Morgunblaðið - 26.03.1998, Qupperneq 55

Morgunblaðið - 26.03.1998, Qupperneq 55
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 55 I I I ( í ( J J ( ( 1 i : i i : ( i i < ( 4 ( ( i ( 4 J BRÉF TIL BLAÐSINS Framsókn tapar á R-lista samkrullinu Frá Karli Ormssyni: FRAMSÓKN tapar á R-lista sam- krullinu. Eftir stjórnarmyndunina 1995 voru skiptar skoðanir um það hvort Sjálfstæðisflokkurinn ætti að fara í stjórnarsamstarf með Fram- sóknarflokknum. Eg skrifaði gi’ein í Morgunblaðið um þetta þar sem ég efaðist um að þetta væri rétt leið. Við þyrftum að sjá til, en hegðun Framsóknar með R-listanum lofaði ekki góðu. Það er bláköld staðreynd að Framsóknarflokkurinn sýnir svo ekki sé meira sagt undarlega hegðun í þessu samkrulli. Reykjavík hefur verið höfuðvígi Sjálfstæðisflokksins í áratugi og það er að mínu áliti vafa- samur tvískinnungsháttur sem Framsóknarflokkurinn sýnir. Að berjast gegn Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík, en sitja með honum í rík- isstjórn. í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins fyrh- nokkru sagði Halldór Ásgríms- son, formaður Framsóknarflokksins, sannleikann um R-lista samki’ullið í Reykjavík. Áður hafði Halldór skrif- að lítillega um þetta í Dag-Tímann sem þá hét. Þai’ heldur hann því fram að það hafí skaðað flokkinn verulega að hafa verið með í R-lista framboðinu. Halldór sagði það sem fjölmargir hafa talað um og enn fleiri hugsað. í seinni fréttatíma ríkissjón- varpsins sama kvöld viðurkennir Sigrún Magnúsdóttir að R-listinn hafí skaðað Framsóknarflokkinn, hún er sammála Halldóri formanni sínum. „Eflaust hef ég vanrækt flokkssystkyni mín, hef verið of upp- tekin af að vera oddamaður R-list- ans.“ Þama hitti Sigrún naglann á höfuðið, hún lét allskonar flokksbrot með Valdimar Kr. Jónsson í farar- broddi draga sig á asnaeyrunum út í eitt allsherjar sukk og stefnulaust flan. Rétt fyrir prófkjör R-listans reynir Halldór að klóra í bakkann í Degi og segist styðja framboð R-list- ans. Það var of seint og jafnvel að- stoðarmaður Finns Ingólfssonar lendir í 18. sæti í prófkjörinu. Það eru þó nokkrir þekktir framsóknar- menn og -konur sem sagt hafa skilið við flokkinn fyrir þetta gönuhlaup. Hræddur er ég um að vinur minn Einar Erlendsson ljósmynda röntgenverkfræðingur muni R-list- anum að svíkja hann um stöðu forstöðumanns Ljósmyndasafns Reykjavíkurborgar. Einar er, eins og kannski margir vita, sonm’ Er- lendar Einarssonar fyn’um forstjóra SÍS og að honum standa stórar fjöl- skyldur. Einar er tvímælalaust sá aðili sem hefur yfirburðaþekkingu á öllu er lýtur að ljósmyndun, söfnun mynda, varðveislu og tölvuvæðingu fyrir nútíma ljósmyndasafn, sem er borginni ómetanlegt að rétt sé að staðið. Nei! Það er Framsóknar- flokknum lítið tii sóma að hafa klambrað saman R-listanum aftur. KARL ORMSSON, fv. deildarfulltrúi, Gautlandi 5, Reykjavík. Loga ljósin hjá þér? Ljósaperur lýsa okkur við dagleg störf en þær geta einnig valdið tjóni. Rafljós geta hæglega kveikt í með þeim hita sem stafar frá þeim. Setjið aldrei sterkari peru í lampa en hann er gefinn upp fyrir né aðra gerð af peru en hann er ætlaður fyrir. Gætið þess að nógu langt sé frá Ijósaperu í brennanlegt efni, t.d. frá ljóskösturum í gluggatjöld (lágmark 50 sm). Ráðleggingar úr fræðsluriti Löggildingarstofu um rafmagnsöryggi sem dreift verður inn á hvert heimili í þessari viku. Úr bæklingi Rafmagnsöryggisviku Löggildingarstofu ESTEE LAUDER Ráðgjafi fra Estée Lauder verður í Gullbrá, Nóatúni, í dag og á morgun, föstudag. Gullbrá, Nóatúni, Laugavegi 60 ♦ Sími 551 2854 Glæsilegur nærfatnaður Laugavegi 4, sími 551 4473 Nýiar \A Sér\egagottvexð ussur stutt- og langerma Glugginn Laugavegi 60 C7C7 sími 551 2854 Vantar núna fyrir ákveðna viðskiptavini 2ja íbúða hús í Reykjavík á verðbilinu 14—17 millj. 2ja—3ja herb. íbúð í Teigum eða Holtum í Mosfellsbæ, helst á jarðhæð. Eignamiðstöðin Hátún, Skipholti 50b, Reykjavík. Sími 561 9500. Heilbrigðisvandi fanga Stjórn Verndar heldur málþing um heilbrigðisþjónustuna í fangelsum og heilbrigðisvanda fanga í Norræna húsinu í dag fimmtudaginn 26. mars. Málþingið hefst kl. 13.30 Aðgangur ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir Q érnd Stjórn Verndar tangahjálp Samgöngur 21. aldar Ráðstefna á vegum VFÍ og TFÍ Tími: Föstudagur 27. mars 1998, kl. 9:00-17:00, Kiwanishúsinu, Engjateigi 11. Þátttökugjald: kr. 8.000,-. Innifaliðer Ráðstefnumappa, matur og kaffí. Skráning: Skrifstofa VFÍ og TFÍ á Engjateigi 9, 105 Reykjavík. Símar: 568 8511, 568 8503. Myndriti: 568 9703. Tölvupóstfang: vt@vortex.is Ráðstefnustj.: Henrý Þór Gránz, byggingatæknifræðingur. Ríkharður Kristjánsson, byggingaverkfræðingur. Dagskrá: 9:00 Ráðstefnan sett. Jóhannes Benediktsson, formaður TFÍ. 9:10 Avarp. Halldór Blöndal, samgönguráðherra. 9:20 Vegakerfið og flutningar, þróun og horfur. Helgi Hallgrímsson, vegamálastjóri. 9:40 Vegaáætlanir, aðferðir og verkefni. Jón Rögnvaldsson, aðstoðar vegamálastjóri. 10:00 Framkvæmdir og þjónusta á vegum. Rögnvaldur Jónsson, framkvœmdastjóri tæknisviðs Vg. Kaffihlé. 10:50 Viðhorf dreifbýlis. Steingrímur J. Sigfússon, alþingismaður. 11:10 Þróun samgangna á höfuðborgarsvæðinu. Stefán Hermannsson, borgarverkfrœðingur. 11:30 Hlutverk aimenningssamgangna á 21. öldinni. Guðrún Jónsdóttir, arkitekt Hádegisverður. 13:00 Á að spyrja notendur ráða eða bara þingmenn? Ómar Ragnarsson, fréttamaður. 13:30 Byggðaþróun á íslandi og samspil hennar við samgöngumál. Trausti Valsson, skipulagsfræðingur. 14:00 Samspil eða barátta umhverfís og samgangna. Auður Sveinsdóttir, landslagsarkitekt. 14:30 Nýir orkugjafar í samgöngutækni. Einar Valur Ingimundarson, umhverfisverkfrœðingur. Kaffihlé. 15:40 Samgöngutækni 21. aldarinnar. J. Ingimar Hansson, verkfræðingur. 16:20 Að horfa fram eða aftur. Spáð í spilin í fortíð og nútíð. Guðjón Friðriksson, sagnfrœðingur. 17:00 Ráðstefnuslit. Pétur Stefánsson, formaður VFÍ. Kl. 17:20-18;30, Móttaka í Verkfræðingahúsi, Engjateigi 9. Leyfðar verða stuttar fyrirspurnir í lok hvers erindis. Hér er um að ræða ráðstefnu um framtíðarsýn varðandi samgöngur á 21. öldinni þar sem margir þekktustu fagmenn landsins koma fram og flytja erindi um sitt sérsvið. Verkfræðingafélag íslands og Tæknifræðingafélag íslands sími 562 42179 - kjarni málsins!
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.