Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 53
MORGUNBLAÐIÐ
LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 53'
MINNINGAR
ÞORÐUR
ÞÓRÐARSON
+ Þórður Þórðarson var fædd-
ur 29. júlí 1910. Hann lést á
Sólvangi í Hafnarfirði 4. maí síð-
astliðinn og fór útför hans fram
frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði
8. maí.
Elsku afi minn. Ég sit og horfi á
mynd af þér og sé hvað þú hefur
verið fallegur gamall maður.
Reyndar hef ég alltaf vitað það.
Þegar ég horfi rifjast upp fyrir mér
allar þær minningar sem eru mér
svo dýrmætar. Ég man fyrst eftir
þér sitjandi við skrifborðið þitt. Þú
varst að binda inn bækur. Það var
eitthvað svo notalegt að fylgjast
með þér vinna. Svo kom elskulega
amma mín og spurði hvort við vild-
um ekki pönnukökur. Seinna
kenndir þú mér að þekkja nöfn far-
fuglanna og hvaðan þeir kæmu. I
mínum augum varstu manna fróð-
astur um landið okkar.
Þú kysstir mig oft á handarbakið
og baðst Guð að blessa mig. Nú bið
ég Guð að varðveita þig og ömmu.
I dag er ég umvafin sorg en ég veit
að tíminn græðir öll sár. Ég kveiki
á kerti og stilli myndinni af þér og
ömmu upp. Myndin á fastan stað í
huga mínum. Ég elska þig. Þín
Alfliildur.
Elsku afi Þórður.
Það má með sanni segja að lífið
sé undarlegt ferðalag. Nú þegar
við kveðjum þig í hinsta sinn koma
svo margar minningar upp í hug-
ann. Það hefur verið okkur svo
lærdómsríkt að fá að vera ykkur
ömmu Hrefnu samferða í þessu lífi
og mikið fyrii- það að þakka. Ef við
gætum aðeins verið okkar börnum
brot af því sem þið voruð okkur öll-
um þá væri það vel. Þið tókuð af al-
hug þátt í lífi barna ykkar, barna-
barna og barnabarnabai’na og
hvert okkar átti sinn sess í hjörtum
ykkar. Hjá ykkur voru allir ávallt
velkomnir og oft var setið við eld-
húsborðið í kyrrðinni sem ríkti í
kringum ykkar ömmu og reynt að
ráða fram úr öllu sem upp kom,
sem oft var stórt í augum okkar en
var svo léttvægt eftir yfirveguð
svör ykkar: „Munið börnin mín, allt
verður léttara á morgun." Þið vor-
uð fyrirmyndarkennarar og það
sem þú lagðir mesta áherslu á, afi
minn, var að orð skyldu standa eins
og stafur á bók. Þannig varst þú og
þannig vildum við svo gjarnan
vera. Við kveðjum þig nú og vitum
að þú hefur fengið góða heimkomu,
kominn aftur til ömmu Hrefnu.
Við kveðjum þig með þessum
orðum sem þú skrifaðir sjálfur:
„Sú líffræðilega staðreynd að ég
er orðinn ellihrumt gamalmenni,
sem ekkert man stundinni lengur,
vekur mig til meðvitundar um það
á hvaða leið ég er. Með berum orð-
um er ég að segja það eitt, að senn
muni ég leggja af stað út á veg allr-
ar veraldar án vissu en vonar um
eitthvað sem mér er hulið og fæ
ekki skilið. Minnugur þess að eng-
inn veit sína ævina fyrr en öll er vil
ég ganga í átt til stjarnanna, eða
þess sem bíður mín þegar öllu er
lokið.“
Páll Bergþór Guðmundsson
og systkini.
Fyrir rúmri viku síðan var mér
sagt að Þórður Þórðarson væri al-
varlega veikur og ætti varla langt
eftir. Fréttin kom ekki með öllu á
óvart því Þórður hafði náð háum
aldri og ekki verið við bestu heilsu
undanfarin ár. En fréttin snart mig
meira en ég átti von á og varð með-
al annars til þess að hugsanir mín-
ar hafa - oftar en þær gera að öðru
jöfnu - leitað aftur til æskuára
minna þegar leiðir okkar Þórðar
lágu saman flesta daga.
Ég kom fyrst á heimili Þórðar
Þórðarsonar og konu hans Hrefnu
Hallgrímsdóttur fyrir tæpum
fjörutíu árum. Þá dró Steingrímur
sonur þeirra mig með sér heim í
það sem þá hét drekkutími. Ég var
grútskítugur eins og strákar voru,
en samt og ætíð síðan voru viðtök-
ur eins og höfðingi væri kominn í
heimsókn. Samskipti okkar Þórðar
voru fremur lítil fyrst í stað. Þó
man ég að hann spurði mig um ætt
og uppruna og næst þegar við hitt-
umst upplýsti hann mig um það að
ættir okkar lægju saman í löngu
liðnum sauðaþjófi úr Kjósinni.
Ekki er laust við að sá skyldleiki
hafi komið mér til góða þegar fram
liðu stundir.
Næstu áratugina var ég fasta-
gestur að Hringbraut 37 og skipar
sá staður sérstakan sess í huga
mér, ekki síst vegna kyrrðar og
friðar sem ríkti jafnan þar. Þessi
góði andi rifjaðist upp íýrir mér
fyrir rúmum þremur árum er ég
kom þangað í heimsókn með börn-
in mín. Sá andi var ekki kynslóða-
bundinn því að nokkrum mánuðum
síðar, þegar sonur minn sjö ára
velti fyrir sér búsetuskilyrðum á
ýmsum stöðum, sá hann þann
helstan kost við að búa í Hafnar-
firði að þar væri hægt að fara oft í
heimsókn til mömmu hans Stein-
gríms.
Sterkustu minningar mínar af
Þórði eru þegar hann var að hlýða
okkur Steingrími yfir próflestur.
Fljótt lærðist mér að vera á rölti
fyrir framan veglegt bókasafn
Þórðar þegar spurningarnar hans
dundu. Safnið var svo glæsilegt og
fjölbreytt að manni datt iðulega
eitthvað gáfulegt í hug með því að
virða það fyrir sér.
Ég minnist líka margi-a stunda
þegai- Þórður spjallaði við okkur
unglingana um framtíðaráform
okkar og lífssýn. Oftast var tilefnið
það að hann langaði til að skilja
lífsskoðanir ungra pilta sem mátu
sítt hár og háværa tónlist ofar
flestu. Aleitnum spurningum hans
var oft erfitt að svara enda kannski
ekki auðvelt að útskýra þessar lífs-
skoðanir f\TÍr manni sem var af
kynslóð sem alist hafði upp við
þröng kjör. Þórður lagði þó ýmis-
legt á sig til að skilja okkur og
minnist ég þess er hann sat í nokk-
ur kvöld með heymartól á eyrum
og hlustaði á Jesus Christ Superst-
ar. Ég held að honum hafi þótt
bókin betri.
Ég er þakklátur Þórði fyrir
margvíslega vinsemd sem hann
sýndi mér. Af mörgu er að taka en
ég nefni aðeins tvennt. A síðasta
ári mínu í Kennaraskólanum vant-
aði mig eitt sinn Skírni til að sýna í
æfingakennslu. Fyrsti maður sem
ég leitaði til var Þórður og varð
hann góðfúslega við bón minni.
Þegar ég hugsa til baka þá undrast
ég að hann skuli hafa treyst mér
fyrir nær aldargömlum innbundn-
um árgangi af Skírni.
Síðar, þegar ég hóf háskólanám
fann ég til þess að ég átti ýmislegt
ólært í að skrifa stfla. Aftur leitaði
ég til Þórðar og hann las yfir mínar
fyi-stu ritgerðir í Háskólanum og
leiðbeindi mér um margt sem bet-
ur mátti fara. Eina skilyrðið sem
hann setti fyrir greiðann var að ég
mundi aldrei bera það við að launa
honum viðvikið á neinn hátt.
A stundu sem þessari, þegar
komið er að því að kveðja mann
sem er nátengdur Ijúfum
æskuminningum og hafði umtals-
verð áhrif á þroska manns, þá verð-
ur svo augljóst hvað orð eru fátæk-
leg. Það besta sem ég get gert er að
þakka þá vinsemd sem mér var
ávallt sýnd og votta afkomendum
og öðrum aðstandendum Þórðar
Þórðarsonar samúð mína.
Friðrik H. Jónsson.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við
andlát og jarðaför
ÓLAFS L. BJARNASONAR,
Stóru-Hildisey 2,
og heiðruðu minningu hans á margan hátt.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E á Landspítalanum fyrir yndis-
legt viðmót.
Birna Þorsteinsdóttir,
Freyr Ólafsson, Kristjana Skúladóttir,
Örvar Ólafsson, Elísabet Halldórsdóttir,
Andri Ólafssson, Bjarni Már Ólafsson,
Katrín Marta Magnúsdóttir,
Magnús Bjarnason, Ásgerður Ásgeirsdóttir,
Viðar Bjarnason, Þorgerður Jóna Guðmundsdóttir,
Rúna Bjarnadóttir, Gísli Norðdahl,
Svava Guðmundsdóttir, Þorsteinn Oddsson
og aðrir aðstandendur.
t
Innilegar þakkir til allra þeirra sem auðsýndu
okkur samúð og hlýhug við andlát og útför
hjartkærs eiginmanns míns, föður okkar og
tengdaföður,
JÓNASAR EIGILSSONAR,
Árholti,
Húsavík.
Egill Jónasson,
Kristbjörg Jónasdóttir,
Baldur Jónasson,
Garðar Jónasson,
Hörður Jónasson,
Hulda Jóna Jónasdóttir,
Hulda Þórhallsdóttir,
Aðalheiður Hannesdóttir,
Sigmar Mikaelsson,
Margrét Einarsdóttir,
Hildur Baldvinsdóttir,
Rúnar Óskarsson,
og fjölskyldur.
t
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug við and-
lát og útför ástkærrar móður okkar, tengda-
móður, ömmu og langömmu,
SIGRÍÐAR SÆMUNDSSON
f. THORSTEINSON.
Helga Jóhannsdóttir, Jón Marinó Samsonarson,
Gyða Jóhannsdóttir, Haukur Arnar Viktorsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
GUNNLAUGUR
BIRGIR DANÍELSSON
+ Gunnlaugur Birgir Daníels-
son fæddist í Reykjavík 28.
maí 1931. Hann lést á Landspít-
alanum 28. apríl siðastliðinn og
fór útför hans fram frá Foss-
vogskirkju 8. maí.
Það er komið að kveðjustund. Þó
með öðrum hætti en við vinnufé-
lagar höfðum búist við. Vinnudegi
tekið að halla en svo ótal margt átti
að taka sér fyrir hendur að honum
loknum. Golfið, félagsstörf, ferða-
lög, samvistir við fjölskylduna. Nú
var kominn tími til að njóta af-
raksturs eftir erilsaman vinnudag.
Við vissum að Gulli gekk ekki heill
til skógar síðasta árið, en að það
væri svo alvarlegt að hann ætti
vart afturkvæmt af sjúkrahúsi
grunaði okkur ekki.
I níu ár höfum við átt samleið
hjá Ó. Johnson & Kaaber. Hann
réð mig til starfa við deildina sína
sem hann leit á sem sitt eigið barn
og það með réttu. Hann þjónaði
fyrirtækinu af trúmennsku og bar
hag þess mjög fyrir brjósti. Hann
gerði kröfur til starfsmanna sinna
en mestar þó til sjálfs sín.
Gulli var alla tíð afskaplega hlýr
og tryggur í minn garð og það vil
ég þakka. Við vorum ekki alltaf
sammála um leiðir og það gat
hvesst, en gagnkvæm virðing var
grunnurinn að okkar góða sam-
starfi. í starfi okkar fólust töluverð
ferðalög. Þar var ætíð gaman að
vera á ferðinni með Gulla. Hann
var sannkallaður heimsmaður og
hafði víða farið. Ég minnist sér-
staklega góðra stunda í kóngsins
Kaupmannahöfn en hrifningu á því
sem danskt var áttum við sameig-
inlega og þar var hann í essinu
sínu.
Nú er tómlegt í deildinni okkar.
Stærsta tómarýmið er þó hjá
Biddý og fjölskyldu. Elsku Biddý,
þú varst bakhjarlinn sem stóðst
þétt við hann þegar hann þurfti á
því að halda. Guð gefi þér, Einari,
Siggu og fjölskyldunni allri styrk á
þessari ei’fiðu stundu. Við hjónin
kveðjum góðan vin með þökk fyrir
tryggð og hlýju.
Geirþrúður Pálsdóttir.
Hin langa þraut er liðin.
Nú loksins hlaustu friðinn,
og allt er orðið rótt.
Nú sæll er sigur unninn
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
Fyrst sigur sá er fenginn,
fyrst sorgar þraut er gengin,
hvað getui' grætt oss þá?
Oss þykir þungt að skilja,
en það er Guðs að vilja,
og gott er allt, sem Guði er frá.
Nú héðan lík skal hefja,
ei hér má lengur tefja
í dauðans dimmum val.
Ur inni hai-ms og hryggða
til helgra ijóssins byggða
far vel, í Guðs þíns gleðisal.
(V. Briem.)
Elsku Biddý, Einar og fjöl-
skylda, svo og aðrir aðstandendur,
megi algóður Guð styrkja ykkur í
sorginni.
Guðrún, Svava, íris og Rakel.
Handrit afmælis- og minningargreina skulu
vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett.
Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk-
lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er
móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru
nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin
Word og Wordperfect eru einnig auðveld í
úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í
bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess
(minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið
greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi.
Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum.
Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina
fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal-
línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200
slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar-
nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum.
+
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður og
ömmu,
MARÍU GUÐMUNDSDÓTTUR,
Bakkabraut 5,
Vík í Mýrdal.
Sigurlín Guðlaugsdóttir,
Guðrún Guðlaugsdóttir, Helgi Þorsteinsson,
Jóna Guðlaugsdóttir, Hrafn Þórhalisson,
Guðmundur Guðlaugsson
og barnabörn.
+
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
eiginmanns míns og föður,
KRISTJÁNS GUÐMUNDSSONAR
frá Ásbjarnarstöðum.
Guðrún Halldórsdóttir,
Vigdís Kristjánsdóttir.