Morgunblaðið - 09.05.1998, Side 25
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 25
ERLENT___________
Estermann sagð-
ur Stasi-njósnari
Bonn, Róm. Reuters, Tlie Daily Telegraph.
FULLYRT var í þýsku dagblaði í
gær að Alois Estermann, yfirmaður
svissneska lífvarðarins í Páfagarði,
sem myrtur var í vikunni, hefði ver-
ið njósnari austur-þýsku leyniþjón-
ustunnar Stasi. Páfagarður vísar
þessum fullyrðingum á bug. Pá hef-
ur fjölskylda lífvarðarins unga sem
skaut Estermann og konu hans,
sakað Páfagarð um að halda upplýs-
ingum er varða málið leyndum.
I Berliner Kurier segir að Sviss-
lendingurinn Estermann hafi geng-
ið til liðs við Stasi árið 1979 og veitt
upplýsingar um Páfagarð til ársins
1984. Haft var eftir ónefndum heim-
ildarmanni að Estermann hefði að
minnsta kosti sjö sinnum sent trún-
aðarupplýsingar um Páfagarð með
næturlestinni frá Róm til Innsbruck
í Austurríki, þar sem starfsmaður
Stasi tók við þeim.
Segir blaðið að Estermann hafi
starfað undir dulnefninu „Werder“
og að hann hafi þótt nytsamlegur
njósnari vegna aðgengis hans að
páfa og vegna þess að hann ferðað-
ist víða um heim. Estermann hafi
freistast til að njósna fyrir Stasi
vegna þess hve launin í svissneska
lífverðinum voru bág.
Páfagarður haldi
upplýsingum leyndum
Systir lífvarðarins sem skaut
Estermann, eiginkonu hans og sjálf-
an sig að lokum, hefur sakað Páfa-
garð um að segja ekki allan sann-
leikann í málinu. T.d. hafi verið full-
yrt í blöðum að lífvörðurinn, Cedric
Tornay, hafi skilið eftir bréf þar sem
sé að finna útskýringar á gjörðum
hans, en Páfagarður hafi ekki látið
það af hendi. Fulltrúar embættisins
segjast nú hafa komið bréfinu til
móður Tomays og í úrdrætti bréfs-
ins, sem ítalskir fjölmiðlar birtu í
gær, segist Tomay neyðast til að
grípa til „þessa“. „Þeir vildu ekki
veita mér viðurkenningu. . . Eg
geri þetta fyrir liðið“. Virðast orðin
staðfesta fullyrðingar páfagarðs um
að ungi maðurinn hafi framið morðið
í æðiskasti, vegna þess að Ester-
mann neitaði honum um stöðuhækk-
un.
Þá hefur systir Tornays haldið
því fram að hann hafi ekki getað
framið morð, hann hafi verið blíð-
lyndur, yfirvegaður og haft ímugust
á vopnum. Estermann hafi hins
vegar lagt hann í einelti.
Þeir eru einnig til sem telja
Tornay ekki morðingjann. Segja
þeir marga hafa haft hom í síðu
Estermanns þar sem hann hafi ver-
ið kominn af bændum, en hingað til
hafi menn af aðalsættum gegnt
stöðu yfirmanns lífvarðarins. Hafi
óþekktur fjórði maður skotið Ester-
mann og eiginkonuna, svo og To-
urnay, sem hafi borið óvænt að.
IRS verði
endur-
skipulögð
ÖLDUNGADEILD Banda-
ríkjaþings samþykkti með níu-
tíu og sjö atkvæðum gegn engu
frumvarp er miðai- að því að
endurskipuleggja skattstofuna
(IRS) og gera hana samskipta-
vænni fyrir almenning. Undan-
farið hafa miklar sögur verið
sagðar af harkalegum inn-
heimtuaðgerðum og ótrúlega
flóknum skattalögum, og þykir
eindrægni pólitískra andstæð-
inga í öldungadeildinni til
marks um að þingmönnum hafi
þótt IRS vera farin að ganga of
langt.
Reuters
Níu létust
í Israel
NIU verkamenn létu lífið í As-
hkelon í Suður-Israel í gær er
vinnupallur er þeir voru á gaf
sig. Mennimir voru að leggja
síðustu hönd á 250 metra háan
reykháf á orkuveri. Þeir voru
frá Israel, Bandaríkjunum,
Rúmeníu og Indlandi. Fjórum
var bjargað af reykháfnum
með þyrlu. Ekki var ljóst í gær
hvað olli slysinu.
ETA kennt
um tilræði
FYRRVERANDI höfðingi í
spænska þjóðvarðliðinu særð-
ist alvarlega í skotárás í gær.
Alfonso Parada Ulloa var skot-
inn í höfuðið er hann var að
fara út af heimili sínu í Vitoria,
höfuðborg Baskahéraðs, og er
aðskilnaðarsamtökum Baska,
ETA, kennt um tilræðið.
Læknar sögðu í gær að Ulloa
væri í dái og líf hans héngi á
bláþræði.
Burt með „Le
Shuttle“
NAFNIÐ „Le Shuttle" verður
lagt af sem heiti lestaþjónust-
unnar um Ermarsundsgöngin,
vegna þess að franskir við-
skiptavinir skilja það ekki. Þeir
sem starfrækja lestirnar, sem
fluttu alls 2,3 milljónir bíla um
göngin í fyrra, segja að ekki
hafi tekist að fá nægilega
marga viðskiptavini í Frakk-
landi, en um 70% viðskiptavina
eru breskir, einungis tæplega
20% franskir. Markaðsfræð-
ingar bjuggu til ensk/franska
orðið „Le Shuttle“ sem þótti
einstaklega snjallt, en í ljós
hefur komið að Frakkar eiga
ekki bara erfitt með að skilja
„Shuttle" heldur geta þeir
varla borið það fram.