Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1997
MORGUNBLAÐIÐ
n___
Spuninn skiþtir
öllu máli
Fyrir nokkrum árum ákvað Ólafur
Stephensen að selja fyrirtæki sín og snúa sér
að því að spila djasstónlist. Hann segir Sveini
Guðjónssyni frá þessum þáttaskilum og ýmsu
fleira úr lífi sínu yfir kvöldverði á
veitingahúsinu Mirabelle.
MILES Davis! Það gat
ekki Mst betur á. Engu
líkara en Ólafur Steph-
ensen hafi sjálfur valið
tónlistina undir borðum. Honum líst
líka strax vel á sig í þessu andrúms-
lofti á veitingahúsinu Mirabelle.
„Þetta er svona eins og dæmigerður
franskur veitingastaður í Kalifom-
íu,“ segir hann. „Maður hefur á til-
finningunni að það sé sól og hiti úti.
Svo er ákveðinn sjarmi yfir því að sjá
svona inn í eldhúsið.“
Þegar okkur er vísað til sætis eru
þeir Miles Davis og félagar að leika
„No Blues“, kynningarlag Tríós
Ölafs Stephensen. „Það er ekki hægt
að hugsa sér það betra,“ segir djass-
píanistinn og pantar Vodka Martini í
fordrykk, með tveimur ólífum!
„Eins og James Bond...,“ skýtur
þjónninn inn í og glottir, en Ólafur
andmælir og heldur því fram að
James Bond hafi ekki drukkið Vodka
Martini heldur Dry Martini, en uppi-
staða hans er gin.
- Af hverju tvær ólífur?
„Þetta er bara sérviska og eftirlát-
semi. Þegar ég er búinn með eina
langar mig strax í aðra.“ Og þjónn-
inn kemur með krukku fulla af ólíf-
um þannig að við getum fengið okkur
eins margar og okkur lystir með for-
drykknum. Mér hefur alltaf fundist
ólífur frekar bragðvondar en Óli
Steph. heldur því fram að þær séu
lostæti. Svo eru þær líka sagðar góð-
ar fyrir „pótensinn".
„Það er einkum tvennt sem ræður
úrslitum um það hvort ég mæli með
veitingahúsi eða ekki,“ segir Ólafur
þegar við höfum fengið fordrykkinn.
Það er annars vegar hvernig Mart-
ini-ið er blandað og hins vegar
hvernig kaffið smakkast að máltíð
lokinni. Þessi drykkur ber með sér
að hafa verið blandaður í aðeins of
miklum ís og þar af leiðandi er dálítið
vatnsbragð af honum. Annars er
hann ágætur og fær 65 stig af 100
mögulegum. Hann sleppur sem sagt
og ef þeir klikka ekki á matnum,
borðvíninu eða kaffinu er þetta í
góðu lagi.“
Snemma beygist krókurinn
Ólafur Stephensen ólst upp á
Bjarkargötunni og var ekki nema
rúmlega fjögurra ára þegar hann fór
að læra á píanó hjá frænku sinni,
Guðrúnu Elísabetu, en hún spilaði
meðal annars undir þöglu myndun-
um í Gamla bíói. Það má því segja að
snemma hafi krókininn beygst í átt
að því sem verða vildi og á dansæf-
ingu í Miðbæjarbamaskólanum árið
1947 spilaði hann fyrst opinberlega
og þáði laun fyrir. Hann spilaði á
harmonikku í hljómsveit með Hrafni
Pálssyni og Stefáni Stefánssyni ís-
landi og þeir fengu 5 krónur fyrir
ballið. Síðar spilaði hann með ýmsum
þekktum hljómsveitum svo sem KK í
Tjamarkaffi, Hljómsveit Andrésar
Ingólfssonar í Þórskaffi, Gunnari
Reyni Sveinssyni í Breiðfirðingabúð
og Jóni Páli Bjamasyni á ýmsum
veitingahúsum.
„Ég var á kafi í þessari ballspila-
mennsku til ársins 1957, er ég fór til
náms í Bandaríkjunum. Og reyndar
spilaði ég dálítið þar líka því að á
þessum árum gat verið erfitt með
gjaldeyrisyfirfærslur og maður var
oft blankur. Þá var stundum gripið
til þess ráðs að fara inn á einhverjar
búllur í Sugar Hill og spila fyrir
mat.“
En nú eru þau mögra ár að baki
og við eram komnir á kaf í matseðil-
inn á fínu veitingahúsi í hjarta
Reykjavíkur, fjöratíu áram síðar. Af
forréttunum mælir þjónninn sér-
staklega með ristaðri hörpuskel, en
andalifrarbraggi með fíkjum og app-
elsínusírópi vekur sérstaka forvitni
okkar. „Forvitnilegt þetta með
„braggann"... Það lítur kannski út
eins og ráðhúsið," segir Ólafur og við
ákveðum að fá okkur andalifur í for-
rétt og verðum ekki fyrir vonbrigð-
um.
Einfaldur stíll í Harlem
„Það var á þessum árum í Banda-
ríkunum sem ég tileinkaði mér þenn-
an stíl, sem ég spila í dag. Þetta er
einfaldur stíll þar sem menn era ekki
að troða of mörgum nótum inn í
hvem takt, eins og sumum hættir til,
en þessi einfaldi skóli í djasstónlist
naut talsverðra vinsælda í New York
á sjötta áratugnum og hafði varanleg
áhrif á mig.
Ég bjó í Harlem og var í nábýli við
marga þekkta djassista á þessum
tíma. Til dæmis píanistinn, sem er í
þessum töluðum orðum að spila með
Miles Davis, Wynton Kelly heitir
hann. Hann bjó þarna í hverfinu og
var afskaplega eftirminnilegur mað-
ur, geðþekkur og guðhræddur. Hann
leit út eins og sunnudagaskólakenn-
ari, var venjulega klæddur í dökk
teinótt fót og vesti og var eins ólíkur
djasspíanista í útliti og hugsast get-
ur. Annar píanisti og nágranni minn
var Tommy Flannagan, en hann var
í hópi þeirra sem ég tók mér til fyrir-
myndar á þessum áram.“
-Þú hefur ekki orðið fyrir óþæg-
indum og aðkasti að búa þarna með-
al svertingjanna í Harlem, hvítur
maðurinn?
„Nei, ég var viðurkenndur í þessu
samfélagi enda lærði ég fljótt að
haga mér samkvæmt þeim hefðum
sem þar ríktu og í samræmi við þau
gildi sem áttu við í þessu blandaða
samfélagi. Öðravísi hefði þetta ekki
gengið upp.“
Ólafi leikur forvitni á að vita hvers
vegna nautalundimar á matseðlinum
heita í höfuðið á ítalska tónskáldinu
Gioacehino Rossini, en þjónninn snýr
sig út úr þeirri spumingu enda
greinilega fagmaður. Ólafur lætur
eins og hann hafi aldrei heyrt um
eldamennsku Rossinis hvað þá tón-
smíðar hans! Og lyktir málsins verða
þær að hann pantar sér nautalundir
„Rossini“ með foie gras og trufflum
á madeirakjama en undirritaður
heldur sig við öndina og pantar
stökkar andabringur með rjóma-
soðnu spínati og appelsínusoja.
Erfitt að losna við bakteríuna
Ólafur Stephensen var fyrsti ís-
lendingurinn sem lauk háskólanámi í
almannatengslum. „Þegar ég kom
heim að loknu námi var hins vegar
enginn grandvöllur fyrir markvissri
starfsemi í almannatengslum, það
. Morgunblaðið/Jón Svavarsson
ÓLAFUR Stephensen: „Þá var stundum gripið til þess ráðs að fara
inn á búllur í Sugar Hill og spila fyrir mat...“
þótti bara hall-
ærislegt. Og allt er
laut að markaðs-
setningu var á
framstigi hér
þannig að ég fór
að vinna sem at-
vinnumálafulltrúi
fyrir vamarliðið á
Keflavíkurflug-
velli. Seinna vann
ég sem fram-
kvæmdastjóri
Rauða kross Is-
lands í fjögur ár. Á
sjöunda áratugn-
um fór ég svo út í
auglýsingabrans-
ann og fór að vinna með Hilmari Sig-
urðssyni og Þresti Magnússyni á
auglýsingastofunni Argusi. Síðan hef
ég verið viðloðandi auglýsingastörf
og eftir því sem faglegum vinnu-
brögðum í markaðsmálum og al-
mannatengslum hefur vaxið fiskur
um hrygg fór ég líka að vinna á þeim
sviðum. Fyrirtækin vora orðin fjög-
ur þegar ég ákvað að söðla um fyrir
nokkrum árum, selja allt saman og
fara að gera eitthvað allt annað, til
dæmis spila djass.“
- Ertu þá djasspíanisti að atvinnu?
Ég meina, gerirðu ekkert annað?
„Nú varpar þú fram spumingu,
sem fór óskaplega í taugarnar á tón-
listarmönnum hér á áram áður. -
Tónlistarmönnum, sem tóku sig al-
varlega og vildu gera dægurtónlist
að heiðarlegri atvinnugrein, eins og á
tímum KK-sextettsins og fleiri góðra
hljómsveita á sjötta áratugnum. Fólk
var þá að koma til þessara hljómlist-
armanna, sem margir hverjir vora 1
fremstu röð á alþjóðlegum mæli-
kvarða, og klappa góðlátlega á öxlina
á þeim og segja: „Já, þú ert alltaf í
músíkinni, en hvað gerirðu ann-
ars...?“
- Þú mátt ekki taka þetta illa upp.
Ég meina bara hvort ég eigi þá að
titla þig djasspíanista í þessu við-
tali...?
„Segðu bara að ég sé tónlistar-
maður. Ég er fyllilega sáttur við það.
En eins og þú veist sjálfur þá er af-
skaplega erfitt að losna við þessa
bakteríu, sem spilamennskan er, hafi
maður einu sinni fengið hana. Maður
getur haldið henni niðri, eins og ég
gerði í ein tuttugu ár, en svo blossar
hún skyndilega upp. Þetta starf sem
ég var í er ákaflega krefjandi og
maður gerir ekkert annað á meðan.
Fyrir nokkram áram stóð ég hins
vegar frammi fyrir þeirri spurningu,
hvort ég ætti að leggja á mig að læra
Uppskriftin
S6sa með andabringu
5 kg. andabein
2 meðal gulrætur
1 selleryrót
2 stórir laukar
1 hvftlaukur
2 mtsk. tómatpurre
Beinin brúnuö vel f ofni. Græn-
metið brúnað í ofrii. Allt sett í pott
og fyllt upp með vatni. Soðið ró-
lega í 12 tfma.
nýja tækni og ný
vinnubrögð og
halda áfram í því
sem ég hafði verið
að gera eða að
fara að gera eitt-
hvað allt annað.
Ég ákvað að
breyta til og var
svo lánsamur að
hafa tónlistina til
að halla mér að og
hún hefur vissu-
lega gefið mér
mikið.“
„Við höfum nú
spilað saman í sjö
ár, Guðmundur R.
Einarsson trommuleikari, Tómas R.
Einarsson bassaleikari og ég. Þetta
hefur gengið vel og er alltaf að verða
betra og betra. Það er til dæmis búið
að vera óskaplega gaman að undan-
fórnu, mikið spilað og meðal annars
fóram við til Færeyja og spiluðum
þar..."
- Það er best að þú veljir vínið. Ég
hef á tilíinningunni að þú hafír meira
vit á því en ég...
,Á ég þá að þykjast vera einhver
sérfræðingur í vínum...? Bíddu við,
eigum við þá ekki að brjóta hefðina
og panta ítalskt vín, þótt staðurinn sé
frekar franskur. - Viltu taka smá
sjens?“
- Þú ræður...
„Jú, við fáum okkur Tignanello,
árgerð 1994,“ segir Ólafur og eftir að
hafa smakkað bætir hann við: „Þetta
er dæmigert ítalskt vín og hitastigið
er alveg rétt að mínu viti...“
- Já, það er mikið um sig og situr
vel! (Þennan frasa hafði blaðamaður-
inn lært þegar hann fór út að borða
með Einari Thoroddsen háls-, nef-
og eymalækni, og finnst hann passa
vel í þessu samhengi, án þess að vita
nákvæmlega hvað hann þýðir.)-
Segðu mér meira frá Færeyjaferð-
inni?
„Við fórum á vegum útflutnings-
ráðs og vinabæjartengsla Þórshafnar
og Reykjavíkurborgar og spiluðum
víða, meðal annars á vinsælasta
skemmtistað Þórshafnar, Kaffi Nat-
ur, en framkvæmdastjórinn þar er
Hans Guðmundsson handboltakappi,
sem starfar einnig sem handbolta-
þjálfari í Færeyjum. Þetta var mjög
skemmtileg ferð og gaman að sækja
Færeyinga heim. Edmund Joensen
lögmaður Færeyinga tróð upp með
okkur og svo auðvitað Halldór utan-
ríkisráðherra. Ingibjörg Sólrún
borgarstjóri söng „Það var lítið hús,
út við lygnan sæ ...“ og svo tóku þau
eitt lag saman í lokin, eins og venjan
er þegar stórstjörnur koma fram á
sömu tónleikunum. En þetta er nú
bara okkar á milli og vertu ekkert að
nefna það í greininni. Morgunblaðið
er víða lesið í Færeyjum og það get-
ur vel verið að lögmaðurinn kæri sig
ekkert um að þetta komist í há-
mæli...“
- Og þið hafíð spilað víðar í útlönd-
um...?
Já, við höfum spilað í Chile, Ar-
gentínu, Bandaríkjunum og á Græn-
landi og margar þessara ferða höfum
við farið á vegum útflutningsráðs og
viðskiptaskrifstofu utanríkisráðu-
neytisins, en útflutningsaðilar era nú
famir að átta sig á að það er hægt að
nota tónlist til að lífga upp ó og liðka
fyrir í hvers konar kynningarstarf-
semi. Svo eram við að gera okkur
vonir um að komast í Heimsmetabók
Guinness því að við spiluðum við síð-
ustu sprengingu Hvalfjarðargang-
anna á 165 metra dýpi. En þessi tón-
list sem við spilum er að minu viti
sérstaklega vel til þess fallin að leika
á hinum ólíkustu samkomum því hún
er tiltölulega melódísk og einföld og
menn þurfa ekki endilega að vera
forfallnir djassáhugamenn til að
njóta hennar.
Hlustaðu til dæmis á þetta...,“
segir Ólafur og vekur athygli mína á
því að Stan Getz er nú kominn á fón-
inn með „Dezofinato“ eftir brasilíska
tónskáldið Antonio Carlos Jobim.
„Stan Getz færði heiminum Jobim á
silfurfati og sumum fannst hann taka
niður fyrir sig af því að þetta væri
ekki almennilegur djass. En þetta er
dásamleg tónlist. Djassinn er svo
margbreytilegur og getur bæði verið
einfaldur og flókinn. Djassinn er í
mínum huga tónlist sem kallar á
spuna. Það er spuninn sem skiptir
öllu máli. Ég hef alltaf verið hrifinn
af tenórsaxófónleik í djassmúsík og
það var Gunnar Ormslev sem kenndi
mér á tenorsaxistana, en við Gunnar
voram þremenningar. Tenórsaxó-
fónninn er svo sveigjanlegt hljóðfæri
og menn geta beitt honum svo mis-
jafnlega. Stan Getz er til dæmis
mjúkur og jaðrar stundum við að
vera væminn en Sonny Rollins á það
til að spila eins og villidýr. En báðir
standa fyllilega fyrir sínu.
Við, sem stöndum að þessu tríói,
eram svo lánsamir að vera ekki fjár-
hagslega háðir þessari spilamennsku
þannig að við þurfum ekki að taka
hverju sém býðst, heldur getum valið
úr áhugaverðum verkefnum og jafn-
framt spilað það sem okkur sjálfum
finnst skemmtilegt. Það er mjög
mikils virði og þess vegna njótum við
þess að koma saman og spila. Fólk
hefur sagt mér að því finnist gaman
að sjá okkur spila því spilagleðin
leyni sér ekki. Ég vona að eitthvað sé
hæft í því, - þá er tilganginum náð.“
Hann stóðst prófið
Aðalréttirnir fá fyrstu einkunn
hjá báðum og það er komið að eftir-
réttunum, sem era að frönskum
hætti: Creme Brulée annnars vegar
og Profíteroles hins vegar. Með
þessu býður húsið upp á franskt
„desertvín", Pineau des Charentes,
sem bragðast einkar vel og Ólafur
hefur á orði að það sé „reykur" í því.
„Svo væri gott að fá lútsterkt
espresso-kaffi á eftir," bætir hann
við og það verður úr að við pöntum
það ásamt snafsi af Calvados-epla-
brandí, Pére Magloire XQ.
Þetta er prófsteinninn og eftir að
hafa velt kaffinu í munni sér um
stund kveður dómarinn upp sinn úr-
skurð: „Þetta er fínt kaffí. Það er ég
viss um að ítalski þjónninn hefur lag-
að það. Italimir klikka yfirleitt ekki
á espresso-kaffinu." Og við fáum það
á hreint að það var einmitt ítalski
þjónninn á staðnum sem lagaði kaff-
ið. „Hann stóðst prófið og staðurinn
þar með,“ segir Ólafur Stephensen
tónlistarmaður og er ánægður með
kvöldið. „Okkur hefur liðið vel hér í
kvöld. Þægilegt umhverfi, góð borð-
tónhst og ekkert hægt að setja út á
matinn. Fordrykkurinn var að vísu
ekki nema 65 prósent en kaffið var
100 prósent. Þetta telst því vera
ágætiseinkunn þegar á heildina er
litið..."