Morgunblaðið - 09.05.1998, Side 8
8p LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998_________________________
FRÉTTIR
LÁTTU nú dollaragrínið fá það óþvegið, mr. Duisenberg.
Rafrænn
MIRABELLE Smiðjustíg 6 * Rcykjavík SILFURBÚÐIN Kringlunni * Rcykjavík
Skólavörðustíg 7 * Reykjavík Ml Tryggvagötu 8 • Rcykjavík
Bílavörubúðin
JFJðDRIfiL MENSWEAR R£AD THE MESSAGE
Skeifunni 2 * Reykjavík Laugavcgi 61 * Rcykjavík
Gjöld á end-
urkomudeild
hækka
GJALD fyrir komu á endurkomu-
deild slysadeildar Sjúkrahúss
Reykjavíkur var hækkað í fyrradag
til samræmis við gjaldskrá sem gildir
um læknisþjónustu og heilsugæslu.
Kostar koma til sérfræðings á
göngudeild, slysadeild eða bráðamót-
töku sjúkrahúss nú 1.400 krónur að
viðbættum 40% af umframkostnaði.
Magnús Skúlason, framkvæmda-
stjóri Sjúkrahúss Reykjavíkur, segir
að komugjöld á slysadeild hafi lengi
verið 1.200 krónur en frá 1. febrúar
1996 hafi þau hækkað í 1.400 krónur
að viðbættum 40% af umframkostn-
aði sem til fellur og getur verið vegna
rannsókna, umbúða, myndatöku eða
annars.
Segir Magnús að lengi hafi verið
óljóst hvort þessi gjaldskrá ætti við
um komu á endurkomudeildina en nú
hafi verið ákveðið að svo yrði. í
fyrradag hafi gjaldskráin verið yfir-
færð á komugjöld endurkomudeÚdar
og hafi heilbrigðisráðuneytinu verið
tilkynnt um það og ekki gert athuga-
semd.
Þessi fyrirtæki veita öilum sem
greiða með VISA kreditkorti
rafrænan afslátt
Fjöldi annarra fyrirtækja veitir einnig afslátt
©
FRIÐINDAKLUBBURINN
www.fridindi.is • www.visa.is
Spá köldum
maímánuði
VEÐURKLÚBBURINN á Dalbæ,
dvalarheimili aldraðra í Dalvík, spáir
fremur köldum og umhleypingasöm-
um maímánuði. Búast megi við norð-
lægum áttum mestan hluta af maí og
því gætu fylgt krapaslyddur. Veður-
klúbburinn spáir fyrir veðri einkum
á Norðurlandi en telur að oft gildi
hlutar af spánum fyrir landið allt.
í veðurspá fyrir maí er gert ráð
fyrir hreti rétt fyrir bæjarstjómar-
kosningar „rétt si sona til þess að
hrista upp í mannskapnum fyrir
lokasprettinn og teljum við í veður-
klúbbnum að ekki veiti af því að
hrista upp því að það er mikil deyfð í
baráttunni norðanlands."
Meðan veðurklúbburinn vann að
spánni fyrir maí barst í tal að jarð-
skjálfta gæti orðið vart á landinu.
„Yrðum við ekkert hissa þó að jörð
skylfi lítið eitt einhvers staðar á
landinu í mánuðinum.“
MQRGUNBLAÐIÐ
Alþjóðadagur hjúkrunarfræðinga
Samstarf
er lykillinn að
betri heilsu
Anna Björg Aradóttir
Alpjóðadagur
hjúkrunarfræð-
inga er hinn 12.
maí næstkomandi en það
er fæðingardagur Flor-
ence Nightingale. Ar
hvert er dagurinn helgað-
ur ákveðnu efni og í ár er
yfirskrift hans Samráð
um heilsugæslu.
Það er Félag íslenskra
hjúkrunarfræðinga sem
skipuleggur daginn hér á
landi. Anna Björg Ara-
dóttir sem er í forsvari
fyrir verkefnið Heilsuefl-
ingu hefur ásamt heilsu-
gæsluhjúkrunarfræðing-
um verið í undirbúnings-
nefnd fyrir alþjóðadag
hjúkrunarfræðinga á höf-
uðborgarsvæðinu. Þá
hafa svæðisdeildir hjúkr-
unarfræðinga um land allt leitað
til Heilsueflingar og annarra,
sem sinna forvömum, eftir
gögnum og upplýsingum.
- Hvað verður gert í tilefni
dagsins?
„Það var ákveðið að fara þá
leið að aðstoða fólk við að taka
ábyrgð á eigin heilsu og við völd-
um að hafa sérstakan fjölskyldu-
dag. A morgun, sunnudaginn 10.
maí, efnum við því til fjölskyldu-
hátíðar í Laugardal og þar mun-
um við bjóða upp á ýmiskonar
fróðleik um heilbrigða lífshætti
og gefa gestum að smakka holl-
ar og góðar veitingar. Auk þess
verður boðið upp á gönguferðir,
dans og farið í leiki.“
Anna Björg segir að 12. maí
ætli hjúkrunarfræðingar um
land allt að standa fyrir fjöl-
breyttum uppákomum þar sem
hreyfing og hollusta verður höfð
að leiðarljósi.
- Nú segja margir að það sem
er hollt sé ekki gott?
„Það er rétt en við leggjum
einmitt áherslu á vellíðan með
hreyfingu og hollu mataræði.
Það er frumskilyrði að fólk velji
sér sér bæði fæðu og hreyfingu
sem því geðjast að og líður vel
með. Þetta er alls enginn mein-
lætaboðskapur sem við erum að
hvetja fólk til að fara eftir."
- Hvers vegna ákváðuð þið að
efna til fjölskyldudags?
„Við vildum benda fjölskyld-
um á að oft er hægt að stunda
hreyfingu saman og fjölskyldur
þurfa eimitt á fleiri samveru-
stundum að halda. Oft stunda
allir fjölskyldumeðlimir hreyf-
ingu en það er algengt að þeir
geri það hver í sínu lagi.
Það er margt sem fjölskyldan
getur gert saman eins og að fara
í hjólreiðatúra,
göngutúra, sund,
tennis eða golf. Með
þessu erum við ekki
að segja að fjöl-
skyldumeðlimir geti
ekki líka stundað
hreyfingu hver í sínu lagi. Það
má blanda þessu saman.“
-Hvaða ábendingar eruð þið
með um hollt mataræði?
„í okkar samfélagi er þróunin
sú að tímaskortur setur mark
sitt á mataræðið. Fólk grípur
eitthvað fljótlegt með sér heim
úr matvöruverslun að loknum
vinnudegi og þá er fæðan
kannski ekki eins holl og hún
ætti að vera.
Á hinn bóginn vill fólk borða
holla fæðu en stefna stjórnvalda
► Anna Björg Aradóttir er
fædd á Húsavík árið 1955.
Hún lauk BS-prófi í hjúkrun-
arfræði frá Háskóla Islands
árið 1980. Hún starfaði um
skeið á barnadeild Landspítal-
ans og á heilsugæslustöðvum.
Anna Björg starfaði hjá
Landlæknisembættinu um
árabii en er nú verkefiiisstjóri
Heilsueflingar og er í hluta-
starfí við fangelsin á höfuð-
borgarsvæðinu.
Eiginmaður Önnu Bjargar
er Þorleifur Magnússon, versl-
unarstjóri Brúnás-innréttinga
og eiga þau tvö börn.
hefur ekki alltaf verið hvetjandi
í þá átt. Til að mynda eru tollar
á sykri lágir en það eru lagðir
vemdar- og magntollar á græn-
meti. Slík stefna stangast á við
manneldismarkmið þar sem
hvatt er til aukinnar neyslu
grænmetis og ávaxta.
Það er oft sagt að einstakling-
ar beri ábyrgð á eigin heilsu en
það er fleira sem kemur til. Við
viljum hvetja stjómvöld og ráða-
menn þjóðarinnar til að leggja
sitt af mörkum til að stuðla að
hollu mataræði. Allir landsmenn
þurfa að taka höndum saman og
stefna að þessu markmiði."
- Hverjh■ standa að Heilsuefl-
ingu sem þú ert í forsvari fyrir?
„Heilsuefling er samstarfs-
verkefni Landlæknisembættis-
ins og Heilbrigðisráðuneytisins
sem miðar að því að fá alla í
samfélaginu til að vinna saman
að því að efla heilsu og vellíðan."
- Hefur Heilsuefling verið
starfrækt lengi?
„I fjögur ár og við höfum með-
al annars verið í samstarfi við
svokallaða heilsubæi
í Hveragerði, Hafn-
arfirði, á Húsavík og
Höfn í Homafirði.
Þessir staðir hafa að
markmiði að sam-
eina kraftana til að
bæta heilsu íbúanna. Fjögur
sveitarfélög em að bætast við á
næstunni, á Héraði, Sauðár-
krókur, Seltjamarnes og Akra-
nes. Þá höfum við verið í sam-
starfi við grunnskólann í Borg-
amesi og Kópavogsskóla og
leikskólann Skólatröð í Kópa-
vogi svo og vinnustaðinn Granda
þar sem unnið hefur markvisst
verið að því að stuðla að heil-
brigðum lífsháttum. Hefur
heilsugæslan gegnt þar stóru
hlutverki.
Fjölskyldur
hvattar til að
stunda hreyf-
ingu saman