Morgunblaðið - 09.05.1998, Side 24

Morgunblaðið - 09.05.1998, Side 24
24 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Cook í vanda ERLENT Verkfallslögin í Danmörku virðast ætla að skapa ró á vinnumarkaði Skammir og hrós til Nyrups forsætisráðherra Kaupmannahöfn. Morgunblaðið. HIN flokkspólitísku eftirköst verk- fallsins í Danmörku verða vart af- gerandi, en einn flokkur sýndi á sér nýja hlið. Hinn nýi formaður Ven- stre, Anders Fogh Rasmussen, stað- festi orðstír sinn um að vera samn- ingslipur og sveigjanlegur. Aðilar vinnudeilunnar hafa lýst yfír reiði sinni í garð Pouls Nyrups Rasmus- sens forsætisráðherra sem hafí síst hjálpað til við að leysa deiluna. 74% sátt við Iagasetningu Víða er verið að gera upp tap fyr- irtækja og þannig hefur Tívolí lýst jdir að þar nemi tap um 110 milljón- um íslenskra króna, en garðurinn var lokaður í verkfallinu. Nokkur dæmi voru í gær um skæruaðgerðir, en annars virðist fólk snúa til vinnu, þótt það kom fyrst í ljós eftir helgi, því í gær var frídagur í Danmörku. Pia Christmas-Mpller, leiðtogi Ihaldsflokksins, hamraði stöðugt á að lög gegn verkfallinu gætu ekki tekið til annars en tillögu sáttasemj- ara. Pótt Venstre væri þessu sam- mála átti Anders Fogh þó ekki í vandræðum með að samþykkja lög- in, sem voru uppsuða á tillögu sátta- semjara með viðbótum til að blíðka verkalýðshreyfinguna, án þess að það kostaði vinnuveitendur neitt umfram felldu samningana. Þetta gæti verið fróðleg vísbending um að Venstre muni sækja inn á miðjuna og að flokkurinn verði sam- starfsfúsari en hann var undir stjóm Uffes Ellemann-Jensens. Forsætisráðherra fær bæði skammir og hrós fyrir lögin. Skoð- anakannanir sýna að 74 prósent Dana voru sátt við að ljúka verkfall- inu með lögum. Afgreiðslan var hnökrótt því heimavinnan var ekki nógu vel unnin og lögin þurfti því að sverfa til í meðferð þingsins. Hins vegar fær Nyrup skammir bæði frá Hans Jensen, forseta Alþýðusam- bandins danska, og Jorn Neegaard Larsen, framkvæmdastjóra Vinnu- veitendasambandsins danska. Hans Jensen segir Nyrup hafa skemmt fyrir samningum þegar hann á mánudagskvöld hvatti aðil- ana til að draga sáttasemjara inn í viðræðumar. Einmitt þá hafi Al- þýðusambandið stefnt í þá átt, en eftir hvatningu Nyrups hafí lokuð verið fyrir það skotið. Neergaard Larsen segir sífelldar ávítur Nyr- ups í garð samningsaðila hafa skemmt fyrir. Áberandi var á blaðamannafundi Nymps og Ove Hygum atvinnuráð- herra er lögin vom kynnt að Hyg- um sagði að auðvitað ætluðu þeir ráðherramir ekki að vera í neinu skólastjórahlutverki gagnvart aðil- um vinnumarkaðarins. En að því búnu ávítaði Nymp aðilana þung- lega eftir sem áður. Óvíst um stöðu Nyrups-Rasmussens Hver áhrif verkfallið hefur á stöðu Nymps kemur í ljós þegar til lengdar lætur. Vinnuveitendur þurfa ekki að óttast að hann vinni gegn þeim, en það mun vísast lengi verða urgur í verkalýðshreyfing- unni. Allt bendir til að verkfallsfólk muni snúa til vinnu þegar ný vinnu- vika hefst á mánudag. London. Reutors. ROBIN Cook, utanríkisráðherra Bretlands, á nú í vök að verjast vegna deilu um ólöglega vopnasölu til Vestur-Afríkuríkisins Sierra Leone. Cook sætti harðri gagnrýni vegna málsins í breskum fjölmiðlum í gær og búist er við að aðstoðarmaður hans, Tony Lloyd, verði leystur frá störfum. Þeir hafa báðir sagt að embættismenn í utanríkisráðuneyt- inu hafi látið hjá líða að veita þeim upplýsingar um vopnasöluna og að stjómarerindrekum, sem kunni að hafa brotið bann Sameinuðu þjóð- anna við sölu vopna til Sierra Leone, verði refsað. Vandræði Cooks jukust enn í gær þegar breskt fyrirtæki, sem hafði milligöngu um vopnasöluna, birti bréf sem það sendi Cook 24. aprfl. Fyrirtækið kvartaði þar yfir því að viðskiptavinir þess hefðu verið yfir- heyrðir vegna samnings, sem gerður var í mars, um að aðstoða Kabbah, fyrrverandi forseta Sierra Leone, við komast aftur til valda. í bréfinu seg- ir að embættismenn bresku stjórn- arinnar hafi fullvissað fyrirtækið um að hún styddi vopnasöluna. Indónesískir námsmenn mótmæla áfram Krefjast réttar- halda yfír Suharto forseta Jakarta. Reuters. INDÓNESÍSKIR námsmenn virtu í gær að vettugi áskoranir hersins um að hætta mótmælunum gegn Su- harto forseta, sem hefur verið við völd í landinu í 32 ár. Námsmenn í Jakarta settu á svið réttarhöld yfir Suharto, kváðu upp dauðadóm og brenndu eftirmynd forsetans. Námsmenn efndu einnig til mót- mæla í borginni Medan á Sumötru, lýstu Suharto sem „syni Satans" og kröfðust þess að hann yrði sóttur til saka fyrir spillingu. Forsetinn hefur verið sakaður um gegndarlausa frændhygli og ættingjar hans og vinir eru sagðir hafa safnað miklum auði á kostnað þjóðarinnar. Wiranto biðlaði til námsmanna Wiranto hershöfðingi, yfirmaður hersins, hafði skorað á námsmenn- ina að hætta mótmælunum, sem hafa staðið í tæpa þrjá mánuði. Hann sagði að mótmælin hefðu þeg- ar borið árangur því ráðamenn landsins hefðu fallist á kröfur þeirra um umbætur og námsmennirnir gætu því gert eitthvað þarfara en að mótmæla. Námsmennirnir vilja hins vegar tafarlausar efnahagsumbætur og af- sögn Suhartos. Indónesískir trúar- leiðtogar hafa tekið undir kröfur þeirra um umbætur. Samtök múslimskra fræðimanna (ICMI), sem eru yfirleitt talin velviljuð indósesískum stjómvöldum, sögðu í fyrradag að fyrirheit stjórnarinnar dygðu ekki. Helstu trúarsamtök mótmælenda tóku undir þetta í gær og hvöttu alla Indónesa til að styðja námsmennina og hreyfingar sem berjast fyrir umbótum í landinu. Stjómvöld í Bandaríkjunum og Ástralíu hvöttu ráðamenn í Indónesíu til að grípa ekki til harka- legra aðgerða vegna ólgunnar. „Það er mjög mikilvægt að ríkisvaldið og þá einkum herinn og lögreglan sýni fulla stillingu,“ sagði Alexander Reuters KENNARANEMAR í Jakarta brenna eftirmynd Suhartos forseta eftir að hann var „dæmdur til dauða“ í réttarhöldum sem námsmennirnir settu á svið. Námsmenn krefjast afsagnar Suhartos. Downer, utanríkisráðherra Ástralíu. Haft var eftir Wiranto hershöfð- ingja í gær að verið væri að endur- skoða öryggislöggjöf landsins, sem fjallar um starfsemi hersins, lög- reglunnar og leyniþjónustunnar, vegna frétta um að nokkrir andófs- menn hefðu horfið fyrr á árinu. And- ófsmaðurinn Pius Lustrilanang fúll- yrti að sér hefði verið rænt og mis- þyrmt og sakaði herinn um að hafa tekið þátt í mannráninu. Wiranto og fleiri embættismenn hafa vísað þessu á bug og fyrirskipað rannsókn á hvarfi andófsmannanna. Reuters EKKI voru allir ánægðir með að danska stjórnin og Nyrup Rasmussen forsætisráðherra skyldu binda enda á verkföllin í landinu með lögum. Þessi maður hvatti kjósendur til þess í fyrradag að veita Nyrup ráðningu með því að segja nei 28. maf við Amsterdam-samningi. Forsetakosningar á Filippseyjum á mánudag Fyrrverandi leikari sigurstranglegur Manila. Reuters. EVRÓPA^ Amsterdam-samningur 47% fylgi í Danmörku FYLGI við Amsterdam-samning Evrópusambandsins (ESB) fer vax- andi ef marka má nýja könnun Gallup. Samkvæmt henni eru 47% Dana honum fylgjandi. Hins vegar hefur andstæðingum hans bæst liðs- auki þar sem er hið útbreidda síð- degisblað Extra Bladet. Könnun Gallup var gerð fyrir danska útvarpið og Berlingske Tidende og samkvæmt henni hefur fylgi við Amsterdam-samninginn aukist um 3% frá síðustu könnun sem gerð var í september sl. And- stæðingum samningsins hefur fjölg- að um 1% og eru nú 33%. „Nei, hingað og ekki lengra" er slagorð Extra Bladet en það til- kynnti í gær um herferð gegn Am- sterdam-samningnum. Blaðið hefur nú þegar látið dreifa „nei“-póstkort- um á götum úti og hyggst láta enn frekar til sín taka fram að kosning- um um samninginn, 28. maí. Jorgen Sehleimann, formaður Evrópuhreyf- ingarinnar, hefur áhyggjur af ákvörðun blaðsins, þar sem það beini áróðri sínum að efasemdarmönnum á miðju og hægri væng stjórnmál- anna og það geti haft úrslitaáhrif. EF trúa má skoðanakönnunum verður næsti forseti Filippseyja Joseph Estrada, fyrrverandi kvik- myndastjama, og hefur það vakið nokkurn ugg meðal frammámanna í atvinnulífinu. Hann hefur reynt að sefa ótta þeirra með því að tilnefna virtan bankamann til að fara með efnahagsmálin í væntanlegri stjórn. Niðurstöður nýjustu skoðana- kannana sýna að Estrada, sem er varaforseti og jafnframt helsti frambjóðandi stjómarandstöðunn- ar, nýtur fylgis 33% kjósenda en Jose de Veneeia, frambjóðandi stjómarinnar, 15%. Kosningamar verða nk. mánudag, 11. maí. I könnun, sem gerð var meðal starfsmanna kauphallarinnar, verð- bréfamiðlara og frammámanna í at- vinnulífinu, kom í ljós, að þeir vildu Estrada síst af öllum vegna reynsluleysis hans í efnahagsmál- um. í gær virtust menn þó vera farnir að taka hann í sátt, því verð- bréfavísitalan í kauphöllinni í Manila hækkaði lítillega og gengi pesóans einnig. Kaþólska kirkjan hefur litla trú á Estrada vegna þess orðspors, sem af honum fer sem miklum drykkju- og kvennamanni. Estrada segir hins vegar, að þeir tímar séu löngu liðn- ir. I fótspor Ramosar? Estrada segir, að hann hyggist skipa Edgardo Espiritu, gamal- reyndan bankamann, fjármálaráð- herra en mestu þykir skipta fyrir atvinnulífið, að haldið verði áfram á þeirri braut, sem Fidel Ramos, nú- verandi forseti, hefur markað. Síð- ustu sex árin hefur verið hagvöxtur á Filippseyjum og pólitískur stöð- ugleild.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.