þrátt fyrir áratuga baráttu um úrbætur hefur heldur lítið miðað. Löngum hafa margir af helstu áhrifamönnum þjóðfélagsins útskrifast úr þessum skóla en ekki verður séð að það hafí orðið honum til framdráttar. Um tíma voru skiptar skoðanir um framtíð skólastarfs á gamla staðnum og síðan nokkurt ráðleysi um hvernig úr mætti bæta á þétt- byggðum byggingarreit. En svo flutti KFUM og fyrir nokkru fékk Menntaskólinn stórt hús við Þing- holtsstræti að gjöf, sem Davíð S. Jónsson hafði reist og rekið þar samnefnda heildsölu. Þótt erfitt sé að leggja á það mat, þá gæti þetta verið með stærri gjöf- um Islandssögunnar, þegar um er að ræða fólk sem á afkomendur. Eru þá undanskildar „stórgjafír" sem kirkjunnar menn hræddu af ríkum samferðamönnum sínum með hótun- um um eilífa vítisvist. Samkvæmt skipulagstillögunni mun Menntaskólareiturinn taka á sig samhangandi þoi-psmynd. Kæmi þar síðbúinn arftaki þorpsins sem var í Skálholti fyrr á öldum. Sum húsin á reitnum eru frá miðri síð- ustu öld, önnur nýrri eða nýleg og nokkur yrðu alveg ný. Aðeins ný- byggingarnar myndu uppfylla fyllstu kröfur um skólahúsnæði í dag en hin myndu bæta það upp sem á skorti með sögulegri arfleifð eða vera hluti af uppbyggingu Þingholt- anna. Ekki er lengur hægt að bíða var- anlegra úrbóta á húsnæðismálum Menntaskólans í Reykjavík. Sam- fara lagfæringu og stækkun á nýja húsnæðinu við Þingholtsstræti þyrfti uppbyggingin á skólalóðinni að halda viðstöðulaust áfram þar til Menntaskólaþorpið hefði tekið á sig endanlega mynd sem fyrst eftir aldamótin. Fjalakötturinn A áðurnefndri sýningu í Ráðhús- inu voru einnig kynntar áætlanir um skipulag í Grjótaþorpi við Aðal- stræti sunnanvert. Fagnaðarefni er að þangað á að flytja Isafoldarhúsið úr Austurstræti og þar með hverfa lágreistu kofarnir við Austurvöll. Þá er ætlunin að reisa hús sunnan við Grjótagötu með sömu götumynd og Fjalakötturinn hafði. í stað Fjalakattarins reis myndarlegt, notadrjúgt hús sem hefur unnið sér þegnrétt á staðnum en því miður fékkst ekki leyfi til að taka þiljur og umbúnað úr leik- og kvikmyndasaln- um sem þarna var í bakhlutanum áður en gamla húsið var rifíð. En nú væri hægt úr að bæta. I fyrirhuguðu húsi sunnan Grjóta- götu væri hægt að endurreisa þenn- an sal. Kvikmyndagerðarmönnum, sem margir eru duglegir við að afla fjár innanlands og utan, yrði varla skotaskuld úr að láta innrétta hann. Þetta yrði ekki langsóttara en end- urgerð götuhliðar Fjalakattarins eða þegar útskorin baðstofa iðnað- aimanna brann um árið og sjálfsagt þótti að gera hana upp í fyrri mynd. Standi vilji til að bæta Aðalstræti enn frekar mætti taka alla rishæð- ina ofan af „Morgunblaðshúsinu" og endurgera framhlið þess sem gerðar hafa verið tillögur um. Þá þyrfti að reisa nýbyggingu sunnan við Duus- hús í stað yfirbyggða portsins sem þar er nú. Síðast en ekki síst þyrfti að losa Ingólfstorg við hjólabrettin. VALDIMAR KRISTINSSON, Reynimel 65, Reykjavík. ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998 55 ú.' Frá Halldóri Finnssyni: ÞEIR Finnbogi G. Lárusson, Laugabrekku, Snæf., og Kristinn Kristjánsson, fyrrv. kennari á Hell- issandi, rita í Morgunblaðið sína greinina hvor hinn 25. febr. sl. og eru greinar þeirra að mestu um vegamál á Snæfellsnesi og væntan- legan þjóðgarð úti á Nesinu og yfir Snæfellsjökul. Eg ætla ekki í þessari gi-ein að ræða mikið um röð vegafram- kvæmda á Snæfellsnesi - enda hefí ég oft látið í mér heyra um það - en sem Grundfirðingur fagna ég því að nú er almennt viðurkennt að Búlandshöfðinn verði næsta stór- verkefni á Nesinu. En eitt vil ég þó drepa á, þar sem Kristinn segir að vegur um Dufgusdal sé ekki tíma- bær sem nýr fjallvegur. Sá vegur er hugsaður í stað vegarins yfir Kerlingarskarð - en er nær 100 m lægri, eða rúmir 200 metrar á hæð, litlu hærri en Heydalurinn - en aft- ur á móti er Fróðárheiði um 360 metrar. Þá er ég kominn að veginum fyrir Jökul, sem ég er þeim hjartanlega sammála um að mikill fengur er að fá, bæði fyrir ferðamenn, sem alltaf er að fjölga hér á Nesinu, svo og til öryggis, ef fjallvegir eru tepptir. Það vakti sérstaka athygli mína að þeir tala báðir um að nauðsynlegt sé að fá góðan veg um væntanlegan þjóðgarð á utanverðu Nesinu svo Vegir og þjóð- garðar fólk eigi auðveldara með að komast um og sjú þær náttúruperlur, sem útnesið hefur upp á að bjóða, og svo að Snæfellsjökli, sem skartar oft sínu fegursta. Því vil ég sérstaklega taka undir sjónarmið þeirra kunnugu manna, Finnboga og Kristins, því mikið hef- ur verið talað og ritað um hálendi íslands, bæði vegna hugsanlegra virkjana þar og svo hversu stóra þjóðgarða skal afmarka. Því miður hafa þessar umræður og skrif einkennst mest af því að sporna við að fleira fólk fái tækifæri til þess að sjá þessar náttúruperlur, eða komast þangað - öfugt við skoð- anir þeirra Finnboga og Kristins. Helst mætti skilja á þessum nátt- úruvemdarmönnum, að alls ekki megi koma nema sem svarar 1% af þjóðinni til að sjá þessi fögru gljúf- ur, og aðrar náttúruperlur, norðan Vatnajökuls. Hinn hluti þjóðarinnar og svo útlendingarnir (nema þeir sem hafa háskólapróf upp á einhvers konar rannsóknir) eiga að láta sér nægja myndir sem Omar Ragnars- son tekur af mikilli list. Þökk sé Omari fyrir hans listræna starf. Þetta á við um alla staði landsins, sem þeir einir komast á, sem eru í sérstakri hermennskuæfingu til fjallgönguferða - nú eða eiga jeppa sem kostar 5-6 millj. kr. eða þá flug- vél - sem virðist vera að komast í tísku - til þess að sjá sem allra mest á stuttum tíma. Ef eitthvað á að gera, svo við eldri og lasburða getum farið þarna um, verður að leggja vegi, svo við njótum líka þessara náttúruperlna. Ég treysti mætavel verkfræðingum okk- ar og arkitektum til að koma þeim vegum fyrir, svo ekki verði lýti að. Þetta er einmitt eitt af okkar að- kallandi samgöngumálum, að leggja vegi um hálendið - bæði fyrir Is- lendinga og útlendinga - svo menn haldi sig á vegunum, en sparki ekki út viðkvæman gróður. Ég vil ekki ljúka þessum hugleið- ingum, án þess að minnast á virkj- anir á hálendinu. Virkjanir eru svo sjálfsagður hlutur hér á Islandi - næst á eftir fískveiðunum. Spurn- ingin er bara hvernig við nýtum ork- una best - með sem minnstu raski á landinu. Það er alveg eins með físk- inn í sjónum - við verðum að um- gangast auðlindimar vel, og nýta þær rétt. Þá eiga barnabömin okkar bjarta framtíð á íslandi. HALLDÓR FINNSSON, Hrannarstíg 5, Grundarfirði. Digital HiNote VP 700. Hringdu f okkur eða líttu inn á heimasíðuna okkar, www.digital.is og fáðu nánari upplýsingar um Digital HiNote línuna. DIGITAL Á ÍSLANDI Vatnagöröum 14 • simi 533 5050 • fax 533 5060 • http//www.digital.ls Þú segir kannski að ekki sé hægt að verðleggja frelsi en við hjá Digital lítum aðeins öðruvfsi á málið. Þegar þú ert með jafn öfluga fartölvu og Digital HiNote VP 700 sem hefur m.a. að geyma: 200 - 266 MHz MMX Pentium örgjörva, 32 - 144MB SDRAM vinnsluminni og 12,1“ TFTeða 13,3" TFT vandaðan skjá o.fl. ofl. þá segjum við einfaldlega: Frelsi til sölu frá kr. 269.995 m/vsk. Bddshðfða 20-112 Reykjavfk - Sfmi 510 8020 I 2 I \ *

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.