Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 20
20 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
MORGUNBLAÐIÐ
ÚR VERINU
Þrjú skip á leið
til Póllands í
miklar breytingar
50 skipum breytt fyrir
5 milljarða króna á
síðastliðnum 15 árum
NÝLEGA hafa verið gerðir
samningar við Nauta Group-
skipasmíðastöðina í Gdynia í
Póllandi um breytingar á
þremur íslenskum fiskiskip-
um í sumar. Þegar þeim
framkvæmdum verður að
fullu lokið hafa þar með samtals 40 íslensk fískiskip verið endurbyggð hjá
Nauta, sem er sú viðgerðarstöð í Póllandi sem náð hefur hvað bestum ár-
angri í breytingum og viðgerðum á íslenskum skipum. Þar er reynsla
starfsmanna orðin mikil og margir þeirra hafa undanfarin ár svo til ein-
göngu unnið við breytingar á íslenskum fiskiskipum. Fyrstu verkefnin, sem
Nauta fékk frá íslandi, voru lenging á Ögra og Vigra. Þá sá fyrirtækið m.a.
um endurbyggingu japönsku skuttogaranna á sínum tíma.
í fyrsta lagi verður Byr VE breytt
í túnfiskveiðiskip og er gert ráð fyrir
að framkvæmdirnar muni standa yf-
ir frá 24. maí til 5. ágúst. Skipið verð-
ur skorið í sundur í miðjunni og nýr
framendi settur á, það lengt um 5
metra og breikkað um 2,30 metra
auk þess sem íbúðum verður breytt,
komið verður fyrir frystikerfi og
frystibúnaði fyrir túnfisk og
japönskum túnfiskvindum.
Björg Jónsdóttir ÞH, sem verður
ytra frá 1. ágúst til 15. október, verð-
ur lengd um 12 metra, hvalbakur
stækkaður, lagnir endurnýjaðar, lest
breytt og í hana sett svokallað
MMC-ískælikerfi.
Þriðji samningurinn, sem nýlega
hefur verið gerður við Nauta, er
lenging á frystitogaranum Örfirisey
RE, sem er í eigu Granda. Fyrh-hug-
aður verktími er frá 9. ágúst til 9.
nóvember og er aðalverkið falið í
lengingu um tæpa 10 metra. Að sögn
LANCÖMEI
°g Hygea Kringlunni
bjóða þér á kynningu í dag.
Nýttu þér einstakt tilboð:
Ef keyptar eru vörur fyrir 4.000 kr.
eða meira fylgir taska með
5 glæsilegum gjafastærðum
frá LANCÖME
Le Gift
1
G
dnyrtivöruver^Lun
Kringlunni, sími 533 4533
NAUTA skipasmíðastöðin er í Gdynia í Póllandi þar sem 37 íslensk fiskiskip hafa nú fengið gagngera
andlitslyftingu og þrjú til viðbótar bætast í hópinn í sumar.
Friðriks voru framkvæmdir við þessi
þrjú skip allar boðnar út. Svo dæmi
sé tekið bauð Nauta 104 milljónir kr.
í lengingu Örfiriseyjar en hin þrjú
tilboðin, sem bárust í verkið og komu
frá Póllandi og Spáni, hljóðuðu upp á
111 milljónir, 140 milljónir og 150
milljónir króna.
Að sögn Friðriks Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Vélasölunnar hf.,
sem jafnframt er umboðsaðili Nauta
Group hér á landi, hafa ellefu aðilar í
Póllandi að undaníörnu sóst efth-
breytingum á íslenskum fiskiskipum,
en hafa bæri í huga að fyrirtæki
þessi væru mjög misjafnlega búin til
þess að taka að sér verkefnin auk
þess sem fjögur fyrirtækjanna væru
ekki með eigin viðgerðarstöðvar. A
íslandi hefði pólski skipasmíðaiðnað-
urinn gjarnan verið settur undir einn
hatt og hafi orðið veruleg seinkun á
framkvæmd einhvers verks hefðu
allar viðgerðarstöðvarnar í Póllandi
verið dæmdar.
A undanfórnum 15 árum hafa um
50 íslensk fiskiskip farið til Póllands
til gagngerðra breytinga. Flest þess-
ara skipa hafa farið til Nauta-viðgerð-
arstöðvaiinnar, en undanfaiin ár hafa
aðrar skipasmíða- og viðgerðarstöðv-
ar ásamt öðrum aðilum í Póllandi
boðið í verkin með misjöfnum ár-
angri. Meðalbreyting á þeim skipum,
sem hafa farið til Póllands, kostar að
líkindum kringum 100 milljónir króna
og lætur því nærri að íslendingar hafi
greitt um fimm milljarða króna vegna
endurbyggingar fiskiskipa í Póllandi
á þessum árafjölda. í útboðum hafa
tilboðin frá pólsku skipasmíðastöðv-
unum verið að meðaltali um 20%
lægri en tilboð frá öðnim þjóðum. Því
má segja að Islendingar hafi a.m.k.
sparað sér einn milljarð króna í við-
skiptunum við Pólverja.
Flókín endurbygging
Á fyrstu ánmum, sem íslendingar
sendu skip sín til breytinga í stöð-
inni, gat hún ekki keypt að öllu leyti
það efni, sem Islendingar vildu oft
nota, en eftir hrun kommúnismans í
Póllandi hefur orðið mikil breyting á,
að sögn Friðriks. Sem dæmi má
nefna að eitt fyi’irtækjanna innan
Nauta Group er nú með allt efni til
vökvalagna og vinnur undh’ ISO
9001-staðli. Þá eru allar stálplötur,
sem fyrirtækið notar, skornar í
tölvuskurðarvél.
Nauta Group er í raun fjöldi
smærri fyrirtækja, sem sérhæfa sig
hvert á sínu sviði, og innan samstæð-
unnar er t.d. Vélasalan-Nauta. Frið-
rik segir að hjá Nauta leggi menn
sig fram við að fá vinnu við íslensku
skipin. Staðreyndin væri sú að Is-
lendingar og Norðmenn væru kröfu-
hörðustu viðskiptavinimir og mun
flóknara væri að fást við fiskiskip en
flutningaskip. Vart væri t.d. hægt að
hugsa sér flóknari endui-byggingu en
þá, sem fram fór á Berki frá Nes-
kaupstað, og það sama mætti reynd-
ar segja um Hólmaborg frá Eskifirði
og Beiti frá Neskaupstað, en þessi
skip voru öll endurbyggð hjá Nauta.
Norðmenn huga að loðnuveiðum við Jan Mayen
„Gætu skert kvóta okkar“
SVEINN Sveinbjörnsson fiskifræð-
ingur hjá Hafrannsóknastofnun tel-
ur að komi til umtalsverðra loðnu-
veiða Norðmanna við Jan Mayen í
sumar, eins og Norðmenn hafa nefnt
sem valkost, verði að taka mið af því
og skera niður loðnuafla íslenska
flotans á næstu vertíð. Hins vegar sé
margt óljóst með loðnugöngur á þær
slóðir sem um ræðir og ekki á vísan
að róa miðað við reynslu af svæðinu.
Haft er eftir Paul Gustav Remöy,
deildarstjóra í Samtökum útgerðar-
manna í Noregi, í norska sjávai'út-
vegsblaðinu Fiskaren, að margt
bendi til þess að innan lögsögu Jan
Mayen verði talsverða loðnu að finna
þegar líður á sumar og ástæðulaust
sé að draga úr sóknar- og afkastagetu
norska loðnuflotans, gangi það eftir.
„Það er afar óvíst með göngur á
þessu svæði. Sum ár eru þær í veru-
legum mæli, eins og í fyrra, en önnur
ár er minna af loðnu þarna. En það
er alveg klárt mál að veiði Norð-
menn mikið af loðnu á þessum slóð-
um þá hlýtur það að bitna á veiðum
íslenska flotans. Veiðum hefur verið
hagað þannig við Island, að 400.000
tonn séu eftir til að hrygna. Þetta
hefur tekist svo vel að ekki hefur
orðið afdrifaríkt hrun hjá okkur eins
og t.d. bæði Kanadamenn og Norð-
menn þekkja. Þó að ákvarðanir um
kvóta séu pólitískar, þykir mér afar
ósennilegt að menn vilji taka ein-
hverja áhættu þegar loðnustofninn
er annars vegar,“ sagði Sveinn
Sveinbjömsson.