Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 33
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 33
MARGMIÐLUN
SÉ SLEGIÐ á færsluhnapp, Enter, í
miðjum leik niá skrifa inn eftirfarandi
skipanir:
Show me the money - gefur 10.000 í
gasi og 10.000 í góðmálmum.
Operation cwal - eykur byggingarhraða
húna og myndunarhraða sveita.
The gathering - gefur þeim sveitum
sem nota galdra ótakmarkað mana.
Get in shape - bætir og styrkir öll vopn
og verjur.
Svindl í
Starcraft
Get out of my way - ósigrandi
On screen - öll kort verða sýnileg.
Dig up - sýnir neðanjarðar zerga.
Gimme fuel, gimme fire - gefur góð-
málma og gas.
Coffee - gerir alla Terrans á kortinu að
berserkjum
It’s a bird! a plane! it’s dead! - eyðilegg-
ur allar flugvélar og -dýr á kortinu.
I smell a rat - slekkur á öllu svindli.
Armegeddon - eyðir öllum sveitum.
Pickpocket - stelur helmingi af öllum
vistum mótherjans og gefur þér.
Fart - óvinurinn tapar öllu gasi.
Af mönnum, Protoss,
Xel’naga og Zerg
Fárra leikja hefur verið
beðið með annarri eins
Starcraft er svokallaður rauntímaleikur
sem mætti best líkja við Warcraft. I Starcraft
er hægt að velja um þrjá kynstofna: Terrans,
mennina sjálfa sem eru aðeins að reyna að
verja plánetur sínar, Protoss sem er kynstofn
búinn til af elsta kynstofni geimsins, Xel’naga
sem hafa ótrúlega dulræna hæfileika og
reyna að hindra mennina í því að eyðileggja
fleiri plánetur með kæruleysi sínu og
heimsku, og Zerg, kynstofn geimvera er
einnig búinn til af Xel’naga og er sá allra
árásargjarnasti og grimmasti af öllum.
Fyrsta verkefnið í leiknum er að hjálpa
mönnunum að standast árásir Zerg geimver-
anna og losa sig við þá af heimaplánetum sín-
um, en aðeins er ráðlagt að taka það fyrst,
einnig má byrja sem einhver af hinum kyn-
stofnunum.
Greinilegur munur
á öllum kynstofnum
Greinilegur munur er á öllum kynstofnum
geimveranna í leiknum. Þegar spilað er með
mönnunum eru byggðar æfíngabúðir og
mennirnir þjálfaðir upp með tilheyrandi
kostnaði en sé þátttakandinn til dæmis Zerg
byi-jar hann með bú er framleiðir lirfur sem
síðan er hægt að láta stökkbreytast í Zerg-
linga eða hvaða aðra veru sem er. Til þessa
hefur oft verið lítill munur á verum í álíka
leikjum, en núna hefur Blizzard gi-einilega
lagt mikinn metnað í „einleikshluta" leiksins
vegna þess að gjörólík reynsla er fyrir hvern
kynstofn og næstum eins og ólíkur leikur fyr-
ir hvern þeiiTa.
í leikjum eins og C&C og Red Alert hefur
oftast virkað afar vel bara að dæla út mönn-
um á fullu og gera eina allsherjar áras. Ef
eftirvæntingu síðustu
misseri og Starcraft.
----------3»--------------
Ingvi M. Arnason kynnti
sér leikinn og lærði meðal
annars að stökkbreyta
Zergum í Zerlinga.
menn hafa haldið að það myndi alltaf virka í
þessum leik, ættu þeir að hugsa sig betur um.
Best er að byggja allra fyrst upp góðar varnir
og fara síðan að huga að því að gera lítið árás-
arlið til að taka einhverja eina byggingu eða
einhvern einn turn.
Ótrúleg hljóð
Hljóðin í Starcraft eru hreint út sagt ótrú-
leg og getur greinarhöfundur varla ímyndað
sér hversu langan tíma og mikla vinnu það
tók að taka upp öll stríðsöskur og óhljóðin í
Zerg kynstofninum eða djúpa og viturlega
rödd Protoz veranna.
Myndbönd leiksins eru þau allra flottustu
sem greinarhöfundur hefur séð til þessa og
halda manni hugföngnum. Þó maður sé kom-
inn með leið á leiknum (ekki líklegt) ættu
söguþráðurinn og myndböndinn samt að geta
dregið mann áfram.
Er leikurinn kom fyrst út varð mikið
fjaðrafok í búðum sem seldu hann því Blizz-
ard var búið að fresta útgáfudeginum þrisvar
og menn beinlínis biðu eftir leiknum í búðun-
um.
Aðalmálið er það að þessi leikur slær alla
herkænskuleiki, sem komið hafa út til þessa,
algjörlega út og er vel peninganna virði.
EFTIR fáum leikjum hefur verið
beðið með jafnmikilli eftirvæntingu
og Starcraft og er það ekki að
ástæðulausu. Eftir að fyrri þrír
leikirnir frá Blizzard slógu í gegn (Diablo,
Warcraft og Warcraft 2) gátu menn búist við
miklu og forritarar Blizzard voru ekkert að
flýta sér að klára leikinn, tóku sér langan
tíma í söguþráðinn, enda er það oft hann sem
dregur mann í gegnum leikinn. Hver kannast
ekki við að kaupa sér leik með frábæn'i graf-
ík og æðislegu hljóði og nenna svo ekkert að
spila hann vegna þess að öll borðin eru eins
og maður er alltaf að gera það sama? Blizz-
ard-menn hafa ekki gert þau mistök til þessa
og ætla greinilega ekki að byrja á því núna
vegna þess að það er alltaf söguþráðurinn
sem dregur mann aftur að tölvunni.
Terran, Protoss, Xel’naga og Zerg
♦
lauaG/vdGUj hl. 10 - 17 o<ý ÓMtuutcbcUf Jzi. 13-17