Morgunblaðið - 17.03.1998, Page 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 17. MARZ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
FÓLK í FRÉTTUM
„ÞESSA mynd tók ég á Patreksfirði af gömlum krönum sem mér
finnst vera eins og maður og kona. Kranapar á Patró er fínt heiti á
þessari mynd.“
Morgunblaðið/Kristinn
LÁRUS Karl í gegnum linsu Kristins Ingvarssonar ljósmyndara.
í pípum og plötum sem má þrýsta
og sveigja, laust við CFC, í sam-
ræmi við ríkjandi evrópska staðla.
Hentar vel til einangrunar kæli-
kerfa fyrir loftræsti- og hitakerfi,
og fyrir pípulagningar.
^Leitið frekari upplýsinga
Þ. ÞORGRÍMSSON & CO
ÁRMÚLA 29.108 REYKJAVÍK,
SÍMI 553 8640/568 6100.
Nýsending
Glœsilegur
vorfatnaður
frá p i
Hverfisgötu 76, sími 552 8980
„FORVITNIR kálfar á Skagaströnd. Ég var að skoða þennan landshluta í fyrsta sinn og sá kálfana í girðingu.
Það sést ekki en ég er varinn af girðingunni því ég lenti einu sinni í því að hlaupa undan kálfahjörð með dótt-
ur mína í fanginu og þorði ekki að taka neina áhættu í þetta sinn.“
Úr myndaalbúmi Ijósmyndara
„Dæmdur eftir síðustu mynda
LÁRUS Karl Ingason Iærði ljós-
myndun í Gautaborg og hefur átt
farsælan feril f auglýsingaljós-
myndun síðustu ár.
Ég ætlaði í upphafi að vera
hálfan daginn í auglýsingum og
hálfan daginn í einhverju öðru en
það gekk ekki upp. Þú þarft að
taka augiýsingamyndir bæði fyrir
og eftir hádegi.“
Lárus er að vinna að tveimur
bókum um þessar mundir en hann
hefur þegar tekið þátt í gerð
þriggja bóka. Bókar um hafn-
firska listamenn, myndskreyttrar
íslenskrar ljóðabókar og gert í
samvinnu við Ulf Finnbjörnsson
bókina „Taste of Iceland". „Ég er
að vinna að bók fyrir Hafnarfjarð-
arbæ sem kemur út í vor í tilefni
af 90 ára afmæli bæjarins. Svo er
ég einnig byrjaður að vinna bók
sem mun heita „Taste of Green-
„VEL heppnuð auglýsinga-
mynd getur fengið mikla svör-
un og það er jú kjarni málsins
við auglýsingaljósmyndun."
land“ og á vera skoðun á Græn-
landi í gegnum vistfræði."
Að sögn Lárusar Karls er alltaf
hægt að gera eitthvað nýtt í ljós-
myndun þótt vissulega sé hætta á
því að menn staðni. „Maður verð-
ur aðeins að staldra við og skoða
sjálfan sig. Ég hef það fyrir mottó
að maður er dæmdur eftir síðustu
mynd sem maður gerir og hún
þarf að vera 110 prósent. Annað
dugar ekki.“
Augnablikið er mörgum Ijós-
myndaranum tíðrætt um og mikill
sigur þegar rétta augnablikið
næst á filmu. „Þótt ég sé vissu-
lega stundum að festa augnablik á
filmu þá er ég oftast að reyna að
búa myndina tii frá a til ö eins og
auglýsingamyndir byggjast á.
Ég geri of lítið af því að fara út
á land og mynda á eigin forsend-
um. Það sem ég mynda úti á landi
er mestmegnis í tengslum við
auglýsingastarfið. Maður er svo
upptekinn af því að fá salt í graut-
inn.“
„ÞESSA mynd bjó ég til ásamt öðrum auglýsingamanni fyrir auglýsingaherferð sem hét „Akstur er dauðans
alvara.“ Við bjuggum til snjóenglana og lýstum þá upp. Auglýsingunni fylgdi texti en mér finnst mikilvægt
að myndir geti staðið án texta og að þær segi eitthvað sjálfar.“