Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 64

Morgunblaðið - 09.05.1998, Page 64
64 LAUGARDAGUR 9. MAÍ 1998 I DAG MORGUNBLAÐIÐ Heimsótti eyðn- ismituð börn í Rúmeníu ► BRESKA fyrirsætan Naomi Campbell er hér umvafin eyðn- ismituðum börnum í Rúmeníu. Naomi var á ferð í Búkarest í vikunni og heimsótti þá skóla á Victor Babes sjúkrahúsinu sem heitir í höfuðið á fyrirsætunni, en skólann sækja einungis eyðn- ismituð börn. A myndinni er einnig ónefndur rúmenskur læknir. Þess má geta að sér- staklega hátt hlutfall rúm- enskra barna er smitað af hinni banvænu veiru. Skápafólk og fínir draugar Afsprengi Bret Easton Ellis á hvíta tjaldið ► ÞAÐ MUNA vafalaust marg- ir eftir bókinni „American Psycho“ eftir rithöfundinn Bret Easton Ellis. Lengi hefur stað- ið til að gerð væri kvikmynd eftir þessari vin- sælu bók en það er ekki fyrr en nú sem sú hug- mynd er að verða að veru- leika. Áætlað er að tökur heíjist í lok sumars og kostnaður við * myndina verði um 700 milljónir króna eða 10 milljónir dollara. Bókin fjallar um valdasjúkan mann á Wall WILLEM Dafoe hefur verið orð- aður við „American Psycho“. Street sem fremur ofbeldis- glæpi, bæði til þess að fá útrás fyrir tilfinningar sínar og til þess að reyna á gáfur sínar. Bókin lýsir á grafískan hátt hugmyndaríkum aðferðum við pyntingar og morð. Tekið hefur sex ár að vinna kvikmyndahandrit upp úr skáldsögunni. Mary Harron, sem leikstýrði „I Shot Andy Warhol“ mun leikstýra mynd- inni og er hún unnin eftir hand- riti hennar og Guinevere Turn- er, sem skrifaði handritið að „Go Fish“. Fjölmargir leikarar hafa ver- ið orðaðir við hlutverk í mynd- inni, þar á meðal Christian Bale, Jared Leto og Willem Dafoe, en enginn þeirra hefur enn verið ráðinn. EINVERJIR erfíðleikar eru hjá gríndúkkunni Ellen á Stöð 2 við að komast út úr skápnum. Stöðin kynnir þátt- inn með Ellen nokki-um sinn- um í viku og oftar en hitt fylg- ir sú „brennandi" spurning hvort hún komi út úr skápnum í þetta sinn. Þetta er svolítið hvimleitt stagl og varla fólki bjóðandi viku eftir viku. í fyrsta lagi veit almenningur ekki hvað þessi skápur er, eða hvort Ellen er geymd í skáp á milli sýninga. Stöð 2 skuldar eig- inlega áhorfendum skýiingu á því hvaða skápur þetta er eða þegi ella. Þeir sem kallast gætu sérfróðir um skápa geta enga skýringu gefið og hvað slíkt hús- gagn kemur gamangellunni El- len við vita þaðan af færri. Skáp- ur í yfírfærðri merkingu fyrir- finnst ekki í Blön- dal eða Islensku SJONVARPA LAUGARDEGI Hvenær Stöð 2 hyggst koma út úr búslóðinni með Ellen og öðr- um skápverjum er ekki vitað. A fóstudagskvöldið í fyrri viku var ríkisimbinn á þjóðlegum nót- um, því birt var frá vísnakvöldi á Vopnafirði og sýnd mynd um Canterville-drauginn enska, sem var römm afturganga og lík ýmsum þeim draugum og aftur- göngum, sem komist hafa í bæk- ur á Islandi. Þar sem íslenskir draugar voru ekki af neinu hefð- arstandi, enda kallaðir mórar og skottur, gekk aðallinn aftur í Englandi jafnt og alþýða manna. Canterville-draugurinn var að manni skilst frá sextándu öld af aðalsætt, enda klæddur í pell og purpura. Hér heima hefur lítið verið gert af því að kvikmynda eftir sögum af nafnfrægum draugum, en mjög hefur dofn- að yfir þeim kyn- stofni hin síðari orðabókinni og hvar á maður þá að leita? Það er eitthvað óskap- lega óíslenskulegt að tala um að þessi eða hinn sé kominn úr skápnum. Það sem menn eru að basla við að reyna að segja er ef- laust að einhver komi úr felum. Það má bara ekki segja það, því þá heyrist að einhver hafi haft eitthvað að fela og það gæti ver- ið niðrandi. Gamangellan Ellen hefur ekkert að fela. Hún er heldur ekki að burðast með neinn skáp. Hægt væri að halda að Stöð 2 væri í skáp, svo munn- tamt er þeim þetta skápatal. ár. Aftur á móti virðist áhugi á þessu handanheimsfólki fara vaxandi innan kvikmyndanna og benda til þess þættir eins og Ráðgátur og Sögur að handan, báðir á Stöð 2. Vísnaköldið á Vopnafirði und- ir stjórn Ómars Ragnarssonar fór fram með nokkrum ærslum eins og hæfir. Vísnagerð hefur farið fram í landinu frá því það byggðist og næstum óbreytt, þangað til limrur komu til sögu og hækjur, en þessi form eru notuð jöfnum höndum við fer- skeytluna. Ekkert mat var uppi um það, hvað vel væri kveðið, en það mun ekki nema á fárra manna færi að skera úr um hvað sé rétt kveðin vísa, svo rosalega hefur rímleysið farið með þessa þjóð orðgnóttar og anda. Marg- ur kann enn með vísu að fara, en ekki mun á neinn hallað þótt því sé haldið fram að á vísnakvöld- inu hafi lunginn úr hagyrðinga- sveit landsmanna varið heiður ferskeytlunnar. Síðastliðinn fóstudag byrjaði veiði í Elliðavatni og virðist veið- in hafa byrjað vel. En þar var ekki beint um sporðaköst að ræða, eins og í Vatnsdalsá, það- an sem Eggert Skúlason birti þátt á Stöð 2 um nýja leigutaka, sem leggja áherslu á að sleppa löxum sem veiðast. Er þá komið að æðsta stigi sportveiðinnar og ekki liðin nema rúm öld frá því hungursneyðir herjuðu í ein- hverjum mæli á þjóðina. Fyrir veiðiþjóð, sem allt varð að mat í hörðum árum, er það mikill ár- angur að sleppa veiddum löxum. Það er þá varla lengur hnjóðs- yrði að koma heim með öngulinn í rassinum, en slíkt ætti að fara að verða stöðugt algengara. Frægastir veiðimenn hafa þeir gjarnan verið, sem hafa þrætt svo stíft upp í lax, að þeir hafa komið heim með birgðir eins og úr netaveiði. Samkvæmt þætti Eggerts Skúlasonar virðist nmnin upp sú stund að veiði- klær byi'ji að gefa fyrir sálu sinni. Indriði G. Þorsteinsson Hljómsveitin Saga Klass Frábær danstónlist frá kl. 23.30 með hljómsveitinni Saga Klass og söngvurunum Sigrúnu Evu Ármannsdóttur og Reyni Guðmundssyni FERÐASACA A Laddi og félagar @§ H fara á kostutn í fcrðabransanum GLEÐI.SÖNGUR OG FULLT AF GRÍNIí SÚLNASAL Hörður Olafsson heldur uppi fjörinu með léttri sveiflu á Mímisbar. -þín sagal Herra T blankur og með krabbamein HERRA T, maðurinn með móhík- anaklippinguna sem varð frægur fyrir leik sinn í þáttunum „The A-Team“ í byrjun níunda áratug- arins, þjáist af krabbameini og er á barmi gjaldþrots. Þetta kom fram í sjónvarpsviðtali „Enterta- inment Tonight“ sem sýnt var í vikunni í Bandaríkjunum. Hinn 45 ára gamli Lawrence Tureaud sagði í viðtalinu að hann væri með eitlakrabbamein og væri í daglegri geisla- og sprautumeðferð á Cedars-Sinai sjúkrahúsinu í Los Angeles. „Ég reyni að vera jákvæður og ég vil að fólk lyftist upp þegar það horfir á þennan þátt. Kærleikur er það sem gefur mér styrk til að fara á sjúkraliúsið á hverjum degi.“ Að sögn Tureaud þótti honum erfiðast að segja móður sinni frá krabbameininu. Hann hefur beð- ið talsvert fjárhagslegt tjón vegna veikindanna og segist eiga um 15 þúsund krónur á banka- bókinni í dag. Auk þess að leika í fyrrnefnd- um sjónvarpsþáttum sem voru sýndir í bandarísku sjónvarpi fram til 1987 lék hann einnig á móti Sylvester Stallone í „Rocky III“. HERRA T er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem B.A. Baracus í þáttunum „The A-Team“. Þessi með vindilinn er fyrr- verandi mótleikari hans, George Peppard. Mark Addy leikur geimveru ► BRESKI leikarinn Mark Addy, sem lék í gamanmyndinni Með fullri reisn eða „The Full Monty", fer með hlutverk geimveru í sjón- varpsþáttum á ABC-sjónvarps- stöðinni í Banda- ríkjunum sem nefnast „Earth Scum“. Fjaila þættiruir um hjónaband geim- veru, sem leikin er af Addy, og jarðarbúa og búa þau á annarri plánetu. Addy lék mann sem var óöruggur með sjálfan sig og vel í holdum í myndinni Með fullri reisn. Borðapantanir í síma 568 6220

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.