Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 26.03.1998, Blaðsíða 56
56 FIMMTUDAGUR 26. MARZ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ SVIPMYND frá grunnskólamótinu. Réttarholtsskóli sigraði Hagaskóla SK4K Taflfélag Iteykja- víkur 20. —22. mars SVEITAKEPPNI GRUNNSKÓLA í REYKJAVIK Teflt var dagana 20.-22. mars. SVEITAKEPPNI grunnskóla í Reykjavík var haldin dagana 20.-22. mars. Tefldar voru 9 um- ferðir eftir Monrad-kerfí og um- hugsunartími var 30 mínútur á skák fyrir hvem keppanda. Allir grunnskólar í Reykjavík áttu rétt á að senda sveitir í keppnina. Að þessu sinni sendu 16 skólar sveit- ir til keppninnar og voru þátt- tökusveitir samtals 25. Mótið var haldið sameiginlega af Taflfélagi Reykjavíkur og Iþrótta- og tómstundaráði Reykjavíkur. Skákstjórar frá Taflfélagi Reykjavíkur voru Ólaf- ur H. Ólafsson og Torfi Leósson, en mótsstjóri var Gunnar Örn Jónsson frá ÍTR. Mótið var hald- ið hjá Taflfélagi Reykjavíkur, Faxafeni 12. Úrslit urðu þessi: 1. Réttarholtsskóli 33Vz v. 2. Hagaskóli 31Vz v. 3. Hólabrekkuskóli-A 2414 v. 4. Seijaskóli-A 20Vz v. 5. Háteigsskóli 20 v. 6. -7. Melaskóli-A og Öiduselsskóli-A 1914 v. 8.-10. Fossvogsskóli, Rimaskóli-A og Alftamýrarskóli 19 v. 11.-12. Breiðagerðisskóli, og Selja- skóli-C l_8‘/2 v. 13.-16. Arbæjarskóli-A, Grandaskóli- A, Árbæjarskóli-B og Hólabrekku- skóli-B 18 v. 17.-18. Melaskóli-B, og Rimaskóli-B 1714 19. Ártúnsskóli-A 17 v. 20. -21. Laugalækjarskóli og Artúns- skóli-B 1614 v. 22. Seijaskóli-B 1414 v. 23. Grandaskóli-B 14 v. 24. Ölduselsskóli-B 13 v. 25. Engjaskóli 614 v. Reylqavíkurmeistarar Réttar- holtsskóla eru þessir skákmenn: 1 Davíð Kjartanss. 9 v. af 9 2 Þórir Júlíuss. 0 v. af 0 3 Sveinn Þór Wilhelmss. 71'z v. af 9 4 Guðni Stefán Péturss. 9 v. af 9 1. vm. Jóhannes I. Ámas. 5 v. af 5 2. vm. Einar Á. Árnas. 3 v. af 4 Sveit Hagaskóla var þannig skipuð: 1 Stefán Kristjánss. 8 v. af 9 2 Sigurður P. Steindórss. 9 v. af 9 3 Andri H. Kristinss. 8 v. af 9 4 Aldís Rún Lárusd. 3 v. af 3 vm. Hallgrímur J. Jenss. 314 v. af 6 í sveit Hólabrekkuskóla-A, sem lenti í þriðja sæti voru: 1 Gústaf Smári Bjömsson 2 Valtýr Njáll Birgisson 3 Sævar Ólafsson 4 Magnús Magnússon vm. Ingibjörg E. Birgisd. Atskákmdt Austurlands 1998 Atskákmót Austurlands var haldið á Eskifirði sunnudaginn 22. mars. Þátttakendur voru 8 og tefldar voru 5 umferðir eftir Monrad kerfi. Tímamörk voru 25 mínútur á mann. Sigurvegari varð Viðar Jónsson, Stöðvarfirði, með 5 vinninga af 5 mögulegum. I öðru til fjórða sæti urðu Gunnar Finnsson, Borgarfirði, Sverrir Gestsson, Fellabæ, og Rúnar Hilmarsson, Reyðarfirði. Þeir hlutu allir 3 vinninga. Stig í mót- inu ákvörðuðu röð þeirra þannig að annað sæti hlaut Sverrir Gestsson og þriðja sæti Gúnnar Finnsson. Verðlaunabikar var veittur fyrir 1. sætið og verð- launapeningar fyrir annað og þriðja sæti. Mótsstjóri var Guð- mundur Ingvi Jóhannsson. Aðalfundur Hellis 1998 Aðalfundur Taflfélagsins Hell- is 1998 verður haldinn fimmtu- dagskvöldið 26. mars klukkan 20 í Hellisheimilinu, Þönglabakka 1. Á dagskrá eru venjuleg aðalfund- arstörf. Rétt til setu á fundinum hafa allir fullgildir, skuldlausir félagsmenn 16 ára og eldri. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á þennan áhugaverða fund, þar sem jafnan fara fram fjörug- ar umræður um stöðu og framtíð félagsins. Skemmtikvöld skákáhugamanna Skemmtiklúbbur skákáhuga- manna heldur skemmtikvöld föstudaginn 27. mars klukkan 20. Fyrst verður farið yfir stöðuna í heimsmeistarakeppnunum og birt úrslit í getraun sem fram fór 1994! Þeir sem tóku þátt í henni spáðu fyrir um það hvaða skák- menn yrðu sigurstranglegastir á næstu árum. Gert var ráð fyrir því að Kasparov og Karpov myndu tefla sameiningareinvígi, en dómnefndin hefur nú gefist upp á að bíða eftir því. Síðan fer fram létt hraðskákk- eppni þar sem þátttakendum er skipt í riðla eftir styrkleika. Allir skákáhugamenn eru velkomnir. Skemmtikvöldið er haldið hjá Taflfélaginu Helli, Þönglabakka 1, Mjódd. (Hjá Bridgesamband- inu) Aðgangseyrir er kr. 500 og rennur óskiptur til skákmóta- halds hér á landi. íslandsmót grunnskólasveita íslandsmót grunnskólasveita í skák 1998 fer fram dagana 27. til 29. mars í Faxafeni 12, Reykja- vík. 1.-3. umferð verða tefldar á fóstudagskvöld frá kl. 19, en laugardag og sunnudag hefst taf- lið kl. 14. Sigurvegari í þessari keppni mun öðlast rétt til að tefla á Norðurlandamóti grunnskóla- sveita sem haldið verður í Noregi í haust. Skráning og nánari upp- lýsingar hjá Skáksambandi Is- lands á milli kl. 10 og 13 virka daga, sími 568 9141. Daði Örn Jónsson Margeir Pétursson VELVAKAJMDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Óhefðbundnar lækningar FYRIR nokkru var í Sjón- varpinu skemmtilegur um- ræðuþáttur þar sem rök- rætt var um óhefðbundnar lækningar. Undir óhefð- bundnar lækningar flokk- ast heilun, andalækningar, grasalækningar, nála- stungur, nudd á iljar, o.fl. Það vakti nokkra furðu hve landiæknir og félagi hans voru gamaldags og öfugsnúnir. Þeir voru það sem til forna var kallað úr- iilir en einnig uppsperrtir. Ekki aðeins að þeir hefðu litla eða enga trú á lækn- ingum sem hér um ræðir, heldur var á þeim að skilja að þeir teldu þær sak- næmar. Spaugilegt var þegar fé- lagi iandlæknis yggldi sig og dró í efa að til væri orka til lækninga. Hann mælti „hver er þessi orka sem enginn getur mælt eða skilgreint?“ Hér er eðli- lega átt við heilunarorku, kraft sem kemur að hand- an, en erfitt er að lýsa í fá- um orðum. Sumir eru eðli- lega vantrúaðir, einkum þeir sem aldrei skynja neitt dulrænt. Það skiptir reyndar engu hvort þessi orka eða kraftur er mæl- anlegur eða ekki, kjarni málsins er að það er hægt að lækna fólk með hjálp að handan. Þess vegna eiga óhefðbundnai- lækningar rétt á sér, og þar af leið- andi eiga læknar og þeir sem fást við óhefðbundnar lækningar að vinna saman, eftir því sem efni og að- stæður leyfa. Eyjólfur Guðmundsson. Góð póstþjónusta LILJA hafði samband við Velvakanda og sagðist hún hafa sett bréf í póstkassa við Bólstaðarhlíð sl. sunnu- dag kl. 13.30. Um miðjan dag á mánudag var bréfið komið til viðtakanda á Grundarfii-ði. Vill hún þakka fyrir skjóta og góða þjónustu. Tapað/fundið Húfa fannst á Skólavörðustíg HÚFA, eða hattur úr þrí- iituðu flaueli, fannst á Skólavörðustig um hádegi mánudagsins 23. mars. Upplýsingar í síma 560 6855 til kl. 16 á daginn. Drapplitur frakki tekinn í misgripum DRAPPLITUR Bur- berry’s frakki var tekinn í misgi'ipum úr fatahengi í Oddfellow-húsinu við Vonarstræti á kútmaga- kvöldi 12. mars. Skilvís finnandi hafi samband í síma 553 7266. Gullhringur týndist GULLHRINGUR, kven- hringur með upphleyptu munstri, steinalaus, týnd- ist þriðjudaginn 17. mars. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 567 6205 eða 553 9103. Zippo-kveikjari í óskilum GYLLTUR Zippo-kveikj- ari fannst í Miðtúni. Upp- lýsingar í síma 552-9098. Dýrahald Kettlingur óskast ÓSKUM eftir vel upp öld- um kettlingi, ekki eldri en 4ra mánaða. Upplýsingar í síma 551 8575. Morgunblaðið/Ásdís BRUNAÐ á skíðum í Öskjuhlíðinni. Víkverji skrifar... NÝLEGA fór fram í Háskóla ís- lands kynning á þeim mý- mörgu möguleikum sem bjóðast til náms í hinum ýmsu skólum og eru slíkar kynningar haldnar á tveggja ára fresti. Fjöldi ungmenna lagði leið sína á þessa kynningu og von- andi hafa einhver þeirra ákveðið í framhaldinu hvað þau ætla að taka sér fyrir hendur þegar mennta- skóla eða sambærilegum skólum lýkur. Þegar rætt er við stúdentsefni virðist ótrúlega lítill hluti þeirra hafa ákveðið hvað þau ætla að gera að menntaskóla loknum og oft virð- ist tilviljun ráða því hvað þau taka sér fyrir hendur. Hvort sífellt fleiri möguleikar rugla unga fólkið í rím- inu eða hvort meira rót er á hugum ungs fólks nú en áður eða hvort þetta hefur alltaf verið svona veit Víkverji dagsins ekki. Hann veltir því hins vegar fyrir sér hvort náms- og starfsfræðsla geti ekki verið markvissari og meira áber- andi þáttur í starfi framhaldsskól- anna en nú er. Þessar vangaveltur komu upp í hugann þegar skrifari heyrði að dæmi væru um það í Háskóla Is- lands, að fólk skráði sig allt að sjö sinnum til náms í skólanum í hinar mismunandi deildir áður en við- komandi teldi sig hafa fundið eitt- hvað við sitt hæfi. XXX INÝLEGU fréttabréfi mennta- málaráðuneytisins kemur fram að ráðuneytið hefur á síðustu ár- um safnað margvíslegum upplýs- ingum um starfsemi leik-, grunn- og tónlistarskóla. Ráðuneytið og Hagstofa íslands gerðu síðan síð- astliðið haust með sér samkomu- lag um að efla hagskýrslugerð um skólahald í landinu og frá hausti 1997 annast Hagstofan gagna- söfnun frá skólum í landinu. Forvitnileg sýnishorn af þess- ari upplýsingaöflun er að finna í fréttabréfinu. Þar kemur til dæmis fram að vorið 1997 voru 6.376 nemendur í 43 tónlistar- skólum landsins. Yngsti nemandi tónlistarskólanna var aðeins þriggja ára og sá elsti áttræður. Langflestir, eða 4.679, voru á aldrinum 6-15 ára. Árið 1997 voru 864 nemendur á biðlistum eftir að komast að í þeim 41 skóla sem svaraði spurningu ráðuneytisins þar að lútandi. Langflestir nemenda tónlistar- skólanna eru á fyi-sta stigi náms- ins, eða tæplega 60%. Tæplega 20 nemendanna fara yfir á annað stig, 10% fara á þriðja stig og 1% fer á níunda stig tónlistarnámsins. xxx SLAGURINN á raftækjamark- aði hefur tæpast farið framhjá nokkrum manni. Það sem skiptir mestu máli í því sambandi er að sú verðlækkun sem óneitanlega hefur orðið að undanförnu verði varan- leg. Að hún skili sér til neytenda til frambúðar en verði ekki aðeins hluti af markaðssetningu augna- bliksins. Kunningi Víkverja sem kannað hefur þennan markað að undan- förnu segist sannfærður um að svo verði. Það sé neytendanna að halda kaupmönnum við efnið. Hann segir líka, að það sé ekki eðlilegt að endalaust séu til birgðir af tilboðs- vörum og segir atganginn hafa ver- ið slíkan að nokkurra vikna birgðir af vörum hafi horfið úr hillunum á örfáum klukkustundum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.