Morgunblaðið - 09.05.1998, Blaðsíða 49
MORGUNBLAÐIÐ
LEIFUR
ÞÓRARINSSON
+ Leifur Þórarins-
son fæddist í
Reykjavík 13. ágúst
1934. Hann lést á
Sjúkrahúsi Reykja-
víkur 24. apríl síð-
astliðinn og fór út-
för hans fram frá
Kristskirkju 4. maí.
Ég get ekki látið hjá
líða að minnast með
nokkrum orðum gam-
als vinar míns og nem-
anda, Leifs Þórarins-
sonar tónskálds, sem
var til moldar borinn 4. maí sl.
Samskipti okkar voru orðin löng,
stundum mjög náin, en oft hefur
líka verið langt milli samfunda.
Föðurfólk Leifs er mér minnis-
stætt allt frá bernskudögum mín-
um austur á Seyðisfírði: Afí hans,
Kristján Kristjánsson læknir og
tónskáld, Kristín Þórarinsdóttir
kona hans, og synir þeirra. Meðal
þeirra voru Kristján söngvari, en
hann var einn hinna fyrstu Islend-
inga sem stunduðu sönglistarnám á
Italíu, og Þórarinn símritari, faðir
Leifs. Ég man líka tengdaforeldra
Kristjáns læknis, Þórarin Guð-
mundsson kaupmann í Neðribúð,
sem stundum var nefndur „faktor“
af rosknu fólki, og Sigríði Jónsdótt-
ur, en hún var ævinlega kölluð „frú
Gudmundsen" upp á dönsku, þó að
maður hennar væri nefndur sínu ís-
lenska nafni.
Kristján læknir settist að á Seyð-
isfírði 1897, nýkominn frá námi í
Hafnarháskóla, og var vinsæll og
eftirminnilega barngóður. Hann
var mjög músíkalskur maður og
varð einn af frumkvöðlum og mátt-
arstoðum þess merkilega söng- og
tónlistarlífs sem þarna þreifst um
og eftir aldamótin. Hann stofnaði
karlakórinn Braga sem um árabil
var elsta starfandi söngfélag á
landinu, samdi nokkur sérkennileg
lög, sem enn eru í gildi, söng oft op-
inberlega og lék á selló á fyrri ár-
um, m.a. í þeim strokkvartett sem
þandi strengi sína í húsi Lárusar
Tómassonar bóksala, föður Inga
tónskálds, um og upp úr aldamót-
um. Þegar ég man fyrst til mín, á
þriðja áratugnum, var kvartettinn
þagnaður, en enn var samleikur á
fiðlu og píanó fastur liður á árleg-
um barnaböllum Kvenfélags Seyð-
isfjarðar, þar sem frú
Gudmundsen og móðir
mín, Anna María Jóns-
dóttir, sátu lengi saman
í stjóm.
Heimilisiðkun tón-
listar var mikil á Seyð-
isfirði á þessum árum.
A mínu heimili komu
oft saman söngfélagar
Benedikts, eldra bróð-
ur míns, úr kariakórn-
um Braga, og snemma
var reynt að nota mig
til að spila undir með
þeim. Kristján söngvari
var þá farinn utan og
kom aðeins heim á sumrin til að
halda konserta, en í þessum hópi
voru yngri bræðurnir, Þórarinn og
Gunnar, sem var ákaflega listfeng-
ur og fjölhæfur og kunni m.a. svo
vel að herma eftir nokkuð sérkenni-
legum söngstíl Kristjáns bróður
síns að undrum sætti.
Þegar kom fram á fjórða áratug-
inn fór ég í skóla norður á Akur-
eyri, og slitnuðu þá að mestu
tengslin við átthagana. En þegar ég
svo kom til Reykjavíkur 1937 var
Þórarinn Kristjánsson fluttur suð-
in\ lrvæntur stórglæsilegii konu,
Öldu Möller leikkonu, og elstu
börnin voru fædd, Leifur og Kristín
Anna leikkona, en yngri dóttir
þeirra hjóna, Sigríður Asdís meina-
tæknir, fæddist á meðan ég leigði
herbergi hjá þessari fjölskyldu á
Eiríksgötunni. Þama kynntist ég
fyrst Leifí, fjögurra ára gömlum.
Þórarinn lék á selló eins og faðir
hans hafði gert, og við vorum
stundum að spila svolítið saman.
Leifur hlustaði á okkur og grét ef
eitthvað fór úrskeiðis, einkum ef
óhreinn tónn kom frá sellóinu. Það
leyndi sér ekki að þarna var mús-
íkalskt barn að vaxa úr grasi.
Svo leið meira en áratugur áður
en leiðir okkar lágu saman, og þá í
Tónlistarskólanum í Reykjavík. Þar
gerðist Leifur nemandi minn í tón-
fræði og tónsmíðum, 1951 að mig
minnir, og stundaði það nám næstu
þrjá vetur af mikilli kostgæfni.
Það mun snemma hafa orðið ljóst
að Leifur mundi verða listamaður,
en hitt var ekki jafnljóst hvaða list-
grein hann mundi kjósa. A
bernsku- og unglingsárum bjó hann
í nábýli við Þorvald heitinn Skúla-
son listmálara sem hafði mikil áhrif
á hann, og á því skeiði mun hafa
PÁLMI
FRIÐRIKSSON
+ Pálmi Friðriksson fæddist á
Svaðastöðum í Viðvíkur-
sveit 21. desember 1943. Hann
lést á Sjúkrahúsi Skagfirðinga
8. janúar síðastliðinn og fór út-
för hans fram frá Sauðárkróks-
kirkju 17. janúar.
Það er í rauninni tæpast tilviljun
að eitt síðasta ljóðið, sem Friðrik
Hansen kvað, hefur vakað í hug mér
síðan á miðjum vetri:
Enn fer þytur harms utn hérað mitt
Og horfmn sá er skildi best þess þörf.
Svo hvíslar fátækt ljóð við leiði þitt
og leggur blessun á þín hetjustörf.
Þú kaust þér vígi þar sem grasið grær,
geiglaus sál hlóð virkið, fá í orðum.
Þú barðist hart - að bogna var þér fjær.
Svo brast þinn strengur snöggt sem Einars
forðum."
s
Eftir að dóttursonur Friðriks
Hansens, Pálmi Friðriksson, var til
moldar borinn á afmælisdegi afa
síns, 17. janúar í vetur, hefur mér
einhvem veginn fundist að gamli
maðurinn hafí fyrir mörgum ára-
tugum orðað þá kveðju sem þessum
niðja hans hæfði flestum öðrum bet-
ur.
Pálmi var einstakur atorkumaður
eins og rómað hefur verið í mörgum
greinum um hann. Verksnilli hans,
dugnaður og framtakssemi skipuðu
honum í fremstu röð íslenskra verk-
taka. Fyrirtæki hans blómguðust og
báru skagfirskri verkkunnáttu fag-
urt vitni.
Pálmi Friðriksson var Skagfirð-
ingur. Hann var eigandi elsta óðals
sýslunnar. Það höfðu forfeður hans
setið frá ofanverðri 18. öld. Hann
unni héraðinu og „skildi best þess
þörf“. Drjúgur liðsmaður hefði hann
orðið tækniframförum nýrrar aldar.
En svo verður ekki. „Ekki allir fara
á kirkjugarðsballið í haust sem
hlökkuðu til þess í vor.“ Ekki auðn-
aðist Pálma að njóta þess sumars,
sem nú er að byrja, með eiginkonu
sinni og öðrum ástvinum. Hann var
kvaddur „í fegra heim“ á miðjum
vetri „meira að starfa guðs um
geim“.
Við Björg, móðursystir hans,
minnumst drengsins ljúfa sem átti
heimili sitt hjá okkur tvo vetur ung-
ur að árum. Svölu og niðjum þeirra,
föður Pálma og systur sendum við
enn samúðarkveðjur. Gott er til
þess að vita að hæfileikafólk heldur
áfram þeim störfum sem Pálmi
hvarf frá í miðri önn. Megi minning-
in um hann verða því huggun og
hvatning til dáða.
Ólafur Haukur Árnason.
__________________________LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 49
MINNINGAR
þótt jafnlíklegt að myndlistin yrði
fyrir valinu. En jafnframt var Leif-
ur í fiðlunámi í Tónlistarskólanum
og var orðinn duglegur fiðlu- og
lágfiðluleikari þegar hann kom í
nemendahóp minn. Hann lék þá
sem lausamaður með Sinfóníu-
hljómsveitinni, eins og hann hafði
gert í fyrri hljómsveitum frá bams-
aldri. Og brátt markaði hann sér þá
braut sem hann fylgdi til æviloka. í
nemendahópnum voru ýmsir sem
síðar urðu þjóðkunn tónskáld, og
verður ekki hér farið út í neinn
mannjöfnuð milli þeirra. En um
Leif get ég sagt með fyllsta sanni
að hann sýndi þegar í stað mjög
ótvíræða hæfileika, frjóa, sjálf-
stæða hugsun, og mikinn metnað
og sjálfsaga í vönduðum vinnu-
brögðum. Hann var einþykkur og
gat verið dálítið baldinn þegar sá
gállinn var á honum, en þann eigin-
leika ber að virða hjá ungum mönn-
um: slíkir strákar verða einatt mik-
ilsháttar menn. Ég sé í gömlum
efnisskrám nemendatónleika að
vorið 1953 vora fluttir eftir Leif
Fjórir dansar fyrir fiðlu og píanó
og næsta vor Strengjakvartett í
þremur þáttum. Má af því marka
hvort tveggja: metnað nemandans
og ánægju kennarans með afrakst-
ur vinnunnar. Sjálfur lék hann á
fiðluna í fyrrnefnda verkinu og lág-
fíðluröddina í kvartettinum.
Haustið 1954 fékk ég ársleyfi frá
störfum, og losnaði þá einnig um
Leif. Hann lauk því ekki burtfarar-
prófi frá Tónlistarskólanum, sem
hann annars hefði gert, líklega á
næsta ári. Atvikin höguðu því
þannig að næsta vetur vorum við
báðir í Vínarborg. Þar var þá mikil
Islendinganýlenda, svo fjölmenn að
barónsfrú Asta von Jaden (systir
dr. Helga Pjeturss), sem um árabil
hafði boðið til sín öllum Islending-
um í borginni á hverjum sunnudegi
að vetrinum, varð nú að skipta lið-
inu. Fjölmennastir vorum við
Rögnvaldur Sigurjónsson sem báð-
ir vorum þarna með fjölskyldum
okkar, samtals níu manns. Leifur
var vinur beggja og tíður gestur
hjá Helgu og Rögnvaldi sem
bjuggu mjög miðsvæðis í borginni.
Mín fjölskylda bjó hinsvegar lengst
af á borgarmörkunum, við jaðar
Vínarskógar. Þar á móti kom að ég
hafði bíl sem stundum var notaður í
könnunarferðir um nágrennið.
Lengsta ferðin var sú sem við
Leifur og Rögnvaldur fórum, ásamt
fleirum, vestur til Týról, frá Inns-
bruck suður yfir Brennerskarð til
Merano og Bolzano sunnan við
landamæri Ítalíu, og svo til baka yf-
ir fáfarinn háfjallaveg. Leifur sat
að vísu þegjandi í aftursætinu mik-
inn hluta leiðarinnar, eftir að við
Rögnvaldur höfðum veitt honum
einhverja ádrepu, en samt held ég
að ferðin hafi verið honum ánægju-
leg eins og okkur hinum. Gist var á
einum tveimur stöðum í Týról, og
voru kvöldin þar í gistihúsunum
frábærlega skemmtileg, eins og
ferðin öll. Oft var þessi ferðasaga
rifjuð upp eftir á, og enn hlegið dátt
við minninguna. En ekki vildi Ásta
vinkona okkar allskostar fallast á
að við hefðum farið til Ítalíu. Hún
taldi að Suður-Týról væri með
réttu hluti Austurríkis, og önnur
skipun landamæra á þessum slóð-
um væri aðeins til bráðabirgða.
Aðalkennari Leifs í Vín varð
Hanns Jelinek sem verið hafði læri-
sveinn Sehönbergs og Albans Berg
og kenndi Leifi tólftónatækni
þeirra, sem tekin var að ryðja sér til
rúms um miðja öldina. A þeim
brautum áttum við ekki samleið, og
raunar munum við hafa verið ósam-
mála um velflesta hluti um nokkurt
skeið á þessum árum. Engu að síður
þótti mér vænt um að geta stuðlað
að því, með tilstyrk vinar míns,
Thors Johnson, bandaríska hljóm-
sveitarstjórans, að Leifur komst til
framhaldsnáms í fræðunum hjá tón-
skáldinu Wallingford Riegger í New
York, og þar nam hann síðar hjá
tónskáldinu og hljómsveitarstjóran-
um Gunther Schuller, sem mun hafa
átt nokkum þátt í að losa hann úr
járngreipum raðkerfisins, en honum
varð Leifur mjög handgenginn.
Að þessu námi loknu bjó og
starfaði Leifur á ýmsum stöðum
hér og erlendis, stundaði kennslu
og annað sem til féll, m.a. dag-
skrárgerðar- og þularstörf í út-
varpi, en alltaf voru tónsmíðamar
aðalstarf hans og lífsköllun. Verka-
skrá hans er orðin lengri og fjöl-
breyttari en svo að henni verði
nokkur skil gerð hér. Hann var leit-
andi höfundur alla ævi. A fyrri ár-
um var hann nokkuð kreddufastur
„tæknimaður", samdi flókna og
fremur óþjála tónlist sem hlaut að
vekja aðdáun á pappímum fyrir
hugvit, nákvæmni og eljusemi, en
var ekki að sama skapi aðgengileg
flytjendum eða hrífandi á að hlýða.
Sem dæmi um þetta mætti nefna
ýmis verk frá sjöunda áratugnum,
þó að frá þessum fyrri ámm á ferli
hans séu einnig til verk sem þessi
lýsing á alls ekki við. Síðar varð
stffl hann einfaldari og um leið
hlýrri, dýpri, mannlegri og áheyri-
legri. Dæmi um þetta em flest síð-
ari verkin, ekki síst þau sem hafa
trúarlegan eða kirkjulegan bak-
gmnn, enda kom þá upp á yfirborð-
ið innileg og einlæg trúhneigð, sem
líklega hefur búið með honum alla
tíð. Hrífandi var síðasta stórvirki
hans, Sinfónía nr. 2, sem frumflutt
var á tónleikum Sinfóníuhljómsveit-
arinnar í nóvember sl. Hún var að
mestu samin á fyrra hluta síðasta
árs. Þegar til þess er hugsað að
hann var þá mjög sjúkur orðinn
laumast að sú hugsun að ef til vill
hafi hann átt allrabestu verk sín
ósamin þegar að garði bar þann vá-
gest sem nú hefur lagt hann að
velli. En Leifur skipar veglegan
sess í þeim mikla og merka hópi ís-
lenskra tónskálda sem blómstraði á
þriðja fjórðungi aldarinnar og hef-
ur síðan sett svip sinn á íslenska
tónsköpun.
Leifur Þórarinsson var ekki mað-
ur málamiðlana, hvorki í lífi sínu né
list. Hann hafði yfirleitt mjög
ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum og átti ekki auðvelt með
að sjá samtímis tvær eða fleiri hlið-
ar á sama máli. Hinsvegar hikaði
hann ekki við að skipta um sjónar-
hom og skoðun ef svo bar undir.
Voru þá hin nýju viðhorf einatt í
hatrammri mótsögn við hin fyrri, en
engu að síður haldið fram með sama
afdráttarleysi. Slíkt skapferli er
ekki til þess fallið að auðvelda
mönnum lífið. En Leifur sóttist
aldrei eftir því sem létt var eða auð-
velt, - ef til vffl má segja að baráttan
við lífið, sjálfan sig og listina hafi
verið honum lífið sjálft. En skapferli
hans mildaðist með ámnum, og ég
hygg að þeim hlutum hafi fjölgað
mjög sem við gátum verið sammála
um. Ég verð að játa að ég ræktaði
ekki vináttuna við Leif eins og vert
hefði verið og ég hefði nú viljað.
Það er mikil eftirsjá í svo svip-
miklum manni sem Leifur Þórar-
insson var. En enginn má sköpum
renna. Við Sigurjóna Jakobsdóttir
sendum eftirlifandi konu Leifs,
Ingu Bjarnason leikstjóra, bömum
hans og fjölskyldunni allri innilegar
samúðarkveðjur.
Jón Þórarinsson.
Leifur. Svona undarlegt sam-
bland af ljúfmennsku og þótta og
útkoman var einhverskonar víbra-
sjón, líf. Við kynntumst á þessum
stað þar sem hver og einn freistaði
þess að vera hann sjálfur og fella
grímumar sem við notum dagsdag-
lega. Þess vegna sagði enginn neitt
þó ég talaði við álfa á nóttunni og
Leifur við geimverur, þó enginn
annar á staðnum stæði í svona há-
þróuðum samskiptum, og það var
heldur ekki svo nojið með skil
ímyndunar og veruleika bara ef það
gat verið svolítið gaman. Hann fékk
samt ekki að spila á píanóið, það '
var bannað, og það gátum við ekki
sætt okkur við. Það var kannski.
það sem vantaði þarna og vantar
stundum: Þessi listræna sýn sem
sættir okkur við lífið, um leið og
það gerir kröfur um að lifa sterkar,
heitar. Þegar ég hafði eftir áralang-
ar rannsóknir komist að því að guð
hlyti að vera úr rafmagni, þóttist ég
viss, þegar Leifur sagðist halda það
líka, einhverskonar rafmagn. Mér
fannst meira varið í sjálfa mig fýrir
það eitt hvað Leifur var góður við
mig og ef ég kæmi austur að Hellu,.
skyldi hann spila fyrir mig. En það
varð aldrei neitt af því, ég heimsótti
hann á spítalann og bauðst til að
syngja fyrir hann eða lesa ljóð en
hann afþakkaði það, hann skyldi
spila seinna geisladiskinn með tón-
leikum hans þetta kvöld. Ef við lif-
um bæði, sagði hann, maður veit
aldrei hver fer á undan. Leifur var
heimsborgari og bam og þegar ég
tók við hann viðtal á sextugsafrnæl-
inu hans, var hann ekkert að flíka
því en þegar við stóðum upp frá
borðum, sagðist hann ætla halda
uppá daginn með því að fara í sigl-
ingu með Akraborginni í fylgd
Ingu, aðallega til að vita hvort hann -
sæi ekki höfrunga eða önnur smá- *
hveli sem virtust gleðja hann mikið.
Og það komu þeir dagar að parið
leiddist niður Laugaveginn einsog
unglingar; þá fannst mér líka meira
varið í ástina en áður.
Hann var hreinskilinn og
óhræddur við að gefa yfirlýsingar
út og suður en þó var eitt sem ein-
kenndi Leif, það var dulúðin. Hann
hélt alltaf sínu fyrir sig og þegar
hann gaf það í burtu, klæddi hann
það í búning, kannski vegna þess að
hann var gæddur svo ríku fegurð- ■
arskyni, kannski vegna þess að það
sló á sársaukann sem fylgir, þrátt
fyrir allt, þeirri sælu að gefa af
sjálfum sér. Og þessi dulúð spegl-
aðist líka í útlitinu, þessum dimmu
augum sem vom bæði blíð og sting-
andi, og útkoman þessi víbra-
sjón ... líf.
Elisabet K. Jökulsdóttir.
Honum Leifi verður ekki lýst svo
vel með neinum orðum. Hann er
bara, var og verður alltaf í mínum
huga einstakur maður. Svo ljúfur
og góður „afi Leifur" og það segir
ekld einu sinni mikið til um mein-
inguna. Við vitum það bara og finn-
um það í hjörtunum okkar, því þar
hefurðu skilið svo mikið eftir okkur
að eiga.
Salka segir mér að þú sért í hvít-
um kjól núna en var að velta því
fyrir sér hvort þú hefðir engin
venjuleg föt til skiptanna.
Ég hef svo oft hugsað um það og
ætla bara að segja að það era tvö
orð sem koma aftur og aftur upp í
hugann er ég hugsa til þín og gleðst
yfir því að hafa kynnst þér.
Hjartahreinn alvöruvinur.
Margrét Kristín Blöndal.
r Blómabúðin >
öaKðskom
^ v/ Fossvocjskir‘l<jitcjarí<3 j
V Símit 554 0500
Crjídryííjur
Upplýsingar í símum
562 7575 & 5050 925
O
I
I HOTEL LOFTLEIÐIR
O ICELANDAIR HOTELS
Glæsileg kaffihlaðborð
FALLEGIR SALIR
OG MJÖG GÓÐ ÞJÓNUSTA