Morgunblaðið - 09.05.1998, Síða 44
MORGUNBLAÐIÐ
AÐSENDAR GREINAR
GULIMIÐINN
Stclt Heilsuhúsóins!
Með tilkomu þessarar bætiefnalínu
komu á markað bætiefni sem ekki höfðu
fengist hérlendis áður.
Góðar viðtökur og síauknar vinsældir
GULA MIÐANS staðfesta ánægju viðskiptavina.
25% aþsláttur
í tilefni af 25 ára afmæii Heiisuhússins
bjóðum við þessi bætiefni með
25% afsiætti, Laugardaginn 9. maí
í Heiisuhúsinu Skóiavörðustíg,
Krínglunni og Smáratorgi.
Og Sunnudaginn 10. maí
7 Heiisuhúsinu Smáratorgi.
GULIMIÐINN
TRYGGIR GÆÐIN!
iZ 5%
awL í1
Eilsuhúsið
Skóiavörðustíg, Kríngiunni & Smáratorgi
www.heilsa.is
Lægra verður
ekki komist
Á undanfornum vik-
um hefur verið í gangi
endurskoðun úthlutun-
arreglna í stjórn Lána-
sjóðs íslenskra náms-
manna. Námsmenn
hafa eins og áður átt
sinn fulltrúa í vinnunni
og stefnt hefur verið að
því að reyna að komast
að niðurstöðu sem bæði
fulltrúar ríkisvaldsins
og námsmanna geta
sætt sig við miðað við
aðstæður hverju sinni.
Á undanfömum fjórum
árum hefur náðst sam-
komulag um úthlutun-
arreglur sjóðsins en sú
leið hefur verið talin
æskileg af fulltrúum námsmanna
vilji þeir ná einhverju fram þó fram-
faraskrefin hafi oft verið fullstutt.
Námsmenn sitja einir eftir
I ár hafa fulltiúar námsmanna
sameinast um að halda á lofti þeirri
eðlilegu kröfu að hljóta sömu kjara-
bætur og aðrir þjóðfélagshópar hafa
fengið. Það hefur hins vegar komið á
daginn að fulltrúum ríkisvaldsins
Námsmenn skora á
ríkisstjórnina, segir
Asdís Magnúsdóttir,
að meðhöndla kjara-
mál námsmanna með
sama hætti og annarra
þjóðfélagshópa.
fínnst þessi krafa ekki eins eðlileg
og hafa lagt til að námslánin hækki í
takt við verðlagsbreytingar eins og
undanfarin ár. Meirihlutinn leggur
því til að námslánin hækki um 2,5%
eða úr kr. 56.200 í kr. 57.600. Sam-
kvæmt tillögum meirihlutans drag-
ast námslánin því töluvert aftur úr
öðrum hópum. Til samanburðar má
benda á að atvinnuleysisbætur í dag
eru hærri en lánin eða kr. 59.636.
Oþarft er að benda á að annars veg-
ar er um tímabundna neyðaraðstoð
að ræða en hins vegar um fram-
færslulán sem borgað er til baka
með vöxtum og verðbótum og ætluð
eru til framfærslu um nokkurra ára
skeið.
Námsmenn hafa einnig bent á að
nauðsynlegt er að endurskoða frí-
tekjumarkið sem ákvarðar hversu
há laun námsmenn geta haft án þess
að lán þeirra skerðist.
Samkvæmt tillögum
meirihlutans skal sú
upphæð vera kr.
185.000. Námsmenn
geta því ekki haft
70.000 kr. lágmarks-
laun í þrjá mánuði yfir
sumartímann án þess
að lán til þeirra skerð-
ist. Það má því ætla að
meginþorri náms-
manna komi ekki til
með að fá óskert lán
eða kr. 57.600. Náms-
menn leggja til að tekið
verði mið af lágmarks-
launum í landinu þegar
frítekjumarkið er
ákvarðað.
Slitnað upp úr samn-
ingaviðræðum
Á sameiginlegum fundi í hádeginu
sl. fimmtudag höfnuðu námsmenn
tillögum meirihlutans um að hækka
lánin með tilfærslum á fjármunum
innan sjóðsins. Niðurstaðan úr þeim
tilfærslum þýðir nánast óbreytt
heildarlán til námsmanna. Oft hefur
meirihlutanum tekist þessi blekk-
ingarleikur en í þetta skiptið varð
niðurstaðan það augljóslega engin
kjarabót að námsmenn höfnuðu
henni. Námsmenn geta ekki sætt sig
við að ólíkt öllum öðrum verði komið
til móts við þeirra kjarakröfur með
niðurskurði innan lánasjóðskerfis-
ins. Þegar námsmenn stóðu fast á
sínu voru viðbrögðin þau að ekki
væri lengur grundvöllur til samn-
ingaviðræðna.
Áskorun til
ríkisstjórnarinnar
Námsmenn skora því á ríkis-
stjórnina og fulltrúa þein-a innan
stjórnar sjóðsins að meðhöndla
kjaramál námsmanna með sama
hætti og annarra hópa þjóðfélagsins.
Námsmenn urðu á níunda áratugn-
um fyrir mikilli kjaraskerðingu með
þeim rökstuðningi að lán þeirra
yrðu að rýma í takt við þá almennu
kjaraskerðingu sem orðið hefði í
þjóðfélaginu. Núna hefur dæmið
snúist við og tími til að vera sam-
kvæmur sjálfum sér. Námsmenn
koma ekki til með að sætta sig við að
sitja einir eftir í þeirri löngu tíma-
bæru þróun sem átt hefur sér stað í
kjaramálum þjóðarinnar. Við gerum
eðlilegar kröfur sem við getum eðli-
lega ekki fallið frá.
Höfundur er formaður Stúdenta-
ráðs og fulltrúi SHÍ( stjórn Lána-
sjóðs íslcnskra námsmanna.
Ásdís
Magnúsdóttir
Tökum á
tækin vantar
Merkjasala
Landssamtaka hjartasjúklinga er í dag.
Tilgangur söfnunarinnar er að afla fjár tll kaupa á
leysigeislatæki fyrir Landspítalann
og hjartagæslutæki
fyrlr Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
Seljum rauða hjartað í dag og hvetjum um leið alla þá, sem
vilja leggja baráttunni gegn hjartasjúkdómum lið, að gerast
félagar í samtökum okkar. Hægt er að skrá sig á skrifstofum -
hjartasjúklinga um land allt. Aðalskrifstofa Landssamtaka ~
hjartasjúklinga er að Suðurgötu 10, Reykjavík, 1
þar er opið til kl. 22.00 í kvöld og virka daga kl. 9.00-17.00. |
O
a
Leggið góðu málefni lið
LANDSSAMTÖK HjARTASJÚKLINGA 1
Suðurgötu 10. Símar 552 5744 & 562 5744. |