Morgunblaðið - 09.05.1998, Side 60
MORGUNBLAÐIÐ
60 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998
' KIRKJUSTARF
I DAG
VELVAKAMII
Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15
frá mánudegi til föstudags
Blótsyrðií
fjölmiðlum
MJÖG hefur færst í vöxt
undanfarið er fólk kemur
fram í útvarpi og sjónvarpi
þá tvinnar það blótsyrði og
stjómendur þátta gera
engar athugasemdir.
Einnig er áberandi að
þáttastjómendur nota
blótsyrði mun meira nú
heldur en áðrn'. Islenskan
er mjög orðrík og þvi
óþarfí að ákalla óvininn
sjálfan því nóg er til af góð-
um lýsingarorðum.
Sr. Friðrik Friðriksson,
stofnandi KFUM og K á
Islandi, skrifaði smárit í
upphafí aldarinnar er bar
heitið „Er nokkur hagur að
blóta?“ og á sá boðskapur
enn erindi til okkar í dag.
Jón Oddgeir
Guðmundsson.
Veggjakrot
NOKKUÐ hefur verið um
það undanfarið að kvartað
sé undan veggjakroti ung-
linga eða annarra van-
þroska einstaklinga. Fólk
er hneykslað og má vart
vatni halda útaf vandlæt-
ingu. Fátt virðist vera til
ráða gegn þessari plágu
annað en kasta milijónum
króna í hreinsun.
Fyrir allmörgum árum
fundu menningarvitar þeir
sem flögmðu á vinstri hlið,
upp á því að örva sköpunar-
gleði ungra barna með því
að kenna þeim að klína skít
á pappír í leikskólun, það er
kallað að lita. Árangurinn
lét ekki á sér standa eins og
sjá má. Hvað ungur nemur,
gamall temur.
Nú hefur verið bætt um
betur, því nú er farið að
kenna blessuðum bömun-
um að ata sig í framan með
þessum sama skít, eins og
sást greinilega á öskudag-
inn og sumardaginn fyrsta.
Og nú segi ég við hina
fullorðnu: Hættið að
hneykslast á börnunum
sem alin hafa verið upp í
þessum sóðaskap í skólum
og á heimilum. Hneykslist
á ykkur sjálfum, þvi af
þeim eldri læra þau yngri.
Sigurþór Júniusson.
Ónæði af völdum
barna á tónleikum
ÉG ER búin að fara síðast-
liðin 6 ár á tónleika hjá
ungum tónlistarnemum og
ég verð alltaf jafn undr-
andi þegar ég sé foreldra
koma með grenjandi hvít-
voðunga sem er svo trufl-
andi fyrir tónlistarfólkið.
Finnst að foreldrar ættu
ekki að koma með smá-
böm með sér. Þar sem ég
þekki til er alitaf beðið um
að foreldrar sitji tónleik-
ana út, fari ekki þegar
þeirra barn er búið að
spila. En það vill verða
misbrestur á því og enn
sér maður þetta og hljóð-
færaleikararnir sem em
ungir og óreyndir verða
fyrir traflun ef börn eru
hlaupandi um allt og jafn-
vel grenjandi. Sl. sunnu-
dag vora tónleikar í Há-
skólabíó, 9 tónlistarskólai',
þar varð maður áþreifan-
lega var við þennan há-
vaða, börn að færa sig,
skrjáf í bréfum og mikið
ónæði. Mikil óvirðing við
tónlistarfólkið. Bið fólk að
hugsa sig vel um áður en
það kemur með börn með
sér.
Móðir barns í
hljóðfæranámi.
Til fyrirmyndar
ÉG FÓR í nýja blóma-
verslun í Skeifunni (Bló-
mó) en hún er með blóm
30% ódýrari en í nágrenn-
inu. Þetta kalla ég góða
kaupmáttaraukningu.
Blómaunnandi.
Kann einhver ljóðið
GUÐRÚN hafði samband
við Velvakanda og er hún
með eitt erindi af ljóði og
er hún að leita eftir hvort
einhver kunni hin erindin.
Guðrún segist halda að
ljóðið sé eftir Valdimar
Hólm Hallstað. Eins hefði
hún gaman af að vita eftir
hvern lagið við ljóðið er.
Erindið hljóðar svona:
Að lokum þegar stjömurnar lýs-
an bláan geim
égleggafstaðogþakka
liðnu árin
ég lít til baka vina og horfi
til þín heim
í hinsta sinn og brosi
gegnum tárin.
Þeir sem hafa einhverj-
ar upplýsingar vinsamlega
hafl samband við Guðrúnu
í síma 567 4263.
Tapað/fundið
Hjól fannst
fjallahjól
Álagranda
4. maí sl.
í síma
VINRAUTT
fannst við
mánudaginn
Upplýsingar
552 3669.
Sólgleraugu
SÓLGLERAUGU, Max
Mara, með sjónglerjum
týndust íyrir sl. helgi.
Gyllt í hörðu hulstri. Finn-
andi hafi samband í síma
565 1688.
Týndur
HVÍTUR og svartur
högni, eyrnamerktur
R8H007, er týndur. Hann
á heima í Krummahólum
10. Sími 587 6320.
Kanínuungi í
óskilum
KANÍNUUNGI, _ grá-
brúnn, fannst í Armúla.
Upplýsingar í síma
899 2044.
Vináttubönd
Morgunblaðið/Kristinn
Víkveiji skrifar...
Safnaðarstarf
Tekur við
H störfum Frí-
i kirkjuprests
j NÝR safnaðarprestur Fríkirkjunn-
ar í Reykjavík, sr. Hjörtur Magni
Jóhannsson, tekur við embætti og
messar sunnudaginn 10. maí kl. 14.
Sr. Hjörtur Magni Jóhannsson
hefur þjónað sem sóknarprestur í
Útskálaprestakalli á Suðurnesjum í
11 ár, en hefur verið við framhalds-
nám við Edinborgarháskóla síðast-
liðin þrjú ár. I guðsþjónustunni mun
^'ormaður safnaðarstjórnar, Sigurð-
1 ur E. Guðmundsson, flytja ávarp og
Ibjóða nýjan safnaðarprest velkom-
inn til starfa. Safnaðarfólk mun ann-
ast ritningarlestra og bænagjörð. í
lok guðsþjónustu er kirkjugestum
boðið til kaffísamsætis í Safnaðar-
heimilinu við Laufásveg.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Organisti Pavel Smid ásamt Kór
Fríkirkjunnar í Reykjavík munu
annast tónlistarflutning og leiða al-
mennan safnaðarsöng. Einsöngvar-
ar verða Erla B. Einarsdóttir og
Svava Ingólfsdóttir. Organisti mun
leika á orgel kirkjunnar áður en at-
höfn hefst.
* Léttur KR-
morgunn með
Neskirkju
Á MORGUN, sunnudaginn 10. maí,
ætla Vesturbæingar að gleðjast með
dafnandi vori. Þá verður „léttur KR-
morgun með Neskirkju“ eins og við
köllum uppátækið.
j Dagskráin hefst með því að Sund-
f laug Vesturbæjar býður upp á
i þkeypis aðgang milli kl. 8 og 10 en
| *kl. 9.15 verður dagskrá á vegum
J sunddeildar KR sem er 75 ára um
| þessar mundir, einnig munu
sundsveitir frá Neskirkju og KR
þreyta kapp í boðsundi „með frjálsri
aðferð".
Kl. 9.45 verður léttur morgun-
verður í safnaðarheimili kirkjunnar í
umsjá Neskirkju og KR-kvenna.
Borgarkórinn syngur létta Vestur-
bæjarsyrpu undir stjórn Sigvalda
Kaldalóns.
Kl. 11 hefst guðsþjónusta í kirkj-
unni. Þar talar Kristinn Jónsson for-
maður KR og sóknarnefndarmaður í
Neskirkju, en keppnisfólk og félag-
ar úr hinum ýmsu íþróttagreinum
innan félagsins aðstoða. Prestur er
-*fcr. Halldór Reynisson. Allir eru vel-
komnir, ekki síst Vesturbæingar og
KR-ingar.
I Fjölskylduhátíð
Fríkirkjunnar í
Hafnarfirði
FJÖLSKYLDUHÁTÍÐ Fríkirkj-
unnar í Hafnarfirði verður haldin á
morgun, sunnudaginn 10. maí. Þetta
er áttunda vorið sem efnt er til slíkr-
ar hátíðar og hefur þátttakan farið
vaxandi með ári hverju en í fyrra
voru nærri fjögur hundruð manns á
hátíðinni. Mjög góð aðstaða er í
—**Kaldárseli, m.a. stórt íþróttahús.
Þar fer dagskráin fram ef ekki viðr-
ar til útiveru.
Hátíðin hefst kl. 11 og er þeim
bent á rútuferð frá Fríkirkjunni sem
ekki koma á eigin bflum. Rútuferð
verður kl. 10.30.
Dagskráin er að venju sniðin fyrir
alla fjölskylduna. Farin verður stutt
gönguferð fyrir alla fjölskylduna um
nágrenni sumarbúðanna en á sama
tíma verður farið í leiki við sumar-
búðimar. Fjölskyldusamkoma verð-
ur að því búnu í íþróttahúsinu þar
^em bamakórar kirkjunnar og ung-
lingakór koma fram ásamt hljóm-
sveit á vegum Arnars Arnarsonar.
Góðir gestir koma í heimsókn. Að
lokinni þessari dagskrá verður böm-
unum síðan boðið upp á grillaðar
pylsur en hinir eldri setjast að
veisluborði í sumarbúðunum. Það
em allir velkomnir til þátttöku í fjöl-
jjfckylduhátíðinni.
Kvöldmessa í
Laugarneskirkju
SUNNUDAGINN 10. maí verða
tvær messur í Laugameskirkju.
Fyrri messan verður kl. 11 en sam-
tímis henni er bamastarf. Sr. Halldór
Gröndal þjónar fyrir altari. Kirkjukór
Laugarneskirkju syngur en organisti
og stjómandi kórsins er Gunnar
Gunnarsson. Aðalfundur safnaðarins
er að messu lokinni.
Um kvöldið kl. 20.30 verður messa
með „djass-tónum“. Djasskvartett
leikur frá kl. 20 undir stjóm Gunnars
Gunnarssonar. Með honum leika
Tómas R. Einarsson, Sigurður Flosa-
son og Matthías M.D. Hemstock.
Einsöngvari með Kór Laugames-
kirkju verður Þorvaldur Halldórsson.
Prestur er sr. Halldór Gröndal. Eftir
báðar messumar verður boðið upp á
kaffisopa í safnaðarsalnum.
Kvennakirkjan
með messu
KVENNAKIRKJAN heldur messu
í Langholtskirkju á morgun, sunnu-
dag, kl. 20.30. Inga Jóna Þórðar-
dóttir borgarfulltrúi prédikar.
Hanna Björk Guðjónsdóttir syngur
einsöng. Kór Kvennakirkjunnar
leiðir almennan söng undir stjórn
Aðalheiðar Þorsteinsdóttur. Kaffi á
eftir í safnaðarheimilinu.
Messa og kirkju-
kaffí ísfírðinga-
félagsins
HIN árlega messa og kirkjukaffi ís-
firðingafélagsins fer fram á morgun,
sunnudaginn lO.mai, kl. 14 í Áskirkju
við Vesturbrún. Sr. Árni Bergur Sig-
urbjömsson þjónar fyrir altari en
Lára Oddsdóttir prédikar. Kór brott-
fluttra ísfirðinga syngur. Allir Isfirð-
ingar að fomu og nýju eru hvattir tfl
að koma og taka með sér gesti.
Kaffisala í
Grensáskirkju
HIN árlega kaffisala Kvenfélags
Grensássafnaðar verður haldin á
morgun, sunnudaginn 10. maí, í
safnaðarheimili Grensáskirkju og
hefst kl. 15.
Frá upphafi hefur Kvenfélag
Grensássafnaðar verið einn öflugasti
bakhjarl safnaðarins og því fé sem
inn kemur í fjáröflun félagsins er
varið til úrbóta í kirkjunni. Nýjasta
dæmið era hinir fögm gluggar Leifs
Breiðfjörð sem vakið hafa eftirtekt
og aðdáun flestra sem í kirkjuna
hafa komið.
Sóknarbörn og aðrir velunnarar
Grensáskirkju era hvött til að koma
á kaffisöluna, njóta þar frábærra
veitinga og stuðla um leið að betri
aðbúnaði kirkjustarfsins.
Mæðradagurinn
í Hafnar-
fjarðarkirkju
Á MORGUN, sunnudag, er mæðra-
dagurinn. Af því tilefni verður hald-
in fjölskylduguðsþjónusta kl. 11.00 í
Haftiarfjarðarkirkju. Allar mæður á
öllum aldri em sérstaklega hvattar
til að mæta ásamt börnum sínum.
Pabbamir era að sjálfsögðu vel-
komnir líka. Barnakór kirkjunnar
syngur ásamt krökkum sem um
þessar mundir taka þátt í vomám-
skeiði barnakórsins. Stjórnandi
þeirra er Hrönn Helgadóttir. Eftir
guðsþjónustuna fá allar mæður af-
henta mæðradagsrós og síðan er
boðið upp á molakaffi í safnaðar-
heimilinu áður en haldið er heim á
leið. Þema fjölskylduguðsþjónust-
unnar er fjölskyldan, samband for-
eldra og bama og sérstaklega móð-
ur og barns. Við munum skoða þem-
að í leik, með sögum og í söng.
Kirkjukórinn leiðir sönginn en org-
anisti er Natalía Chow. Prestur er
sr. Þórhallur Heimisson.
KEFAS, Dalvegi 24. Almenn sam-
koma í dag kl. 14. Allir velkomnir.
YÍKVERJI hefur mest notað
einkabifreið, hjól eða tvo jafn-
fljóta til að koma sér á milli staða í
borginni undanfarin ár og því lítið
notað þjónustu Strætisvagna
Reykjavíloir. Þó gerðist það íyrir
stuttu að Víkverji þurfti að nota
strætisvagn og kom þá sumt honum
spánskt fyrir sjónir. Það virðist til
dæmis vanta í strætisvagnana upp-
lýsingar á erlendum tungumálum,
eða þá framsettar með myndrænum
hætti, sem hjálpa erlendum ferða-
mönnum til að átta sig á hvert þeir
em að fara og hvar þeir era staddir.
Síðastliðin ár hefur Víkverji aðal-
lega notað strætó sem ferðamaður í
útlöndum og hann gerir ráð fyrir að
á sumrin séu erlendir ferðamenn
stór hluti viðskiptavina SVR. Víða í
borgum erlendis er í vagninum sjálf-
um kort af leiðinni, þar sem helztu
götur og kennileiti em merkt inn á.
Þetta mætti SVR gjaman íhuga.
XXX
UNDARLEGRA fannst Vík-
verja þó að skoða leiðatöflurn-
ar á biðstöðvum SVR við Nesveg
úti á Seltjarnarnesi. Víkverji leit á
töfluna öðrum megin við götuna
áður en hann gekk yfir og beið eft-
ir vagni hinum megin. Þegar hon-
um tók að leiðast biðin, leit hann á
töfluna þeim megin og kom þá í
ljós að á henni var að finna allt
aðra áætlun en á hinni leiðatöfl-
unni! Það er ekki nema von að fólk
hafi á orði að erfitt sé að stóla á
strætisvagnana.
XXX
VÍKVERJA finnst hreinsun
sands og annarra óhreininda af
götum borgarinnar hefjast seint,
miðað við að snjóa leysti fyrir löngu
og vorið hefur verið gott. Þar til
fyrir skömmu voru sandhryggir
eftir endilangri götunni sem Vík-
verji býr við en nú em þeir foknir -
einkum og sér í lagi inn um glugga
húsanna við götuna. Víkverji og ná-
grannar hans hafa varla haft við að
þurrka úr gluggunum. Granni Vík-
verja hafði á orði að hann hefði
haldið að borgaryfirvöld stæðu sig
betur í þessum efnum á kosninga-
vori.
XXX
ILLT finnst Víkverja til þess að
vita að nú bendir flest til að kon-
um muni fækka í bæjarstjómum við
komandi kosningar. Hvað er nú orð-
ið um hin góðu áform stjórnmála-
flokkanna um að auka veg kvenna í
forystuliði sínu? Hvenær eiga at-
hafnir að fara að fylgja orðum
stjórnmálaforingjanna um jafnrétt-
ismál?