Morgunblaðið - 09.05.1998, Qupperneq 48
#8 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ
KRISTRUN
STEINDÓRSDÓTTIR
+ Kristrún Stein-
dórsdóttir fædd-
ist í Reykjavík 12.
mars 1915. Hún iést
í hjdkrunarheimil-
inu Skógarbæ 25.
apríl síðastliðinn.
Kristrdn var þriðja í
röð níu barna hjón-
anna Guðrdnar
Guðnadóttur (1891-
1925) frá Keldum í
Mosfellssveit og
»Steindórs Björns-
sonar (1885-1972)
frá Gröf (síðar Graf-
arholti) í sömu sveit.
Hin systkinin voru Björn (1912-
1974), Guðni Örvar (1913-1981),
Einar Þórir (1916-1991), Gunn-
ar (1918-1966), Vignir Guðbjörn
(1919-1945), Guðrdn Eybjörg
(1921-1948), Steinunn María (f.
1922) og Rdnar Geir (f. 1925).
Kristrdn missti móður sína tíu
ára gömul. Fjölskyldan hélt
saman með hjálp góðra ætt-
ingja. Eftir Kvennaskóla fór
hdn til Kaupmannahafnar á
heimili fóðursystur sinnar Þór-
unnar Ástríðar Björnsdóttur og
manns hennar Jóns Helgasonar.
Htín var að mestu leyti bdsett
ytra 1931-1940, fór í hdsmæðra-
skóla og stundaði nám í píanó-
leik. I Kaupmannahöfn kynntist
hdn mannsefni sínu, Guðmundi
Kjartanssyni (1909-1972), sem
var þar við nám í jarðfræði. Þau
Mig langar að minnast með
nokkrum orðum Kristrúnar Stein-
dórsdóttur frænku minnar sem látin
r á 84. aldursári eftir langa og far-
sæla ævi, en engan veginn sársauka-
lausa. Sem bam missti hún Ijúfa
móður sína frá stórum systkinahóp,
auðnaðist ekki að sjá lifa nema fæst
þeirra bama sem hún gekk með und-
ir belti, og eins mátti hún fylgja lífs-
fómnaut sínum, Guðmundi Kjart-
anssyni jarðfræðingi, til grafar á
besta aldri.
En þó held ég að flestir muni
hugsa til þessarar elskulegu frænku
minnar líkt og ég. Hún var einatt létt
á fæti og létt í lund, og mannblendin
var hún með eindæmum. Hún hafði
marga indælis mannkosti sem vert
er upp að telja. Hún var ættrækin,
trygg, bóngóð, hrekklaus, næm og
mikil bamagæla, og hún hafði botn-
■JNkmsan áhuga á að þroska og bera
ábyrgð á því ungviði sem í kringum
hana óx. Reyndar tel ég, eftir að
hafa verið að glugga í gömul bréf úr
móðurætt minni, sem er fóðurætt
Kristrúnar, þennan sterka uppeldis-
þátt vera ættareinkenni. Bréfín, sem
em frá fyrri hluta þessarar aldar,
fjalla mikið um börnin í fjölskyld-
unni. Hvemig megi koma þeim til
manns, hvað þau segja, gera, læra og
hafa fyrir stafni.
Kristrún kom ung til foreldra
minna í Danmörku. Eftir móður-
missinn sameinuðust föðursystkini
hennar um að styðja bróðurbörn sín
af fremsta megni, en móðir mín var
ein af systram Steindórs. I Kaup-
__mannahöfn hefur Kristrún líklega
ineðal annars verið látin læra eitt-
hvað í tónlist, því hún var liðtækur
píanisti og óspör að spila undir við
söng á hátíðis- og tyllidögum. Um
það leyti var ég smákrakki og pass-
Sérfræðingar
í blómaskrcvtinjjiun
við öll tækifæri
Skólavörftustíg 12,
á horni Bergstaóastrætis.
sími 551 9090
giftu sig í Kaup-
mannahöfn 2. nóv-
ember 1935. Árið
1940 komu þau
ásamt mörgum Is-
lendingum dr stríðs-
hrjáðri Evrópu heim
með Petsamoferð
Esjunnar og settust
að í Hafnarfírði. Þar
bjuggu þau til 1964
að þau fluttust til
Reykjavíkur á Laug-
arnesveg 102. Þeim
varð tveggja bama
auðið, Solveigar (f.
21.2. 1942) og Kjart-
ans (f. 1.10. 1958). Maður Sol-
veigar er Guðjón Axelsson (f.
1935) og eiga þau fjórar dætur:
1) Kristrdnu (f. 1964); maður
hennar er Heimir Einarsson og
börn þeirra Sólveig 11 ára og
Snorri 6 ára. 2) Guðbjörgu (f.
1966); maður hennar er Sigurð-
ur Hilmir Jóhannsson og synir
þeirra Guðjón 8 ára og Jóhann
3 ára. 3) Unni (f. 1972); sambýl-
ismaður Benedikt Bjarki Ægis-
son og þeirra börn Ægir 3 ára
og Lilja 1 árs. 4) Jóhönnu (f.
1976).
Kristrdn bjó á Laugamesvegi
102 þar til htín fluttist á hjdkr-
unarheimiiið Skógarbæ 2. jdm'
síðastliðinn.
lítför Kristrdnar fer fram frá
Hrunakirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 14.30.
aði Kristrún mig, eins og hún hafði
passað litlu móðurlausu yngri systk-
ini sín, af mikili nærfærni og sam-
viskusemi.
Ég held að ein allra fyrsta endur-
minning mín sé tengd umhyggju
Kristrúnar. Best gæti ég trúað að
það hafí verið 1936, þegar pabbi og
mamma bmgðu sér til Berlínar og
lentu, sællar minningar, meðal ann-
ars í að sjá landa sína keppa á
Ólympíuleikunum. Ég var þá á
fjórða ári og var send „heim“ til Is-
lands á skipi í fylgd ungu hjónanna
Kristrúnar og Guðmundar. Seint um
kvöld, að mér fannst, var ég vakin
upp úr fasta svefni, vafín í ullarteppi
og borin í land í Færeyjum. Guð-
mundi fannst þetta nokkuð mikið
stúss að rífa bamfuglinn upp og bera
hann upp í bæ, en Kristrún stóð á
því fastar en fótunum að ég þyrfti að
fá nýmjólk, og við það sat. Ég
svolgraði síðan mjólkina í mig hálf-
sofandi við hlýlega birtu á ókunnum
stað í Þórshöfn. Þetta lítilfjörlega at-
vik brenndist fast í huga mér þótt
allt annað sé gleymt.
Mörg smábrotin leita á mig þegar
ég hugsa til Kristrúnar. Eitt sumar
leigðu þau ungu hjónin litla íbúð úti
á Amager hjá ágætri danskri gyð-
ingafjölskyldu sem ræktaði sveppi
úti í gluggalausum skúr í garðinum.
Ég kom þangað í heimsókn á heitum
sólskinsdegi og dæturnar þrjár á
heimilinu, sem óðar urðu miklar vin-
konur Kristrúnar, buðu mér að
skoða skúrinn sinn. Aðra eins
hrossataðsstybbu hafði ég aldrei fyrr
fundið. Hún kom á móti mér nánast
eins og veggur, og þegar mér í
þokkabót var sagt að fólkið legði sér
til munns þann ófógnuð sem tróð sér
þama upp úr skítnum féll mér allur
ketill í eld. Ég var þeirri stund fegn-
ust þegar Kristrún og Guðmundur
vora flutt af þessum skelfilega stað
og heim í kjallarann til okkur á
Kjærstrapsveginn. Og mikið voru
þau ung og ástfangin þá, ég gleymi
ekki hvað kveðjustundin á morgnana
þegar Guðmundur var að leggja á
stað hjólandi inn í bæ var langt og
merkilegt sjónarspil fyrir litluna á
efri hæðinni.
Dag nokkurn fór ég með foreldr-
um mínum langa leið í sporvagni.
Þau vora eitthvað óvenjulega hnugg-
in og fámál, og ég skildi ekki neitt,
nema hvað mér var sagt að ég yrði
að sitja eftir úti á tröppu á meðan
þau hurfu inn í útbyggingu eina þar
sem börn máttu ekki koma. Ég var
sannfærð um að þarna yrði ég skilin
eftir fyrir fullt og allt og myndi
aldrei sjá mína nánustu framar.
Angistin heltók mig þessar örfáu
mínútur sem ég kúrði þarna ein - en
síðai- á lífsleiðinni skildist mér að í
þennan skála hafí Kristrún verið
lögð inn á spítala og þau Guðmundur
misst nýfætt barn í annað en ekki í
síðasta skipti á lífsleiðinni. Slíkt áfall
var erfitt að láta lítið telpukríli skilja
þó að dapurleikinn hafí vissulega
skilað sér. En Guði sé lof þá eignuð-
ust þau hjón tvö mannvænleg og vel
gerð böm síðarmeir, nöfnu mína,
Solveigu sem fædd er 1942, og
Kjartan fæddan 1958. Með tíð og
tíma eignaðist Kristrún svo margar
SIGURÞOR
JÓNSSON
+ Sigurþór Jóns-
son var fæddur í
Eskifjarðarseli 6.
jdní 1913. Hann lést
á Norðfjarðarspítala
23. apríl síðastliðinn.
Foreldrar hans voru
Jón Kjartansson, f.
12. nóvember 1873,
d. 12. aprfl 1928, og
Guðrdn Þorkelsdótt-
ir, f. 4. jdlí 1888, d.
3. desember 1970.
Systkini Sigurþórs
voru Kristinn, f.
1914, d. 1980, Anna,
f. 1915, Kristmann,
f. 1919, Aðalsteinn, f. 1922, og
Sigurveig, f. 1923. Jón Kjart-
ansson var áður kvæntur Onnu
Jónsdóttur en hdn lést um aldur
fram. Með Önnu átti Jón fjögur
börn sem voru hálf-
systkini samfeðra.
Þau voru: Ragnar,
Kjartan, ÓIi Isfeld
og Oddný.
Sigurþór kvæntist
Ellen Klausen en
hdn er dóttir Ingólfs
Klausen og Herdísar
Pétursdóttur
Klausen. Þeirra
börn eru: Agnar,
kvæntur Guðnýju
Ámadóttur, þau
eiga tvö börn og eitt
barnabarn; Agnes
Sigurþórs er kjör-
dóttir þeirra hjóna. Hennar
maður er Jóhannes Snæland
Jónsson.
Utför Sigurþórs fór fram frá
Eskifjarðarkirkju 2. maí.
Þeir kveðja nú hver af öðram
fulltrúar þeirrar kynslóðar sem
fæddist í upphafi þessarar aldar.
Einn þeirra er Sigurþór Jónsson,
fv. kaupmaður á Eskifirði, er lést
hinn 23. apríl sl. Þegar ég kom
fyrst til Eskifjarðar fyrir 33 áram
var Sigurþór einn þeirra manna
sem ég fyrst kynntist í bænum.
Hann rak þá verslunina Markúsar-
búð í félagi við tengdaföður minn
Ingólf Fr. Hallgrímsson og hún var
staðsett í sama húsi og þau Inga og
Ingólfur áttu heima í. Sigurþór var
hæglætismaður að eðlisfari, glað-
lyndur og hvers manns hugljúfi.
Böm voru honum hugleikin enda
hafði hann mjög gaman af að
glettast við þau og koma þeim í gott
skap.
Hann var elstur systkinanna frá
Seli, en þrír bræður hans vora og
era kunnir athafnamenn á Eski-
firði, þeir Aðalsteinn, Kristinn og
Kristmann, sem allir settu svip sinn
á atvinnulíf og útgerð í bænum. í
bók sinni Lífíð er lotterí segir Aðal-
steinn bróðir hans frá því þegar
Sigurþór aðeins 13 ára gamall var
að leita eftir vinnu við uppskipun á
Eskifirði til að aðstoða fátæka fjöl-
skyldu sína sem þá bjó í Seli inn af
dótturdætur og stóran ættboga eins
og hún alltaf óskaði sér og best átti
skilið.
Kristrún og Guðmundur sátu niðri
í loftvarnabyrgi með okkur þegar
fyi’stu loftárásirnar dundu yfir
Kaupmannahöfn 1940. En síðan
hurfu þau um haustið norðm' til ætt-
landsins með hinni sögulegu ferð yfir
Petsamo þar sem farþegarnir sungu:
Von er að um víðan sjó
verði brátt frá Petsamó
lagt af stað með söng og spil
suður og vestur Islands til
Kristrún var sú sem hýsti mig
fyrst suður í Hafnarfírði þegar leiðir
opnuðust á ný milii landanna eftir
stríð. Síðan þegar ég fluttist heim
gift kona urðum við góðir grannar í
Laugamesinu og var stutt á milli
vina. Árið 1969 var faðir minn orðinn
einn eftir í húsinu á Kjærstrupsveg-
inum og mig langaði til Hafnar til að
geta verið með honum á sjötugsaf-
mæli hans. Aftur átti ég hauk í horni
þar sem frænka mín var. Þótt hún
væri komin vel yfir sextugt tók hún
að sér að hafa yngsta son minn á
meðan ég brá mér hina leiðina
„heim“. Hann var þá aðeins á fjórða
ári, eins og ég hafði verið þegar
Kristrún tuttuguogeins árs gömul
fór með mig yfir hafið. Milli
Kristrúnar og Sigurðar urðu miklir
kærleikar, og sannaðist hér sem oft
áður að lífið fer í hring og hlutirnir
endurtaka sig.
Nú að leiðarlokum kveð ég frænku
mína hinstu kveðju með fáeinum
orðum teknum úr bréfi frá Bóthildi
Björnsdóttur, afasystur okkar. Hún
hugsaði um tíma um börn Steindórs
þegar Guðrún Guðnadóttir móðir
þeirra dó, og bast þeim sterkum til-
finningaböndum. Hún segir svo:
„Ég bið líka hjartanlega að heilsa
elsku baminu henni Kristrúnu, litlu
telpunni minni sem var. Guð algóður
blessi hana og varðveiti."
Solveig Jónsdóttir.
Við viljum í örfáum orðum minn-
ast ömmu okkar sem nú er látin.
Amma var glaðlynd og mikil félags-
vera og átti auðvelt með að umgang-
ast alla. Hún hafði einstakt lag á
bömum enda hændust þau að henni.
Ófá eru þau „ömmubörnin" sem hún
átti fyrir utan sín eigin bamabörn.
Alltaf fylgdist amma með því sem
við tókum okkur fyrir hendur og var
ævinlega til í að rétta okkur hjálpar-
Eskifirði. Einnig er sagt frá því
þegar Sigurþór aðeins 13 ára tók að
sér að gerast landpóstur í Reyðar-
firði og fór fótgangandi frá Seli út
með firðinum allt í Vöðlavík og aft-
ur til baka samdægurs. Þessar
ferðir hafa verið um eða yfir 100
km og gengið var með póstpoka
sem oft var um 40-50 kg. Ekki var
úr miklu að moða. Faðir þeirra
hafði veikst og lífið var ekki auðvelt
hjá barnmargri fjölskyldu og Sig-
urþór var elstur og þvf kom það í
hans hlut að vinna utan heimilisins.
Við þau skilyrði ólst Sigurþór upp,
en æðruleysi hans var slíkt að
aldrei mun hafa hvarflað að honum
að meta sig eða sína hagsmuni fram
yftr fjölskyldu sinnar. Arið 1941 hóf
Sigurþór störf við Markúsarbúð
sem hann rak síðar í mörg ár í sam-
vinnu við Ingólf tengdafóður minn.
I versluninni mátti fá nær allt sem
þörf var á og ef það fékkst ekki hjá
Sigurþór í Markúsarbúð var það
ekki til á staðnum.
Þessum verslunarrekstri hættu
þeir Sigurþór og Ingólfur 1978 og
eftir það starfaði hann hjá Hrað-
frystihúsi Eskifjarðar við umhirðu
fiskhjalla sem hann sinnti eins og
um hans eigin væri að ræða. Á
kveðjustundu koma í hugann marg-
ar minningar frá liðnum árum, en
eftir að Inga og Ingólfur fluttu frá
Eskifirði 1988 höfum við margoft
komið á Túngötuna til þeirra Sigur-
þórs og Ellu og notið gestrisni og
velvilja. Þótt starfslokum væri náð
mátti Sigurþór ekki til þess hugsa
að setjast í helgan stein. Á hveiju
sumri sló hann blettinn sinn, þurrk-
aði heyið og gaf einhverjum sem
not hafði fyrir það. Á sama hátt var
honum nauðsynlegt að fara upp í
hönd. Henni þótti miður þegar hún
treysti sér ekki lengur til að passa
langömmubörnin og bjóða þeim næt-
urgistingu. Alla tíð sóttumst við eftir
félagsskap hennar og alveg fram á
síðustu stundu báðu langömmubörn-
in daglega um að fá að heimsækja
hana. Við kveðjum ömmu með þessu
bænaversi sem hún kenndi okkur:
Ljáðu, drottinn, ljós og yl
landinu mínu kalda
og lof mér því mig langar til
á ljósinu einu að halda.
Blessuð sé minning hennar.
F.h. barnabama og langömmu-
barna,
Ki'istrdn og Guðbjörg.
Með nokkram orðum vil ég kveðja
móðursystur mína hana ömmu
Kristrúnu eins og hún var ætíð
nefnd á mínu heimili.
Minningarnar hrannast upp þar
sem ég sit og pára þessar línur. Það
sem fyrst kemur í hugann era þær
ferðir sem ég og yngri bróðir minn
fórum á Suðurgötuna í Hafnarfirði í
pössun. Það var alltaf visst tilhlökk-
unarefni að fara þangað því aldrei
var manni látið leiðast. Hún galdraði
fram heilt bú úti í garði með borði,
stólum og eldavél og öllu tilheyrandi
svo ekki sé minnst á fuglaspítalann
sem hún var með í þvottahúsinu hjá
sér eitt sinn. Kjartan var lítill frændi
en Sólveig var þá fröken og alltaf
kom á mann helgisvipur þegar
manni var boðið niður í „hosiló",
hennar allraheilagasta. Þegar Guð-
mundur var heima var stundum farið
í könnunarieiðangur út í náttúruna
ef vel viðraði, í forláta rússajeppa
með blæju. Það var alltaf viss ævin-
týrablær á verunni í Hafnarfírði.
Eftir að ég eignaðist tvö fyrstu
bömin mín og fór að vinna frá þeim
kornungum, þá voram við Óli svo
lánsöm að fá ömmu Kristrúnu til að
verða fyrsta dagmamma þeirra
beggja þó tvö ár væra á milli þeirra.
Hún var þá orðin ekkja og flutt á
Laugarnesveg í Reykjavík. Þriggja
mánaða komabörn og ungir foreldr-
ar gátu ekki lent í öruggari og hlýrri
stað en hjá ömmu Kristrúnu.
Ég, Óli og börn kveðjum ömmu
Kristrúnu með miklum hlýhug og
þakklæti. Við sendum Kjartani og
Sólveigu og öðrum aðstandendum
okkar bestu kveðjur.
Eybjörg Dóra.
fjall til að tína ber svo Ella gæti
sultað þau og eða búa til saft úr
þeim, allt í þeim tilgangi að bæta
hag fjölskyldunnar. Ekki hvarflaði
það að okkur Auði þegar við heim-
sóttum þau Sigurþór og Ellu í lok
marsmánaðar sl. að við værum að
kveðja þennan öðlingsmann. Að
lokum vil ég færa Ellu, Agnesi,
Agnari og fjölskyldum þeirra sam-
úðarkveðjur og þakkir frá okkur
Auði, Ingu og fjölskyldum okkar
fyrir velvild, gestrisni og gott atlæti
í gegnum áranna rás.
Guð blessi minningu Sigurþórs
Jónssonar.
Bragi Michaelsson.
Kveðja frá Páli Pálssyni
og Bergþóru Pálsdóttur
frá Veturhdsum
Nú dregur fyrir sólu og dapurt verður geð
og döggvot verða augun svo tæpast fáum séð
sá vinur sem við áttum í æsku horfinn er
hann okkar vermdi sálir um ævidaga hér.
Við minnumst þegar ársólin skein svo björt
og heið
að sannur varstu I hópnum og vina þinna
meið.
Þinn hreini glaði söngur oss geymist djúpt í
sál
og glæðir ljúft í huganum hreint og fagurt
mál.
Þú hýsir engar sorgir þær svifnar eru á
braut
með sæla gleði í hjarta ert laus við alla þraut
með guði þínum vannstu frá vöggu að þinni
gröf
nú vísi ást og góðvild þér um öll þín lífsins
höf.
(Bergþóra Pálsdóttir)