Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 56

Morgunblaðið - 26.03.1998, Side 56
56 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ SVIPMYND frá grunnskólamótinu. Réttarholtsskóli sigraði Hagaskóla SK4K Taflfélag Iteykja- víkur 20. —22. mars SVEITAKEPPNI GRUNNSKÓLA í REYKJAVIK Teflt var dagana 20.-22. mars. SVEITAKEPPNI grunnskóla í Reykjavík var haldin dagana 20.-22. mars. Tefldar voru 9 um- ferðir eftir Monrad-kerfí og um- hugsunartími var 30 mínútur á skák fyrir hvem keppanda. Allir grunnskólar í Reykjavík áttu rétt á að senda sveitir í keppnina. Að þessu sinni sendu 16 skólar sveit- ir til keppninnar og voru þátt- tökusveitir samtals 25. Mótið var haldið sameiginlega af Taflfélagi Reykjavíkur og Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Skákstjórar frá Taflfélagi Reykjavíkur voru Ólaf- ur H. Ólafsson og Torfi Leósson, en mótsstjóri var Gunnar Örn Jónsson frá ÍTR. Mótið var hald- ið hjá Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12. Úrslit urðu þessi: 1. Réttarholtsskóli 33Vz v. 2. Hagaskóli 31Vz v. 3. Hólabrekkuskóli-A 2414 v. 4. Seijaskóli-A 20Vz v. 5. Háteigsskóli 20 v. 6. -7. Melaskóli-A og Öiduselsskóli-A 1914 v. 8.-10. Fossvogsskóli, Rimaskóli-A og Alftamýrarskóli 19 v. 11.-12. Breiðagerðisskóli, og Selja- skóli-C l_8‘/2 v. 13.-16. Arbæjarskóli-A, Grandaskóli- A, Árbæjarskóli-B og Hólabrekku- skóli-B 18 v. 17.-18. Melaskóli-B, og Rimaskóli-B 1714 19. Ártúnsskóli-A 17 v. 20. -21. Laugalækjarskóli og Artúns- skóli-B 1614 v. 22. Seijaskóli-B 1414 v. 23. Grandaskóli-B 14 v. 24. Ölduselsskóli-B 13 v. 25. Engjaskóli 614 v. Reylqavíkurmeistarar Réttar- holtsskóla eru þessir skákmenn: 1 Davíð Kjartanss. 9 v. af 9 2 Þórir Júlíuss. 0 v. af 0 3 Sveinn Þór Wilhelmss. 71'z v. af 9 4 Guðni Stefán Péturss. 9 v. af 9 1. vm. Jóhannes I. Ámas. 5 v. af 5 2. vm. Einar Á. Árnas. 3 v. af 4 Sveit Hagaskóla var þannig skipuð: 1 Stefán Kristjánss. 8 v. af 9 2 Sigurður P. Steindórss. 9 v. af 9 3 Andri H. Kristinss. 8 v. af 9 4 Aldís Rún Lárusd. 3 v. af 3 vm. Hallgrímur J. Jenss. 314 v. af 6 í sveit Hólabrekkuskóla-A, sem lenti í þriðja sæti voru: 1 Gústaf Smári Bjömsson 2 Valtýr Njáll Birgisson 3 Sævar Ólafsson 4 Magnús Magnússon vm. Ingibjörg E. Birgisd. Atskákmdt Austurlands 1998 Atskákmót Austurlands var haldið á Eskifirði sunnudaginn 22. mars. Þátttakendur voru 8 og tefldar voru 5 umferðir eftir Monrad kerfi. Tímamörk voru 25 mínútur á mann. Sigurvegari varð Viðar Jónsson, Stöðvarfirði, með 5 vinninga af 5 mögulegum. I öðru til fjórða sæti urðu Gunnar Finnsson, Borgarfirði, Sverrir Gestsson, Fellabæ, og Rúnar Hilmarsson, Reyðarfirði. Þeir hlutu allir 3 vinninga. Stig í mót- inu ákvörðuðu röð þeirra þannig að annað sæti hlaut Sverrir Gestsson og þriðja sæti Gúnnar Finnsson. Verðlaunabikar var veittur fyrir 1. sætið og verð- launapeningar fyrir annað og þriðja sæti. Mótsstjóri var Guð- mundur Ingvi Jóhannsson. Aðalfundur Hellis 1998 Aðalfundur Taflfélagsins Hell- is 1998 verður haldinn fimmtu- dagskvöldið 26. mars klukkan 20 í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf. Rétt til setu á fundinum hafa allir fullgildir, skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á þennan áhugaverða fund, þar sem jafnan fara fram fjörug- ar umræður um stöðu og framtíð félagsins. Skemmtikvöld skákáhugamanna Skemmtiklúbbur skákáhuga- manna heldur skemmtikvöld föstudaginn 27. mars klukkan 20. Fyrst verður farið yfir stöðuna í heimsmeistarakeppnunum og birt úrslit í getraun sem fram fór 1994! Þeir sem tóku þátt í henni spáðu fyrir um það hvaða skák- menn yrðu sigurstranglegastir á næstu árum. Gert var ráð fyrir því að Kasparov og Karpov myndu tefla sameiningareinvígi, en dómnefndin hefur nú gefist upp á að bíða eftir því. Síðan fer fram létt hraðskákk- eppni þar sem þátttakendum er skipt í riðla eftir styrkleika. Allir skákáhugamenn eru velkomnir. Skemmtikvöldið er haldið hjá Taflfélaginu Helli, Þönglabakka 1, Mjódd. (Hjá Bridgesamband- inu) Aðgangseyrir er kr. 500 og rennur óskiptur til skákmóta- halds hér á landi. íslandsmót grunnskólasveita íslandsmót grunnskólasveita í skák 1998 fer fram dagana 27. til 29. mars í Faxafeni 12, Reykja- vík. 1.-3. umferð verða tefldar á fóstudagskvöld frá kl. 19, en laugardag og sunnudag hefst taf- lið kl. 14. Sigurvegari í þessari keppni mun öðlast rétt til að tefla á Norðurlandamóti grunnskóla- sveita sem haldið verður í Noregi í haust. Skráning og nánari upp- lýsingar hjá Skáksambandi Is- lands á milli kl. 10 og 13 virka daga, sími 568 9141. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óhefðbundnar lækningar FYRIR nokkru var í Sjón- varpinu skemmtilegur um- ræðuþáttur þar sem rök- rætt var um óhefðbundnar lækningar. Undir óhefð- bundnar lækningar flokk- ast heilun, andalækningar, grasalækningar, nála- stungur, nudd á iljar, o.fl. Það vakti nokkra furðu hve landiæknir og félagi hans voru gamaldags og öfugsnúnir. Þeir voru það sem til forna var kallað úr- iilir en einnig uppsperrtir. Ekki aðeins að þeir hefðu litla eða enga trú á lækn- ingum sem hér um ræðir, heldur var á þeim að skilja að þeir teldu þær sak- næmar. Spaugilegt var þegar fé- lagi iandlæknis yggldi sig og dró í efa að til væri orka til lækninga. Hann mælti „hver er þessi orka sem enginn getur mælt eða skilgreint?“ Hér er eðli- lega átt við heilunarorku, kraft sem kemur að hand- an, en erfitt er að lýsa í fá- um orðum. Sumir eru eðli- lega vantrúaðir, einkum þeir sem aldrei skynja neitt dulrænt. Það skiptir reyndar engu hvort þessi orka eða kraftur er mæl- anlegur eða ekki, kjarni málsins er að það er hægt að lækna fólk með hjálp að handan. Þess vegna eiga óhefðbundnai- lækningar rétt á sér, og þar af leið- andi eiga læknar og þeir sem fást við óhefðbundnar lækningar að vinna saman, eftir því sem efni og að- stæður leyfa. Eyjólfur Guðmundsson. Góð póstþjónusta LILJA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún hafa sett bréf í póstkassa við Bólstaðarhlíð sl. sunnu- dag kl. 13.30. Um miðjan dag á mánudag var bréfið komið til viðtakanda á Grundarfii-ði. Vill hún þakka fyrir skjóta og góða þjónustu. Tapað/fundið Húfa fannst á Skólavörðustíg HÚFA, eða hattur úr þrí- iituðu flaueli, fannst á Skólavörðustig um hádegi mánudagsins 23. mars. Upplýsingar í síma 560 6855 til kl. 16 á daginn. Drapplitur frakki tekinn í misgripum DRAPPLITUR Bur- berry’s frakki var tekinn í misgi'ipum úr fatahengi í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti á kútmaga- kvöldi 12. mars. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 7266. Gullhringur týndist GULLHRINGUR, kven- hringur með upphleyptu munstri, steinalaus, týnd- ist þriðjudaginn 17. mars. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 567 6205 eða 553 9103. Zippo-kveikjari í óskilum GYLLTUR Zippo-kveikj- ari fannst í Miðtúni. Upp- lýsingar í síma 552-9098. Dýrahald Kettlingur óskast ÓSKUM eftir vel upp öld- um kettlingi, ekki eldri en 4ra mánaða. Upplýsingar í síma 551 8575. Morgunblaðið/Ásdís BRUNAÐ á skíðum í Öskjuhlíðinni. Víkverji skrifar... NÝLEGA fór fram í Háskóla ís- lands kynning á þeim mý- mörgu möguleikum sem bjóðast til náms í hinum ýmsu skólum og eru slíkar kynningar haldnar á tveggja ára fresti. Fjöldi ungmenna lagði leið sína á þessa kynningu og von- andi hafa einhver þeirra ákveðið í framhaldinu hvað þau ætla að taka sér fyrir hendur þegar mennta- skóla eða sambærilegum skólum lýkur. Þegar rætt er við stúdentsefni virðist ótrúlega lítill hluti þeirra hafa ákveðið hvað þau ætla að gera að menntaskóla loknum og oft virð- ist tilviljun ráða því hvað þau taka sér fyrir hendur. Hvort sífellt fleiri möguleikar rugla unga fólkið í rím- inu eða hvort meira rót er á hugum ungs fólks nú en áður eða hvort þetta hefur alltaf verið svona veit Víkverji dagsins ekki. Hann veltir því hins vegar fyrir sér hvort náms- og starfsfræðsla geti ekki verið markvissari og meira áber- andi þáttur í starfi framhaldsskól- anna en nú er. Þessar vangaveltur komu upp í hugann þegar skrifari heyrði að dæmi væru um það í Háskóla Is- lands, að fólk skráði sig allt að sjö sinnum til náms í skólanum í hinar mismunandi deildir áður en við- komandi teldi sig hafa fundið eitt- hvað við sitt hæfi. XXX INÝLEGU fréttabréfi mennta- málaráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið hefur á síðustu ár- um safnað margvíslegum upplýs- ingum um starfsemi leik-, grunn- og tónlistarskóla. Ráðuneytið og Hagstofa íslands gerðu síðan síð- astliðið haust með sér samkomu- lag um að efla hagskýrslugerð um skólahald í landinu og frá hausti 1997 annast Hagstofan gagna- söfnun frá skólum í landinu. Forvitnileg sýnishorn af þess- ari upplýsingaöflun er að finna í fréttabréfinu. Þar kemur til dæmis fram að vorið 1997 voru 6.376 nemendur í 43 tónlistar- skólum landsins. Yngsti nemandi tónlistarskólanna var aðeins þriggja ára og sá elsti áttræður. Langflestir, eða 4.679, voru á aldrinum 6-15 ára. Árið 1997 voru 864 nemendur á biðlistum eftir að komast að í þeim 41 skóla sem svaraði spurningu ráðuneytisins þar að lútandi. Langflestir nemenda tónlistar- skólanna eru á fyi-sta stigi náms- ins, eða tæplega 60%. Tæplega 20 nemendanna fara yfir á annað stig, 10% fara á þriðja stig og 1% fer á níunda stig tónlistarnámsins. xxx SLAGURINN á raftækjamark- aði hefur tæpast farið framhjá nokkrum manni. Það sem skiptir mestu máli í því sambandi er að sú verðlækkun sem óneitanlega hefur orðið að undanförnu verði varan- leg. Að hún skili sér til neytenda til frambúðar en verði ekki aðeins hluti af markaðssetningu augna- bliksins. Kunningi Víkverja sem kannað hefur þennan markað að undan- förnu segist sannfærður um að svo verði. Það sé neytendanna að halda kaupmönnum við efnið. Hann segir líka, að það sé ekki eðlilegt að endalaust séu til birgðir af tilboðs- vörum og segir atganginn hafa ver- ið slíkan að nokkurra vikna birgðir af vörum hafi horfið úr hillunum á örfáum klukkustundum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.