Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 55

Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 55 I I I ( í ( J J ( ( 1 i : i i : ( i i < ( 4 ( ( i ( 4 J BRÉF TIL BLAÐSINS Framsókn tapar á R-lista samkrullinu Frá Karli Ormssyni: FRAMSÓKN tapar á R-lista sam- krullinu. Eftir stjórnarmyndunina 1995 voru skiptar skoðanir um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fara í stjórnarsamstarf með Fram- sóknarflokknum. Eg skrifaði gi’ein í Morgunblaðið um þetta þar sem ég efaðist um að þetta væri rétt leið. Við þyrftum að sjá til, en hegðun Framsóknar með R-listanum lofaði ekki góðu. Það er bláköld staðreynd að Framsóknarflokkurinn sýnir svo ekki sé meira sagt undarlega hegðun í þessu samkrulli. Reykjavík hefur verið höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í áratugi og það er að mínu áliti vafa- samur tvískinnungsháttur sem Framsóknarflokkurinn sýnir. Að berjast gegn Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, en sitja með honum í rík- isstjórn. í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins fyrh- nokkru sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, sannleikann um R-lista samki’ullið í Reykjavík. Áður hafði Halldór skrif- að lítillega um þetta í Dag-Tímann sem þá hét. Þai’ heldur hann því fram að það hafí skaðað flokkinn verulega að hafa verið með í R-lista framboðinu. Halldór sagði það sem fjölmargir hafa talað um og enn fleiri hugsað. í seinni fréttatíma ríkissjón- varpsins sama kvöld viðurkennir Sigrún Magnúsdóttir að R-listinn hafí skaðað Framsóknarflokkinn, hún er sammála Halldóri formanni sínum. „Eflaust hef ég vanrækt flokkssystkyni mín, hef verið of upp- tekin af að vera oddamaður R-list- ans.“ Þama hitti Sigrún naglann á höfuðið, hún lét allskonar flokksbrot með Valdimar Kr. Jónsson í farar- broddi draga sig á asnaeyrunum út í eitt allsherjar sukk og stefnulaust flan. Rétt fyrir prófkjör R-listans reynir Halldór að klóra í bakkann í Degi og segist styðja framboð R-list- ans. Það var of seint og jafnvel að- stoðarmaður Finns Ingólfssonar lendir í 18. sæti í prófkjörinu. Það eru þó nokkrir þekktir framsóknar- menn og -konur sem sagt hafa skilið við flokkinn fyrir þetta gönuhlaup. Hræddur er ég um að vinur minn Einar Erlendsson ljósmynda röntgenverkfræðingur muni R-list- anum að svíkja hann um stöðu forstöðumanns Ljósmyndasafns Reykjavíkurborgar. Einar er, eins og kannski margir vita, sonm’ Er- lendar Einarssonar fyn’um forstjóra SÍS og að honum standa stórar fjöl- skyldur. Einar er tvímælalaust sá aðili sem hefur yfirburðaþekkingu á öllu er lýtur að ljósmyndun, söfnun mynda, varðveislu og tölvuvæðingu fyrir nútíma ljósmyndasafn, sem er borginni ómetanlegt að rétt sé að staðið. Nei! Það er Framsóknar- flokknum lítið tii sóma að hafa klambrað saman R-listanum aftur. KARL ORMSSON, fv. deildarfulltrúi, Gautlandi 5, Reykjavík. Loga ljósin hjá þér? Ljósaperur lýsa okkur við dagleg störf en þær geta einnig valdið tjóni. Rafljós geta hæglega kveikt í með þeim hita sem stafar frá þeim. Setjið aldrei sterkari peru í lampa en hann er gefinn upp fyrir né aðra gerð af peru en hann er ætlaður fyrir. Gætið þess að nógu langt sé frá Ijósaperu í brennanlegt efni, t.d. frá ljóskösturum í gluggatjöld (lágmark 50 sm). Ráðleggingar úr fræðsluriti Löggildingarstofu um rafmagnsöryggi sem dreift verður inn á hvert heimili í þessari viku. Úr bæklingi Rafmagnsöryggisviku Löggildingarstofu ESTEE LAUDER Ráðgjafi fra Estée Lauder verður í Gullbrá, Nóatúni, í dag og á morgun, föstudag. Gullbrá, Nóatúni, Laugavegi 60 ♦ Sími 551 2854 Glæsilegur nærfatnaður Laugavegi 4, sími 551 4473 Nýiar \A Sér\egagottvexð ussur stutt- og langerma Glugginn Laugavegi 60 C7C7 sími 551 2854 Vantar núna fyrir ákveðna viðskiptavini 2ja íbúða hús í Reykjavík á verðbilinu 14—17 millj. 2ja—3ja herb. íbúð í Teigum eða Holtum í Mosfellsbæ, helst á jarðhæð. Eignamiðstöðin Hátún, Skipholti 50b, Reykjavík. Sími 561 9500. Heilbrigðisvandi fanga Stjórn Verndar heldur málþing um heilbrigðisþjónustuna í fangelsum og heilbrigðisvanda fanga í Norræna húsinu í dag fimmtudaginn 26. mars. Málþingið hefst kl. 13.30 Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir Q érnd Stjórn Verndar tangahjálp Samgöngur 21. aldar Ráðstefna á vegum VFÍ og TFÍ Tími: Föstudagur 27. mars 1998, kl. 9:00-17:00, Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Þátttökugjald: kr. 8.000,-. Innifaliðer Ráðstefnumappa, matur og kaffí. Skráning: Skrifstofa VFÍ og TFÍ á Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Símar: 568 8511, 568 8503. Myndriti: 568 9703. Tölvupóstfang: vt@vortex.is Ráðstefnustj.: Henrý Þór Gránz, byggingatæknifræðingur. Ríkharður Kristjánsson, byggingaverkfræðingur. Dagskrá: 9:00 Ráðstefnan sett. Jóhannes Benediktsson, formaður TFÍ. 9:10 Avarp. Halldór Blöndal, samgönguráðherra. 9:20 Vegakerfið og flutningar, þróun og horfur. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri. 9:40 Vegaáætlanir, aðferðir og verkefni. Jón Rögnvaldsson, aðstoðar vegamálastjóri. 10:00 Framkvæmdir og þjónusta á vegum. Rögnvaldur Jónsson, framkvœmdastjóri tæknisviðs Vg. Kaffihlé. 10:50 Viðhorf dreifbýlis. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. 11:10 Þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefán Hermannsson, borgarverkfrœðingur. 11:30 Hlutverk aimenningssamgangna á 21. öldinni. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt Hádegisverður. 13:00 Á að spyrja notendur ráða eða bara þingmenn? Ómar Ragnarsson, fréttamaður. 13:30 Byggðaþróun á íslandi og samspil hennar við samgöngumál. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur. 14:00 Samspil eða barátta umhverfís og samgangna. Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt. 14:30 Nýir orkugjafar í samgöngutækni. Einar Valur Ingimundarson, umhverfisverkfrœðingur. Kaffihlé. 15:40 Samgöngutækni 21. aldarinnar. J. Ingimar Hansson, verkfræðingur. 16:20 Að horfa fram eða aftur. Spáð í spilin í fortíð og nútíð. Guðjón Friðriksson, sagnfrœðingur. 17:00 Ráðstefnuslit. Pétur Stefánsson, formaður VFÍ. Kl. 17:20-18;30, Móttaka í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Leyfðar verða stuttar fyrirspurnir í lok hvers erindis. Hér er um að ræða ráðstefnu um framtíðarsýn varðandi samgöngur á 21. öldinni þar sem margir þekktustu fagmenn landsins koma fram og flytja erindi um sitt sérsvið. Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands sími 562 42179 - kjarni málsins!

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.