Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 9

Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 9
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 9 FRÉTTIR Um 8 þúsund manns búa þar sem hitaveita væri hagkvæm Atak í leit að jarðhita á köldum svæðum IÐNAÐARRÁÐUNEYTIÐ, Orkuráð og Byggðastofnun hafa undimtað samkomulag um átak í leit að jarðhita til húshitunar á svokölluðum köldum svæðufn á landinu, þar sem engin hitaveita er en talið er að þjóðhagslega hag- kvæmt kunni að vera að leggja hitaveitu. Að sögn Þorkels Helgasonar orkumálastjóra sýna útreikningar að 8 þúsund manns búa á svæðum, þar sem talið er hagkvæmt að leggja hitaveitu. Um er að ræða svæði á Snæfellsnesi, Vestfjörðum og á Austurlandi. I dag búa 85% landsmanna við hitaveitu en gera má ráð fyrir að í framtíðinni nái hitaveita til 90% landsmanna. „Ef til vill er ekkert sem getur haft jafn mikil áhrif á búsetuþróun í landinu og orkukostnaður," sagði Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og við- skiptaráðherra. „Það hefur sýnt sig að þau svæði landsins, þar sem kostnaður við húshitun er lægstur þar er styrkleiki byggðar mestur.“ Hvati til aðgerða Átakinu er ætlað að verða hvati til frekari aðgerða í jarðhitaleit á köldum svæðum með áherslu á frumstig leitarinnar en heima- mönnum og orkufyrirtækjum er ætiað að taka við framkvæmdum þegar vísbending fæst um jarðhita, sem hagkvæmt gæti verið að nýta. Athyglinni verður einkum beint að þéttbýlisstöðum og áherslu lögð á svæði, þar sem erfiðleikar kunna að vera nú eða í framtíðinni í dreif- ingu á raforku til hitunar. Miðað er við tvö starfsár með möguleika á framhaldi og er gert ráð fyrir 30 milljóna króna fram- lagi á ári en reiknað er með að sveitarfélög og orkufyrirtæki leggi fram mótframlag er nemi a.m.k. 50% af kostnaði við fi-amkvæmd- ina. Samkvæmt lauslegri kostnað- aráætlun Orkustofnunar er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við jarðhitaleit, þar með taldar boran- ir á köldum svæðum, geti numið 200-300 milljónum. Jarðhitaleitarátakinu er ætlað að verða sveitarfélögum og orku- fvi'irtækjum hvatning til jarðhita- leitar og getur Orkusjóður lagt til fi-ekari aðstoð með lánum. Við for- gangsröðun við styrkveitingar verður tekið tillit til þess að verk- efnið leiði til þess að a.m.k. 100 íbúar geti notað jarðvarmann til húshitunar, að verkið sé þjóðhags- lega arðbært, geti stuðlað að já- kvæðri byggðaþróun og að það fái jákvæða umsögn auðMndadeildar Orkustofnunar. Lánað áfram til jarðhitaleitar Iðnaðarráðherra sagði að eftir sem áður yrðu jarðhitaleitarlán Orkusjóðs til staðar og er lánað til borana og rannsókna en þó ekki vegna áfallins kostnaðar og geta lán numið allt að 60% af áætluðum kostnaði. Lánað er til tíu ára. Fyrstu tvö árin eru án afborgana og eru þau einungis endurkræf ef árangur verður af verkefninu. Sagði ráðherra að hann hefði auk þess heimild til að fresta afborgun- um enn frekar þar til tekjur við- komandi fyrirtækis standa undir rekstrinum. Egill Jónsson, stjómarformaður byggðastofnunar, segir átakið vera í takt við stefnu í byggðamálum. Sagði hann að í þingsályktunartil- lögu, sem nýlega hefur verið lögð fram á Alþingi sé lagt til að heimilt verði að nýta þær 500 milljónir sem ríkissjóður leggur til í niðurgreiðslu á raforkukostnaði í stofnframlag til vii'kjunar á heitu vatni í fimm ár. r Fallegar og vandaðar sumarvörur í miklu úrvali A V TÍSKUVERSLUN Kringlunni 8-12, sími 553 3300 J AÐALSTÖÐIN /7...9Z 9 IfiugfílágVslandsI Hjómsveit Geirmundar BROADWA^ HÓTEL ÍSLANDl Miða- og borðapantanir í síma 533 1100. Verð 4.900, matur og sýning. 2.200, sýning. 1.000, dansleikur. leikur fyrir dansi 14 manna hljómsveit undir Jstjórn Þóris Baldurssonar. Z&ynnir er Jón Axel Ólafsson. Franskar gallabuxur 6 litir - Frá stærð 34 Opiðvirkadaga9-18, ^l^ l^ w w laugardag 10-14. ■ MM CT Ný sending ÚTSKRIFTARDRAGTIR hj&QýGnfiihiUi » Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.30, laugardaga frá kl. 10.00—15.00. UTANKJÖRSTAÐASKRIFSTOFA SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Valhöll, Háaleitsbraut 1, 3. hæð, 105 Reykjavík Símar: 515 1735, 515 1736 Farsími: 898 1720 Bréfasími: 515 1739 Netfang: utankjorstada@xd.is Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumanninum í Reykjavík í Ármúlaskóla alla daga kl. 10-12, 14-18 og 20-22 Utankjörstaðaskrifstofan gefur upplýsingar um allt sem lýtur að sveitarstjórnakosningunum 23. maí n.k. Sjálfstæðisfólk! Látið okkur vita um alla stuðningsmenn sem ekki verða heima á kjördag t.d. námsfólk erlendis. MERCURV SUMARTILBOÐ POSTSENDUM SAMDÆGURS Stærðlr: 23-34 Sumartilboð kr. 1.290 Opið laugard. kl. 10-14 SKOUERSLUN K0PAU0GS ttAMRABORG 3 • SÍMl 554 1754 STYRKUR TIL TÓNLISTARNÁMS Minningarsjóður um Jean Pierre Jacquillat mun á þessu ári veita tónlistarfólki styrk til jramhaldsnáms erlendis á nœsta skólaári 1998-1999. Veittur er styrkur að upphæð kr. 500.000. Umsóknir með upplýsingum um námsferil og framtíðaráform sendist fýrir 25. maí nk. til formanns sjóðsins: Arnar Jóhannssonar, pósthólf 3372, 123 Reykjavík. Umsóknum fylgi hljóðritanir, raddskrár frumsaminna verka og/eða önnur gögn sem sýna hæfni umsækjanda.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.